Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 60
iO ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dortmund Sparkassen Nr Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn Röö 1 Evqenv Bareev Rússi. 2702 % 'A 'A 0 1 y2 0 'A 'A 4 8. 2 Michael Adams Enql. 2755 ’/2 1 0 'A y2 y2 1 'A 5 3. 3 Vladimir Kramnik Rússl. 2770 'A 0 1 'A 1 'A 1 'A 1 6 1. 4 Viswanathan Anand Indl. 2762 % 1 0 'A 1 1 y2 1 VS 6 2. 5 Peter Leko Unqv. 2743 1 y2 % ’A 1 ’/2 % 'A 0 5 4.-5. 6 Dr. Robert Hiibner Þýsk. 2615 0 y2 0 0 0 ’/2 y2 0 2 10. 7 Alexander Khalifman Rússl. 2667 'A ’/2 % 0 ’/2 % y2 ’/2 ’/2 4 7. 8 Vladimir Akopian Arm.2660 1 y2 0 'A 'A 'A 'A 1 'A 5 4.-5. 9 Jereon Piket Holl. 2649 % 0 ’/2 0 'A 'A 'A 0 ■[1 3,5 9. 10 Junior 6 Vz ’/2 0 'A 1 1 'A % oH 4,5 6. Kramnik barð- ist eins og ljón SKAK Ð o r t m u n d DORTMUND SPARKASSEN 7.-16. júlí 2000 VLADIMIR Kramnik barðist eins og ljón eftir tapið gegn Michael Adams í fjórðu umferð Dortmund Sparkassen ofurmóts- ins. Hann fékk 3% vinning úr næstu fjórum umferðum og náði meðal annars að sigra hættuleg- asta andstæðing sinn, Indverjann Viswanathan Anand, í skák þar sem báðir keppendur gerðu mis- tök. Með þessari frammistöðu var Kramnik kominn með forystu á mótinu fyrir síðustu umferð. I lokaumferðinni urðu úrslit síðan þessi: Leko - Junior 0-1 Húbner - Anand 0-1 Khalifman - Kramnik V2-V2 Akopian - Adams V2-V2 Piket - Bareev V2-V2 Skák Anands gegn Húbner má segja að hafi verið upp á líf og dauða fyrir Anand. Hann hafði misst forystuna í hendur Kramn- iks og ekkert nema sigur gegn Húbner kom til greina. Húbner hafði átt í vök að verjast á mótinu gegn yngri stórstjörnunum og þrátt fyrir að hafa hvítt í skákinni gegn Anand missti hann fljótlega það frumkvæðið sem fylgir því að hafa hvítu mennina. I 33. leik vann Anand síðan e-peðið af Húbner, sem sá svo þann kost vænstan að gefa skákina eftir 39 leiki. Meðan á þessu stóð gerði Kramnik stutt jafntefli við Khal- ifman. Skákin varð einungis 15 leikir. Ummælin um þessa skák á vefsíðu Kasparovs eru athyglis- verð. Þar segir stórmeistarinn Al- exei Bezgodov að með þessu stutta jafntefli hafi Kramnik og Khalif- man sýnt skipuleggjendum, skák- listinni, öllum skákáhugamönnum og skákmönnum um allan heim al- gjöra vanvirðingu. Bezgodov segir reyndar líka að í lokastöðunni hafi Khalifman haft stórkostlega yfir- burði og jafnvel unnið tafl. Þegar lokastaðan í skákinni er skoðuð er erfitt að skilja þessar yfirlýsingar Bezgodov og sjá þá miklu yfir- burði sem hann ræðir um. Úrslit skákarinnar urðu hins vegar til þess að Kramnik varð að sætta sig við að Anand náði honum að vinn- ingum. Hins vegar telst Kramnik sigurvegari mótsins eftir stigaút- reikninga. Áhugamenn um skákforrit fylgdust spenntir með lokaviður- eign Deep Junior, sem að þessu sinni mætti Peter Leko. Leko hafði hvítt. Teflt var fjögurra ridd- Viswathan Anand ara tafl og vakti taflmennska Deep Junior í byrjuninni