Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 50
4lte ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HULDA ' HERMANNS + Hulda Her- manns fæddist í Reykjavík 8. júní 1940. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Sel- fossi 8. júlí síðastlið- inn. Hulda ólst upp á Sólheimum í Gríms- nesi frá tveggja ára aldri hjá fósturmóð- ur sinni, Sesselju H. Sigmundsdóttur. * *Hún flutti síðan til Reykjavíkur og vann þar við ýmis störf. Síðustu ár bjó hún á Kumbaravogi við Stokkseyri. Móðir hennar var Hildur Hjálmarsdóttir, f. 1921, d. 1955, frá Hofi á Kjalarnesi. Systur Huldu sammæðra eru: Lára Berg- mann Þorsteinsdóttir, f. 1938, d. 1992, Þórunn Bergljót Gísladóttir, f. 1945, d. 1986, Jóna Gisladóttir, f. 1947, og Anna Hjálmdis Gísla- dóttir, f. 1954. Útför Huldu fcr fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 'i, i '* Þegar fósturbörnin hennar Sess- elju frænku minnar á Sólheimum í Grímsnesi kveðja, vakna gamlar ' minningar í hug mér og söknuður eft- ir þeirri hlýlegu og sérstæðu veröld sem dafnaði í litla dalverpinu. Hún ) Hulda, sem hér er kvödd, var eitt i þeirra barna sem ólst upp hjá Sess- elju frá barnæsku og var hluti af þessu samfélagi. Hún var fædd 1940 og lifði því tímana tvenna á Sólheim- um allt frá því er Sesselja þurfti að ■ berjast fyrir tilveru þessa heimilis, I mér liggur við að segja með kjafti og ~Hóm, til betri tíma sem síðar gengu í garð. Sólheimar voru fyrsta heimilið hér á landi sem tók við þroskaheftum bömum og hóf Sesselja starfsemi þar 1930. Hún þurfti að beijast lengi við blinda fordóma því að ótækt þótti að hafa þroskaheft böm á sama heimili og önnur. Gengu ofsóknir gegn henni svo langt að bamavemdaryfirvöld voru send á staðinn til að grípa inn í slíka óhæfú. Það kostaði margra ára þrotlausa baráttu við yfirvöld að vinna þetta mál og svo rammt kvað að offorsi gegn Sesselju vegna þessa, að hún var svipt leyfi til að reka heim- ilið um hríð. Einnig þótti ótækt að hún fæddi börnin á grænmeti sem litið var á sem skepnufóður en hún *Vár fmmkvöðull í lifrænni ræktun hér á landi. Sesselja hafði hrifist af hugmyndafræði antroposófistans Rudolfs Steiners þegar hún var við nám erlend- is og nýtti hugmyndir hans eftir því sem skyn- semin sagði henni, bæði við uppeldi bamanna og við búrekstur og rækt- un. í skólamálum vom hugmyndir Steiners hafðar að leiðarljósi en hann lagði áherslu á að hlúa að hugmyndaflugi, sköpunargáfú og ást á lífinu. Einnig sótti hún í smiðju hans hvað varð- ar listir sem skipuðu stóran sess í uppeldi bamanna. Þar var tónlist, myndlist, vefnaður og ýmiss konar handverk í hávegum haft og síðast en ekki síst leiklist sem var og er stór þáttur í þroskauppeldi Sólheimabarnanna. í þessu umhverfi ólst Hulda upp. Hún kom ung að Sólheimum, þá mjög illa á sig komin sökum vannæringar því hún átti alla tíð við líkamlega erf- iðleika að stríða. Hún náði þó góðri heilsu undir handleiðslu Sesselju og átti þar ágæta æsku. Henni var margt til lista lagt og fékk að njóta sín á mörgum sviðum og þroska þá hæfileika sem hún hlaut í vöggugjöf. Hún var vel máli farin, var skýrmælt og gerði sér far um að vanda mál sitt. Margur langskólagenginn maðurinn hefði mátt skammast sín hvað það varðar í návist hennar. Hún hafði ein- staka hæfiieika til að læra tungumál. Sesselja fékk oft Þjóðveija og annað erlent fólk til að vinna á Sólheimum þegar vantaði