Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 asta dag og gerði sökum veikinda sinna aðeins nauðsynlegustu breyt- ingar á sínu daglega lífi. Til dæmis hélt hún áfram ferðalögum sínum innanlands sem utan en gaf upp á bátinn draum sinn um að bæta Mexíkó við digurt landasafnið sitt. Hún kvartaði aldrei en sagði aðspurð í stuttu máli frá nýjustu ósigrum sín- um við sjúkdóminn og skipti svo fljótt um umræðuefni. Amma mín þreyttist aldrei á því að miðla af þekkingu sinni á því sem var og því sem er og lagði metnað sinn í það að segja okkur bamabömum sínum sögur af eddum okkar og áum. Gjafir til okkar valdi hún af einstakri alúð og hugvitssemi og varða þær veg barnabamanna frá bernsku til full- orðinsára. Skímargjöfin var sálma- bók, fermingarbömin fengu orðabók og brúðhjónin biblíu. Þess á milli sá amma um að allir eignuðust sitt ein- tak af Vísnabókinni, Passíusálm- unum, Hávamálum og Völuspá. Um- hyggja ömmu náði langt út fyrir fjölskylduna. Þannig má nefna að í hvert skipti sem hún ferðaðist til Portúgals eða Spánar tók hún með sér nokkra pakka af saltfiski til þess að gefa ræstingakonunum á hótelun- um sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf. Amma mín hefur skilið eftir sig djúp spor í hugum okkai- og margir siðir hennar og venjur verða án efa haldnar í heiðri innan fjölskyldunnar um langa framtíð. Mig langar til að kveðja hana með sparikveðju hennar sjálfrar um leið og ég þakka fyrir allt sem hún hefur verið mér. Gangi þér allt að sólu. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir. Elsku amma Anna. í dag viljum við þakka þér íyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Okkur þótti ákaflega vænt um þig. Við hlökkuðum alltaf til föstudagskvöldanna hjá þér. Hjá þér fengum við ýmislegt góðgæti, töluð- um saman, horfðum á sjónvarp og spiluðum. Þú fékkst aftur á móti danska blaðið „Hjemmet" til að lesa og ráða krosgátur. Þú gafst okkur margar bækur því þú vildir að við lærðum. Síðasta bókin kom okkur mest á óvart, en það var bók um herramanninn. Þú kenndir okkur að spila á spil, leggja kapal og margt fleira. Elsku amma, við kveðjum þig á þesum degi með sorg í hjarta og við munum aldrei gleyma þér. Eitthvað er það sem engin hugsun rúmar endrýpurþéráaugu semdögg-þegarhúmar. (Hannes Pétursson) Sonarsynir, Gunnar og Jón Bjami. í dag kveð ég ömmu mína. Á þess- ari stundu er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti til ömmu minnar sem ætíð studdi mig og styrkti. Þakklæti til ömmu sem gaf mér miklu meir en hana nokkum tíma grunaði. Frá þeirri stundu að ég fæddist var það einlægur vilji hennar að mér farnað- ist vel í lífinu. Eg minnist ætíð orða ömmu þegar hún sagði að hvað sem ég tæki mér fyrir hendur þá skipti mestu máli að ég væri hamingjusam- ur. I dag minnist ég ömmu minnar með hlýhug og velvild. Á morgun á ég minninguna um hana, minningu sem mun fylgja mér alla ævi. Þakka þér fyrir, Stefán Karl. Kveðja til tengdamóður. Hún var fíngerð, en stolt og sterk. Hún var hlédræg, en vegna sam- viskusemi og skyldurækni mann- blendin. Hún fór vel með, en var gjaf- mild. Hún var bókelsk og listhneigð og ræktaði garðinn sinn. Hún var tengdamóðir til fyrirmyndar. I dag vil ég þakka. Þakka fyrir það sem þú kenndir mér með lífi þínu. Þakka fyrir það sem þú áttir og gafst mér. Þakka íyrir að fá að halda í hönd þína þitt síðasta kvöld. í Guðs friði. Steinunn M. Lárusdóttir. MARTA SIGRÍÐUR JÓNASDÓTTIR + Marta Sigríður Jónasdóttir fæddist í Mið-Mörk í Vestur-Eyj afjalla- hreppi 14. nóvember 1903, hún lést á Ljós- heimum á Selfossi 7. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jónas Sveinsson bóndi í Efri-Kví- hólma, fæddur 4.11. 1875, dáinn 29.11. 1946, og kona hans Guðfinna Ámadótt- ir, fædd 12.9. 