Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 62
>62 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Úr ferðabók hljómsveitarinnar Kalk Malarvegir og morðóðar endur Það er ekki á hverjum degi sem reykvískar hljómsveitir koma við í Trékyllisvík og troða upp. Bragi Valdimar Skúlason segir frá ævintýralegri ferð hljómsveitarinnar Kalk um vestfírsk fjöll og fírnindi. MEÐLIMIR hljómsveitarinnar Kalk risu úr rekkju árla dags þess 30. júní og hlóðu foggum sínum á forláta sendiferðabíl. Hröðuðu sér síðan í dauðans ofboði frá borginni. Kristni- hátíð var yfirvofandi og ætlunin var að losna við þjóðflutningana miklu sem spáð var seinna um daginn. För- inni var heitið til Trékyllisvíkur þar sem Kalk hugðist leika fyrir dansi og heilla Strandamenn upp úr jafnt skóm sem sokkum og voru liðsmenn sveitarinnar að vonum spenntir. Reykjavík-Hólmavík- Trékyllisvík Ferðin gekk prýðilega, sólin glampaði og allir höfðu munað eftir tannburstum og góða skapinu. Vitan- lega voru svo helstu þjóðvegaslagar- ar sungnir hástöfum fyrir þakklátar vegkantakindur. Á Hólmavík voru teknar vistir, meðan fararstjórar ráð- færðu sig við sveitunga hvemig best væri að haga ferðum áleiðis til fyrir- heitna landsins. Ferðalöngunum létti stórum þegar loks náðist að sannfæra þá um að hvorki þyrfti úlfalda né fila til að ferðast á ómalbikuðum vegum, og hélt hljómsveitin því vongóð áfram för sinni. Eftir að hafa gapað yfir lóðréttum hamraveggjum, furðað sig á yfirgefn- um verksmiðjum og smíðað skothelda samsæriskenningu um morðóðar endur sem leggjast á sjávarspendýr, kom Kalk loks til Trékyllisvíkur (Ef satt skal segja ók sveitin reyndar fyrst framhjá Trékyllisvík og yfir í næstu byggð, en áttaði sig þó um síðir og álpaðist á réttan stað). Trékyllisvík er svo sem engin stór- borg á mælikvarða heimsins, en stát- ar þó af tveimur kirkjum, skóla, fót- boltamörkum og lambi. Loks er þar að finna reisulegt félagsheimiii, sem var einmitt endastöð hljómsveitar- innar. Huldufólk og rostungar Var nú tekið til óspilltra málanna, og bögglum og pinklum hrúgað inn og upp á sviðið. Bumbuslagarinn kom sér haganlega fyrir uppi á hástökks- dýnu og hljómborðið látið standa á leikfimikistu frá 16. öld. Eftir hefð- bundna hljóðprufu var allt til reiðu. Hljómsveitin gæddi sér á kaffi og skolaði af sér ysta lagið af ferðaryk- inu meðan fólk tók að streyma í sal- inn. Dansleikurinn var augljóslega vel Hljómsveitarmeðlimir furða sig á rostungnum í fjörunni. auglýstur í byggðum huldufólks, því áður en varði var húsið orðið fullt. Kalk steig á stokk um miðnæturbil og tók til við venjuleg aðalfundar- störf; erlent léttmeti og nokkur vel valin íslensk þjóðlög. Lét fólk vel af leik sveitarinnar og smám saman færðist aukið fjör í leikinn, og fleiri dansspor voru stigin. