Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 2? Þj ófnuðum á per sónu- upplýsingum fjölg’ar Hvarf Söru Payne Lögregla fínnur lfk BRESKA lögreglan fann í gær lík af lítilli stúlku og var talið að það gæti verið af Söru Payne, átta ára gamalli stúlku sem hvarf í byrjun mánaðarins. Að sögn lögreglunnar gæti tekið nokkra daga að ganga úr skugga um það hvort líkið sé af Söru. Líkamsleifarnar fundust að sögn fréttavefjar BBC í Pulborough í Vestur-Sussex, í um 15 km fjarlægð frá staðnum þar sem Sara hvarf er hún var að leika sér í fjörunni. Leitin er einhver umfangsmesta að- gerð sem lögreglan hefur staðið fyrir á undanförnum árum og fjöldi fólks hefur tekið þátt í henni. ------UH------- Fjöldamorð á Filippseyjum Vanfær kona meðal fórnar- lamba Cagayan de Oro á Filippseyjum. AP. VOPNAÐIR menn, sem talið er að séu úr röðum íslamskra skæruliða, myrtu 21 mann, þ.á m. vanfæra konu, í árás á afskekkt sveitaþorp í suðurhluta Filippseyja á sunnudag, að sögn talsmanna hersins. Fórnar- lömbin voru kristin og voru þau fyrst rekin inn í mosku staðarins en síðan skotin til bana um kvöldið. Þorpið heitir Somogot og er í héraðinu Lanao del Sur. Arásar- mennirnir voru um 100. Talsmaður Filippseyjahers sagði mennina hafa að loknu ódæðinu gert árás á her- bækistöð á svæðinu en verið hraktir á brott. Talið er að mennirnir hafí verið úr liði annarra af tveim sam- tökum íslamskra uppreisnarmanna, MILF, í suðurhluta landsins er berjast fyrir sjálfstæði múslima, sem eru lítill minnihluti á Filipps- eyjum. Hin samtökin kenna sig við Abu Sayyaf. Her landsins hefur tek- ið flestar bækistöðvar MILF síðustu mánuði þegar stjórn Joseph Estr- ada forseta efndi til mikillar sóknar gegn uppreisnarmönnum múslima. Sprengja sprakk í grennd við sveitarstjórnarskrifstofu á svæðinu í gær en enginn slasaðist. Á sunnu- dag varð sprengja tveimur vegfar- endum að bana og 33 slösuðust. NEYTENDUR hafa í stórum stíl kvartað við opinbera aðila í Banda- ríkjunum vegna þess að lán hafa ver- ið tekin út á nöfn þeirra, almanna- trygginganúmer þeirra misnotuð og krítarkortareikningar þeirra falsað- ir. „Óttinn við þjófnað á persónuupp- lýsingum hefur gripið um sig meðal almennings sem aldrei fyrr,“ sagði Jodie Bernstein, yfirmaður neyt- endasamtaka Bandaríkjanna, í sam- tali við Washington Post. Sagði hún að ráðinu hefðu borist yfir 20 þúsund símtöl á þeim átta mánuðum sem liðnir eru síðan opnuð var ráðgjafarþjónusta fyrir neytend- ur sem orðið hafa fyrir því að per- sónuupplýsingum um þá hafi verið stolið. Nú hringi að meðaltali um 800 manns á viku og fjöldinn hafi tvö- faldast á undanförnum fjórum mán- uðum. Embættismenn segja að Netið sé meginástæðan fyrir því að kvörtun- um fjölgi svo gífurlega, bæði vegna þess að Netið veiti þjófum auðveldan aðgang að persónuupplýsingum og líka vegna þess að það auðveldi neyt- endum að kvarta vegna slíkra þjófn- aða. Tveir þingmenn, Jon Kyl og Di- anne Feinstein, hafa lagt fram frumvarp sem miðar að því að draga úr hættunni á slíkum þjófnaði. Sagð- ist Feinstein vona að þingið myndi að minnsta kosti samþykkja að gera sölu á almannatrygginganúmerum ólöglega. Sagði hún að á 12 heimasíð- um að minnsta kosti væru slík númer AP Netið hefur gert auðvelt að komast yfir margvíslegar per- sónulegar upplýsingar sem stundum eru