Morgunblaðið - 20.07.2000, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ungmennafélag Islands og Island án eiturlyfja taka höndum saman í forvörnum
Hvetja til samveru-
stunda fj ölskyldunnar
ISLANDS
Morgunblaðið/Jim Smart
Ingibjörg Pálmadóttir ráðherra fylgdi verkefninu úr hlaði. Við hlið hennar er Þórir Jónsson formaður UMFÍ.
FJÖLSKYLDAN SAMAN - notum
tímann vel er heiti á forvarnaverk-
efni sem Ungmennafélag Islands, í
samstarfi við átakið Island án eitur-
lyfja, hrindir af stað nú um helgina
og standa mun fram í september. Er
í verkefninu lögð áhersla á samveru-
stundir fjölskyldunnar og mikilvægi
þeirra í forvarnastarfi meðal bama
og unglinga. Nýtur verkefnið stuðn-
ings Afengis- og vímuvarnaráðs og
ráðuneyta, en verndari þess er Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, forseti Islands.
Dagbók fjölskyldunnar
Á blaðamannafundi um verkefnið
sem haldinn var í gær kynnti María
Stefánsdóttir, verkefnisstjóri UM-
FÍ, Dagbók fjölskyldunnar sem
dreift verður til ungmennafélaga og
á sundstaði um land allt á næstu
dögum. Gefst þar kostur á að skrá
niður þá daga sem fjölskyldan eyðir
saman og hvað hún gerir á þeim dög-
um. Takist fjölskyldunni að fylla út
20 daga á tímabilinu 23. júlí til 10.
september getur hún skilað bókinni
inn til UMFI og á þá kost á vegleg-
um og fjölskylduvænum ferðavinn-
ingum innanlands.
Opnunarhátíð verkefnisins verður
á sunnudaginn, 23. júh', klukkan 16
og er hún haldin á vegum Stjömunn-
ar í Garðabæ. Ætla Stjörnumenn að
slá upp heljarmiklu kamivali með
leiktækjum, hestaferðum, grillmat
og tónlist og verður þar nóg við að
vera fyrir alla fjölskylduna.
Samverustundirnar
dýrmætur sjóður
Á fundinum sagði Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðherra
meðal annars að nýjustu kannanir
bentu til góðs árangurs af öflugu for-
vamastarfi síðustu ára. Einnig sagði
Ingibjörg allar kannanir benda til
þess að börn og unglingar vilji í raun
eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni
en margir halda, og því væri þetta
átak, Fjölskyldan saman, kærkom-
inn stuðningur við það sem í raun
væri vilji svo margra. „Góðar stundir
með fjölskyldunni em afskaplega
dýrmætur sjóður sem hver og einn
á, og það er sjóður sem við göngum í
þegar á bjátar í lífinu,“ sagði Ingi-
björg.
Hluti stærra verkefnis
Fjölskyldan saman er hluti stærra
verkefnis á vegum UMFÍ sem nefn-
ist Loftskipið. Er hér um annan
hluta þess verkefnis að ræða, en
fyrsti hlutinn var fundaherferð sem
farin var um landið til að kynna störf
UMFÍ og ísland án eiturlyfja að for-
vamamálum, auk þess sem fulltrúar
sveitarfélaganna kynntu hvernig
staðið væri að forvamamálum á
hverjum stað.
