Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 42
^,42 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Afram
hestamenn
NÚ er nýlokið i
Reykjavík glæsilegu
landsmóti hestamanna.
Eg vil fyrir hönd ríkis-
stjómar íslands óska
hestamönnum til ham-
ingju með hátíðina um
leið og ég fagna þeim
sigram sem þar vora
unnir.
{. Landsmót hesta-
manna var fyrst haldið
á Þingvöllum 1950. Sú
hreyíing sem þar fór af
stað hefur nú náð um
allan hínn vestræna
heim. íslenski hestur-
inn hefur með gleði
sinni, mýkt og krafti
unnið hug og hjörtu þúsunda ein-
staklinga. Um það vitnar best hinn
mikli fjöldi útlendinga sem kom á
landsmótið og mér er til efs að nokk-
ur einstakur atburður hérlendis hafi
annað eins aðdráttaraíl.
íslensk hrossarækt hefur lengi
búið við sérstök starfsskilyrði. Hún
var afgangsstærð í búskapnum og oft
7} meðhöndluð sem tómstundagaman
frekar en búgrein. Nú hefur þetta
breyst. Mikill fjöldi manna hefur að-
alatvinnu sína af hrossum og tengd-
um greinum, ekki síst hestatengdri
ferðaþjónustu. Hagtölur hesta-
mennskunnar vaxa ár frá ári og nú
þarf sameiginlegt átak til að gera
hrossaræktina enn sýnilegri þannig
að ekki þurfi að efast um þjóðhags-
legt gildi hennar. Aðeins með því
móti fær hún þann sess sem henni
ber.
Ríkisstjórn Islands hefur ákveðið
{ að styðja kröftuglega við hrossa-
ræktina í landinu um leið og starfs-
skilyrði hennar verða bætt. Gott
samstarf hefur náðst við helstu fé-
lagasamtök hestamanna um þessi
markmið. Félag hrossabænda,
Bændasamtök íslands, Félag tamn-
ingamanna og Landssamband hesta-
manna hafa sameinast um ,Átaks-
verkefni hestamanna". Þá vinnu
styrkir Ríkissjóður með 15 milljónum
á ári næstu 5 árin. í samvinnu við
sveitarfélagið Skagafjörð hefur ríkis-
sjóður stofnsett Hestamiðstöð Is-
lands í Skagafirði. Það er byggða-
tengt átaksverkefni til framdráttar
hrossarækt og hestamennsku. Ljóst
er að sú starfsemi og reynsla sem þar
hlýst mun nýtast um land allt. Þar
nægir að nefna samstarf sem komið
verður á um aukna kennslu í hesta-
íþróttum í hinu almenna skólakerfi.
Þá hefur verið ákveðið að hefja rann-
sókn á sumarexemi sem án vafa er sá
einstaki þáttur sem hamlar mest
markaðssetningu á íslenska hestin-
um í Evrópu. Að þeirri rannsókn
munu vinna innlendir og erlendir að-
ilar og verður rannsóknin styrkt
verulega af Framleiðnisjóði landbún-
aðarins.
Það ánægjulega samstarf sem nú
hefur tekist með ríkissjóði og sveitar-
félaginu Skagafirði sýnir nauðsyn
þess að sveitarfélög sinni hestaíþrótt-
um ekki síður en öðrum íþróttum.
ji Góð aðstaða til iðkunar hestaíþrótta
eins og vallarsvæði og reiðkennslu-
hús era undirstaða framfara og ár-
angurs og það er ánægjulegt að sjá
hversu mörg sveitarfélög eru að efla
og bæta aðstöðu hestamanna víða um
land. Árangur þess mátti glögglega
sjá á landsmótinu. Þá eru skipulags-
mál og réttur reiðgötunnar málefni
sem sum sveitarfélög hafa tekið föst-
um tökum undanfarið og önnur verða
að fylgja í kjölfarið. Tryggja þarf um-
ferð hestamanna um landið en einnig
þarf að setja reglur um
þá umferð, ekki síst i
viðkvæmum náttúru-
perlum. Umferð hesta-
manna um almenna
þjóðvegakerfið getur
verið mjög varasöm.