starfsfólk. Hulda var manna fyrst að ná valdi á þýskunni og var gjarnan túlkur fyrir hina. Einnig talaði hún dönsku ágætlega og bjargaði sér vel í ensku. Hún var snjöll hannyrðakona og bæði saum- aði, heklaði og pijónaði. Þá kom tungumálakunnáttan sér vel því hún gat farið eftir ótrúlegustu uppskrift- um úr blöðum og bókum. Einnig var hún mjög næm fyrir líðan fólks og oft sagði hún manni frá sögum sem hún hafði lesið og hafði hún þá oft skynjað dýpri merkingu sögunnar betur en margur annar. Þá var hún einnig mjög músíkölsk og hafði tæra og fal- lega rödd enda fékk hún oft að njóta sín á þeim sviðum. Hún stóð sig líka vel í leikritum sem hún lék í, átti gott með að læra hlutverk sín og skilaði þeim ávallt með prýði. Hulda var einstaklega bamgóð og vann hún mest við fóstrustörf á Sól- heimum og gætti þar bama starfs- fólksins. Mér er minnisstætt eitt at- T + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Bjarkarlundi, Vestmannaeyjum, Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Sólvangi í Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Börn hinnar látnu. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. | Sverrir / Einarsson J útfararstjóri, \& msími896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa fslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is vik frá því er ég vann á Sólheimum þegar bömin mín vora lítfl. Þau vora mjög hænd að Huldu enda var hún þeim afar góð. Þau vora vön því að allt hennar væri þeirra. Verið var að flytja jólaleikrit og lék Hulda einn fjárhirðinn sem fylgdi stjömunni til Betlehem. Á leið sinni settust fjár- hirðamir niður, tóku nesti úr mal sín- um og fóra að gæða sér á því. Þá var yngstu dóttur minni, sem sat á fremsta bekk í salnum, nóg boðið og kallaði til hennar upp á sviðið. „Huda, Huda ekki alit, ekld allt, Adda líka.“ Þetta traflaði Huldu svolítið því hún datt augnablik út úr hlutverki fjár- hirðisins og var nærri búin að missa sig í hlátur. Sem betur fer hafði hún góðan húmor og sagði oft frá þessu og hló innilega. Eftir að Sesselja dó 1974 áttu mörg fósturbama hennar erfitt. Það varð mjög fljótt um hana og breytingin var mikil. Hulda flutti nokkru síðar frá Sólheimum og leigði sér um tíma íbúð og vann við ýmis störf á höfuðborgar- svæðinu. Seinna fékk hún svo íbúð í Hátúni 10 í Reykjavík. Þar fór að mörgu leyti vel um hana en það reyndist henni þó erfitt á margan hátt að standa svona ein og óstudd enda var hún þá búin þola þung veik- indi og lyfjatökur í kjölfar þeirra sem breyttu skapgerð hennar og jafnvel persónuleika. Hún átti þó alltaf góða að og var fóstursystir hennar, Fríða, henni innan handar alla tíð. Ég hygg að ekki sé á neinn hallað þótt við sem næst stóðum Huldu þökkum sérstak- lega Katrínu Guðmundsdóttur, sem um árabil var forstöðukona Sól- heima, hve góð hún var henni og reyndist henni einstaklega vel. Hún tók hana með sér í ferðir til útlanda, hafði hana oft hjá sér á jólunum og sýndi henni alltaf sanna vinsemd. Út frá lífsbaráttu Huldu hef ég oft velt því fyrir mér hvort sú stefna, að koma þroskaheftum út í lífið og láta þá búa eina og óstudda, sé rétt. Ég efast oft um að ganga eigi lengra en í sambýlisformið ef horft er til velferð- ar þessara einstaklinga. Síðustu árin var Hulda vistuð á Kumbaravogi enda orðin mikill líkamlegur sjúkl- ingur. Hana langaði æ meir til að fara aftur að Sólheimum og sá í hillingum