Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 17 FRÉTTIR Ámi Johnsen afhendir Jonathan Motzfeldt, formanni grænlensku heimastjórnarinnar, lykil að Þjóðhildarkirkju. Barist á fyrstu víkinga- og inúítahátíðinni, sem haldin var í Narsarsuaq. Gunnar Marel, skipstjóri fslendings, fremstur til vinstri, og áhöfn hans ganga á land. Til hægri er Kaj Kleist, Fjöldi erlendra gesta var við hátíðarhöldin í Brattahh'ð um helgina, auk skrifstofusljóri í grænlensku heimastjórninni, sem tók á móti skipverjum, en Kleist stjómaði hátiðarhöldunum. þess sem fólk úr nágrannabyggðum flykktist á svæðið í blíðskaparveðri. Gunnar Marel, skipstjóri íslendings, lengst til hægri, áður en lagt var upp í stutta siglingu um Eiriksfjörð. Næst honum em Margrét Þórhild- ur, Danadrottning, Henrik prins og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands. Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjómarinn- ar, er fyrir miðri mynd. Gestimir höfðu svo gaman af siglingunni að farinn var aukahringur og þá fékk Henrik prins að grípa í stýrið. Klukkuportið við Þjóðhildarkirkju. Klukk- an var gjöf íslensku þjóðkirkjunnar og hana afhenti Karl Sigurbjörasson biskup. víkingasýninguna í Smithsonian-safninu og siglingu íslendings sérstaklega í því sam- bandi. Einar lýsti þeirri skoðun sinni að íslend- ingar hefðu tekið við því hlutverki af for- feðrum sínum í Noregi að vera aðalsiglinga- þjóðin á þessu svæði, eins og ferðir norrænna manna til Grænlands undir for- ystu Eiríks rauða og landafundir Leifs heppna í Ameríku væru til staðfestingar um. Gat hann þess að bæir Eiríks rauða í Hauka- dal og Brattahlíð og víkingabærinn í L’Anse aux Meadows í Nýfundnalandi væru allir sömu gerðar, eins og væru þeir gerðir af sömu höndum. „Ef eitthvað er ísland, þá er það þetta,“ sagði Einar Benediktsson. Verði sem mest notað Árni Johnsen, formaður byggingarnefndar húsanna í Brattahlíð, kvaðst mjög ánægður með það hvemig til tókst við uppbygginguna enda hafi verið reynt að vanda sem mest til verks í alla staði. „Ég heyri sérfræðinga hér segja að þetta séu fallegustu hús í þessum norræna stíl sem til eru í heiminum. Það hef- ur kostað mikla vinnu þar sem nostrað hefur verið við hverja fjöl og planka," segir Arni. Byggingamar kostuðu rúmar 70 milljónir kr. íslenska ríkið og grænlenska landsstjórnin greiða um tvo þriðju hluta kostnaðar en nor- rænir sjóðir og ýmsir aðrir greiða afganginn. Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar, tók við lyklavöldunum að húsunum úr hendi Áma og afhenti bæjar- stjóranum og öðmm yfirvöldum á staðnum. Það er nú í höndum Grænlendinga hvernig Eiríksskálinn verður notaður. Segir Árni að vel fari á því að nota hann að hluta sem safn og til móttöku ferðamanna en einnig til sam- komuhalds hvers konar. Víkingaskipið íslendingur heldur bráðlega áfram vestur um haf og verður komin til L’Anse aux Meadows fyrir hátíðarhöldin þar 28. þessa mánaðar. Sigling íslendings til Grænlands var ákaflega erfið, sérstaklega vegna erfiðleika sem það lenti í vegna íss við Grænland. Gunnar Marel skipstjóri sagði að við þessu hefði mátt búast og var bjartsýnn á framhald ferðarinnar. Hann lýsti sérstakri ánægju með móttökurnar sem skipið og áhöfn þess hefðu fengið í Brattahlíð. Gunnar Marel og áhöfn hans nutu þeirrar óvæntu ánægju að fá að sigla með Ólaf Ragn- ar forseta, Margréti Danadrottninu, Henrik prins og fleiri gesti um Eiríksfjörð í rjóma- blíðunni sem ríkti þar á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.