1874, dáin 23.11. 1972. Jónas var sonur Sveins bónda á Rauðafelli Jónssonar prests í Stóradalsþingum Jónssonar. Móð- ir Sveins var Ingveldur, systir Benedikts prests f Hraungerði, afa Þorbjargar Ijósmóður og Bene- dikts sýslumanns, föður Einars skálds. Ingveldur var dóttir Sveins prófasts í Hraungerði Halldórs- sonar. Móðir Jónasar var Þuríður Guðmundsdóttir bónda f Drangs- hlíð, bróður Kjartans prests í Ytri- Skógum. Guðmundur var sonur Jóns í Drangshlíð Bjömssonar. Guðfinna var dóttir Árna bónda í Mið-Mörk, Ámasonar og Margrét- ar systur Gfsla verslunarstjóra í Hógvær og hlýleg kona hefur í hárri elli kvatt þennan heim, Marta Sigríður Jónasdóttir, eða Marta eins og hún var ávallt nefnd. Þegar Berg- rós tengdamóðir mín hringdi til okk- ar hjóna til að tilkynna andlát henn- ar kom okkur saman um að hér hefði verið lögð líkn með þraut. Marta varð þeirrar gæfu að njótandi að vera heilsuhraust fram á síðustu ár. Hún var brosandi og sæl er hún hélt upp á 95 ára afmælið í íbúð sinni á Selfossi og naut þess að hafa vini sína og kunningja hjá sér, því hún var vinamörg og frændrækin. Hún lét sér ekki leiðast þótt hún byggi ávallt ein því hún hafði alltaf eitt- hvað fyrir stafni, saumaði, málaði, orti og skrifaði minningar frá upp- vexti sínum í sveitinni undir Eyja- fjöllum er var henni ákaflega kær. Hún var mikill náttúruunnandi og oft þegar vegavinnumennirnir voru sofnaðir fór hún út til að hlusta á söng lómsins eða kyrrðina. Fyrir rúmum tuttugu árum dvaldist hún hjá okkur hjónum í tvo daga í sumar- húsi okkar í Öndverðarnesi. Þá fór- um við í fögru veðri í móaferð út í Nes. Við gengum eftir hinni fornu „þjóðleið" austur Skógarholtið og svo þaðan niður að Lómadæl. Þetta var þegar gróður var í mestum blóma, varp farfuglanna stóð sem hæst og söngur þeirra fyllti loftið. Þegar við gengum fram á lóuhreiður fórnaði hún höndum og sagði: „Ó, sjáið hvað þetta er fallegt.“ í baka- leiðinni klifruðum við upp í Kamb, en þar er útsýni fagurt. Hvítá renn- ur þar meðfram landi og við Skóg- tanga kemur hið bergtæra Sog og þrýstir sér í jökulvatnið. Þegar við höfðum sest niður og kastað mæð- inni varð Mörtu að orði: „Ósköp er fallegt að sjá hér yfir“ og bætti svo við: „Þetta er bara eins og undir Fjöllunum,1' lengra var í hennar huga ekki komist í samlíkingu. Hún var eins og fram kemur hér framar matráðskona vegavinnumanna í sautján sumur og þá m.a. við Hvítár- vatn. Ég spurði hana eitt sinn að því hvort hún hefði orðið vör við þá framliðnu sem þar væru taldir vera. Hún brosti og sagði: „Ojá,“ en bætti svo við „en okkur samdi alltaf vel“. Þannig var hún, henni samdi alltaf vel við flesta ef ekki alla. Blessuð sé minning Mörtu Sigríðar Jónasdótt- ur. Brynjólfur Ámundason. Hún Marta frænka hefur kvatt okkur á þessu tilverustigi. Margs er að minnast frá samfylgdinni í gegn- um lífið, sem okkur finnst að sé svo óralangt á meðan við erum að hefja gönguna, en er í raun svo undra stutt, þegar spólað er til baka. Marta Tanganum í Vest- mannaeyjum. Margrét var dóttir Engilberts bónda í Syðstu-Mörk, Ólafssonar og Guð- finnu Gísladóttur frá Hallgeirsey. Systkini Mörtu Sigríðar: Sveinn Jónasson, f. 9. júlí 1902, d. 26. des. 1981, verkamaður og fiskverkandi í Vest- mannaeyjum, síðar bóndi í Efri-Rotum undir Eyjafjöllum, var kvæntur Ragnhildi Jó- hannsdóttur og eign- uðust þau sjö börn. Engilbert Ar- mann Jónasson, f. 28. feb. 1906, d. 24. apríl 1987, kvæntur Ástu Ruth Gunnarsóttur og eignuðust þau fjóra syni. Elín Jónasdóttir, f. 16. maí 1908, húsmóðir á Siglufirði, maður hennar var Óskar Sveins- son verkamaður og eignuðust þau þrjú börn. Ásdís Jónasdóttir, f. 30. okt. 1909 húsmóðir í Vestmanna- eyjum og síðar í Keflavfk, maður hennar