Þess vegna hefur ríkis-
stjórnin látið skerpa
þau lagaákvæði er
varða reiðvegagerð og
nærri lætur að fjárveit-
ingar til málaflokksins
tvöfaldist frá árinu 1998
til ársins 2004 eða úr 24
milljónum í 42 milljónir,
Guðni skv. vegaáætlun.
Agústsson Nú hefur verið
ákveðið að setja aukinn
kraft í viðræður við ríki og ríkja-
bandalög vegna tæknilegra innflutn-
ingshindrana eins og tolla og sótt-
vama. Samkeppnishæfni hesta sem
fæddir eru á Islandi er verri í Evrópu
vegna tolla og sumarexems. Vinna
Landsmót
Hrossaræktin, segír
Guðni ÁgTÍstsson, er
búgrein í framför.
þarf bug á þessum hindrunum með
samningum og með fræðslu um með-
ferð og umhirðu. Þá þarf að herða
róðurinn í viðræðum við yfirvöld í
Norður-Ameríku um niðurfellingu á
sóttkví fyrir alheilbrigð hross frá fs-
landi. Þar hefiir nokkur árangur
náðst en það má gera enn betur. Þá
var Bændasamtökum íslands veitt
aðild að hinu mikla markaðsátaki rík-
isstjómarinnar í Norður-Ameríku
undir kjörorðinu „Icelandic Natur-
ally“. Það átak mun m.a. kynna ís-
lenska hestinn.
Hrossaræktin er búgrein í fram-
för. Það sýnir glæsilegt landsmót,
það sýnir veraleg uppbygging á öll-
um sviðum, það sýnir aukin þátttaka
og áhugi bænda og þéttbýlisbúa og
það sýnir uppbygging útlendinga á
jörðum sem þeir hafa keypt. Glæsi-
legan vitnisburð um þennan áhuga
má sjá í Ölfúshöllinni á Ingólfshvoli,
hestamiðstöðinni á Gauksmýri og
ferðaþjónustunni á Leirabakka svo
dæmi séu tekin. Þennan áhuga og
þessar áherslur má einnig sjá í glæsi-
legu mennta- og rannsóknastarfi
Hólaskóla og nú síðast í heiðursverði
hestamanna. Ríkisstjómin hefur vel-
þóknun á þessu kraftmikla starfi og
heitir því að vinna vel með hrossa-
ræktendum og hestamönnum að
uppbyggingu til framtíðar.
Höfundur er landbúnaðarráðherra.
Stofnun hjúkrunarfræði-
deildar í Háskóla Islands
„HJUKRUNARFRÆÐI er sú
fræðigrein sem upplýsir um og leið-
beinir við hjúkrun. Með hjúkrun er
leitast við að skapa fólki ytri skilyrði
og aðstoða það við athafnir sem stuðla
að eflingu heilbrigðis og vellíðunar
eða að friðsælum dauðdaga. Markmið
hjúkranar er að búa manneskjunni
aðstæður og sinna henni þannig að
hún geti búið við bestu mögulegu skil-
yrði til að halda heilsu og ná bata í
veikindum. I hjúkrun er tekið mið af
ástandi og aðstæðum mannsins og
þeim skilningi sem hann eða hún
leggur í þær. Því byggir hjúkrunar-
starfið bæði á þekkingu um líffræði
mannsins og um manninn sem sálfé-
lagslega veru eins og námsskrá í
hjúkrunarfræði endurspeglar glögg-
lega.“
Fyrsta júlí urðu þau tímamót í sögu
hjúkranarmenntunar á Islandi að
námsbraut í hjúkrunaifræði, sem var
í tengslum við læknadeild þau 27 ár
sem hjúkran hefur verið kennd í há-
skóla á íslandi, varð formlega að sjálf-
stæðri deild. Fyrir hönd Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga óska ég
Háskóla Islands til hamingju með
nýju deildina og fyrsta deildarforseta
hennar, dr. Mörgu Thome, velfarnað-
ar í starfi. Hjúkrunarfræðingar líta
björtum augum til deildarinnar og
treysta á áframhaldandi öfluga rann-
sókna-, fræða- og kennslustarfsemi í
hjúkrunarfræði.
