Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 72
 Eignaskipti ^íj7 Ráðgjöf eht Gerö eignaskiptayfirlýsinga Sími5886944 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5G91181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSU 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Einn lést og fjölmargir slösuðust í rútuslysi á Hólsfjöllum . . Morgunblaðið/Kristján Fjölmargir smntu björgunarstörfum vegna slyssins á Hólsfjöllum. Kastaðist á vinstri og síðan hægri hlið brtíarinnar EINN maður lést og fjölmargir slös- uðust þegar rúta með 31 innanborðs valt út af brúnni yfir Hólsselskíl, skammt norðan við Grímsstaði á Fjöllum á sunnudag. Sautján voru lagðir inn á sjúkrahús á Akureyri og í Reykjavík. Þrettán aðrir fengu áð fara eftir skoðun á sjúkrahúsi og gistu á hóteli á Akureyri í fyrrinótt. I rútunni voru 27 Þjóðverjar og 3 Austurríkismenn en bílstjórinn er ís- lenskur. Flogið var með flesta ferðamenn- ina í gærkvöldi frá Akureyri til Reykjavíkur en fimm manns verða áfram á Akureyri í einn til tvo daga og eru það þeir sem taldir eru of slasaðir til ferðalaga, svo og aðstand- endur þeirra. Fulltrúi þýsku ferða- skrifstofunnar Studiosus, sem kom til landsins eftir slysið, mun hafa um- sjón með brottför fólksins, en gert er ráð fyrir að flestir fari af landi brott í dag. Var ekki yfir hámarkshraða #>Að sögn lögreglunnar á Húsavík kemur fram á ökurita rútunnar að hún hafi ekki verið yfir leyfilegum hámarkshraða þegar slysið varð. Segir hún nokkuð ljóst að rútan hafi lent utan í öðrum brúarstólpanum, trúlega með afturhásingu, er henni var ekið inn á brúna, sem er einbreið, og að það sé í rauninni orsök slyss- ins. Rútan valt austur af brúnni á hægri hliðina og lenti afturendi hennar í ánni. Lögreglan vann áfram að rann- sókn málsins í gær, en þá voru m.a. teknar skýrslur af farþegum og öku- manni rútunnar. Maðurinn sem lést var einn þeirra sem lentu í ánni við óhappið. Hann hét Detlef Schiesches, 65 ára þýskur menntaskólakennari, búsettur í Hamborg. Hann var á ferð um ís- land ásamt bróður sínum. I ferðahópnum voru auk bræðr- anna 17 einstaklingar og fimm hjón, leiðsögumaður ogbílstjóri, alls 31. „Ég fann fyrir höggi við framhjól- ið þegar við fórum inn á brúna og kastaðist bíllinn fyrst á vinstri hlið brúarinnar og svo yfir á hægri hlið- EIN af nýjustu breiðþotum flugfé- lagsins Atlanta mun fljúga með fylgdarlið bandarísku sendinefnd- ina og lagðist svo smám saman niður af brúnni hægra megin og á hliðina,“ sagði Helmut Lugmayer, sem var leiðsögumaður ferðafólksins. Mikill viðbúnaður Lögreglan á Húsavík fékk tilkynn- ingu um slysið um 13.50 á sunnudag. Voru hinir slösuðu fluttir með flug- vél til Reykjavíkur og þyrlu og sjúkrabifreiðum til Akureyrar. Mik- ill viðbúnaður var vegna slyssins og voru læknar og hjúkrunarfólk kölluð til víðsvegar að auk lögreglumanna frá Akureyri, en lögreglumenn frá Egilsstöðum sem staddir voru í ná- grenninu komu einnig á slysstaðinn. Þegar mest var voru um fimmtíu manns að störfum á slysstaðnum. ■ Bílstjórar/12-13 Einn maður /36-37 arinnar á fund G8, átta stærstu iðnríkja heims, nú í vikunni. Vélin er af gerðinni Boeing 747- 300, en hún mun fljúga ásamt vél bandaríska forsetaembættisins, Air Force One, frá Washington DC til Japan, og bíða þar meðan á fundinum stendur. í lok vikunnar mun hún flytja fylgdarliðið aftur til Washington. í frétt