var Sigurgeir Þorleifsson og á hún tvö börn. Guðrún Jónas- dóttir, f. 30. okt. 1909, d. 25. okt. 1975, verkakona í Reykjavík, ógift. Bergrós Jónasdóttir, f. 21. nóv. 1912, húsmóðir í Hafnarfirði, saumakona var oft nefnd þegar föt voru annarsvegar, en svo vandvirk var hún að undrum sætti og margar fallegar flíkumar féllu í skaut barn- anna, bæði skyldra og óskyldra og Marta sem var snillingur í að nýta notuð föt og endursauma eða „venda“, eins og það heitir, virtist hafa gaman af að gefa handavinnuna sína þeim sem á þurftu að halda. Á meðan Marta var á góðum aldri var hún m.a. ráðskona hjá vegavinnu- mönnum í Árnessýslu á sumrin og talaði hún oft um kyrrð og fegurð sveitanna þar sem staldrað var við með tjöld og matarskúrinn og það vai’ við slíkar aðstæður sem söngur himbrimanna heillaði hana, þar sem þeir héldu uppi tónleikum um falleg sumarkvöld og nætur á nærliggjandi vötnum. Undir slíkum áhrifum samdi hún fallegt lag og ljóð, sem hún kallaði „Söng himbrimanna", sem margir hafa heyrt leikið og sungið, en Marta var mjög söngelsk og hafði lag á því að láta sig dreyma dagdrauma í bláma fjallanna og jafnvel um draumaprinsinn. Hún sagði okkur margar sögur og ævin- týri og var sem hafsjór af fróðleik sem seytlaði notalega um barnssál- ina, sem heillaðist af frænku. Mörtu var margt til lista lagt, en hún var ágætlega hagmælt og svo átti hún það til að mála myndir af landslag- inu, dýrunum o.fl. Hana langaði til að uppfæra ævintýraleikrit sem hún sjálf var arkitektinn að og átti það að heita „Sunnudagur selstúlkunnar", en það er enn í handriti. Á æskuslóð- um hennar í Kvíhólma í Eyjafjalla- sveit er fagurt um að litast og margt sem nærir hugann og hún talaði oft um svanasönginn sem barst utan frá „Vatni“, í kyirðinni á síðkvöldum. Álftapör verptu í grashólmum úti í vatninu árum saman og syntu tign- arlega um vatnið með ungana sína í fyllingu tímans og það var eilíft í huga hennar Mörtu þótt hún væri fjarri átthögunum að fara austur að Kvíhólma og ganga út að Vatni til að njóta þar fegurðar og kyrrðar í sveitinni sinni. Nú hefur hún vænt- anlega litið ný vötn og græna hólma, þaðan sem svanirnir koma syndandi með ungana sína og kvaka kvöld- söngvana fyrir hana svo að loftið óm- ar í kyrrðinni. Við hjónin þökkum Mörtu sam- fylgdina. Jóhann og Júlia. Marta frænka mín er látin á 97. aldursári. Hún var sér meðvitandi um það hvert stefndi síðustu dagana og má segja að hún hafi kvatt þessa jarðvist södd lífdaga. Það er mikil saga að baki svo langrar ævi og verður hún ekki sögð hér, en með ör- Norðurhvammi í Mýrdal og síðar á Selfossi, var fyrst gift Eyþóri Er- lendssyni bónda og verkamanni frá Helgastöðum í Biskupstungum og eignuðust þau eina dóttur, en seinni maður Bergrósar var Hermann Jónsson bóndi í Norðurhvammi og eignuðust þau fimm börn. Sigurþór Jónasson, f. 1. júlí 1915, bóndi í Efri- Kvíhólma, ókvæntur. Guðfinna Jónasdóttir, f. 30. okt. 1916 kennari og húsmóðir í Gaulveijabæjarskóla og síðar á Selfossi, maður hennar var Þórður Gislason skólastjóri, þau eignuðust fjögur börn. Marta Sigríður fluttist á öðru ári með foreldrum sínum að Efri-Kví- hólma í Vestur-Eyjafjallahreppi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Til- sögn í bamafræðslu fékk hún hjá Sigurði Vigfússyni á Brúnum. Hún fór ung að árum í kaupavinnu í Borgarfjörð og víðar. Var síðar ráðskona hjá flokkum vegavinnu- manna í sautján sumur, en lengst af var hún saumakona á Selfossi. Marta Sigríður var áhugasöm um leiklist og lék m.a. í Fjalla-Eyvindi. Þá var hún virkur þátttakandi í Samkór Selfoss í tíu ár. Eftir hana birtust greinar í tímaritinu Heima er best sem að mestu eru bundnar við æsku- stöðvar hennar undir Eyjafjöllum. Hún ferðaðist mikið á efri