Þriðji og síðasti hluti þessa verk-
efnis verður síðan unglingaráðstefn-
an „Jeg tarf ekki sjuss,“ sem haldin
verður þann 12. október í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Greipur Gíslason, 18
ára útvarps- og leikhúsmaður frá
ísafirði, kynnti ráðstefnuna á blaða-
mannafundinum í gær og sagði þá
meðal annars að megintilgangur
ráðstefnunnar væri að kynnast öllu
því jákvæða og uppbyggjandi starfi
sem ungt fólk er að fást við um land
allt. Sagði hann heiti ráðstefnunnar
sótt í þekkt atriði kvikmyndarinnar
Stellu í orlofi, þegar Salomon
Gustafsson uppgötvar að hann hafi
meiri ánægju af laxveiðum en af
drykkju áfengis. „Staðreyndin er
nefnilega sú,“ sagði Greipur, „að á
meðan unglingar em uppteknir við
að starfa að uppbyggjandi verkefn-
um em þeir ömgglega ekki að gera
eitthvað sem þeir ættu ekki að vera
að gera.“
Viðvörun-
arkerfi í
gang í
Leifsstöð
BILUN í brunaboða olli því
að viðvörunarkerfi fór í gang
í Leifsstöð rétt fyrir hádegi í
gær og var beðið um að bygg-
ingin yrði rýmd. Að sögn lög-
reglu á Keflavíkurflugvelli
vom þetta falsboð.
„Þetta hefur komið nokkr-
um sinnum upp áður. Það á
hins vegar að vera hægt að
stoppa brunaboðann áður en
viðvörunarkerfið fer í gang til
að athuga hvað er í gangi.
Það misfórst hins vegar eitt-
hvað og því hljómaði rödd
Gunnars Eyjólfssonar [leik-
ara] í viðvörunarkerfinu í
nokkrar mínútur meðan gest-
ir flugstöðvarinnar voru
beðnir um að yfirgefa bygg-
inguna. Síðan náðist að leið-
rétta misskilninginn." Að
sögn lögreglu tók starfsfólk
atvikinu vel en farþegar
kannski síður.
Maður
slasast við
laxveiði
MAÐUR sem var við lax-
veiðar í Laxá í Aðaldal fót-
brotnaði á þriðjudaginn þegar
hann steig ofan í gjótu. Fótur
mannsins mun hafa skorðast í
gjótunni en lögreglan á Húsa-
vík telur að maðurinn hafi
öklabrotnað.
Hann var fluttur með
sjúkrabifreið á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri.
Ohappið varð skammt neðan
við Æðarfossa en maðurinn
hafði verið við veiðar í Laxá í
Aðaldal í nokkra daga en ekki
verið sériega fengsæll.
Hálendiseftirlit á Suðurlandi
Lögreglan mun
sinna eftirliti
vikulega
LÖGREGLAN á Suðurlandi mun í
sumar fara í vikulegar ferðir inn á há-
lendið sunnanvert. Lögreglan mun í
samvinnu við landverði og skálaverði
veita ferðalöngum aðstoð og tryggja
öryggi þeirra. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá lögreglustjór-
um á Suðurlandi
„Sumarið 1999 veitti embætti Rík-
islögreglustjóra fjárstyrk til að hægt
væri að halda úti lögreglubifreið á há-
lendinu og var hún mönnuð 2 lög-
regluþjónum og lækni. Bifreiðin var
Forstöðumaður
Jafnréttisstofu
Fjórir
sóttu um
FJÓRAR umsóknir bárust um starf
forstöðumanns Jafnréttisstofu, en
sem kunnugt er hefur verið ákveðið
að staðsetja hana á Akureyri. Um-
sækjendur eru: Elín Antonsdóttir,
verkefnisstjóri á Akureyri, Gísli Þór
Gunnarsson, sálfræðingur í Reykja-
vík, Margrét María Sigurðardóttir,
héraðsdómslögmaður á Húsavík, og
Valgerður Bjarnadóttir, forstöðu-
freyja á Akureyri.
staðsett á hálendi Suðurlands frá
föstudegi til sunnudags. Þessi ný-
breytni þótti gefa góða raun, en var
ærið kostnaðarsöm. Sótt var um fjár-
veitingu þetta ár til svipaðrar starf-
semi nú í sumar. Fjárbeiðninni var
ekki hægt að sinna frá hendi ráðu-
neytisins, enda kom hún ekki þangað
fyrr en í apríl, eftir frágang fjárlaga,
en þá var Ijóst að embætti Ríkislög-
reglustjóra gat ekki lagt fram fé í há-
lendiseftirlitið. Þessi mál hafa nýlega
verið rædd við ráðherra dómsmála og
hefur hún fullan skilning á málinu,
sem er til athugunar þessa dagana.
