Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐ JUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþjóðleg ráðstefna um hamfaraflóð í Reykjavík Morgunblaðið/Jim Smart & ■ ’Sgf Lr ÍÁ/lÍ f 4 1 'JjflL&'; W s$lsL i s ‘ Þátttakendur á ráðstefnunni eru 160 og koma víðsvegar að. Gróðurhúsaáhrif auka hættu á stórflóðum Yfír 160 manns, víðsvegar að úr heiminum, taka þátt í ráðstefnu, sem hófst í Reykjavík í gær og stendur til morguns, um hamfara- flóð. Þar kom m.a. fram að breytingar í náttúrunni hafa áhrif á flóðahættu. ALÞJÓÐLEG ráð- stefna um hamfara- flóð stendur nú yfír á Grand Hótel í Reykjavík og er hún haldin á vegum Vatnamælinga Orku- stofnunar og Al- þjóðavatnafræðifé- lagsins. A ráðstefn- unni er fjallað um stórflóð og hamfarir af þeirra völdum. Flóð hafa valdið miklum hörmungum og eignatjóni víða um heim á síðustu árum og bendir margt til þess að slíkum hamförum fari fjölgandi og hafi alvarlegri af- leiðingar en áður. Árni Snorrason, forstöðumaður Vatnamælinga, er einn aðalskipu- leggjandi ráðstefnunnar en hann segir hugmyndina að ráðstefnunni hafa kviknað í kjölfar hlaupsins í Grímsvötnum í nóvembermánuði árið 1996 en hlaupið, sem var gríð- arlega stórt og óx á skömmum tíma, hafi vakið athygli og áhuga um allan heim. Gróðurhúsaáhrif auka hættu á flóðum Arni segir greinilegt að breyt- ingar hafí átt sér stað í náttúrunni sem hafi áhrif á flóðahættu. Hann segir almennu tilgátuna vera þá að breytingar á loftslagi vegna gróð- urhúsaáhrifa hafi þar mikið að segja. „Tilgátan er sú að hröð hlýnun í andrúmslofti valdi frekari hamförum en áður hefur verið,“ segir Arni. Hann segir að hlýnun í andrúmslofti geti haft áhrif á jök- ulhlaup hér á landi þar sem breyt- ingar á jöklum fylgi loftslagsbreyt- ingum. „Breytingar á jöklum geta skapað aðstæður sem eru frá- brugðnar því sem við þekkjum nú. Ágætt dæmi um það er hlaupið í Kreppu í fyrra en þar hafði jökull- inn verið að minnka og menn bjuggust því við fremur litlu hlaupi en hlaupið kom mönnum á óvart því það óx mun hraðar og hámark- ið varð miklu meira en í fyrri hlaupum," segir Árni. Árni segir að Vatnamælingar hafi lagt mikla áherslu á að byggja upp samtíma vöktunarkerfi á jök- ulvötnum. „Við viljum fylgjast vel með þessum atburðum og geta gefið viðvaranir út tímanlega. Síð- ustu tvö til þrjú ár höfum við feng- ið fjármagn til þess að standa vel að þessu en við teljum það gríðar- lega þýðingarmikið. Miklu auð- veldara er fyrir aðila einsog Al- mannavarnir og Vegagerðina að bregðast við með skjótum hætti ef upplýsingar berast skjótt og vel. Það sýndi sig vel í hlaupinu í Kreppu í fyrra,“ segir Árni. Árni segir eina ástæðuna fyrir því að flóð valdi meiri skaða í heiminum nú en áður vera þá að fleiri svæði í heiminum séu nú í byggð og þar með sé einnig búið að byggja meira á flóðasvæðum. Hann segir að víða í þróunarlönd- um búi stór hluti fólks utan við skipulögð svæði en mörg dæmi séu um að byggðir sem þessar séu á flóðasvæðum. Grímsvatnahlaup árið 1996 þrýstingshlaup Tómas Jóhannesson, jarðeðlis- fræðingur á Veðurstofu íslands, flutti fyrirlestur um eðli jökul- hlaupa á ráðstefnunni í gærdag. Að sögn Tómasar reynast virkilega mikil flóð oft vera stærri og öðru- vísi en menn hafi gert ráð fyrir út frá mælingum á minni atburðum. „Hlaupið í Grímsvötnum árið 1996 er dæmi um þetta. Fyrri hlaup höfðu vaxið hægt, eða á 5 til 10 dögum, og aðdragandi að hámar- ksrennslinu hafði því verið tiltölu- lega rólegur. Einnig hafði rennslið fallið nokkuð hratt. Hlaupið 1996 var miklu stærra og bar öðruvísi að. Það óx mun hraðar en það tók hlaupið aðeins um 14 klukkutíma að ná hámarki," segir Tómas. Meginniðurstöður hans eru þær að hefðbundnar kenningar um jök- ulhlaup geti ekki skýrt hlaup af þeirri gerð sem varð árið 1996 og leita verði nýrra eðlisfræðilegra forsendna til þess að skilja hlaup- ið. „Hefðbundin hlaup vaxa hægt. Vatn flæðir út við jökultána sam- hliða því sem það flæðir inn í rás- ina undir jöklinum. Þess vegna eykst vatnsrennslið smám saman. Hlaupið í Grímsvötnum varð hins- vegar til við meiri þrýsting en hefðbundin hlaup. Ályktun mín er sú að í hlaupi sem þessu berist vatnsbylgja niður jökulbotninn undir ísnum undir háum þrýstingi. Við það lyftist jökullinn á tak- mörkuðu svæði. Hann sígur svo til baka fyrir ofan bylgjuna, samhliða því sem hann lyftist upp fyrir framan hana. Bylgjan berst niður eftir