árum og fór m.a. margar ferðir til annarra landa. títför hennar fer fram frá Ás- ólfsstaðakirkju í Vestur-Eyjafjalla- hreppi í dag og hefst athöfnin klukk- an 14. fáum orðum vil ég kveðja þá frænku mína sem ég hafði hvað mest sam- skipti við í æsku. Mörtu kynntist ég best þegar ég var í sveit á æskuheimili hennar undir Eyjafjöllum. Á þeim árum var hún ráðskona í vegavinnu- eða brúarflokki sem var að störfum víða um land, en þó mest á Suðurlandi. Um helgar reyndi hún að komast í sveitina sína ef færi gafst, því hún hafði sérstaklega sterkar taugar til æskustöðva sinna. Hún var mikið náttúrubarn og afar opin og hrif- næm er landslag, gróður eða dýralíf var annars vegar. Hún reyndi að gera mig læsan á nánasta umhverfi, hlusta eftir hljómfalli náttúrunnar °g íylgjast náið með hegðun dýr- anna. Hún kenndi mér að fara umJ . gát um varplöndin og styggja eSá fuglana að óþörfu. Á ég henni margt að þakka í þessum efnum og hún opnaði betur augu manns fyrir um- hverfinu og benti á margt sem mað- ur hafði ekki tekið eftir í hugsunar- leysi æskuáranna. Vorkvöld vestur við vatn, fallegt sólarlag og iðandi lífríki allt í kring var ofarlega á óskalista hennar. Fjöruferð á hestum eftir kvöldmjalt- ir, stemningin undir lágnætti á sand- inum og magnað aðdráttarafl Vest- mannaeyja þaðan, líður manni vonandi seint úr minni. Á heimlac4' inni sagði hún álfa- og huldufólks- sögur, sumar af reynslu hennar sjálfrar, en hún sá og heyrði stund- um það sem aðrir námu ekki þótt hún talaði sjaldan um það. Þetta lifir í minningunni ásamt svo mörgu öðru frá þessum árum þar sem frænka mín kom við sögu á einn eða annan hátt. Marta átti heima á Selfossi stóran hluta ævi sinnar og þar tók hún þátt í kórastarfi og leiklist af lífi og sál. Hún var bæði listelsk og list- hneigð og hafði yndi af söng, leiklist, ljóðum og dansi. Stundum bauð hún mér í heimsókn að vetri til og fór með mig á sýningar hjá Leikfélagi Selfoss og er sýningin á Fjalla-Ey- vindi þar efst á blaði, því ég man G#*í hvað mér fannst Oli Þ. og Svava flott í hlutverkum sínum sem Eyvindur og Halla. Marta var drjúg til vinnu og vann oft langan vinnudag, en hún var verkakona mest sitt líf, vinnukona, ráðskona, saumakona eða skúringa- kona og fór vel með efni sín alla tíð og var nýtin og reglusöm. Hún var gjafmild og góðhjörtuð og vildi gjarnan hlúa að þeim sem á einhvem hátt höfðu orðið undú’ eða útundan í samfélaginu. Voru það bæði stofnan- ir og einstaklingar sem nutu gæskð- hennar og sparsemi í þessum efnum. Nú er komið að leiðarlokum og ég minnist Mörtu með þakklæti í huga fyrir samveruna, blessuð veri minn- ing hennar. Arnþór FIosi Þórðarson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfír eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA ÞORBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Skúlagötu 20, sem lést fimmtudaginn 6. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 18. júlí, kl. 13.30. Jón B. Stefánsson, Guðrún Sveinsdóttir, Kristján Stefánsson, Steinunn Margrét Lárusdóttir, Þorgrfmur Stefánsson, Greta Sigurjónsdóttir, Páll Stefánsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Anna Ósvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KARL HJALTASON handavinnukennari, Einilundi 8D, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 13. júlí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 21. júlí klukkan 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, láti líknarfélög njóta þess. Guðlaug Pétursdóttir, Haraldur Karlsson, Aldís Jónsdóttir, Sverrir Karlsson, Anna Karlsdóttir, Anton Valgarðsson, Sigurbjörg Karlsdóttir, Ómar Sigurðsson, Elísabet Karlsdóttir, Þóra Karlsdóttir, Rúnar Russel, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.