Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 -6------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þorsteinn Bryn- júlfsson fæddist í Vestmannaeyjum 3. desember 1947 og ólst þar upp. Hann lést 10. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Brynjúlfur Sig- fússon, f. í Vest- mannaeyjum 1885, d. 1951, og Ingrid Mar- ie Sigfússon, f. í Dan- mörku 1909. Systkini *hans eru: 1) Aðal- steinn, f. 1936, bú- settur í Kaupmanna- höfn, börn hans með Sally Erud Brynjúlfsson eru Óð- inn, Elvin (látinn) og Valborg. 2) Bryndís, f. 1941. Dætur hennar eru Sigrún með Gylfa Gunnarssyni og Anna Brynja með Isak Emi Hringssyni, sem nú er látinn. 3) Herstcinn, f. 1945. Eiginkona hans er Agnes Aðalgeirsdóttir og sonur þeirra er Kári. Þorsteinn kvæntist Sigríði I. Magnúsdótt- ur flugfreyju, f. 15.9. 1949, árið 1974. Böm þeirra eru Brynjúlfur, f. 28. október 1989, og Bergþóra, f. 9. sept- ember 1993. Foreldr- ar Sigríðar eru Magn- ús Kristjánsson og Bergþóra Þorbergs- dóttir. Þau eru bæði látin. Systkini Sigríð- ar eru: 1) Svava, gift Fabio Tagliavia, bú- sett á Sikiley. Börn þeirra eru Tanya, ívan Magnús og Jordan Igor. 2) Kristján, kvæntur Guðbjörtu Ingólfsdóttur. Börn þeirra eru Bergþóra Halla og Sof- fía. Börn Kristjáns og Margrétar Símonardóttur eru Magnús Helgi og Berglind. Böm Guðbjartar og Ama Gunnarssonar eru Einara Lilja og Ingólfur. 3) Esther, gift Halldóri Einarssyni. Börn þeirra em Bergþóra og Einar Bjarni. 4) Þorbergur, látinn. Dóttir hans og Guðbjargar Gylfadóttur er Unnur María. 5) Lilja, gift Gunnari Steini Pálssyni. Böm þeirra era Gylfi Steinn, Magnús Páll og Bergur Dan. 6) Jón, kvæntur Ingibjörgu Margréti Víðisdóttur. Börn þeirra em Ellen Vr, Regína og Bergdís Rut. 7) Magnús, í sambúð með Kristrúnu Pálmadóttur. Sonur þeirra er Pálmi Freyr. Sonur Magnúsar og Hclgu Hjördísar Sig- urðardóttur er Þorbergur. 8) Helgi Þór. Þorsteinn_ lauk prófi frá Verzl- unarskóla Islands árið 1968 og gegndi eftir það ýmsum ábyrgðar- og stjómunarstörfum hjá Utvegs- banka Islands og síðar Islands- banka. Samhliða störfum sinum sem bankamaður stundaði hann nám í bankaviðskiptum og á við- skiptasviði í Bandaríkjunum og við Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands. Utför Þorsteins fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ÞORSTEINN BRYNJÚLFSSON Elsku besti Steini minn. Á einni svipstundu ertu horfinn úr lífi mínu - og það svo snögglega að ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Á þessari stundu finnst mér mjög erfitt að sjá að svona sár lífsreynsla geri bömin okkar að betra fólki. Guð einn veit hvað við söknum þín sárt, en ég trúi því að það sé einhver glæta framundan og að smám saman birti til á nýjan leik. Elsku Steini minn. Eg þakka þér fyrir þann yndislega tíma sem við átt- um saman. Við getum verið stolt af bömunum okkar því þau hafa verið sannkallaðar hetjur eftir að hafa misst besta pabba í heimi. Saman ætlum við að passa ömmu. Ég kveð þig, elsku vinur, og vona áð þú hafir það gott á nýjum stað, þar sem ég veit að þú færð góðar móttök- ur. Með ástarkveðju. Þín Sigríður. Kæri pabbi. Þessi missir er stór breyting í lífi mínu. En hér og nú neita ég að þetta sé raunveruleikinn og trúi því að þetta sé ill martröð sem ég á eftir að vakna af. Ég vona að það verði tekið vel á móti þér á himnum. Ég elska þig, pabbi. Þinn sonur, Brynjúlfur. Án þess að ég viti hvernig Steini hugsaði þykir mér ekki ólíklegt að hann hafi, meðvitað eða ómeðvitað, lifað í takt við þá gömlu kínversku heimspeki að enginn „eigi“ sér fram- tíð. Og sviplegt