Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 65
Engle
ar gr
útíGi
Mel Gibson í The Patriot.
þáttur þræla og innfæddra íbúa
Norður-Ameríku í sjálfstæðis-
baráttunni gerður að engu. Ekki
nóg með það heldur eru Englend-
ingar látnir hegða sér líkt og
verstu nasistar. Þið Englendingar
hafið fullan rétt á að vera í upp-
námi ... ég yrði það svo sannar-
lega og fyrirlít þessa mynd!“
Mel Gibson hefur lítið viljað tjá
sig um þessa hörðu gagnrýni en
segist þó styðja framleiðendur og
höfunda myndarinnar og undir-
strikar að hún sé ekkert annað
og hafi aldrei átt að vera annað
en huglægur skáldskapur með af-
þreyingargildið að leiðarljósi.
Spike Lee gefur lítið fyrir þessa
skýringu Gibsons og þykir hún
„ansi hentug".
The Patriot er ekki eina Holly-
ÞAÐ ER GÖMUL saga og ný að
snillingarnir í henni Hollywood
skrumskæli söguna - beygli hana
°g beygi að eigin hentugleika
undir því yfirskyni að um
skemmtun og afþreyingu sé að
ræða og hið listræna frelsi sé yf-
irsterkara siðferði sannleikans.
Margsinnis hafa kvikmyndagerð-
armenn sem glíma við sögulegt
efni legið undir ámæli fyrir að
virða hina raunverulegu söguvið-
burði gjörsamlega að vettugi með
því að krydda þá, breyta og
hreinlega skálda inn í eyðurnar
og nægir þar að nefna nýleg
dæmi á borð við mynd írans Jims
Sheridans, In The Name Of The
Father og myndir Spielbergs,
Schindlers List og Amistad.
Gibson óvelkominn
Um þessar mundir sýður gjör-
samlega á Englendingum yfir
þessu meinta virðingarleysi kvik-
myndagerðarmanna í Hollywood
gagnvart mannkynssögunni því
þeim finnst þeir hafa orðið sér-
lega illa fyrir barðinu á þessum
vafasömu sögukenningum undan-
farið. Fortíð þessa fornfræga ný-
lenduherra er vissulega myrk og
lítt til eftirbreytni enda hafa höf-
undar í Hollywood verið iðnir við
að undirstrika það. Enskum er
hins vegar ofboðið nú eftir að
nýjasta Mel Gibson myndin The
Patriot var frumsýnd þar um síð-
ustu helgi. I myndinni leikur Gi-
bson hvunndagshetju mikla á tím-
um sjálfstæðisbaráttu nýja
heimsins í vestri. Nauðugur sér
hann sig knúinn til að hella sér í
orrustuna við nýlenduherrana
ensku þegar sonur hans heldur
gegn vilja hans á vígstöðvarnar.
Einkar myrk og óvægin mynd er
dregin upp af andstæðingum
þeirra feðga, nýlenduherrunum
„ógurlegu" -svo myrk að enskum
þykir nóg um og mótmæla harð-
lega þessari meintu aðför að
mannorði forfeðra sinna og sögu.
Sjálfir eru ensku fjölmiðlarnir
frægir fyrir allt annað en vettl-
ingatök og ráðast harkalega að
stjörnu myndarinnar, Mel Gibson.
Þar er fullyrt að honum hljóti
einfaldlega að vera í nöp við Eng-
lendinga og er sú staðhæfing
rökstudd með tilvísunum í fyrri
hlutverk hans. Alexander Walker,
hinn kunni kvikmyndagagnrýn-
andi Evening Standard, er t.a.m.
alveg æfur út í þessa „nauðgun“
Gibsons og félaga á breskri sögu
og krefst þess að kappinn fái
aldrei framar að stíga fæti inn
fýrir ensk landamæri - ekki frek-
ar en aðrir glæpamenn.
Þessa meintu andúð Gibsons á
Englendingum segja enskir gagn-
rýnendur koma skýrast í ljós í
mynd hans Braveheart, sögunni
af skosku frelsishetjunni William
Wallace, þar sem hann lýsi Eð-
varði fyrsta og löndum hans sem
blóðþyrstum bavíönum sem hafi
það eitt að markmiði að kúga og
murka lífið úr óstýrlátum ný-
lenduþjónum sínum.
Gagnrýnandinn Neil Norman
bendir á enn annað og eldra
dæmi, Galipoli frá 1981 eftir Pet-
w Weir, þar sem Gibson leikur
ástralskan hermann sem sendur
er í rauðan dauðann af - jú, rétt
til getið, yfirboðurum breska
hersins. Dæmi sem verður að telj-
ast nokkuð langsóttara.
