Morgunblaðið - 20.07.2000, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ungu leikararnir gerðu hlé á æfingu fyrir ljósmyndarann.
Leikþættina semja krakkamir sjálf og byggja á sögum úr grískri goðafi-æði.
Grískir guðir
í Möguleikhúsinu
í Möguleikhúsinu fer senn að ljúka leiklist-
arnámskeiði fyrir 9-12 ára krakka sem
staðið hefur í þrjár vikur. Þar hafa börnin
unnið með flest það sem tengist hefðbund-
inni leikhúsuppsetningu. Þegar Eyrún
Baldursdóttir leit inn voru Seifur, Atlas og
Herkúles meðal persóna á sviðinu, en þær
koma fyrir í leikriti sem krakkarnir hafa
sjálf spunnið upp úr grískri goðafræði.
GÓÐUR leikari er sá sem
lætur eins og hann sé
virkilega það sem hann
leikur,“ sagði Theodór
Kristinsson 12 ára sem er á leiklist-
amámskeiðinu í Möguleikhúsinu.
Hinir krakkamir klöppuðu fyrir
honum og einn kallaði, „vel mælt“.
Það leyndi sér ekki að krakkarnir
vom samheldnir eftir rúmlega
tveggja vikna samvem. Þau sátu í
hring á sviðinu í fullum leikskrúða og
ræddu við blaðamann um námskeið-
ið. Þau höfðu nýlokið æfingu á þrem-
ur leikþáttum sem byggja á sögum
úr grískri goðafræði.
Krökkunum lá mikið á hjarta og
vom allsendis ófeimnir við að miðla
þekkingu sinni á leiklistinni. „Maður
verður að tala skýrt og gera stóra
hluti,“ sagði Hrefna Guðmundsdóttir
10 ára og útskýrði ennfremur að í
leiklist væri nauðsynlegt að ýkja allt
látbragð. Valgerður Þóroddsdóttir
11 ára benti á nauðsyn þess að leggja
sig fram við leikinn sama þó að hlut-
verkið væri lítið og allir í hópnum
tóku undir þessi ummæli.
Leiklistamámskeiðið í Möguleik-
húsinu er fyrir krakka á aldrinum 9-
12 ára og er nú haldið sjötta sumarið
í röð. Það stendur í þrjár vikur frá
10-16 og er ýmist haldið einu sinni
eða tvisvar á sumri. „Það er svo mik-
ill húmor héma. Það kom mér á
óvart því ég var hræddur um að
þetta yrði svo alvarlegt,“ segir Guðni
Kristjánsson 12 ára sem er einn af
fáum í hópnum sem er ekki staðráð-
inn í því að verða atvinnuleikari í
framtíðinni.
Á námskeiðinu er farið í spuna-
leiki og börnin frædd um leiklist.
Einnig fór hópurinn nýverið í Viðey
og hélt þar Ólympíuleika í gervi
fomguða. Götuleikhús var á dagskrá
í síðustu viku og segir Lilja Krist-
jánsdóttir 10 ára að það hafi verið
mjög gaman að vera í búningum inn-
an um venjulega vegfarendur.
Byggist á því sem
þau skapa sjálf
„Hugsunin á bakvið námskeiðið er
að krakkarnir komi að öllu því sem
leggur gmnn að leiksýningu. Þannig
fá þau dýpri tilfinningu iyrir þvi
hvemig leikhús verður til,“ segir
Pétur Eggerz leikari sem leiðbeinir
á námskeiðinu ásamt leikkonunum
Öldu Arnardóttur og Hrefnu Hall-
grímsdóttur. „Við reynum að byggja
sem mest á því sem þau sjálf skapa í
gegnum spunaleiki og út frá því
vinnum við lokaleiksýningu.11
Hrefna Hallgrímsdóttir bendir á
að námskeið af þessu tagi sé mjög
gott fyrir sjálfstraust og sjálfsálit
krakkanna „Fyrstu vikuna eru þau
að kynnast hvert öðm í gegnum
spunaleiki og læra að koma fram á
sviði. Eftir smátíma tekur maður eft-
ir ótrúlegum mun á þeim og þau taka
stór stökk fram á við. Alda Arnar-
dóttir segir að stundum verði
stakkaskipti á krökkunum. „Við höf-
um séð börn byrja á námskeiðinu
sem em mjög treg til að leika. Smátt
og smátt verða þau opnari og leika
jafnvel á als oddi í stómm hlutverk-
um. Það er gaman að sjá þannig hluti
gerast.“
Grísku goðsögurnar
Þema námskeiðsins er grísku goð-
sögumar og voru þær kynntar þann-
ig að leiðbeinendur lásu sögur fyrir
hópinn upp úr bókinni Goð, menn og
1 ! KYNIttlNG ! !