fráfall hans er einmitt áminning um þá alþekktu staðreynd, sem við samt gleymum svo oft, að við eigum ekkert víst nema dauðann. Dauðann sem í senn er svo fjarlægur að við hugleiðum hann ekki en samt svo nálægur að hann er aðeins sek- úndubrot frá okkur öllum. Þess vegna „eigum“ við enga framtíð og ef grannt er skoðað má segja að fyrir hvert og eitt okkar „sé“ í raun engin framtíð. Sem betur fer getum við ílins vegar öll orðið þeirrar gæfu að- njótandi að lifa ekki aðeins augna- blikið heldur einnig morgundaginn. En við eigum hann ekki - hann bara gæti orðið. Þegar litið er til baka virðist sem Steini hafi ávallt verið sér meðvitandi um að njóta augnabliksins. Hann annaðist sína nánustu af alúð, rækti starf sitt af einstakri samviskusemi og fór vel með sjálfan sig að auki. Hann var mikill hlaupagikkur og tók margsinnis þátt í Reykjavíkurmara- þoni, ýmist í hálfu eða heilu, og stríddi okkur hinum ekkert sem ■fflyndum einu sinni við sjö km skemmtiskokkið og vorum í hugan- um farnir að leita að öðru nafni en „skemmti...eitthvað“ þegar við dróg- umst áfram lafþreyttir strax eftir fyrstu tvo kílómetrana. Steina leið hins vegar ákaflega vel á léttu skokki um stræti og torg, hérlendis og er- lendis, og það er kaldhæðnislegt að fí/ænt veikindi og síðan dauðinn nokkrum dögum síðar, skyldu ein- mitt sækja að honum í þann mund sem hann var að hnýta skóþveng hlaupaskónna og búa sig undir enn einn léttan hring um Kópavoginn. Steina veittist það létt að lifa í senn fyrir liðandi stund og búa í haginn fyrir sig og sína. Þau Sigga voru allt frá fyrstu kynnum einstaklega sam- taka í því að nýta tækifæri sín til heimshomaflakks og gerðu sömu- leiðis víðreist um ísland, einkum eftir að börnin fæddust. Öllum var ljóst að þau hjónin tóku samverustundir og upplifun á ókunnum og framandi slóðum langt fram yfir þann verald- lega auð sem þau hefðu svo auðveld- lega getað safnað. Samtímis héldu þau einstaklega smekklegt og fallegt heimili sem stækkaði í takt við fjöl- skylduna. Þegar Steini féll frá höfðu þau Sigga komið sér og bömunum, Binna og Beggu, vel fyrir á fallegum stað í Kópavogi þar sem ungviðinu var ætlað að vaxa úr grasi við óað- finnanlegar aðstæður. Við Steini tengdumst fjölskyldu- böndum fyrir rúmum aldarfjórðungi, kvæntir systrum. Hann hafði alla tíð sömu hlýju og traustu nærveruna, hlustaði ágætlega í „karlaspjalli" hinna stóru jólaboða, afmæla og fermingarveislna, en hafði litla þörf fyrir að flíka skoðunum sínum eða setja okkur svila sína og mága inn i persónulegar aðstæður sínar, lang- anir og þarfir. Hann samsinnti þó engu án þess að meina það, maldaði e.t.v. í móinn ef honum fannst við hin- ir bulla en hirti ekki að öðru leyti um að leiðrétta kúrsinn hjá okkur. Hann hélt hins vegar ávallt sínu striki og hávaðalaust gaf hann það t.d. aldrei eftir að borða sinn árlega saltfisk með krökkunum á meðan aðrir sönn- uðu meinta karlmennsku sína með því að þræla í sig vel kæstri skötunni. Ég hef það á tilfinningunni að Steini hafi nálgast flest viðfangsefni sín, jafnt í leik sem starfi, á svipuðum nótum og skötuveislur fjölskyldunn- ar. Hann virtist ávallt vita til hvers hann kom, hvað hann ætlaði að gera, hvemig og á hvaða tíma. Honum var treyst fyrir ótal erfiðum verkefnum í Útvegsbankanum og síðar íslands- banka. Hann var gjarnan sendur í óvænta leiðangra þangað sem þurfti að taka hraustlega til hendinni og honum reyndist einkar auðvelt að ávinna sér á skömmum tíma traust nýrra samstarfsmanna á hveijum stað. Vinnubrögð hans og stjómunar- stíll vom fáguð og látlaus, hann