allnokkra at- hygli. í áttunda leik lék Junior 8... h5, sem flestum þótti stórskrýtinn leikur. Þrátt fyrir undarlega tafl- mennsku forritsins náði Leko ekki þeim yfirburðum út úr byrjuninn sem margir áttu von á. í 23. leik fórnaði hann hins vegar óvænt skiptamun, sem við nánari skoðun virtist vera vænleg leið. Hann gerði þó þau alvarlegu mistök sið- ar í skákinni að fara út í endatafl sem hentar skákforritum afar vel. Það krafðist mikilla og nákvæmra útreikninga og þar njóta styrkleik- ar skákforrita sín til fulls, ekki síst gegn mannlegum andstæðingi í tímahraki eins og í þessari skák. Eftir að hafa eygt sigur í skákinni varð Leko nú að gjalda fyrir þessi mistök 0g tapaði skákinni. Öðrum skákum umferðarinnar lauk með jafntefli. Evrópukeppni ungmenna íslenska drengjaliðið lenti í 8. sæti í Evrópukeppni ungmenna sem fram fór í Balontelle í Ung- verjalandi dagana 9.-15. júlí. Is- lenska liðið gerði 2-2 jafntefli við Króatíu í síðustu umferð mótsins ojg hlaut alls 12‘/2 vinning, en Ukraína sigraði og fékk 2IV2 vinn- ing af 28 mögulegum. Stúlknaliðið tapaði hins vegar 0-2 gegn Þýska- landi í síðustu umferð og hafnaði í 11. sæti. Árangur á einstökum borðum í drengjaliðinu varð sem hér segir: 1. Stefán Kristjánsson 3 v. af 6. Davíð Kjartansson IV2 v. af 6. Sig- urður P. Steindórss. 4V4 v. af 6. Dagur Arngrímsson U/2 v. af 4. Halldór B. Halldórss. 0 v. af 2. Árangur Sigurðar Páls var ein- staklega góður, en hann hlaut flesta vinninga á þriðja borði ásamt þriðja borðs manni sigur- liðsins, Ungverjalands. Ingibjörg Edda Birgisdóttir tefldi á fyrsta borði fyrir stúlkna- sveitina og fékk 2 vinninga í sjö skákum. Aldís Rún Lárusdóttir tefldi á öðru borði og fékk 1 vinn- ing í sjö skákum. Anna Lilja Gísla- dóttir var varamaður sveitarinnar, en hún tefldi ekki að þessu sinni. Fararstjórar og liðsstjórar voru Helgi Ólafsson og Sigurbjörn J. Björnsson. Daði Örn Jónsson ll‘ I 11 C JSK( ) I — j ó.st 11 y > ti Barnamyndatökur í sumar Nethyl 2, sími 587 8044 Kristján Sigurðsson, Ijósmyndari ÍDAG VllVAkWIII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hnefaleika- sýning á Sýn í UPPHAFI kynningar á hnefaleikasýningu á Sýn 24. júní ráku þeir sem lýstu keppninni, upp hiátur mik- inn á heldur óviðkunnaleg- an hátt, sem truflaði hina erlendu kynningu á dómur- um og keppendum. Kynn- ingin hjá þeim sem starfa hjá Sýn var ófullnægjandi. Kom þar líka til að þeir hafa takmarkaða þekkingu á hnefaleikum. Mig langar að rifja upp sýnishorn af tals- máta þeirra en hlátrasköll- um verð ég að sleppa. Þeir sem kepptu voru: Robin Reid, frá Englandi og Silvo Branko frá Italíu. 