Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 45

Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 ^ UMRÆÐAN Afbrotamennirnir NÚ skjálfa lénsherr- amir af hræðslu við há- væra umræðu um sví- virðilegustu sóun, sem um getur í íslandssög- unni: Brottkast afla á fiskimiðunum. En láta í aðra röndina sem þeir komi af fjöllum og vilja ekkert við ósvinnuna kannast. Fullyrða að hér sé um róg kvóta- andstæðinga að tefla og tala klökkir um þá ósanngirni sem sjó- mönnum sé sýnd með því að bera þá glæpsam- legum sökum. Þegar þeir eru króaðh' af venda þeir sínu kvæði í kross og full- yrða að brottkast hafi alltaf viðgeng- izt. Það sé ekki nýtt af nálinni og komi núgildandi fiskveiðistjómunarkerfi Kvótinn En varðhundar kerfís- ins, segir Sverrir Her- mannsson, láta ekki á sér standa að leggja lénsherrunum lið eins og fyrri daginn. alls ekkert við. Þannig skjóta þeir skyttunni fram og til baka í íygavefn- um sem þeir munu þó sjálfir að lokum sitja fastir í. En varðhundar kerfisins láta ekki á sér standa að leggja lénshemmum lið eins og íyrri daginn. Þarf raunar eng- an að undra, sem gerir sér grein fyrir, að auðvaldið hefir náð öllum undirtök- um í íslenzku þjóðlífi. Gríðarlegt brottkast fisks síðan lögin um frjálst framsal veiðiheimilda gengu í gildi árið 1990 hefir verið á allra vitorði, nema Hafrannsóknar- stofnunar, ef marka má orð hins nýja pólitíska kommisars, sem þar er tek- inn við forystu. Enda er hann nauð- beygður til að gera lítið úr brottkast- inu, þar sem stofnunin hefur ekkert tillit tekið til þess í reiknilíkönum sín- um. Þess vegna er það alrangt, sem Morgun- blaðið segir í leiðara 15. þ.m. að óhjákvæmilegt sé að taka mark á um- mælum forstjórans, sem hann hafði í viðtali við blaðið um brottkast- ið. Eins og hans fram- koma hefur verið í mál- inu til þessa er óhjá- kvæmilegt að taka ekkert mark á orðum hans. Fyrir u.þ.b. tveimur árum fullyrti einn kunn- asti fiskiskipstjóri landsins, Hrólfur Gunn- arsson, að brottkast fisks árlega næmi allt að 200 þúsund tonnum. Þetta hefir verið reynt að þegja í hel, sem og flóð upplýsinga, sem hvaðanæva að hefur borizt þeim til eyma, sem leggja vilja við hlustir. Tíu árum eftir að þessi óhæfa hófst að marki vegna frjálsa framsalsins þykj- ast stjómvöld ætla að kanna málið eða hvað m'egi til bragðs taka. Og hvemig skyldi svo vera ýtt úr vör í þann róður úr Sjávarútvegs- ráðuneytinu, með ámaðaróskum Morgunblaðsins sérstaklega? Með því að skipa nefnd sem á að kanna brottkastið undir forystu hlut- drægasta hagsmunaðila í málinu, sjálfs framkvæmdastjóra LIÚ! Málið er of alvarlegt til að geta tal- ist fyndni sem hlægja mætti að með öllum kjaftinum. Sá kerfiskarl mun kappkosta að drepa öllu málinu á dreif. Það mun enginn lifandi maður utan lénsveldisins og stjómarliðsins taka hið minnsta mark á nefnd undir foiystu þess manns. En auðvitað þorðu lénsherramir ekki að láta fara fram hlutlausa opin- bera rannsókn á málavöxtum. Þeir viija ekki að staðreyndimar verði lýðnum ljósar og sannleikurinn komi í ljós. En vita skulu valdhafar, að engin grið verða gefin fyrr en upplýst verð- ur um alla þætti málsins og þann dauðadóm fyrir kerfinu, sem í þeim staðreyndum mun felast. Stjómvöld era auðsveip verkfæri í höndum herranna enda kosta sæ- greifamir að mestu rekstur Sjálf- stæðisflokksins. Um Framsókn gegn- ir því máli, að formaður flokksins er einn aðalerfingi kvótaauðæva í land- inu. Þegar á þetta var bent í kosninga- baráttunni 1999 afsakaði formaðurinn sig með því „að hún mamma situr í óskiptu búi.“ Menn greinir á um hve stóran hlut blessaður drengurinn hennar mömmu sinnar fær í sinn hlut þegar þar að kemur. Hvort það verða einn eða tveir milljarðar af þjóðarauði sem hann hramsar til sín í prívatarf. Svona er ísland í dag, forarvilpa gripdeildarmanna sem fai-a sínu fram í skjóli valdhafa sem hafa gengið und- ir jarðarmen auðvalds af ógeðfelld- ustu gerð. Þetta era afbrotamennim- fr en ekki sjómenn, sem era neyddir til að stíga hranadansinn til að bjarga atvinnu sinni og afkomu undir kerfi sem er smíðað til að arðræna þá og leggja byggðir landsins í auðn um leið og lunganum úr þjóðarauðnum er skákað á hendur örfárra útvalinna. Sá sem hér heldur á penna lætur ekki hóta sér. Hann hefir að sínu leyti heldur ekki í hótunum við aðra. En „eigi veldur sá er varir.“ Þau viðhorf era víða uppi, sem vekja ugg um að friðsamleg sambúð í landinu megi ekki haldast af því sem „eigi hafa ein lög allir“. Af því sem óseðjandi hræ- gammar auðvaldsins hvoma í sig al- þjóðareign. En - skamma stund verður hönd höggi fegin. Höfundur er alþingismaður. PA LLAIYFTUR Reykjavfk: Ármúla 11 - slmi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sfmi 461-1070 Sverrir Hermannsson Hlutabréfarabb Kvöldkaffi með VÍB og Súfistanum bókakaffi í Máli og menningu, Laugavegi 18. í kvöld: 20. júlí kl. 20:30-21:30 Hvemig fyrsta milljónin verður að tveimur, tíu, tuttugu... Hve mörg ár tekur það? Rósa Jónasardóttir, umsjón með rekstri lífeyrissjóða hjá V(B. Sjáumstl VlB VIB er hluti af Íslandsbanka-FB A hf. Kirkjusandi • Sími 560-8900 • www.vib.is • vib@vib.is Gefðu gjafakort og vertu viss um að gjöfin hitti í mark. Gjafakort fást á þjónustuborði Kringlunnar á f.hæð. KrÍf\q(co\ Þ R R IE M^r H J R R T R fl 5 L ff R UPPLÝSIHGASÍMI 588 7788 SKHIISTOFUSÍMI 568 9200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.