Margir gagnrýnendur fyrirgefa
Gibson og leikstjóranum Roland
Emmerich þó syndirnar. Gagn-
rýnandi Empire sættir sig vel við
myndina og segir að sé skrum-
skælingin vel af hendi leyst líkt
og Spielberg gerði í Saving Pri-
vate Ryan þá geri hún Iítið til.
Englendingar sem
verstu nasistar
Sögutúlkun The Patriot hefur
ekki einasta verið mótmælt í
Englandi heldur hafa einnig bor-
ist kröftug og beitt mótmæli úr
vestri, sér í lagi frá gagnrýnend-
um í New York. Leikstjórinn þel-
dökki Spike Lee hefur verið hvað
harðorðastur í garð myndarinnar
og telur margt sem þar kemur
fram hreina skömm. í viðtali við
BBC sagði hann: „Þessi mynd er
hreinn og klár Hollywood áróður.
í henni er þrælahaldið gjörsam-
lega látið liggja milli hluta og
wood myndin sem farið hefur fyr-
ir brjóstið á Englendingum. Stór-
myndin U-571 fjallar um
bandarískan kafbátaleiðangur
sem farinn var til að ná dulkóða-
tækinu Enigma úr höndum Þjóð-
verja. Ástæðan fyrir pirringi
enskra er hins vegar sú að þetta -
þýðingarmikla stríðsafrek var
unnið af Englendingum og meira
að segja áður en Bandaríkjamenn
tóku þátt í seinni heimstyrjöld-
inni. Tom Carr, sem kom að af-
reki Englendinga á sínum tíma,
staðfestir þetta og segir myndina-
„uppfulla af lygum og þvættingi".
Sendiherra Bandaríkjanna í
Englandi var spurður í viðtali við
BBC útvarpið hvort myndir á
borð við The Patriot og U-571
gerðu starf hans erfiðara: „Það
er engin spurning að þær hafa
skaðleg áhrif á samskipti Eng- s
lands og Bandaríkjanna." Hann
áréttaði þó að hafa verði hugfast
að um bíó sé að ræða en ekki
sagnfræði. Framleiðendur í
Hollywood hafi nú hingað til ekki
látið sögulegar staðreyndir flækj-
ast fyrir sér þegar kvikmynda
hefur átt söluvænlega sögu.
En þrátt fyrir þessi háværu
mótmæli vegna sögulegra galla á
stórmyndum Hollwood þá virðist
hinn almenni bíógestur sem fyrr
kæra sig kollóttan. Báðar hafa
myndimar The Patriot og U-571
gengið rífandi vel, meira að segja
í Englandi!
,Oðkaupsveislur—ötisamkomur—skemmtonlr—tönleikar sýningar kynningar ogfl.ogft.ogfl.
(ÍWpy
Ektdt
ijaáeftir--------w
lið ykkur og ieigið stórt tjald
inn - það marg borgar sig.
Tjöid af öllum stœrðum frá 20 - 700 mJ
Einnig: Borð. stölar. tialdgölf
og tjalahitarar.
tfmi 5621390 • fax 552 6377 • blXfl>tcout.l»
„og ýmsir fyigihlutir
^sta á veðrið þegar
innilegan vlðburo -
Notaðir bflar
Saab 9000 Griffin - árg. 1996
MMC L-200 2.5 - árg. 1998
Greiðslukjör
við allra hæfi
Ekinn 56.000 km - TILBOÐSVERÐ kr. 2.550.000,- Ekinn 34.000 km - Verð kr. 2.220.000,-
Isuzu Trooper 3.0 TDI - árg. 1999
Ekinn 21.000 km - Verð kr. 3.020.000,-
Nissan Almera GX - árg. 1998
Ekinn 10.000 km - Verð kr. 1.280.000,-
...1 I " i m-"'
r‘ v ’
■*. V.\*r. ’ !
Opið:
mán.-fös.
kl. 09-18
lau.
kl. 12-17
Subaru Legacy 2.0 - árg. 2000
Ekinn 5.000 km -Verð kr. 2.240.000,-
Opel Vectra 2.0 Cd - árg. 1997
Ekinn 43.000 km - Verð kr. 1.640.000,-
BÍLAHUSIÐ
BORGARBÍLASALAN Grensásvegi 11“ Simi 588 5300
Stórmyndirnar The Patriot og U-571 valda miklum deilum í Englandi