Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 23

Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 23 Er til evrópsk samkennd? eftir Yaclav Havel © Project Syndicate LÍTA þjóðir Evrópu í raun og veru á sig sem „Evrópubúa" eða er það að- eins tilbúningur einn, tilraun til að breyta landafræði í „hugarástand"? Þessi spurning er oft borin upp þeg- ar deilt er um það hversu mikið af fullveldi sínu þjóðríki geta eða eiga að íramselja til Evrópusambandsins. Margir halda því fram að illa geti farið ef þjóðarvitund er ýtt of hratt til hliðar fyrir framandi og ef til vill fjarstæðukennt hugtak um Evrópu- vitund. Þegar ég spyr sjálfan mig að því að hvaða leyti mér finnist ég vera Evrópumaður og hvað tengi mig við Evrópu eru fyrstu viðbrögð mín að undrast þá staðreynd að það er fyrst núna sem ég velti þessari spurningu fyrir mér. Af hverju hugsaði ég ekki um þetta fyrir löngu, á þeim tíma þegar ég byrjaði að uppgötva heim- inn? Var það vegna þess að ég hafi litið svo á að það að tilheyra Evrópu hefði ekki mikla þýðingu? Eða leit ég á tengsl mín við Evrópu sem sjálf- sagðan hlut? Bakgrunnur minn var svo augljós- lega evrópskur að mér datt aldrei í hug að skoða hug minn í því efni. Enn fremur hef ég það á tilfinning- unni, að það hefði hljómað fáránlega hefði ég skrifað eða lýst því yfir þá, að ég væri Evrópumaður og fyndist ég vera evrópskur; eða ef ég hefði haldið því fram opinskátt, að afstaða mín væri evrópsk. Slíkar yfirlýsing- ar hefðu virst bæði sjúklegar og há- stemmdar; ég hefði sjálfur litið á þær sem hrokafullt afbrigði af þeirri tegund föðurlandsástar, sem mér mislíkai’ hjá þjóðemissinnuðum föð- urlandsvinum. Svona efi virðist vera dæmigerður íyrir flesta Evrópumenn: Þeir eru svo eðlislega Evrópumenn að þeir gera sér ekki grein fyrir því sjálfir. Þeir kalla sig ekki Evrópumenn og þegar þeir eru spurðir að því í skoð- anakönnunum hvort þeir séu Evrópumenn, verða þeir undrandi yfir því að þurfa skyndilega að lýsa því yfir að þeir hafi Evrópuvitund. Að baki meðvitaðs „evrópisma" liggur engin hefð, svo ég fagna því að Evrópuvitundin er að rísa upp úr óljósum massa hins sjálfsagða. Með því að spyrja eftir henni; hugsa um hana; með því að reyna að átta sig á eðli hennar, erum við að bæta okkar eigin sjálfsvitund. Þetta er gríðar- lega mikilvægt - sérstaklega vegna þess að við búum í heimi fjölmenn- ingar, þar sem það að þekkja sjálfs- mynd sína er skilyrði þess að lifa í sátt við fólk sem hefur annars konar sjálfsmynd. Ef það er rétt að Evrópa hafi ekki veitt eigin sjálfsmynd mikla athygli þar til nýlega, þá er ástæðan sú að hún hefur ranglega litið á allan heim- inn í sinni eigin mynd; eða a.m.k. litið svo á að hún sé svo langt yfir aðra heimshluta hafin að hún hefði enga þörf fyrir að skilgreina sig með hlið- sjón af öðrum. Óhjákvæmilega hefur þetta haft skaðlegar afleiðingar fyrir ásýnd álfunnar. Með því að velta fyrir okkur „evrópisma“ erum við að grafast fyr- ir um gildismat, hugsjónir og lífs- reglur sem einkenna Evrópu. Það felur sjálfkrafa í sér að við skoðum þessi gOdi á gagnrýninn hátt, sem leiðir til þess skilnings að margar evrópskar hefðir, lífsreglur eða gildi kunna að vera tvíeggjaðar. Sumar þeirra - ef þær ganga of langt eða Reuters Fánar Evrópuríkjanna eru ólík- ir og margt annað aðskilur þau en flest búa þau að sameiginleg- um gildum. eru misnotaðar á einhvern hátt - geta leitt okkur í glötun. Þegar þetta er hugleitt er brýnt að beina sjónum sínum að andlega svið- inu og þeim gildum sem liggja að baki hugmyndinni um sameinaða Evrópu. Hingað til hefur Evrópu- samruni, og merking hans í víðara samhengi þjóðlegrar menningar, verið falinn á bak við tæknileg, efna- hagsleg, fjárhagsleg og stjórnsýslu- leg málefni. Þegar samruninn hófst eftir síðari heimsstyrjöld