Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fjarkennsla getur haft félagslegan ávinn- ing í för með sér Morgunblaðið/Kristján Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri grunnskóla Hólmavíkur, Rúnar Sig- þórsson, frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga. SÍÐASTLIÐINN vetur stóð yfir til- raun með fjarkennslu á millli grunn- skólans á Hólmavík og Broddanes- skóla á Ströndum. Markmið tilraunarinnar var m.a. að kanna kosti og galla fjarkennslu fyrir fá- menna skóla úti á landi. Það var Samband íslenskra sveit- arfélaga sem stóð að tilrauninni með fjárhagslegum stuðningi frá Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga, Byggðastofn- un og menntamálaráðuneytinu. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hafði umsjón með tilraun- inni og vann skýrslu um niðurstöður hennar. Þær niðurstöður, auk reynslu aðstandenda tilraunarinnar, voru kynntar á blaðamannafundi á Akureyri í gær. Erfitt að manna fámenna skóla í máli Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson- ar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, kom m.a. fram að vandamál fámennra skóla væri oft að erfiðlega gengi að fá hæft fólk til starfa og hætta væri á faglegri ein- angrun kennara. Einnig er náms- framboð oft minna í fámennum skól- um. Þessi vandi hefði m.a. orðið til þess að farið var að huga að því að nýta nútímafjarskiptatækni til að draga úr einangrun afskekktra skóla. Það kom einnig fram hjá Vilhjálmi að á síðasta skólaári var rekinn 21 skóli á landsbyggðinni með færri en þijátíu nemendur, eða færri en þrjá nemendur að jafnaði í árgangi, og af þeim voru fimm skólar með færri en tíu nemendur. Þess má geta að í vet- ur stunduðu um níutíu nemendur nám í grunnskóla Hólmavíkur og sex nemendur í Broddanesskóla. I þessu tilraunaverkefni var sett- ur upp gagnvirkur fjarskiptabúnað- ur í báðum grunnskólunum, sem byggist á því að kennari sjái nem- endur í báðum skólum og nemendur sjái kennarann svo og hver annan. Nemendum mikilvægt félagslega Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri grunnskólans á Hólmavík, tók einn- ig til máls og rakti hvemig tilraunin hefði gengið fyrir sig frá sjónarhóli þessara tveggja skóla. Hann sagði að þrátt fyrir að til- raunin hefði að mörgu leyti tekist vel væri Ijóst að fjarkennsla setti í raun ákveðnar skorður. Til að sem mest mætti fá út úr kennslustundunum þyrfti nemendahópurinn að vera einsleitur, á líkum aldri og með álíka námsgetu. Augljóst væri að minna væri um samband nemenda og kenn- ara, ekki væri t.d. hægt að klappa á axlir nemandans í hvatningarskyni. Búnaðinn sagði Skarphéðinn hafa rejmst vel. Gæta þyrfti hins vegar sérstaklega að hljóðgæðum og þar sem sama stofan væri notuð fyrir alla aldurshópa væri mikilvægt að húsgögnin væru stillanleg. Ávinningar hefðu sérstaklega ver- ið þeir að unnt var að rjúfa faglega einangrun Broddanesskóla og einnig skilaði þetta nemendum félagslegum og námslegum ávinningum. Fjarkennsla möguleg í grunnskólum Rúnar Sigþórsson, verkefnisstjóri frá RHA, sagði að meginniðurstaðan af þessari tilraun væri sú að fjar- kennsla á grunnskólastigi væri tækni- og kennslufræðilega mögu- leg. Einnig væri ljóst að fjarkennsla gæti aukið námsframboð, styrkt fé- lagslega stöðu nemenda og aukið samstarf á milli kennara. Hann sagði að í viðtölum sínum við nemendur og kennara kæmi í ljós að virkni og vinnufriður í tímum væri hliðstæð venjulegum kennslu- stundum. Þó nefndu nokkrir nem- endur að bið eftir kennara væri meiri en ella. Akkilesarhæll þessarar tilraunar hefði í fyrstu verið lélegt símasam- band, en það er alger forsenda þess að fjarvinnsla sé möguleg. Úr því hefði verið bætt að nokkru leyti en þetta þyrfti að skoða vandlega ef farið yrði af stað í slíkt verkefni ann- ars