Morgunblaðið - 20.07.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 27
LISTIR
Morgunblaðið/Halldór Þormar Hall
Þj ó ðlagahátíðin
sett í Siglufirði
SigluQörður. Morgunblaðið.
PJÓÐLAGAHÁTÍÐIN sem kennd
hefur verið við séra Bjarna Por-
steinsson var formlega sett í Siglu-
fjarðarkirkju sl. þriðjudagskvöld.
Við setninguna sungu bæði karla-
og kvennakór Siglufjarðar undir
stjórn Elíasar Þorvaldssonar. Þá
flutti sönghópurinn Fimmund
einnig nokkur lög. Halldór Blönd-
al, forseti Alþingis, ávarpaði gesti
og Skarphéðinn Guðmundsson,
forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar,
bauð gesti velkomna fyrir hönd
Siglfirðinga. Að lokum tók Gunn-
steinn Ólafsson, framkvæmdastjóri
hátíðarinnar, til máls og útskýrði í
stuttu máli hvernig hátíðin hafi
orðið til og hvernig dagskrá
hennar væri í megindráttum. Að
því loknu setti hann hátíðina.
Dagskráin er fjölbreytt, en
henni er skipt í þrjú meginform.
Haldnir verða fyrirlestrar um
þjóðlög, þjóðdansa og þjóðhætti
þeim tengdum, efnt verður til
námskeiða, þar sem m.a. verður
kennd hljóðfærasmíði, og á kvöldin
verður tónlistarflutningur eða
dans í einhverju formi. Fyrirlesar-
ar, kennarar, tónlistarflytjendur
og dansarar eru bæði innlendir og
útlendir. Má þar nefna m.a. David
Serkoak, trommudansara frá Kan-
ada.
Hátíðinni lýkur sunnudaginn 23.
júlí, en laugardagskvöldið 22. júlí
verður hátíðardagskrá í íþrótta-
húsinu á Siglufirði.
Teikningar
í Regn-
bogasal
VIKTORÍA Guðnadóttir opnar
sýningu á teikningum í Regn-
bogasal Samtakanna 78, Lauga-
vegi 3, í dag, fimmtudagskvöld,
kl. 20.30.
Viktoría er fædd árið 1969.
Hún lauk námi úr AKI-akademi
voor beeldende kunst í Enschede
í Hollandi í júní sl. með lokasýn-
ingu í galleríinu Ateliers 93 í
Hengelo í Hollandi.
Á sýningunni voru ljósmynda-
verk, innsetningar og teikningar,
sem nú verða sýndar í Regnboga-
salnum. Teikningarnar byggjast
upp á línum sem koma úr sjón-
deildarhring ákveðins staðar á
Islandi.
Textinn sem fylgir sýningunni
er eftirfarandi: Ég fæ verk mín
frá staðnum þar sem rætur mínar
liggja. Það er staðurinn þar sem
fjöliin kyssa himininn og kuldinn
hittir hitann.
Þetta er fyrsta sýning Viktoríu
hér á landi en hún hefur áður
tekið þátt í fjölda samsýninga
bæði í Hollandi og annars staðar
Verk Viktoríu Guðnadóttur.
á meginlandi Evrópu, s.s. í Þýska-
landi, Englandi og Frakklandi.
í september mun hún hefja
masters-nám í myndlist við The
Dutch Art Institute í Enschede í
HoIIandi.
ÞUMALÍNA
sérverslun l'. verðandi mæður
sími 551 2136
Rýmingar-
Samvinnuferöir-Landsýn flytur höfuöstöövar sínar aö Sætúni 1 um næstu mánaöamót. í flutningunum höfum
viö fundiö á lager ýmislegt lauslegt, m.a. LAUS SÆTI í UTANLANDSFERÐIR. Þessi sæti ætlum viö ekki aö
taka meö okkur í Sætúniö og viljum því bjóöa þau á sérstökum RÝMINGARAFSLÆTTI.
Benidorm
26. júli frá
Ein, tvær eöa þrjár vikur (10 sætl)
Verö í eina viku, -aukavika 10.000 kr. á mann.
2 saman í íbúö 39.990 kr. á mann + skattur
3-4 saman í íbúö 34.990 kr. á mann + skattur
5-6 saman í íbúö 29.990 kr. á mann + skattur
Rugvallarskattur er 2.495 kr. á mann og 1.810 kr. fyrir börn
Enginn barnaafsláttur
29.990 kr.
Þetta tilboö er eingöngu ^****^]
fyrlr VISA korthafa u—. J
Mallorca
26
Júlí
íflsajl
frá 44.990 kr.
12 dagar (millilent á Benidorm á útleiö) (8 sætl)
2 saman í íbúö 54.990 kr. á mann + skattur
34 saman í íbúö 49.990 kr. á mann + skattur
5-6 saman í íbúö 44.990 kr. á mann + skattur
Rugvallarskattur er kr. 2.495 á mann og kr. 1.810 fyrir börn
Enginn barnaafsláttur.
Portúgal 3i. jún fr. 44.990 kr.
Tvær vikur (9 sætl)
2 saman í íbúö 52.990 kr. á mann + skattur
3-4 saman I íbúö 44.990 kr. á mann + skattur
Rugvallarskattur er 2.905 kr. á mann og 2.220 kr. fyrir börn
Enginn barnaafsláttur
Ungböm 0-2 ára greiöa 7.000 kr.
»"“rioio
Athuglö aö ganga þarf frá grelöslu vlö bókun.
Glstlng er staöfest vlö bókun.
kynnið ykkur málid!
Samvinnuferðir
Landsýn
Á verbi fyrir þig!
Notaðar búvélar
á kostakjörum
Mikil verðlækkun
Mikið úrval
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2 - Sími 525 8000 - Beinn sími 525 8070
Fax: 5879577- www.ih.is - Véladeild - E-mail: veladeild@ih.is