2. lota: (B) Jab-er, hann er að keyra þessa stungu upp 4. lota: (B) Stungan stangast í þá allan tímann 5. lota: (B) Taka frá hon- um stunguna og lappimar 6. lota: (Ó) Jab-er, það vantar ákveðna skólun, (hvaða skólun) 7. lota: (B) Jab-er, það er eins og það vanti áhugann hjá Reid 7. lota: (Ó) Jab-er, farinn að pressa meir 8. lota: (B) Feilið hjá Reid er þegar hann þarf að fara í hröðun 9. lota: (B) Ekki nógu mikil hröðun 12. lota: (Ó) Of seint að verða örvhentur Silvo Branko sigraði mótstöðumann sinn örugg- lega, en B og Ó voru ekki vissir? Þetta vekur upp spurn- ingu um hvaða kröfur séu gerðar til þeirra sem lýsa hnefaleikum. íslenska er fallegt tungu- mál og það á ekki að tala um haus og lappir nema verið sé að tala um dýr. Enn fleiri bögumæli mætti nefna, sem æskufólk ætti ekki að temja sér. Mér finnst íslenska af þessu tagi ekki boðleg áskrifendum. Þeir sem taka að sér að lýsaatburðum í fjölmiðlum verða að nota ís- lenskan orðaforða, annað er hvorki boðlegt né sæmandi. Óánægður áhorfandi. Frábært framtak MYNDBROT - þættir frá fyrstu ámm Ríkissjón- varpsins voru á dagskrá Ríkissjónvarpsins sunnu- dagskvöldið 16. júlí sl. Þvi- líkar gersemar. Bestu fista- menn þjóðarinnar frá þessum tíma, Jóhann Kon- ráðsson, Haukur Morthens, Sigfús Halldórsson, Ragn- ar bjarnason og margir fleiri. Þjóðhátíðin 1974. Hér er farið af stað með merki- lega úrvinnslu á íslensku efni, sem til er hjá Ríkis- sjónvarpinu. Frábært framtak með mikla mögu- leika. Ef sett yrði upp sér rás fyrir fótboltaunnendur yrði ég ánægður. Tapaó/fundid GSM-sími tapaðist í Grafarvogi PANASONIC GSM-sími tapaðist fyrir utan Gullengi 39 laugardagskvöldið 8. júfi' sl. Upplýsingar í síma 586- 1561. Dökkblár bakpoki fannst í Kópavogi DÖKKBLÁR bakpoki merktur Eastpak fannst fyrir utan Hagkaup í Smár- anum í Kópavogi, föstudag- inn 14. júlí sl. I pokanum voru gallabuxur með leður- belti, hylki utan af GSM- síma og húfa. Eigandi getur vitjað þessara hluta á Lög- reglustöðinni í Kópavogi. Game Boy Color týndist EG var að koma úr sumar- búðunum Ævintýralandi í Hrútafirði. Eg var svo óheppinn að gleyma Game Boy Color nýja tölvuspilinu mínu í rútunni sem stoppaði við Umferðarmiðstöðina kl. 14 hinn 28. júní. Spilið er gjöf frá ömmu minni og afa og ég sakna þess óskaplega mikið. Spilið er skærgrænt að lit og var það með einum bílaleik. Ef einhver veit um það hafi þá samband við móður mína i 565-6617 eða 697-7000. Bergþór Dagur. Hliðartaska týndist á Sportkaffi GRÁ og svört hliðartaska tapaðist úr fatahenginu á Sportkaffi sl. föstudags- kvöld. I því voru peninga- veski með skilríkjum, tveir GSM-símar, myndavél og geisladiskur. Allar upplýs- ingar vel þegnar! Hjördís, sími 567-3634. Hlutavelta Morgunblaðið/Kristinn. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.945 til styrktar Rauða kross íslands. Þær heita Alda Magnúsdóttir, Eva Dögg Þorvaldsdóttir og Ólöf Vil- helmsdóttir. Morgunblnðið/Emilííí. Þessir duglegu drengir söfnuðu með tombólu kr. 2.218 til styrktar Rauða kross íslands. Þeir heita Skúli Þór Jónas- son og Vilþjálmur Siggeirsson. Morgunblaðið/Emílía. Þessir duglegu krakkar söfnuðu með tombólu kr. 2.055 tit styrktar Rauða kross íslands. Þau heita Bjarni Viðar Þor- steinsson, Einar Sævar Jónmundsson og Anna K. Jónmundsdóttir. Morgunblaðið/Jim Smart. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 3.720 til styrktar Rauða kross íslands. Þær heita Margrét Svein- björnsdóttir og Árný Björg Árnadóttir. Víkverji skrifar... VESTFIRÐINGAR hafa á undan- fomum árum kvartað sáran undan vegunum. Oft hefur verið ástæða til enda vegimir slæmir auk þess sem hægt hefur gengið að byggja þá upp. Það var því nokkur óhugur í Víkverja þegar hann fór á sínum lága smábfl Vestfjarðahring- inn á dögunum. Farið var norður Strandir, um Djúpið og síðan suður um göngin, heiðamar og Barða- ströndina. Óttinn reyndist ástæðulaus því vegimir vora satt að segja með besta móti, miðað við það sem Víkverji hef- ur kynnst á ferðum sínum um þessa vegi. Auðvitað vantar mikið upp á að vegimir séu góðir, það verða þeir ekki fyrr en bundið slitlag hefur verið lagt. Vegagerðin hefur víða sturtað hlössum í holur, heflað og rykbundið langa kafla. Nefna má sem dæmi að vegurinn um Dynjandisheiðina, frá samnefndum fossi og í áttina að Vatnsfirði, var betri en Víkverji hefur áður farið hann. VERSTI kaflinn á leiðinni var austurhluti ísafjarðar, innst í Isafjarðardjúpi. Þar er verið að byggja upp veginn á 16 kflómetra kafla og er hann hræðilega grófur og ekki smábílum bjóðandi. Auðvitað ber að fagna hverjum nýjum kafla og vegfarendur verða að sýna verktök- um skilning þegar verið er að byggja upp vegi. Hins vegar verður að gera þá kröfu að vegarkaflamir séu ekki skildir þannig eftir að bílar geti átt á hættu að skemmast. Eftirlitsmenn Vegagerðarinnar verða að sjá tfl þess. XXX VÍÐA á Vestfjörðum má enn finna nískuslitlag, það er að segja ein- breitt varanlegt slitlag, eins og það er stundum illa orðað. Víkverji hefur lengi verið þeirrar skoðunar að skammsýni hafi ráðið fór þegar þess- ir vegir vora lagðir. Það er beinlínis hættulegt að aka þessa vegi. Þegar mæta þarf bfl verða báðir að fara með hjólin öðram megin út á malaraxlir, sem stundum er illa haldið við, með lausamöl eða holum. Þá verður að við- urkenna að ekki kunna allir ökumenn að aka þessa vegi, halda sínu striki og neita að fara út af malbikinu. Víkverji mætti einum sfikum á Vestfjörðum. Þá er ekki annað hægt en að vor- kenna bifhjólamönnum, þeir eiga erf- itt með að víkja út af malbikinu og verða að treysta á að ökumennirnir sem á móti koma sýni samstarfsvilja. Nískuslitlagið hefur elst illa, það kvarnast mikið úr því þegai’ sífellt er verið að aka á brúnum þess og það virðist sem betur fer á undanhaldi. Víkveija var sagt að mjóa slitlagið stæðist ekki reglur Evrópusam- bandsins og það væri ástæðan fyrir því að það væri ekki lengur lagt. Ef það er rétt má þakka ESB fyrir að hafa vit fyrir okkur. Víkverji veltir því einnig fýrir sér hvort það sé einnig ESB að þakka að nú er unnið vel að því að fækka mjóum brúm og fylla upp í landbrot í stað þess að aka niður í þau?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.