vann við hliðina á fólki en ekki fyrir ofan það, hlífði sjálfum sér aldrei við löng- um vinnudögum ef á þurfti að halda og skilaði dagsverki sínu af þeirri eðlislægu nærfæmi og nákvæmni sem gerði Steina hvort tveggja að fyrsta flokks bankamanni og traust- um eiginmanni og fóður. Steini var ákaflega góður vinur eiginkonu sinnar og bama. Á meðan þau Sigga biðu foreldrahlutverks síns nutu aðrir í fjölskyldunni bam- gæsku þeirra. Elstu „krakkamir“ eiga minningar frá því þegar Steini kenndi þeim að hjóla, fór með þau 1 fyrsta sinn á skautasvellið og dyttaði að og lagfærði dótið og græjumar sem stundum vildu bila. Og þegar við hin lögðumst í ferðalög stóð heimili Siggu og Steina ávallt opið öllum litlu ungunum sem ekki fengu að fara með. Brynjúlfur og Bergþóra fædd- ust því inn í þroskað, kærleiksríkt og ákaflega barngott hjónaband. Grimm örlög ráða því að þau nutu samvista við einstakan vin sinn, félaga og föður í alltof skamman tíma. Öll biðjum við almættið um að gæta þess að ástin og þakklætið fyrir fallegar minningar verði beiskjunni yfirsterkari í ungum og særðum hjörtum þeirra. í þeim efnum mun reyna mikið á móðurina á komandi misserum og árum. Fjöl- skylda hennar, aðstandendur og vinir munu sameinast í einlægri bæn um kjark og þrek henni til handa. Ég votta Siggu, bömunum, móður Steina, systkinum og öðrum aðstand- endum samúð mína og bið þeim og hinum látna blessunar. Gunnar Steinn Pálsson. Elsku besti frændi. Takk fyrir dýr- mætu stundimar sem þú gafst mér alla tíð alveg frá því ég var písl í polla- buxum. Takk fyrir skemmtilegu tímana á Grandaveginum þegar við systumar voram í pössun hjá ömmu Ingrid og ég fékk að sniglast í kringum ykkur Herstein frænda og kærastur ykkar. Þið Sigga vorað ung og ástfangin (þið vorað alltaf ung og ástfangin). Það var svo gaman að vera í kringum ykkur, gleði og kátína fyllti Grand- ann. Allir skemmtilegu vinimir frá Vestmannaeyjum í heimsókn, þið hlustuðuð á Hljóma og Bítlana, mikið grín og mikið fjör. Ég leit mikið upp til ykkar og heillaðist af lífi ykkar Siggu. Þið vorað alltaf að ferðast til útlanda, gátuð allt, lifðuð lífinu, þið vorað æðislegust í heimi. Takk fyrir stuðning þinn og ráð- leggingar þegar ég óx úr grasi, þú varst eins og stóri bróðir, ljúfur, góð- ur og tryggur. Takk fyrir hæfileikana til að sjá alltaf skoplegu hliðamar á lífinu, takk fyrir þéttu faðmlögin og minna okkur á hvað það er gott að hlæja. Takk fyrir að leyfa mér að upplifa gleðina sem fyllti hjörtu okkar allra þegar bömin ykkar Brynjúlfur og Bergþóra fæddust í þennan heim, litlu Ijósin í lífi ykkar. Þú varst kallaður frá okkur allt of snemma, en mér hlýnar um hjarta- rætur er ég hugsa til þess hvað þú áttir gott líf, hvað þú varst góður drengur. Einstakt bræðralag ykkar Hersteins, hvað þið Sigga vorað allt- af skotin hvort í öðra, hvað þú varst mikill pabbi, bróðir, frændi og vinur. Samband þitt við móður þína var alla tíð sérstaklega fallegt og einlægt, þú varst augasteinninn hennar ömmu, „dýrlingurinn" okkar allra. Elsku Þorsteinn. Takk fyrir allt og allt. Minningin um þig lifir í hjörtum okkar. Þín frænka Sigrún. Það er með harmafregnum á borð við fráfall Þorsteins Brynjúlfssonar sem mat á lífinu fær aðra merkingu. I blóma lífsins, þegar hann hafði yfir svo miklu að gleðjast er hann skyndi- lega hrifinn á brott. Þorsteinn var sérstaklega grandvar og vandaður maður sem valdi vel þegar kom að lífsfóranauti og ævistarfi. Hann kynntist Sigríði Magnúsdóttur í Verslunarskólanum og síðan þá hafa þau ræktað sitt samband sem best verður. Starfsferill