Stofnun deildarinnar á sér langan
aðdraganda. Skýrsla þróunamefndar
námsbrautar í hjúkrunarfræði kom
út 1996 og var helsta niðurstaða
hennar að stofna bæri sérstaka
hjúkrunarfræðideild. Var það í Ijósi
umfangs þeirrar starfsemi sem fram
fór innan námsbrautarinnar. Haustið
1998 samþykkti háskólaráðsfundur
stofnun hjúkrunarfræðideildar og
lyfjafræðideildar með fyrirvara um
að þessar fræðigreinar uppfylltu skil-
yrði sem eðlilegt getur talist að há-
skóladeild geri. Hjúkranarfræðin og
lyfjafræði lyfsala eru fyrstu fræða-
sviðin innan Háskóla Islands sem
hafa undirgengist mat á starfsemi
sinni fyrir deildastofnun. Það er álit
kennara í hjúkrunarfræði að matið
hafi tekist vel. Gagnrýnin umræða og
sjálfsskoðun um starfsemi og árang-
ur námsbrautarinnar hófst. Niður-
staða þeirrar umræðu birtist haustið
1999 í skýrslunni Sjálfsmat náms-
brautar í hjúkrunarfræði vegna um-
sóknar um deildarstofnun. Skýrsla
Háskóla íslands á úttekt á kennslu og
rannsóknum í hjúkrunarfræði og
lyfjafræði lyfsala birtist svo í mars
2000.
í skýrslunum birtist heilsteypt yf-
irlit yfir starfsemi námsbrautarinnar
og gerð grein fyiir þeim mikla vexti
sem orðið hefur á henni. Fyifr utan
hefðbundið grannnám í hjúkrunar-
fræði hafa 5 aðrar
námsleiðir verið í boði:
Sérskipulagt 45 eininga
nám fyrir hjúkranar-
fræðinga sem ekki hafa
lokið háskólaprófi,
meistaranám í hjúkr-
unarfræði, önnur við-
bótar- og endurmennt-
un, undirbúningsnám
fyrir Ijósmóðurfræði og
nám í ljósmóðuríræði.
Á haustmisseri 1999
stunduðu 516 stúdentar
nám í námsbrautinni.
Alls hafa 1201 hjúkr-
unarfræðingar verið
brautskráðir með BS-
gráðu frá Háskóla Islands. Þar af 155
úr sérskipulögðu BS-námi íyrir
hjúkrunarfræðinga. Að auki hafa 23
lokið embættisprófi í ljósmóðurfræði
Hjúkrunarnám
Almennt eru þiggjendur
hjúkrunar, segir Herdís
Sveinsdóttir, mjög
ánægðir með störf
hjúkrunarfræðinga.
og 83 viðbótarnámi á fimm sérsviðum
hjúkrunar.
Hjúkranarfræðingar hafa stundað
framhaldsnám víða um heiminn og
hafa vel á annað hundrað lokið
meistaranámi í hjúkrun. Ellefu hjúkr-
unarfræðingar hafa lokið doktors-
prófi í hjúkrun, einn hefur lokið dokt-
orsprófi í næringarfræði og einn í
heilbrigðisvísindum. Af þessum 13
hjúkrunai’fræðingum starfa 8 hjá
nýstofnaðri hjúkrunarfræðideild.
Stofnun námsbrautar í hjúkrunar-
fræði árið 1973 markaði upphaf rann-
sókna í hjúkranarfræði á Islandi.
Kennsla í undirstöðuatriðum rann-
sókna hófst í grunnnámi hjúkranar-
fræðinga og síðan hafa nemendur
ávallt fengið þjálfun í rannsókna-
vinnu. Á 25 ára afmæli námsbrautar í
hjúkrunai'íræði var gefin út bókin
Lokaverkefni í hjúkrunaríræði við
Háskóla íslands í 25 ár. Rannsóknir
kennara hafa vaxið stórlega á undan-
förnum áram og era í örum vexti eins
og fram kemur í úttekt Háskólans.