jöklinum og myndar göng sem hlaupið getur síðan flætt eftir. Þegar bylgjan nær jökultánni að lokum hefur rásin þegar myndast og því vex flóðið skyndilega,“ segir Tómas. Kötlugos yrði mun stærra en gos í Grímsvötnum Að sögn Tómasar verða stærstu jökulhlaup sem þekkjast hér á landi í Kötlu. Katla gýs að jafnaði tvisvar sinnum á öld en síðast gaus hún árið 1918. Tómas segir yfir- gnæfandi líkur á því að Katla gjósi áður en langt um líði þar sem óvenju langur tími sé síðan hún gaus síðast. „Gos í Kötlu verða margfalt stærri en gosið sem olli hlaupinu í Grímsvötnum og því er mikill viðbúnaður af hálfu Al- mannavarna og Vegagerðarinnar í hvert skipti sem einhverjar jarð- hræringar verða í Kötlu. Það er fylgst mjög vel með Kötlu og er það ekki síst vegna hættu á miklu hamfaraflóði sem gæti verið stór- hættulegt þeim sem eru á ferð yfir sandinn," segir Tómas. Á ráðstefnunni á Grand Hótel verður glímt við fleira en jökul- hlaup. Til umræðu verða meðal annars flóð í Ölpunum, ílóð á for- sögulegum tíma, umhverfisáhrif flóða og einnig verður fjallað um flóð á öðrum plánetum í sólkerfinu en Victor Baker, prófessor við há- skólann í Arizona í Bandaríkjun- um, flytur í dag erindi um flóð á Mars þar sem leitað er samsvörun- ar milli stórhlaupa á plánetunni og hugsanlegra landmótunaráhrifa þeiiTa og stórhlaupa á jörðinni sem hafa haft áhrif á landmótun. Ráðstefnunni lýkur á morgun, mið- vikudag, þar sem Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti íslands, ræðir um flóð og vandamál af þeirra sökum sem hrjá íbúa heims- ins í æ ríkari mæli. Sigurður Helgason hjá Umferðarráði Telur bfl- stj óra meira á verði en áður SIGURÐUR Helgason, hjá Umferð- arráði, segist ekki telja að rútuslys- um hafi farið fjölgandi hér á landi. Hvert og eitt slys sé hins vegar al- varlegt vegna þess að svo margt fólk komi yfirleitt við sögu. Hann telur að hópferðabflstjórar séu meira á verði nú en áður vegna hugsanlegrar hættu sem því fylgir að vera á ferð í rútu í mjög vondum veðrum. Fyrir rúmum tveimur árum lést ungur maður sem var farþegi í rútu sem fauk út af veginum við Tíðaskarð á Kjalarnesi í mjög vondu veðri. Sig- urður sagðist telja að í kjölfar þess slyss hefðu forsvarsmenn hópferða- fyrirtækja lagt enn meiri áherslu á að fara ekki af stað í tvísýnu veðri. Upplýsingjagjöf um veður hefði batnað. Víða væri búið að koma upp sjálfvirkum vindmælum og hægt væri að fylgjast með veðurhæð á heimasíðu Veðurstofunnar. Sigurður sagði að vanir rútubflstjórar ættu því að getað aflað sér, með auðveldum hætti, góðra upplýsinga um veður á aksturleiðinni. Hann sagðist telja að í kjölfar þessa slyss hefðu bflstjórai' reynt að auka öryggi farþega með því að fella niður ferðir í tvísýnu veðri. Skylda að vera með bílbelti í nýskráðum rútum Hinn 1. október 1999 var lögfest skylda að allar nýskráðar minni rút- ur yrðu að hafa bflbelti. Hinn 1. októ- ber 2001 mun sama regla taka gildi varðandi stærri rútur. Sigurður sagði að þetta væru sömu reglur og giltu í flestum nágrannalöndum okk- ar. Vandinn væri hins vegar sá að ís- lensk hópferðafyrirtæki hefðu flutt inn talsvert af notuðum rútum og þær féllu ekki undir þessar reglur. Hann sagði að menn hefðu verið hik- andi við að setja reglugerð um að setja ætti bflbelti í eldri rútur vegna þess að þær væru ekki hannaðar miðað við að í þeim væru bflbelti. Það væri hættulegt að skylda notkun á beltum sem hugsanlega veittu falskt öryggi. Ræðismaður Þýskalands á Akureyri Vel var að verki staðið SVANUR Eiríksson, ræðismaður Þýskalands á Akureyri, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að erlendu ferðalangarnir sem lentu í rútuslys- inu við Hólsselskíl á Fjöllum hafi vart átt orð til að lýsa því hversu vel var að verki staðið á slysstaðn- um og á Akureyri eftir að komið var með fólkið þangað á sunnudag. Svanur sagði fólkið vera að jafna sig eftir áfallið en að flestir þeirra myndu halda til síns heima í dag, þriðjudag. Hann sagði að ferðafólk- ið hafi átt nokkuð erfitt með að gera nákvæma grein fyrir því hvað gerðist á slysstaðnum. Svanur sagðist hafa haft í nógu að snúast í pappírsvinnu fyrir fólkið, m.a. varð- andi tryggingamál og fleira en að allt hafi gengið vel. Morgunblaðið/Golli Fylgst með boltanum Þegar fylgst er með fótbolta er vissara að vera vel búinn enda kalt að standa í sömu sporum heilan leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.