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá tilþrif eldri gesta, sem sýndu að vel má dansa polka og ræl við tónsmíðar Metallica og Kiss. Að dansleik loknum hélt hljóm- sveitin út fyrir ásamt þeim gestum sem enn stóðu uppréttir, vopnuð kassagítar og sneriltrumbu. Þar var svo haldin létt söngæfing undir rís- andi sól þar til helstu söngbækur voru tæmdar og enginn kom lengur upp orði fyrir hæsi. Það var dösuð en sæl sveit sem staulaðist að lokum til hvílu í skóla- húsi Trékyllinga. Á leiðinni þangað varð hljómsveitarmeðlimum litið út á hafið, svona rétt til að njóta þess sem heimamenn nefna útsýni. Þar blasti við ófögur sjón. í fjöruborðinu maraði dauður rostungur, sem sýndi að end- umar höfðu ekki setið aðgerðalausar þessa nótt. Britney brást UNGIR aðdáendur söngkonunnar vinsælu Britney Spears í Denver í Bandaríkjunum eru stúrir á svip þessa dagana og kannski ekki jafn hlýtt til söngkonunnar og áður. Þannig er mál með vexti að áður auglýst- um tónleikum Spears þar hefur verið aílýst þrátt fyrir að uppselt hafi orðið á tón- leikana strax í febrúar. Ástæðan er sú að sviðið sem Spears átti að koma fram á er víst ekki nærri nógu stórt fyrir söngstjörnuna ungu og fylgifólk hennar. Mikil sýning fylgir tónleikum Spears og er Jjöldi dansara, hljóðfæraleikara og bakradda með henni á sviðinu. Þá er sviðsmyndin risavaxin. Red Rocks Amphitheater-höllin getur engan veginn hýst allt þetta fólk að sögn Spears-manna. Þar hafa þó margir af helstu tónlistarmönnum sögunnar stigið á stokk og nægir í því samhengi að nefna Bítlana. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir að tónleikunum yrði frestað,“ segir Chuck Morris, sem skipulagði tónleikana. „Það mjög erfitt að segja sjö ára dóttur minni frá því að Britney myndi ekki koma.“ I.EIKFELAG ISLANDS Loft 552, 3000 THRILLER sýnt af NFVÍ fös. 21/7 kl. 20.30 laus sæti fös. 28/7 kl. 20.30 aukasýning 530 3030 'í3 BJÖRNINN — Hádegisleikhús ____ með stuðningi Símans »' fim. 20/7 kl. 12 lau. 22/7 kl. 12 mið. 26/7 kl. 12 fim. 27/7 kl. 12 Miðasalan er opin frá kl. 12-18 í Loftkastalanum og frá kl. 11-17 I Iðnó. Á báðum stöðum er opið fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir I viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. Af öllum huga TðlVLIST Geisladiskur TROMPET Trompet, geisladiskur hljómsveit- arinnar Trompets. Sveitina skipa þeir Gismó (Grétar Þór Gunnars- son) (bassi), Brynjólfur Snorrason (trommur og slagverk), Oddur Carl Thorarensen (söngur), Jón Orn Arnarson (gítar), Olafur Schram- mond (Hammond, Rhodes, píanó, Mellotron, synthesizer) og Einar Sigurmundsson (gítar). Lög og textar eftir hina ýmsu meðlimi Trompet fyrir utan „Not alone“ þar sem Þorri á bæði lag og texta. Trompetmenn útsettu og Gismó sá um upptökustjórn. Hljóðblöndun var í höndum Gunnars Smára Helgasonar og Trompet. 55,02 mín. Hljóðsmárinn ehf. gefur út. ÞEGAR nýjar, óðar og uppvæg- ar sveitir ráfa um poppland ganga hlutirnir vanalega þannig fyrir sig að sveitirnar spila sig sundur og saman á hljómleikum í vissan tíma áður en menn huga að útgáfum. Vissulega hafa sumir grallaraspóar þó brotið þetta ferli upp við og við í gegnum tíðina. Moldvörpusveitin Mug úr Bústaðahverfinu spilaði grimmt saman inni í litlum skúr í tíu ár áður en lítill og óframfærinn disklingur fékk að koma fyrir al- mannasjónir og listapoppararnir í Bag of Joys hófu ferilinn á að gefa út snældu áður en farið var að huga að spilamennsku á hljómleik- um. Eins er farið með popprokkar- ana í Trompet, en þeir eru búnir að híma einbeittir við æfingar í skúrnum í tvö ár og lítt haft sig í frammi. í vor kom svo út, nánast af himnum ofan, metnaðarfull og vönduð skífa og greinilegt að með- limir hafa nostrað vel við gripinn Morgunblaðið/Ásdís „Tónlist Trompet mætti lýsa sem „stóru“ popprokki, lögin eru ábúðarfull og hlaðin hljóðfæraleik í hví- vetna,“ segir Arnar Eggert m.a. í dómnum. áður en honum var sleppt lausum. Tónlist Trompet mætti lýsa sem „stóru“ popprokki, lögin eru ábúð- arfull og hlaðin hljóðfæraleik í hví- vetna. Ei er þó um ofhleðslu að ræða eins og oft vill verða er menn gerast of ákafir, spilamennskan er góð og jöfn, ekkert hljóðfæranna skyggir á annað og ekkert mont né sýndarmennska er blessunarlega á kreiki. Hljómurinn er afbragð og reyndar er „Trompet“ einn hljóm- besti frumburður sem ég hefi heyrt lengi. Heildarfrágangur er sem og á allan hátt til fyrirmynd- ar, umslag flott og greinilegt að vandað hefur verið til verka í hví- vetna. Lagasmíðarnar sjálfar eru upp og ofan. Bestu lögin eru vel samin og afar grípandi, til að mynda var ég með línu úr fyrsta laginu stans- laust á heilanum í tvo daga. Sam- hljómur svo og samhæfing sveitar- innar er og eftirtektarverð og hún á oft fína spretti í leiknum köflum einstakra laga. Fyrsta lagið, „Gosh“, byrjar t.d. á fallegum píanókafla að hætti Sigur Rósar og sleppir ekki taki á hlustandanum eftir það, enda býr lagið yfir afar segulmögnuðu viðlagi. Önnur lög eins og „Julys“, „Not Alone“ og „Isolated" búa yfir viðlíka melód- ískri dýpt og eiga öll þessi lög nokkuð greiða leið að hjartastað. I sumum lögum detta Trompetliðar þó niður í meðalmennsku, lögin eru þarna einhvers staðar á sveimi en gera lítið annað, eru hvorki fugl né fiskur eins og maðurinn sagði. Dæmi eru lög eins og „Once in a blue moon“ og lokalagið, „My Sky“, sem einkennast af fremur þreytulegri ládeyðu. Textarnir eru á einn hátt eða annan lofsöngur til Guðs almátt- ugs. Trompetmenn sneiða listavel fram hjá predikunum og þeim barnalega trúarofsa sem svo sorg- lega oft einkennir tónlistamenn sem eru og trúmenn. Textarnir eru oft bráðgóðir en þó verður Trompetmönnum stundum á í messunni (fyrirgefið), og línur eins og „You are not alone in this cruel world of ours“ og „Send your holy spirit over me“ eru óneitanlega dá- lítið kreddulegar. Söngvara sveit- arinnar er einnig nokkuð ábóta- vant, virðist halda aftur af sér í öllum lögum. Röddin, sem ber með sér óþægilegan og úr sér genginn meginstraumsgruggsblæ, verður oftast fremur mátt- og tilfinninga- laus, jafnvel á dramatískustu stundum. Áhrif koma víða að, andi hinnar mikilfenglegu sveitar Radiohead svífur yfir vötnum og í laginu „Occasion" gætir áhrifa frá fram- sæknu rokki áttunda áratugarins (e. prog rock). Tilvísanir eru og sterkar í gáfumannagrugg og -nýbylgju síðasta áratugar. Það er eðli lista að iðkendur sæki áhrif á iðn sína frá samherjum í faginu, ofan moldu sem neðan. Það er ekk- ert nema gott um það að segja ef það hjálpar við að skapa eigin stfl og stefnu en öllu leiðinlegra ef menn fá óþægilega mikið „lánað“ frá áhrifavöldunum. Trompet detta svolítið í þessa gryfju og því hvílir skuggi áhrifasveita nokkuð þungt yfir henni. En sem betur fer nær ástríða og einlægni meðlima, sem skín vel í gegn alla plötuna, að yfirgnæfa flesta þá agnúa sem ég hef verið að hnýta í hér. Umlykjandi andi plötunnar er góður og jákvæður og á heildina litið er þetta vel heppn- að byrjendaverk hjá Trompet. Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.