Morgunblaðið - 18.07.2000, Side 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLKí FRÉTTUM
MYNDBÖND
Meðalgóður
Hartley
Leikmaðurinn
(Amateur)
Spennumynd
★★★
Leikstjóri og handritshöfundur:
Gregor Jordan. Aðalhlutverk:
Heath Ledger, Bryan Brown, David
Field, Tom Long. (90 mín) Ástralía.
Bergvík, 1999. Bönnuð börnum inn-
an 16 ára.
HÉR er komin mynd sem full-
komlega stenst þau loforð sem gefin
eru á hulstrinu. Hún er ótrúlega
fyndin og fersk svört gamanmynd.
Söguþráðurinn er álíka gamall og
kvikmyndirnar en
myndin fjallar um
Jimmy (Heath
Ledger) sem vill
gera eitthvað með
líf sitt og jafnvel
ganga í lið með
glæpagengi bæjar-
ins (Bryan Brown
og David Field
ásamt fleirum) sem
hann býr í. En auðvitað klúðrar
hann fyrsta verkefni sínu og í stað-
inn fyrir að verða virtur af undir-
heimalýð bæjarins er hann hundelt-
ur af honum. Það eru svo mörg
stórkostleg atriði í myndinni sem ná
hápunkti í fyndnasta bankaráni fyrr
eða síðar. Gregor Jordan á hrós skil-
ið fyrir frábæra leikstjórn og hnittið
og hnitmiðað handrit, sérstaklega
þegar um glæpagengið er að ræða.
Helstu gallarnir við myndina eru
- - ómerkileg ástarsaga og ekki nægi-
lega vel útfært samband á milli Jim-
my og bróður hans. Allar þær senur
sem David Field kemur fram í eru
óborganlegar, en Field leikur hægri
hönd foringja glæpaklíkunnar með
kaldrifjaðri ró og kjarnast persóna
hans í óhugnanlegasta atriði mynd-
arinnar sem gerir hann eitt af eftir-
• minnilegri illmennum í langan tíma.
Ottó Geir Borg
D r a m a
★★%
Leikstjóri: Hal Hartley. Aðal-
hlutverk: Martin Donovan, Isabelle
Huppert, Elina Löwenshohn. (102
mín) Bandaríkin. Myndform, 1997.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Kynóð nunna sem aldrei hefur sof-
ið hjá, maður með minnisleysi og
stórhættulegur klámhringur eru
nokkrir af þeim þáttum sem koma
saman í kvikmynd
Hals Hartleys. Eft-
ir „The Unbelieva-
ble Truth“, „Trust“
og „Simple Men“
var Hartley orðinn
einn af athyglis-
verðustu leikstjór-
um sem komið
höfðu frá Banda-
ríkjunum um langt
skeið. Þessi mynd hefur marga þá
'>5 sérviskulegu kosti sem prýða myndir
hans, eins og samtöl sem fara í hringi,
tilfinningalaus samtöl um mikilvæg
málefni og virkilega undarlegar pers-
ónur. Það vantar eitthvað af þeim
ferskleika sem einkenndi fyrstu tvær
myndir Hartleys, en það er eins og
hann væri (myndin var gerð 1997 og
afsannaði Hartley þá kenningu með
„Henry Fool“) byrjaður að endur-
taka sig. Sum atriðin eru skrítin og
þjóna engum tilgangi fyrir söguþráð-
inn eða persónumar. Leikararnir eru
misgóðir en bestur af þeim er Martin
'v Donovan, sem byrjaði feril sinn hjá
Hartley og hefur smám saman verið
að leika í breiðari hópi kvikmynda
eins og „When Trumpets Fade“ og
„Portrait of a Lady“.
Frábær
skemmtun
Tvær hendur
(Two Hands)
WESTWORLD (1973)
★★★%
Framtíðarvestri um tvo borgar-
uppa (Richard Benjamin, James
Brolin), sem bregða sér í Vestra-
garðinn yfir helgina. Tilgangurinn
er að freta niður vélmenni í hlut-
verkum byssubófa. Heldur kárnar
gamanið þegar einn róbótinn (Yul
Brynner) fer að dæla í þá alvöru
blýi. Höfundurinn, Michael Chricht-
on, leikstýrir og skrifar handritið og
gerir hvorttveggja vel. Brynner og
Benjamin eru fínir og skemmtunin
hressileg.