stóð hin lýðræðislega Vestur-Evrópa frammi fyrir minn- ingunni um viðurstyggð tveggja heimsstyrjalda og yfirvofandi hættu Með því að hugsa um Evrópuvitundina erum við að bæta eigin sjálfsvitund á alræði kommúnista. Á þeim tímum var óþarfi að tala um gildi, sem þyrfti að verja, vegna þess að þau voru sjálfsögð. Það var nauðsynlegt að sameina Vesturlönd til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu einræðis, rétt eins og hættuna á því að þjóðir álf- unnar sneru aftur til gamals ágrein- ings sín í milli. Þannig hafði Evrópusambandið í frumbernsku sinni mjög svipaða af- stöðu og ég hafði gagnvart evrópsk- um bakgrunni mínum. Siðferðisleg réttlæting Evrópu var sjálfsögð; hún þarfnaðist ekki yfirlýsinga. Vegna þess að Vestur-Evrópa var að verja nokkuð sem var sjálfsagt og eðlilegt, þá var engin þörf á því að lýsa henni eða skilgreina hana. Það var ekki fyrr en hernaðarleg ógn gagnvart Evrópu hvarf fyrir áratug að hún var knúin til að ígrunda ítarlega þá sið- ferðislegu og andlegu undirstöðu sem að baki sameiningu hennar ligg- ur og enn fremur hvert markmið sameinaðrar Evrópu ætti að vera. Þau grundvallargildi Evrópu sem hafa myndast í hugmyndalegri og pólitískri sögu álfunnar eru skýr í mínum huga. Þau samanstanda af virðingu fyrir einstaklingnum og frelsi hans, réttindum og reisn ein- staklingsins; grundvallarreglu um samstöðu; réttarríki og jafnrétti gagnvart lögunum; verndun minni- hlutahópa; lýðræðislegum stofnun- um; aðskilnaði löggjafarvalds, fram- kvæmdavalds og dómsvalds; pólitísku fjölræði; virðingu fyrir einkaeign, einkaíyrirtækjum og markaðshagkerfi; og þróun borgar- alegs samfélags. Þessi gildi endur- spegla reynslu óteljandi nútíma- Evrópumanna að meðtaldri þeirri staðreynd að heimsálfa okkar er nú eins konar krossgötur fjölmenning- ar. Þegar við skilgreinum hvað felst í því að vera „Evrópubúi" er nauðsyn- legt að ígrunda hið tvíræða eðli þess sem við höfum gefið heiminum. Þannig þurfum við að gera okkur ljóst að þótt Evrópa hafi fært heim- inum hugmyndina um mannréttindi þá stóð hún einnig fyrir helförinni á sínum tíma. í Evrópu fæddust iðn- byltingin og tæknibyltingin en um leið fóru Evrópubúar ránshendi um náttúruna og menguðu hana. Evrópumenn leiddu framþróun vís- inda og tækni en jafnframt var ómet- anlegri mannlegri reynslu, sem hafði þróast í mörg árþúsund, ýtt harka- lega til hliðar. Verstu atburðir tuttugustu aldar - heimsstyrjaldir, fasismi og alræði kommúnista - voni að mestu leyti Evrópu að kenna. Á síðustu öld urðu þó þrír heillavænlegir atburðir í Evrópu, þó að þeir væru ekki allir eingöngu evrópsk afrek: endalok nýlenduveldis, fall jámtjaldsins og byrjun á sameiningu Evrópu. Fjórða stóra verkefnið er fram undan. Sameinuð Evrópa verður að sýna í verki að hún ræður við að kveða niður þær hættur sem þver- stæður í siðmenningu álfunnar leiða af sér. Það gleddi mig ef fólkið í landi mínu, sem er Evrópubúar, fengi að taka þátt í þessari gagnrýnu íhugun, sem hefur það markmið að skil- greina evrópska samkennd, sem Evrópubúar, fyllilega viðurkenndir af Evrópu. Vaclav Havel er forseti Tékklands. Samskipti Viö erum flutt í framtíðarhúsnæði í Ármúla 25 Verslun Símans Internet hefur opnaö í nýju húsnæöi í Ármúla 25. Internetþjónusta, ráðgjöf og aöstoð. Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 18:00. Verið velkomin. Venjulegt fólk, öðruvísi fólk, skemmtilegt fólk og leiöinlegt fólk. Fólk sem skilur og veit og fólk sem heldur og misskilur. Fólk sem hefur upplifað og fólk sem hefur bara heyrt. Fólk sem er að vinna og fólk sem er að leika sér. Umfram allt, fólk. Komdu i heimsókn wmm Síminn Internet, Armúla 25, sími 800 7575, simnet@simnet.is, www.simnet.is SÍMlHNinternet' -tengir þig viö lifandi fólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.