Þorsteins var í ábyrgðarstöðum innan veggja Út- vegsbankans sem síðar varð Islands- banki. Þar naut hann verðskuldaðs trausts meðal starfsfólks og við- skiptavina sem nú kveðja góðan fé- laga. Gleði þeirra hjóna var mikil þegar þeim fæddist með fjögurra ára milli- bili þau Brynjúlfur og Bergþóra. Tilkoma barnanna breytti miklu í lífi þeirra hjóna og Þorsteinn fann sig einkar vel í föðurhlutverkinu, enda kallaði atvinna Sigríðar á ríka þátt- töku hans. Fjölskyldan átti allan forgang og það er óumræðilega sársaukafullt að hugsa til þess að sólargeislarnir í lífi þeirra hjóna skuli fara á mis við þá traustu hönd sem ætlaði að leiða þau áfram á mis- breiðum vegi lífsins. Það var einnig áberandi hvað Þorsteinn sinnti vel eftirlifandi móður sinni, sem nú á svo sárt um að binda eins og allir ættingjar og vinir þessa prúða manns. Þorsteinn fæddist í Vestmannaeyj- um og þótt hann flyttist þaðan til Reykjavíkur á unglingsáram lagði hann alla tíð góða rækt við heimahag- ana og æskufélagana. Honum leidd- ist ekki að skreppa á þjóðhátíð eða annan mannfagnað þar. Þorsteinn var lítið til íþrótta framan af ævi en á síðari áram hefur hann stundað skemmtiskokk og lengri hlaup og var einmitt á leið í hlaup er örlögin gripu inn í. Fjölskyldan hafði nýlega flutt inn í reisulegt einbýlishús í Kópavogi, ekki langt frá þeim stað þar sem Sig- ríður ólst upp. Það er því búið að vera margt handtakið undanfama mánuði. Með Þorsteini Brynjúlfssyni er genginn afar ábyggilegur maður, ein- mitt sú manngerð sem á hlut í að gera íslenskt samfélag svo gott sem raun- in er. Minningin um ástríkan föður og eiginmann mun ávallt lifa með þeim sem nú hafa misst svo óskaplega mik- ið. I uppvextinum munu bömin búa að þeim áram sem þau nutu í sam- vistum föður síns og hann mun vaka yfir velferð fjölskyldu sinnar þó úr fjarlægð sé. Við þökkum fyrir sam- fylgdina og biðjum Guð að blessa fjöl- skylduna. Esther, Halldór, Bergþóra og Einar Bjarni. Okkur finnst svo sjálfsagt að hver dagur komi að morgni og fari að kveldi. Okkur finnst líka sjálfsagt að sumardagar sem nú renna sitt skeið hver af öðrum séu sólríkir og bjartir. Þegar ástvinir og okkur kært sam- ferðafólk hverfur á braut eram við minnt á að tilveran er ekki sjálfgefin. í fyrstu er eins og hluti af sólinni og hlýjunni hafi farið með, svo að jafnvel sólríku sumardagamir verða dimmir. Um síðir, þegar minningamar hafa fengið sinn sess í sálum okkar, birtir aftur til og eilífleiki tilverunnar verð- ur staðreynd og allt kemur aftur að nýju. Þorsteinn ólst upp hjá Ingrid móður sinni ásamt eldri systkinum, eftir að Brynjúlfur faðir hans féll frá er Þorsteinn var enn á bernskuár- um. Eftir fráfall Brynjúlfs hélt Ing- rid verslunarrekstrinum áfram til ársins 1966 er fjölskyldan flutti bú- ferlum til Reykjavíkur. Verslun Brynjúlfs Sigfússonar var staðsett í hjarta bæjarins og því ákaflega áberandi í mannlífi Eyjanna. Versl- unin naut virðingar bæjarbúa enda við stjómvölinn heiðarlegt og traust fólk. Þó að verslunarrekstri sé þar löngu hætt og húsið fengið annað hlutverk, er það í hugum eldri Eyja- manna aldrei kallað annað en Bryn- júlfsbúð. í Eyjum er hann vinur okk- ar alltaf kallaður Þorsteinn í Brynjúlfsbúð. Á kveðjustundu hlaðast upp minn- ingar frá æsku- og uppvaxtaráram í Eyjum. Þá myndaðist grunnur þess vinahóps sem haldið hefur saman fram á þennan dag. Við minnumst bemskuleikja í miðbænum, fyrstu skóladaga og unglingsára. Bernsku- minningar draga fram í hugann ótal myndir frá æskuögum, af murtadorgi á Bæjarbryggjunni, sprangi við Fisk- hella, lundapysjusöfnun