COMA (1978)
★★★%
Grípandi spennumynd sem fjallar
um glæpi á óvenjulegu sviði; vax-
andi eftirspurn eftir líffærum í
ígræðslur líffæraflutninga. Lækni
(Michael Douglas) grunar að ekki sé
allt með felldu þegar hraustir sjúkl-
ingar í smávægilegum aðgerðum
lenda í líkhúsinu og hættuleg rann-
sókn hans leiðir til furðulegrar upp-
götvunar. Richai-d Widmark er sér-
lega svalur sem illmennið og
Genevieve Bujold stendur vel uppí
hárinu á honum í hlutverki læknis-
ins. Myndin, sem byggð er á þekktri
skáldsögu Robins Cooks, er mjög
vel gerð í alla staði.
THE GREAT TRAIN
ROBBERY (1979)
★★★
Lestarránið mikla sett í skemmti-
legan búning, fært aftur til nítjándu
aldarinnar. Chrichton, ásamt ein-
valaliði, beggja vegna tökuvéla
skapar afbragðsgóða afþreyingar-
mynd. Lumar á fjölmörgum bráð-
skemmtilegum atriðum og glæfra-
för Seans Connerys á þökum
járnbrautarvagnanna er einkar
minnisstætt atriði. Leikurinn er
góður og Connery hreinasta af-
bragð. Með Donald Sutherland og
Leskey Anne-Down.
Crichton skrifaði bæði handrit og sá um leikstjórn myndarinnar West-
world og gerði það ágætlega. Hér er Yul Brynner í hlutverki sínu í
myndinni.
Morgunblaðið/Kristinn
Michael Crichton áritar bækur er hann var staddur hér á landi á
dögunum.
Sígild myndbönd
Kvikmyndin Jurassic Park er án efa ein sú vinsælasta sem
gerð hefur verið eftir sögu Crichtons.
MICHAEL
CRICHTON
JOHN Michael Crichton er fædd-
ur 23. október 1942 í Chicago, en
flutti með foreldrum sfnum til
New York á sjöunda aldursári.
Faðir hans er blaðamaður og
Michael varð fyrstur fjögurra
barna hans til að fá birt eftir sig
efni. Það var ferðasaga sem kom í
The New York Times þegar
stráksi var aðeins 14 ára. Mjór er
mikis vísir, hún reyndist upphafið
á þvílíkum rithöfundarferli að
Crichton er í dag, ásamt mönnum
á borð við King og Grisham, einn
af mest seldu höfundum samtím-
ans. Crichton er hávaxinn og var
ein af körfuboltastjörnunum á
skólaárunum. Háskólanám hófst
við Harvard, þar sem hann hugð-
ist stunda enskunám og sögu, búa
sig undir feril sem rithöfundur.
Námið olli honum vonbrigðum,
þessi virti háskóli var ekki til-
búinn að kyngja skáldskap Cricht-
ons, sem fékk vonda útreið og
einkunnir þessa afburða náms-
manns hröpuðu niður í meðallag.
Nú var tími til breytinga og
Crichton innritaðist í mannfræði
og lauk því námi með láði aðeins
23ja ára. Hélt fyrirlestra í Cam-
bridge og ferðaðist sfðan um
Evrópu og Afríku næsta árið. Við
heimkomuna til Bandaríkjanna
innritaðist hinn upprennandi rit-
höfundur í læknanám og út-
skrifaðist sem slíkur frá Harvard-
háskóla 1969. Það var tekið til
þess hve illa nemandinn þoldi blóð
og í marggang hugðist hann snúa
sér að öðru námi en var jafnan
hvattur til að halda áfram af læri-
meisturum sínum. Svo fór þó að
Crichton átti ekki eftir að leggja
fyrir sig störf á læknasviðinu.