gamla staðinn. I sumar er þar haldið upp á sjötíu ára afmæli staðarins og hefur ýmislegt vafalaust orðið til þess að ýfa upp minningar um gamla heimilið. Hún var orðin meiri sjúkl- ingur en svo að hún ætti þar heima enda sjaldnast æskilegt fyrir lífs- þreytta að leita til baka í von um ver- öld sem var. Nú er Hulda mín búin að fá hvíld- ina og fær að liggja í Fossvogskirkju- garði við hlið fósturmóður sinnar, Sesselju. Það er von mín og trú að nú sé hún komin heim, laus við þær byrðar sem á hana voru lagðar í þessu lífi. Blessuð sé minning hennar. Kristín Þórarinsdóttir. í dag kveðjum við elsku Huldu. Hulda var fædd í Reykjavík en kom til móður minnar, Sesselju H. Sigmundsdóttur, að Sólheimum í Grímsnesi tveggja og hálfs árs gömul mjög veikburða. Fékk hún þar gott atlæti og komst til góðrar heilsu. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tílefni. Gjafavörur. Eftir því sem árin liðu kom í ljós að Huldu var margt til lista lagt. Söng- rödd hafði hún góða og í leiklistinni sýndi hún góð tilþrif og var fljót að læra ralluna sína enda minnið af- burða gott. Vel var hún að sér í tungumálum, talaði þýsku reiprenn- andi, dönskuna allvel og smávegis í ensku. Meðal starfa hennar á Sól- heimum var að fóstra böm starfs- fólksins og fórst henni það afar vel úr hendi enda mjög bamelsk. Hulda var gefandi og gjafmild, alla vildi hún gleðja af sínum litlu efnum. Hulda var fljót að kynnast fólki og eignaðist hún fjölmarga vini. Meðal hennar tryggustu vina vora börn Ingibjargar og Þórarins Sigmunds- sonar í Glóra, bróður Sesselju, þau Guðrún, Bjöm, Kristín og Ólafur. Vora þau henni ómetanlegur styrkur um dagana og þegar litlir angar litu dagsins ljós í Ijölskyld- unni var hún óðar búin að hanna flík fyrir þá. Árið 1974 lést Sesselja móðir mín og var það Huldu mikið áfall. 1983 flyst Hulda frá Sólheimum og bjó hún um skeið í Hafnarfirði og Kópavogi. Um tíma vann hún á sjúkrahúsinu Sólvangi, ráðin í býti- búr en lét sér það ekki nægja heldur aðstoðaði sjúklingana eftir þörfum á deildinni. Smá saman fór heilsu Huldu að hraka og þar kom að hún vistaðist í Hátún 10 í Reykjavík og bjó hún þar í ein tíu ár. Síðustu tvö og hálfa árið bjó Hulda í Kumbaravogi og undi hag sínum vel. Mér er minnisstæð afmælisveflsa sem við og fjölskylda Þórarins héld- um henni í veitingastaðnum Básnum í Ölfúsi í tilefni 60 ára afmælis hennar þann 8. júní síðastliðinn. Veðrið ljóm- aði og Hulda lék við hvem sinn fingur enda viðurgemingur góður. Ólafur Þórarinsson, „Labbi“, mætti með gítarinn og söng öll hennar uppá- haldslög. Þannig man ég Huldu mína, geisl- þá hþomar blítt í tregatón vort tilfinningamál. (Steingrímur Baldvinss.) Haustið 1953 hóf hópur ungra stúlkna nám við hússtjórnarskólann á Laugum í Reykjadal. Ein af námsmeyjunum var Gunnhildur Guðmundsdóttir frá Arnamesi við Eyjafjörð. Hidda. Hidda var glæsileg stúlka sem vakti athygli hvar sem hún fór. Ljúf framkoma og mildur þokki einkenndi allt hennar fas. Það var líkast því að hún væri alltaf umlukt björtum sumardegi með sólfari og hlýjum þey. Hún var meðal hinna yngstu í hópnum en stóð þeim sem eldri vora síst að baki í námi og störfum. í heimavistarskólum ríkir andi góðs heimilis, samhugur og sam- heldni innan hópsins og oft tengjast vináttubönd sem endast ævilangt. Við skólasysturnar eigum Ijúfar og glaðar minningar frá þessum vetri og^þar á Hidda stóran þátt. í