Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR I sól o g sumaryl ÞEGAR sólin skín og veðrið leikur við landann er hvergi betra að vera en á íslandi. Ferðalangar á Arnarstapa á Snæfellsnesi virtust að minnsta kosti njóta lífsins í sólinni um síðustu helgi. Nú er að sjá hvernig sól og rigning deilast niður á landið næstu daga. Morgunblaðið/Friðrik Gígja Nýtt hlutverk sjúkra- bflsins á Skagaströnd Skagaströnd. Morgunblaðið. FERÐAFÓLK í Vaglaskógi nú um helgina rak upp stór augu þegar það hugðist tjalda í stóru rjóðri. Þar stóð reisulegur sjúkrabíll og hélt fólk að öryggi og læknaþjónusta hefðu ver- ið efld til muna en annað kom á dag- inn. Þegar betur var að gáð og nær bílnum komið var eigandinn að grilla í góðu tómi og hvergi ein- kennisklæddir sjúkraflutninga- menn. Kom í ljós að þetta var gamli sjúkrabíllinn á Skagaströnd, sem hafði fengið nýtt hlutverk. Hann var nýlega seldur og voru það þrír bræður á Skagaströnd sem keyptu hann. Þeir hyggjast breyta honum í húsbíl og þeysa um íslenskar og er- lendar grundir í framtíðinni. Að sögn þeirra er bíllinn mjög vel út- búinn til aksturs og virkilega þægi- legur. Þetta var fyrsta útilegan og á næstunni verður farið á fullt í að innrétta bílinn. Núna var notast við gömlu innréttinguna og skápar sem áður hýstu sprautur, þvagleggi og annað sem tilheyrir sjúkrabílum, geyma nú kaffi, dósamat, grillvörur og líka hluti sem ekki má auglýsa! Norskt vík- ingaskip til Eyja VÍKINGASKIPIÐ „Kvitserk" læt- ur úr höfn á morgun frá Háholmen í Noregi og tekur stefnuna til Vest- mannaeyja. Tilgangur siglingarinn- ar er að minnast siglingar Hjalta Skeggjasonar og Gissurar hvíta, þegar þeir komu við í Vestmanna- eyjum sem kristniboðar Noregskon- ungs árið 1000 og reistu þar kirkju úr tilhöggnum gjafavið frá Ólafi Tryggvasyni Noregskonungi. Með skipinu verður m. a. flutt altari og hellur sem eru hluti af nýrri staf- kirkju sem reist hefur verið í Vest- mannaeyjum. Kirkjan er gjöf norska Stórþingsins í tilefni þess að 1000 ár eru liðin frá kristnitöku Islendinga á Þingvöllum árið 1000, en stafkirkjan verður afhent og vígð 30. júlí nk. á Skansinum í Vestmannaeyjum. Það er Norðmaðurinn Ragnar Thorseth sem mun stýra knerrinum „Kvitserk", en í áhöfn skipsins verða níu menn, átta Norðmenn og einn íslendingur, Ólafur Ólafsson bæjar- tæknifræðingur í Vestmannaeyjum. Áætlað er að víkingaskipið leggi að landi í Eyjum 28.-29. júlí nk. Hægt verður að skoða myndir og fylgjast með leiðangrinum á heima- síðu Thorseth; www.haholmen.no Settu hlýjan svip á heimilið eða i sumarbústaðinn. Úrvalið er hjá okkur Rimmlaglugga tjöld á frábærum verðum í sumar Z-brautir & gluggatjöld Faxalen 14 1108 Reykjavík | Sfmi 525 8200 | Fax 525 8201 \ Netfang www.zela.is Alþjóðleg vatnaráðstefna Hamfaraflóð Helga P. Finnsdóttir ► Helga P. Finnsdóttir fæddist í Reykjavík 20. september 1971. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1991 og BS-gráðu í landafræði við Háskóla íslands 1996. Hún starfar sem svæðisstjóri á Vest- urlandi og á Suðurnesjum á Vatnamælingum Orkustofnunar. Helga er gift Hauki Hlíðkvist Ómarssyni fjármálastjóra VSÓ- ráðgjafar og eiga þau einn son, Hrafh Hliðkvist Hauksson. Flóðog vandamál af þeim sökum hrjá heiminn í ríkari mæli hamfarafyrirbrigði almennt. Þess má geta að Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Islands, lýkur ráðstefnunni með hugleiðingu um flóð og vandamál af þeim sökum sem hrjá heiminn í æ ríkari mæli, sérstaklega í þróunarlöndunum." - Er eitthvað vitað hvers vegna flóð virðast hafa aukist undanfarin ár? „Það er tvennt sem veldur. I fyrsta lagi er mannfjölgunin slík að hún dreifist yfir svæði þar sem flóðahættur eru viðvarandi, einkum í kringum stórborgir þróunarlanda. Svo hitt að flóð síðastliðinna ára virðast vera stærri en áður og vilja menn kenna því um að loftslag sé að breytast vegna áhrifa mannsins. Menn telja að loftslag fari hlýn- andi af manna völdum og það valdi víðtækum