Crichton greiddi fyrir lækna-
námið með ritun spennusagna
undir ýmsum nöfnum. „John Lan-
ge“ var skráður höfundur nokk-
urra þeirra; Jeffrey Hudson var
skráður fyrir A Case of Need,
sem innihélt margar tilvísanir í
skólalffið við Harvard og þær
ekki allar jákvæðar. Crichton
lenti því í nokkrum vandræðum
er bókin vann til verðlauna og
hinn rétti höfundur varð að gang-
ast við afkvæmi sínu. Á síðasta ári
við Harvard kom út fyrsta stór-
virki höfundar, The Andromeda
Strain. Bókin settist á topp met-
sölulista og kvikmyndarétturinn
var keyptur af Universal. Cricht-
on veittist ómæld, óumbeðin at-
hygli en námi lauk hann, fékk
jafnvel ómælda hjálp kennara
sinna við rannsóknarvinnu við
Five Patients: The Hospital
Explained, sem var fyrsta ritverk
höfundar sem fiokkaðist ekki und-
ir skáldskap.Fyrir verkið vann
hann til verðlauna sem besti höf-
undur ársins 1970, úr hópi Iækna.
1969-70 starfaði Crichton við Jon-
as Salk-stofnunina í Kaliforníu,
þar með lauk afskiptum Crichtons
af verklegri læknisfræði og hann
gat snúið sér óskiptur að rithöf-
undarferlinum. Þau umskipti
þóttu ámóta gæfuleg og ef hæsta-
réttardómari gerðist skilorðsfull-
trúi.
Síðan hefur Crichton sent frá
sér 12 skáldsögur. The And-
romeda Strain (69); The Terminal
Man (70); The Great Train
Robbery (75); Eaters of the Dead
(76) ; Congo (80); Sphere (87);
Jurassic Park (90); Rising Sun
(92); Disclosure (94); The Lost
World (95); Airframe (96) og
Timeline (00). Crichton hefur
áunnið sér þann virðingarsess að
teljast faðir „tæknitryllisins", og
einn fyrsti innblástur hans sem
rithöfundur var mynd Hitchcocks,
To Catch a Thief, en bækur hans
hafa jafnan verið aðgengilegar til
kvikmyndagerðar þótt þær séu
gjarnan á mörkum skáldskapar
og vísinda. Jafnvandvirknislega
uppbyggðar hvað snertir stranga
heimildavinnu og spennu og
dramatík.
Mörg skáldverka Crichtons
glíma við áður þekkt umfjöllunar-
efni. The Andromeda Strain er
undir áhrifum frá The War of the
Worlds, e. H.G. Wells; í Congo
leikur höfundurinn sér að klassik-
inni Námur Salómons konungs e.
Sir Henry Rider Haggard. Frank-
enstein e. Mary Shelley, er fyrir-
mynd The Terminal Man. „Askor-
unin felst í að blása nýju lífi í
gömul form,“ segir Crichton um
þessa glímu.
Crichton hlotnaðist Edgar-
verðlaunin fyrir A Case in Need,
og aftur árið 1975, þá fyrir The
Great Train Robbery. Hann var
gestahöfundur við MIT 88, og
bækur hans hafa verið þýddar á
24 tungumál.
Leiðir rithöfundarins hafa
gjarnan Iegið um völundarhús
kvikmyndaiðnaðarins. Sjálfur hef-
ur Crichton leikstýrt sjö kvik-
myndum, þ.á m. Westworld, Coma
og The Great Train Robbery.
Hann var óhress með Holly-
woodmeðferðina á The And-
romeda Strain og kvikmyndaði
sjálfur nokkur verka sinna. Tókst
vel upp til að byrja með en smám
saman kom í ljós að Crichton er
maður pennans og þar við situr.
Crichton er einnig höfundur og
framleiðandi sjónvarpsþáttanna
E.R., þá mun hann framleiða og
vera höfundur nýrra þátta hjá
Fox sjónvarpsstöðvunum í haust.
Við íslendingar komumst að því
á dögunum að rithöfundurinn hef-
ur gaman að ferðalögum, en hing-
að kom hann reyndar vegna
áhuga (fjórðu) konu sinnar á ís-
lenska hestinum. Crichton er víð-
förull maður og hefur skrifað e.k.
sjálfsævisögulegt verk, Travels,
þar að lútandi. Crichton er einnig
kunnur fyrir fleiri hugðarefni,
ekki síst yfirnáttúruleg. Hann býr
í New York og á eina dóttur.
Sæbjörn Valdimarsson