Fyrstu ár námsbrautarinnar var unn-
ið að því að byggja upp og þróa
kennslu í hjúkranarfræði. Undanfar-
in ár hefur hinsvegar verið lögð meg-
ináhersla á að bæta aðstöðu til rann-
sókna í hjúkrunarfræði. Mikilvægur
áfangi í því var tilkoma rannsókna-
stofnunar í hjúkrunarfræði árið 1997.
Þar er vinnuaðstaða íyrir sérfræð-
inga, meistaranema og gesti. Á veg-
um stofnunarinnar eru
m.a. skipulagðir opin-
berir fyrirlestrar, mál-
stofur í hjúkrunarfræði,
hjúkranarfræðingum
veitt ráðgjöf og stuðn-
ingur og unnar þjón-
usturannsóknir.
Rannsóknaviðfangs-
efni kennara í hjúkrun-
arfræði tengjast í flest-
um tilfellum ákveðnum
hagnýtum og klínískum
úrlausnarefnum. I RIS
gagnagrunninum er
Herdís getið um 95 rannsókna-
Sveinsdóttir verkefni kennara sem
hlotið hafa styrk frá
Rannsóknasjóði Háskóla Islands og
Rannsóknarráði Islands.
Árangur góðrar undirstöðumennt-
unar í hjúkrun er hægt að meta á
margvíslegan máta. Ein leið er að
skoða mat skjólstæðinga hjúkranar á
gæðum umönnunar. Islenskar rann-
sóknir á því sviði hafa sýnt að almennt
eru þiggjendur hjúkranar mjög
ánægðir með störf hjúkrunarfræð-
inga. Önnur leið er að athuga áhrif
hjúkrunar á mótun heilbrigðisstefnu
og í heilbrigðismálum almennt. Full-
yrða má að rödd hjúkranar hefur ver-
ið sterk í íslenska heilbrigðiskerfinu á
undanfömum árum og á hana hefur
verið hlustað. Islenskir hjúkrunar-
fræðingar eru og í fararbroddi hjúkr-
unarfræðinga í Evrópu. Dagana 15. -
17. júní s.l. var haldin ráðstefna á veg-
um Alþjóða heilbrigðismálastofnun-
arinnar (WHO) í Múnchen í Þýska-
landi. Á ráðstefnunni var samþykkt
yfirlýsing um hlutverk hjúkranar-
fræðinga og ljósmæðra og var hún
undirrituð af 49 ráðherram af þeim 51
ríkja Evrópu sem eru innan WHO. Á
ráðstefnunni kpm skýrt fram að önn-
ur lönd líta á Island sem fyrirmynd
hvað varðaði menntun og stöðu
hjúkrunar almennt.
Allt umhverfi íslenska heilbrigðis-
kerfisins hefur tekið gagngeram
breytingum á undanfömum árum.
Tækniþróun hefur verið gífurleg,
stofnanir hafa verið sameinaðar og
einkarekstur er hafinn. Starfsvett-
vangur hjúkranarfræðinga á eftir að
taka miklum breytingum m.a. í þá
vera að hjúkrunin mun færast meira
út í samfélagið. Sjálfstæði og fram-
þróun sérhverrar faggreinar er háð
því að einstaklingar innan greinarinn-
ar séu færir um að afla nýrrar þekk-
ingar, hagnýta nýja þekkingu og taka
gamla þekldngu til endurskoðunar,
meta hvað er gott og hvað má betur
fara. Á þessu sviði verður horft til
nýstofnaðrar hjúkranarfræðideildar
Háskóla íslands.
Höfundur er formaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Atlaga að meistaranáminu
VARÐANDI nám-
skeið vegna löggilding-
ar þeirra iðnmeistara
sem fengu útgefið, eða
áttu rétt á að fá útgefið
meistarabréf fyrir 1.
janúar 1989 og ekki
hafa lokið meistara-
skóla.