frá Atlanta segir að um sé að ræða óvenjulegt og spenn- andi verkefni fyrir starfsfólk. „Gerðar eru miklar kröfur um þjónustu í flugi sem þessu og verð- ur öll vélin með fyrsta farrýmis þjónustu, en farþegar verða ekki nema 150 í 470 sæta vél. Tuttugu og einn verður í áhöfn og þar af eru tólf íslendingar,“ segir í til- kynningunni. Flýgur fyrir Bandaríkj astj’ órn Erlendir verðbréfasalar bjóða fslendingum hlutabréf Dæmi um töluvert tap MJÖG hefur færst í vöxt að undan- förnu að Islendingum berist símtöl frá útlöndum með gylliboð um hlutabréfaviðskipti. Allur gangur er á eðli tilboðanna, en ekki er óal- gengt að tilboðshafi eigi að leggja fé inn á bankareikning erlendis. Margeir Pétursson, forstjóri MP- verðbréfa, segir að nær undantekn- ingarlaust sé um svik að ræða. „Ég veit dæmi þess að menn hafi orðið fyrir töluverðum fjárhagslegum skaða af því að taka svona tilboðum, en engin dæmi þess að staðið hafi verið við gefin fyrirheit. Ég ráðlegg því fólki eindregið að skella á þessa menn, sem virðast svífast einskis í viðleitni sinni til að svíkja fé út úr fólki,“ segir hann. Margeir segir að mjög sennilega séu í umferð ytra listar með nöfnum fjársterkra einstaklinga hér á landi. „Þessi plága er það mikil að það er alveg augljóst mál að einhverjir hér heima taka saman svona lista og selja þessum mönnum,“ segir hann. Þekkt hjá bandaríska fjár- málaeftirlitinu Að sögn Margeirs eru svik af þessu tagi vel þekkt hjá bandaríska fjármálaeftirlitinu sem sífellt er að vara við gylliboðum. „Eins og þeir segja: Það sem hljómar of gott til að vera satt er það nánast alltaf,“ segir hann. Margeir segir að íslenskir bank- ar og verðbréfafyrirtæki bjóði upp á alla nauðsynlega fjármálaþjón- ustu. „Ég vil brýna fyrir fólki að senda ekki fé til útlanda nema um virtan og þekktan aðila sé að ræða. Öruggast og einfaldast er að spyrj- ast fyrir hjá viðskiptabanka sínum áður en slík ákvörðun er tekin,“ segir hann. Morgunblaðið/Kristinn Vinkonurnar frönsku, Laure og Marie Amélie, brostu sínu blíðasta þótt þeim fyndist köld vistin í tjaldinu í Laugardal í gærkvöld. Tjaldbúar í kalsaveðri ÞEIR voru ekki öfundsverðir gest- irnir sem blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins hittu á tjaldsvæðinu í Laugardal í gær- kvöld, enda kalsaveður. Þar á meðal voru tvær franskar stúlkur, Marie Amélie, 20 ára, og vinkona hennar Laure, 21 árs. Þær komu með flugi til fslands fyrir tíu dög- um og eru búnar að sjá Ásbyrgi, Mývatn, Hvammstanga og Arnar- stapa, en bíða nú eftir vini sínum og ætla með honum um Suðurland- ið. Þetta er í fyrsta sinn sem þær koma hingað og ferðast þær gang- andi og á puttanum, og segja Is- lendinga hafa verið afar vinsam- lega f garð þeirra hingað til og þær eiga ekki von á að það breyt- ist. „Fólkið hefur það bara mjög fínt,“ sagði Guðmundur Gauti Guð- mundsson tjaldsvæðisvörður, þeg- ar hann var spurður hvernig veðr- ið legðist í gestina. „Það kvartar ekkert undan veðrinu, enda gera margir einmitt út á svona, að fá að kynnast einhverju öðru en þeir eru vanir, eins og t.d. ekta slagviðri." En hvernig skyldi aðsóknin hafa verið á tjaldsvæðinu í sumar? „Þetta byrjaði mjög rólega en svo fór þetta að æsast í byrjun júlí og ætli hámarkið sé ekki einmitt núna. Hér er alltént mikið af fólki, áberandi mest þó af Hollendingum og Þjóðverjum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.