staðar. Hann kom einnig inn á að nem- endur hefðu gott af að kynnast þess- ari fjarfundatækni þar eð tölvan gegndi orðið æ mildlvægara hlut- verki í atvinnulífinu. Aðstandendur tilraunarinnar sögðu að ekki væri enn ljóst hvort fleiri skólar tækju upp slíka tækni í náinni framtíð en ljóst væri að marg- ir hefðu fylgst áhugasamir með þessu verkefni og nú væri brautin að nokkru leyti rudd. Morgunblaðið/Kristján Aö þessu sinni var einnig keppt á línuskautum í Akureyrarmaraþoni og voru þátttakendur Qölmargir. Akureyrar- maraþon um helgina AKUREYRARMARAÞON var hald- ið um helgina og fór vel fram þrátt fyrir að veðrið væri ekki alitaf upp á það besta, rigning og nokkur vind- ur. Þátttaka var svipuð og undan- farin ár en um 250 þátttakendur hlupu og skautuðu mislangar vega- lengdir um helgina. Helstu úrslit urðu þau að í hálf- maraþoni sigraði Erla Gunnarsdótt- ir í kvennaflokki á tímanum 1:31:12 og í karlaflokki var sigurvegari Ing- ólfur G. Gissurarson á tímanum 1:18:31. I tíu km hlaupi bar Helga Björns- dóttir sigur úr býtum í kvennaflokki á 41:22 en Halldór Guðjón Jóhanns- son í karlaflokki á 37:37. í ár var einnig keppt á línuskaut- um og í 10 km keppninni voru það Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir, 33:54, og Viðar Júliusson, 30:47, sem voru hlutskörpust. í 3 km keppninni voru það hins vegar Ingibjörg Ragna, 20:50, og Arnar Úlfarsson, 13:03, sem fóru með sigur af hólmi. Sauðárkróki mið. 19/7 kl. 19 Borgarnesi fim. 20/7 kl. 19 Reykjavík, í laugardal fös. 21/7 kl. 19 - lau. 22/7 kl. 17 og 19 sun. 23/7 kl. 17 og 19 - mán. 24/7 kl. 19 þri. 25/7 kl. 19 - mið. 26/7 kl. 19 fim. 27/7 kl. 19 - fös. 28/7 kl. 19 Miðasala opin daglega frá klukkan 14 Fagursöng’ur í Deiglunni KLASSÍSKIR tónleikar verða í Deiglunni í kvöld, þriðjudagskvöldið 18. júlí, kl. 20. Flytjendur eru Elín Halldórsdóttir sópran og Hannes Guðrúnarson, sem leikur á klassísk- an gítar. Elín lauk þriggja ára námi við London College of Music með Graduate Diploma. Auk þess hefur hún einnig verið í söngnámi í Köln. Elín hefur einnig áttunda stigs próf í píanóleik. Hún hefur komið fram í óperunum Brúðkaup Fígarós og Töfraflautunni en í dag kennir hún söng og á píanó við tónlistarskólann á Akureyri. Hannes Guðrúnarson stundaði framhaldsnám við tónlistarháskól- ann í Bergen og lauk þaðan prófi í einleik og kammertónlist. Hann starfar nú sem gítarkennari á Akur- eyri en er auk þess meðleikari og einleikari á tónleikum. Á tónleikunum flytja þau íslensk þjóðlög í útsetningu Eyþórs Þorláks- sonar, lög eftir Mario Castelnuovo- Tedesco og Schubert. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Morgunblaðið/Klemenz Bjarki Fjöldi gesta sótti Hrfsey heim á íjölskyiduhátíðinni og hér má sjá gamla Sævar koma drekkhlaðinn að bryggju í Hrísey. Fólk skemmti sér á fjöl- skylduhátíð í Hrísey FJÖSLKYLDUHÁTÍÐ var haldin í Hrísey um helgina og tókst vel til með framkvæmd hennar að sögn for- svarsmanna hátíðarinnar. Talið er að um 1.800 manns hafi mætt þrátt fyr- ir rigningu á laugardeginum, en þurrt var á sunnudeginum. Ekki spillti fyrir hátíðinni að nýja Hríseyj- arfeijan sigldi í höfn í Hrísey um há- degið á laugardeginum og gat fólk skoðað ferjuna að innan, en hún var ekki strax sett í siglingar milli eyju og lands. Að sögn Þórunnar Arnórsdóttur, eins af skipuleggjendum hátíðarinn- ar, var fólk komið út í ey til að gera sér glaðan dag og allir fjölskyldu- meðlimir skemmtu sér saman, óháð aldri. Meðal þess sem hægt var að gera sér til dundurs var að bregða sér í skoðunarferð um eyjuna, fylgj- ast með akstursleikni á dráttarvél- um, leiktæki voru í boði fyrir börnin, hægt var að kaupa handgerða muni í sölutjöldum og svo má ekki gleyma kvöldvökunni á laugardagskvöldinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.