Lögreglustjórar á Suðurlandi vilja
taka fram að löggæslu verður sinnt á
hálendinu í sumar og hafa þegar ver-
ið famar nokkrar ferðir þangað, þótt
vissulega hamli þröngur fjárhagur,
reglubundnu hálendiseftirliti líkt og á
síðasta ári.
Dagsferðir lögreglubfla verða
farnar vikulega og munu embættin
þrjú skipta verkefninu með sér. Þá
verður kannað ástand ökumanna og
bifreiða. Sérstaklega verður fylgst
með akstri utan vegar, sem er strang-
lega bannaður. Lögreglan mun veita
ferðalöngum aðstoð og með sam-
stilltu átaki landvarða, skálavarða og
lögreglu mun vonandi takast að hafa
góða reglu á hálendinu sunnanlands
og tryggja öryggi ferðafólks."
Mannúð í friði, saga Rauða kross íslands í 75 ár
Starfíð erlendis vaxið
mjög á síðustu árum
Morgunblaðið/Kristinn
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Margrét Guðmundsdóttir, höf-
undur bókarinnar, Guðjón Magnússon, formaður ritnefndar, og Anna
Þrúður Þorkelsdóttir, formaður RKÍ, við afhendingu bókarinnar á
Bessastöðum í gær.
FORSETA íslands, Ólafi Ragnari
Grímssyni, var í gær afhent fyrsta
eintak nýrrar bókar Margrétar
Guðmundsdóttir, sagnfræðings,
um sögu Rauða kross Islands. Var
bókin afhent forsetanum við hátíð-
lega athöfn á Bessastöðum í gær-
dag, en forseti íslands er verndari
RKÍ.
I bókinni segir að stofnun Rauða
krossins hér á landi, þann 10. des-
ember 1924, hafi markað tímamót
á ýmsan hátt í sögu mannúðarfé-
laga á landinu. Forystumenn fé-
lagsins, þeirra á meðal Sveinn
Björnsson, fyrsti formaður RKÍ og
síðar forseti Islands, hafi meðal
annars séð hag í nánari tengslum
við mannúðarsamtök á al-
þjóðlegum grundvelli.
Brautryðjandi
á nyög breiðu sviði
I formála Guðjóns Magnússonar,
formanns ritnefndar, og Önnu
Þrúðar Þorkelsdóttur, formanns
Rauða kross Islands, stendur með-
al annars: „Saga Rauða kross
Islands sýnir svo ekki verður um
villst að félagið hefur ávallt verið
brautryðjandi á mjög breiðu sviði
heilbrigðis-, félags- og fræðslu-
mála. Með batnandi hag félagsins
og öflugu félagsstarfi hefur verið
hægt að sinna sífellt fleiri og
stærri verkefnum, fyrst innanlands
en síðar einnig erlendis."
í eftirmála höfundar, Margrétar
Guðmundsdótfur, segir meðal ann-
ars: „I aldarlok nýtur Rauði kross
Islands virðingar fyrir framlag sitt
til hjálparstarfa erlendis. Viðhorf
félagsmanna til alþjóðastarfsins
hafa gjörbreyst á allra síðustu ár-
um. Forysta félagsins hafði bug-
rekki til að ganga gegn ríkjandi
skoðunum landsmanna á þróunar-
aðstoð og starfið crlendis hefur
vaxið mikið siðastliðinn áratug."
Bókin um sögu Rauða krossins
hér á landi var fjögur ár í vinnslu,
en hún er 443 síður og hefur að
geyma ítarlegar skrár yfir stjórn-
armenn, formenn deilda og hand-
hafa heiðursmerkja félagsins.
Útgefandi er Mál og mynd.