misnotaðar. boðin til sölu, fyrir allt niður í 25 doll- ara, eða tæpar 2.000 krónur. „Netið hefur gert að verkum að það er mjög auðvelt að stela per- sónueinkennum fólks,“ sagði Fein- stein. „Hvaða þjófur sem hefur að- gang að tölvu getur gert það án þess að skilja eftir sig ummerki." En það þarf ekki alltaf Netið til. Michelle Brown, 29 ára Kalifomíu- búi, sagði frá því að bankafulltrúi hefði hringt í sig í janúar í fyrra til að grennslast fyrir um greiðslu á nýja pallbflnum hennar, að verðmæti 32 þúsund dollara, eða 2,5 milljóna króna. En slíkan bíl hafði hún aldrei keypt. Hún komst að því síðar að umsókn sem hún hafði lagt fram um leigu- íbúð hafði verið stolið af skrifborði leigusalans og notaði þjófurinn al- mannatrygginganúmer hennar til að verða sér úti um vörur og þjónustu að verðmæti yfir 3,8 milljónir króna, þ.á m. fitusog fyrir n'flega 360 þús- und, leigt húsnæði, opnað síma og tekið þátt í fíkniefnasmygli. Kvaðst Brown hafa eytt ríflega 500 klukkustundum í að gera hreint fyrir sínum dyrum, leggja fram alls kyns eiðfestar yfirlýsingar og til- kynningar, og hringt óteljandi símtöl í lánadrottna og opinberar stofnanir. Þjófurinn náðist og situr nú á bak við lás og slá, en hélt áfram að nota nafn Brown þegar hann var skráður sem fangi og einnig á bréfum úr fangels- inu. Og síðastliðið haust stöðvuðu bandarískir tollverðir Brown þegar hún var að koma frá útlöndum og var ástæðan sakaskrá þjófsins. Búast við gífurlegri aukningu Embættismenn við neytendasam- tökin búast við að erindum til þess fjölgi í 100 þúsund á næsta ári og 200 þúsund á þarnæsta vegna þess hve vandinn fari vaxandi og vegna þess að neytendur séu orðnir meira á varðbergi gagnvart svona þjófnuð- um. Samkvæmt frumvarpi Kyls og Feinsteins ber krítarkortaútgefend- um að staðfesta við krítarkortahafa allar breytingar á heimilisfangi inn- an tíu daga. Með þessu móti á að koma í veg fyrir eina algengustu gerð krítarkortasvindls, sem felst í því að númeri korts er stolið og þjóf- urinn sendir síðan kortafyrirtækinu beiðni um breytingu á heimilisfangi og fær þannig í hendur nýtt kort, og réttum korthafa berast aldrei yfirlit yfir greiðslur sem þeir hafa sjálfir aldrei innt af hendi. Margir þeirra sem hafa leitað til neytendasamtakanna vegna upplýs- ingaþjófnaðar segjast þekkja þjóf- inn. Var það ýmist núverandi eða fýrrverandi fjölskyldumeðlimur, samstarfsmaður, nágranni eða starfsmaður fjármálastofnunar. LIÐ-AKTÍN Góð fæðubót fyrir fólk sem er með mikið álag á liðum 60 löflur LIÐ-AKTÍN Glucosamine & Chondroitin Staðalbúnaður: Gott verðl Carisma GLXi 1.495.000 kr. MITSUBISHI CRRI5MR Carisma er aðlaðandi og ríkulega útbúinn fjölskyldubíll frá Mitsubishi sem kostar mun minna en sambærilegir bílar á markaðnum. 1,6 I - 100 hestöfl Álfelgur ABS-hemlalæsivörn 4 loftpúðar 5 höfuðpúðar Þrjú þriggja punkta öryggisbelti í aftursæti Hreyfiltengd þjófavörn Diskabremsur að framan og aftan Hástætt hemlaljós í afturrúðu Þokuljós að framan Forstrekkjarar á beltum Rafstýrðar rúðuvindur með slysavörn Hæðarstillanlegt ökumannssæti Niðurfellanleg aftursæti Gœði þurfa ekki að vera dýr- Carisma sannar það. Laugavegur 170-174 • Sími 569 5500 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is e HEKLA - (forystu á nýrri öld!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.