Iðnnámi, t.d. í tré-
smíði, hefur verið þann-
ig háttað að eftir 4 ára
nám, sem innifelur bæði
bóklegt og verklegt
nám, verður neminn að
gangast undir sveins-
próf og standist við-
komandi prófið er hann
orðinn sveinn í húsasmíði. Eftir að
hafa starfað sem sveinn í 3 ár hefur
viðkomandi öðlast rétt til að fá útgefið
meistarabréf, og getur þá sótt um
leyfi til að standa fyrir byggingum.
Frá árinu 1963 heíúr það verið
krafa hér á Reykjavíkursvæðinu að
þeir iðnmeistarar sem vildu fá leyfi
byggingaryfirvalda til að standa fyrir
Baldur Þór
Baldvinsson
byggingaframkvæmd-
um yrðu að hafa lokið
námi frá meistaraskóla.
Þetta þótti sjálfsögð
krafa og allar götur síð-
an, og þó sérstaklega
hin síðustu ár, hefur
verið unnið markvisst
að því að gera nám frá
Meistaraskólanum í
Reykjavík á þann veg
að skóhnn standi undir
nafni, námið stöðugt í
endurvinnslu og staðan
í dag þannig að kennsla
í skólanum er 68 eining-
ar sem gerir 1768
kennslustundir.
Á vegum umhverfisráðuneytisins
era nú hafin námskeið íyrir þá iðn-
meistara sem ekki hafa farið í meist-
araskóla. Staðsetning Meistaraskól-
ans er í Reykjavík og því ef til vill ekki
auðvelt fyrir alla að koma því við að
sækja skólann, það er því sjálfsagt að
halda námskeið fyrir þá iðnmeistara
sem sannarlega starfa sem slíkir í
Námskeið
Að mínum dómi, segir
Baldur Þór Baldvins-
son, er verið að rústa
meistaranáminu.
sínu heimahéraði, og ekki hafa,
hverju sem um er að kenna, haft tök á
því að sækja Meistaraskólann, og
ennfremur verður að hafa það í huga
að sumar iðngreinar hér í Reykjavík,
t.d. málarar og dúkarar, hafa ekki átt
þess kost að komast í nám við Meist-
araskólann. Að sjálfsögðu á ekki að
taka réttindi af neinum. Þeir sem í
dag hafa fengið leyfi byggingaryfir-
valda á hinum ýmsu stöðum landsins
til að standa fyrir byggingarfram-
kvæmdum, halda að sjálfsögðu sínum
réttindum. En eins og staðan er í dag
er að mínum dómi verið að rústa
meistaranáminu með því að galopna
þessi námskeið sem koma eiga í stað
Meistaraskólans í Reykjavík. Fyrir-
staða er engin, námskeiðin era opin
fyrh’ húsasmiði, múrara, pípulagn-
ingamenn, vélvii'kja, málara og dúk-
ara. Það skiptir engu máli hvort menn
hafa eitthvað lært í burðarþoli, eða
ekki. I stað Meistaraskólans sem er
1768 kennslustundir, og menn verða
að standast próf, er núna komið nám-
skeið sem inniheldur 45 kennslu-
stundir, engin próf, bara mæta. Eg
hygg, að þessi námskeið hafi aldrei
átt að fara í þann farveg sem þau nú
eru komin í.
Nú þegar hafa verið haldin hér í
Reykjavík 2 námskeið, hvort um sig
með 20 þátttakendur og 80 manns era
komnir á biðlista. Það er alveg ljóst að
það eru iðnaðarmenn á höfuðborgar-
svæðinu sem yfirtaka þessi námskeið
og sleppa þar með við Meistaraskól-
ann. Þessi ákvörðun umhverfisráðu-
neytisins er ekki skref fram á við,
heldur er verið að stíga stórt spor aft-
urábak á þeim tíma sem sífellt eru
gerðar meiri kröfui' til þeirra sem fyr-
ir framkvæmdum standa.
Höfundur er formaður
Meistarafélags húsasmiða.