breytingum í vatnshringrásinni, sem svo aftur veldur flóðum víða um heim. Viðbúnaður hinna vestrænu landa er sífellt vaxandi og hefur mönnum þar tekist að koma í veg fyrir verulegt manntjón en í þróunarlöndum er því á annan veg farið. - Hvemig er skipulag ráð- stefnunnar að öðru leyti? „í gær var móttaka í Ráðhúsi Reykjavíkur í boði Reykjavíkur- borgar og Orkustofnunar. í dag eftir hádegi verður hálfs dags ferð að Gullfossi og Geysi, enda Hvítárgljúfrin merkileg í sam- hengi við umfjöllunarefni ráð- stefnunnar. Á morgun verður lokakvöldverður á Hótel Borg fyrir alla ráðstefnugesti. Á fimmtudaginn verður farið í eins dags ferð inn að Markarfljóts- gljúfrum íyrir þá þátttakendur ________ sem það kjósa og þriggja daga ferð sem byrjar með ferðinni að Markarfljótsgljúfrum en verður svo fram haldið í Skaftafelli og haldið áfram daginn eftir á Höfn og flogið GÆR hófst alþjóðleg vatnafræðiráðstefna um hamfaraflóð, „The Extremes of Ex- tremes". Ráðstefnan er á Grand Hótel Reykjavík og er haldin á vegum Orkustofnunar, Vatna- mælinga og Alþjóða- vatnafræðifélagins (IAHS). Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra setti ráðstefnuna, sem lýkur á miðvikudag. Helga P. Finnsdóttir er ritari ráðstefnunnar, hún var spurð hvað hæst bæri í umræðum hennar. „Það eru hamfaraflóð af ýmsum toga, svo sem vegna vatnafræðilegra og veðurfræðilegra að- stæðna og vegna stíflna sem bresta, þá eru með taldar stíflur sem myndast vegna snjóa og ísa. Þá má nefna flóð sem myndast vegna eldgosa og fleira." -Eru margir sem sitja þessa ráðstefnu? „Hér eru saman komnir um 160 þátttakendur frá um fjörutíu löndum. Þetta er aðallega fólk úr vísindasamfélagi vatnafræði, en einnig verkfræðingar og fólk úr fleiri fræðistéttum sem þessum málefnum tengjast." - Hvað eru margir fyrirlesar- ar? „Það eru fjörutíu og fimm fyr- irlesarar hvaðanæva að úr heim- inum. Þeir flytja mjög áhuga- verð erindi tengd viðfangsefninu. Það er óvenjulega breið þátttaka í þessari ráðstefnu, ef svo má segja. Við fengum um 170 erindi send áður en ráðstefnan hófst, sem er ótrúlega mikil þátttaka. Þess má geta að ráðstefan er að- ili að dagskrá Reykjavíkur menningarborg Evrópu árið 2000 en auk þess er hún styrkt af fjölmörgum aðilum, innlend- um sem erlendum.“ - Vegna hvers er þessi ráð- stefna haldin hér á landi? „í kjölfar stórflóðsins á Skeið- arársandi haustið 1996 varð um það samkomulag milli forstöðu- manns Vatnamælinga Orku- stofnunar og formanns Alþjóða- vatnafræðifélagins að halda alþjóðaráðstefnu hér á landi um hamfaraflóð. Þetta er tengt því að undanfarin ár hefur verið mikið um hamfaraflóð víða um heim og hefur hlotist af þeim mikið tjón, bæði mannskaðar og eignatjón." - Hvaða efni á dagskránni eru sérlega forvitnileg fyrir okkur hér á íslandi? „Við glímum við flóð af völd- um eldgosa og um það efni er fjallað á þessari ráðstefnu bæði af innlendum og erlendum aðil- um. 'Haraldur Sigurðsson, pró- fessor í Bandaríkjunum, flutti fyrsta erindið, sem fjallaði um hamfaraflóð sem eiga sér upptök á íslandi og hafa áhrif á sjávar- botni allt suður til Azoreyja. Af öðru merkilegu eru t.d. ný fræði um hvemig jökulhlaup bijótast fram, þetta er mjög þýðingar- mikið framlag til fræðanna frá Tómasi Jóhannessyni jökla- fræðingi. Á dag- skránni er einnig er- indi frá Viktor Baker prófessor í Bandaríkj- unum sem fjallar um hamfarahlaup, bæði söguleg og forsöguleg. Þá má nefna framlag frá Ola Grétari Blöndal Sveins- syni, doktorsnema í Colorado, en hann er að birta nýjar niður- stöður í sambandi við tölfræði- lega greiningu á flóðum. Danski stærðfræðingurinn Per Bak, prófessor í Oxford, fjallar um þaðan til Húsavíkur. Síðasta daginn verður Jökulsá á Fjöllum skoðuð og Ásbyrgi og síðan haldið til Reykjavíkur. Þessar ferðir eru famar til að skoða gljúfur sem talin em hafa mynd- ast í hamfaraflóðum og til að skoða verksummerki hamfara- flóða á ýmsum stöðum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.