Reykjadalnum fann Hidda sitt framtíðarland. Hún kynntist ung- um manni, Stefáni Þórissyni frá Hólkoti, og saman byggðu þau heimili á föðurleifð hans. A Hólkoti uxu og döfnuðu jafnt börn sem andi af hamingju þrátt fyrir slæma heilsu. Ég þakka henni allt sem hún var bömum mínum og fjölskyldu. Blessuð sé minning hennar. Hólmfríður Sigmundsdóttir og fjölskylda. Elsku Hulda mín, nú ert þú horfin úr þessum heimi og ég sem var ekki enn búin að koma til þín á Kumbara- vog og sýna þér nýjasta frænda þinn, sem er svo fínn og sætur í gallanum sem þú prjónaðir á hann þegar hann fæddist núna í ferbrúar. Ég hugga mig þó við það að ég sendi þér svo fina mynd af honum þegar þú áttir af- mæli. Það er svo margs að minnast, ófá voru þau skiptin sem þú passaðir mig og lékst við mig á Sólheimum þegar ég var lítil og alltaf fannst þér jafn gaman að stríða mér og hinum krökkunum en það var þó alltaf í góðu, og margar vora sögurnar sem þú sagðir okkur því frásagnargleði þín var mikil. Ég man þegar ég bjó í Kópavoginum hjá ömmu, afa og Stjána og þú bjóst rétt hjá okkur. Þú bauðst okkur Stjána þá stundum í mat í hádeginu þegar amma var að vinna og var yfirleitt kátt á hjalla því alltaf var stutt í hláturinn hjá þér. Elsku Hulda, ég veit að nú líður þér vel og amma Sesselja tekur á móti þér með hlýja faðminum sínum og ég kveð þig með uppáhalds bæn- inni minni sem þú eflaust baðst með mér oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þegar ég var lítil: Núleggégaugunaftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ, virzt mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Þýð. S. Egilsson.) Þín miklu fjölmenni og sást þá vel hversu vinmörg hún var og hve margir áttu henni þakkir að gjalda. Við skólasystur hennar eram þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast henni og fyrir vináttu hennar, hlýju og tryggð gegnum árin. Þessi hópur frá hússtjórnar- skólanum hefur reynt að hittast af og til og halda tengslunum. Það munum við gera framvegis þótt fækki í hópnum. Öll stefnum við að sömu endalokum þótt leiðirnar séu misjafnlega erfiðar og vegirnir mis- jafnlega langir. Við vitum lítið og sjáum skammt á þessari vegferð okkar. Ef til vill er það ekki svo fráleit hugsun að einhvern tíma í fjarri framtíð verði á óþekktum stað haldið skólasystramót þar sem við hittumst allar á ný. Við kveðjum þig með söknuði, Hidda, og vottum Stebba, börnum ykkar og fjölskyldum þeiira okkar dýpstu samúð. Vertu Guði falin og hafðu þökk fyrir allt. Skólasystur þfnar frá hús- sfjórnarskólanum á Laug- um veturinn 1953-1954. Sigfríður. G UNNHILD UR SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR tGunnhildur Sig- ríður Guðmunds- dóttir fæddist á Ak- ureyri 13. maí 1936. Hún lést á Sjúkra- húsi Húsavíkur 26. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Einars- staðakirkju í Reykja- dal 4. júlí. Er hugur dvelst í djúpri kyrrð við dauðans myrka ál blóm undir vernd vök- uls huga og iðjusamra handa ungu húsfreyj- unnar. Þar var gott að koma gestur og skóla- systram vel fagnað ef þær bar að garði. Fyrir nokkrum ár- um kenndi Hidda þess sjúkdóms sem varð hennar banamein. Hún barðist gegn veikind- unum með æðraleysi og kjarki sem hetjur einar eiga en sá hafði sigur er yfirbugar okkur öll að lokum. Hidda var kvödd í Einarsstaða- kirkju hinn 4. júlí að viðstöddu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.