og stórsjóum sem brjóta á Urðunum. Einnig koma myndir frá ferðum suður í Lyngfellis- dal, Stórhöfða, Klaufina og upp á Heimaklett. Um miðjan sjöunda áratug liðinn- ar aldar þegar við félagarnir vorum orðnir leiðir á fábreytileika mann- lífs Eyjanna stofnuðum við félags- skap sem ætlað var að gera tilver- una í fásinninu bærilegri. Félags- skapinn kölluðum við „Bleiku beljuna". Félagsskapurinn lifir enn og er umgjörð vináttu okkar og samvera. Eg held að engum okkar hafi dottið í hug í upphafi að þetta uppátæki ætti eftir að lifa fram á aðra öld. Einn af föstum liðum í starfsemi Bleiku beljunnar er lundaveisla sem haldin er einu sinni á ári. Þar komum við saman ásamt eiginkonum, snæðum heimsins besta lunda og eigum skemmtilega samvera. Einnig samverustundir þar sem fjölskyldurnar hafa átt saman ánægjulega daga. Þorsteinn og fjölskylda hafa verið meginstoðir þessa félagsskapar. Á síðari hluta unglingsáranna, þegar menn vora farnir að raka sig sumir hverjir, komu bflarnir til sög- unnar. Gjaman var þá rúntað á Brynúlfsbúðarbflnum sem var Aust- in Mini. Inn í þennan bfl tróð allur hópurinn sér. Stundum var þó svo þröngt á þingi að hliðarrúðumar að aftan þeyttust út á götu. Ekki dugði gatnakerfi Heimaeyjar lengi til þess að svala akstursþörfinni. Sótt var til stærri „landa“ þar sem víðáttan var meiri og haldið í sumarfrí til megin- lands Islands. Farið var á Chevro- lett árg. 1957 og ekið norður yfir heiðar og austur á firði með viðkomu á hestamannamóti. Aðra ferð fórum við inn á hálendi íslands á tveimur amerískum fólksbflum, Cadilae og Ford. Væntanlega er óhætt að full- yrða að a.m.k. Cadilac hafi aldrei verið algeng sjón í Landmannalaug- um. Báðar þessar ferðir vora fullar af gleði, ærslum og áhyggjuleysi æskuáranna. Á skólaárum sínum í Verslunar- skólanum kynntist Þorsteinn Siggu sem síðar varð eiginkona hans. Fjöl- skyldulífið var Þorsteini ákaflega þýðingarmikið enda vandfundinn meiri fjölskyldumaður en hann. Til þess að búa enn betur að fjölskyld- unni festu þau nýlega kaup á einbýlishúsi í Kópavogi. Eins og áður þótti Þorsteini ekld verra að taka þyrfti til hendinni og ýmislegt þarfn- aðist lagfæringa og breytinga. Þetta nýja heimili ber góðu handverki, dugnaði og góðum smekk þeirra beggjagottvitni. Við getum varla dregið upp mynd af Þorsteini úr minningasjóði okkar án þess að þeir séu þar báðir bræð- umir, hann og Hersteinn. Samheldni þeirra og vinátta var einstök. Okkur er orðið svo tamt að tala um þá bræð- ur í sömu setningunni að hætt er við aðenn um sinn muni bæði nöfnin hljóma í orðræðunni og áfram um ókomna tíð í huganum. Að endingu viljum við þakka félaga okkar fyrir þær minningar sem hann skilur eftir í okkar sjóði. Minningar um Ijúfan og góðan vin, minningar um góðar samverastundir og um- fram allt minningar sem munu gefa lífinu gildi. Það eru forréttindi að geta sótt í slíkan sjóð til þess að létta á döprum huga. Við sendum Siggu og börnunum, Ingrid og fjölskyldunni, okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum þess að allar góðir vættir verði með þeim á erfiðum tímum fram undan. F.h. félaga frá Eyjum, Eiríkur Bogason. Hún er undarleg þessi tilvera. Stundum finnst manni engin leið að skilja hana. Kannski er helst að sækja samlíkingu í íslenskt veðurfar - að morgni veit enginn hvemig veðrið verður að kveldi. Veðrabrigði tilver- unnar era snörp og það sem verið hef- ur er allt í einu ekki meir. Þorsteinn Brynjúlfsson er allur og engum hafði dottið í hug að hann væri á föram -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.