Hreinn Aioe Vera Saffi
frá Naten*
Q
IV-YŒN
fa'iSubs fjuv fti Sn
>t'm fóJk fjlai um •' ;
í.u' |
^loe Ve?a fearfcadetuis,
frá jívcíki ]
i'Ká&ðu ? ksi’-'ð&ókttíi&tti'Vi'- i
£&&&% ? StUSIT |
og vJö i
i d.i».g á moitgiwrs:
lyfja lágr»!uía {rá '<ú 14 -1/ ]
I‘iiboéi'ð gittíár
LYFJA Lyfja Lágmúla • Lyfja Hamraborg
Lyf * ligmnrtisvorðl Lyfja Laugavegi • Lyfja Setbergi • Útibú Grindavlk
l r tsu.
wmw,n& t&m,. is
NATEN
orom bmæ
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru leikararnir Pétur Eggerz, Hrefna
Hallgrímsdóttir og Alda Arnardóttir. Þeim til aðstoðar eru Hildigunnur
Birgisdóttir og Inga Rós Valgeirsdóttir. Ása Björk Ólafsdóttir sér um
búninga og leikmynd.
meinvættir. Út frá því spunnu
krakkarnir þrjá leikþætti og munu
þau sýna afrakstur vinnu sinnar á
morgun, en þá verða haldnar tvær
sýningar. Sú fyrri er fyrir krakka á
öðram leikjanámskeiðum og seinna
fyrir aðstandendur.
Leikþættimir sem sýndir verða
em Aþena viskugyðja, Þrautir
Heraklesar og Harmsaga. Tvær
fyrrnefndu byggja á þekktum goð-
sögum en Harmsöguna sömdu
krakkarnir frá gmnni. I henni koma
fram ást og undirferli, öfund og
valdabarátta. Allar persónurnar láta
lífið í lokin líkt og gerist í bestu
harmleikjum frá fyrri öldum. „Það
er mun auðveldara að semja harm-
leik en gleðileik,“ segir Valgerður en
hún leikur drottningu í Harmsög-
unni sem kemur að eiginmanni sín-
um látnum í rekkjunni. „Mér finnst
gaman að fá að leika persónu sem
grætur,“ segir hún og á æfingunni
kom í Ijós að það gerði hún listavel.
Hinir krakkamir sýndu ekki síðri
leikaratakta og vom oft mjög sann-
færándi í sínum hlutverkum.
Það er ljóst að leikgleðin er alls-
ráðandi hjá krökkunum og það er
mikill hugur í þeim fyrir sýninguna.
„Mér finnst bara verst að námskeið-
ið er að hætta,“ sagði Dagný Harðar-
dóttir 9 ára og er líkt og flestir aðrir
harðákveðin í að koma aftur.
Að viðtalinu loknu hröðuðu krakk-
amir sér úr búningunum og hlupu út
á Miklatún til að borða nestið sitt og
fara í leiki í hádeginu. Þar fengu þau
klukkutíma hlé áður en þau snem
aftur til að fara í gervi Seifs, Atlasar,
Aþenu og fleiri forngrískra guða.
-2000
Fimmtudagur 20. júií
SIGLUFJORÐUR
Þjóðlagahátíð
Á dagskrá Þjóðlagahátíðar í dag
verða fyrirlestrar í safnaðarheimili
Siglufjarðarkirkju. Smári Ótason
heldur fyrirlestur kl. 9 sem fjallar um
liggjandi bassatón eða bordún í tón-
list fyrr á öldum. Saga hans rakin frá
Balkanskaga til íslands. Kl. 10 fjallar
Siguröur Rúnar Jónsson (Diddi fíöla)
um íslensku hljóöfærin, tveggja
strengja fiðluna og langspilið. Inúíta-
fiðlan og tengsl hennar við þá ís-
lensku tveggjastrengja. Kl. 11 flytur
David Serkoak trommudansari frá
Kanada erindi um tónlist Inúíta. í
Nýja bíó -1924 kl. 20 kemur fram
David Serkoak trommudansari frá
Baffinslandi, Kanada. Kl. 21.30
kemur fram í Siglufjarðarkirkju Guitar
Islancio (Björn Thoroddsen, Gunnar
Þórðarson, Jón Rafnsson). Hátíðin
stendur til 23. júíí.
www.siglo.is/festival.
HAFNARFJÖRÐUR KL. 14-18
Ljósaklif Japanski listamaðurinn
Guitar Islancio kemur fram
í Siglufjarðarkirkju í kvöld.
Keizo Ushio vinnur við gerð úti-
listaverks úrgrásteini í Ljósaklifi.
Gestirgeta fylgst með vinnuferlinu
en stefnt er að því að verkið verði
fullbúið 23. júlí.
www.lightcliff-art.is. www.reykja-
vik2000.is, wap.olis.is.