Morgunblaðið - 20.07.2000, Side 58
58 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
lcelandic Models bauð til alþjóðlegrar tískusýningar á Vatnajökli
Hönnun á heimsmæli-
kvarða í miðnætursólinni
Um síðustu helgi var
boðið til sannkallaðrar
tískuveislu í einum feg-
--------------------------7----
- -urstu salarkynnum Is-
lands, sjálfum Vatna-
jökli. Jóhanna K.
Jóhannesdóttir hitti
fjóra íslenska hönnuði,
boðsgesti sýningarinn-
ar, og hlustaði á ótrú-
lega ferðasögu þeirra af
ævintýrum á jökli.
HEIMUR TÍSKUNNAR er
hverflyndur og það þarf
stöðugt að leita nýrra leiða til
að fanga athygli þotufólksins sem
kippir í alla réttu spottana í marglit-
um tískuvefnum.
Nýlega var haldin risastór alþjóð-
leg tískusýning á vegum Icelandie
Models þar sem forsprakki fyrirsætu-
skrifstofunnar, Kolbrún Aðalsteins-
dóttir í samvinnu við Wild Manage-
ment Inc. í Los Angeles, hafði
skipulagt fjögurra daga hátíð og
veisluhöld þar sem leiðandi hönnuð-
um alls staðar af heimskringlunni
ásamt miklum fjölmiðlaher var boðið
“^að taka þátt í að kynna tísku og
strauma komandi vetrar. Sýningunni,
sem hlaut nafnið Midmght Sun Fash-
ion Show, var fundinn einn frumleg-
asti staður sem um getur fyrir upp-
ákomu af slíkri stærðargráðu, uppi á
fannhvítum og ægifógrum konungi ís-
lenskra jökla, sjálfum Vatnajökli.
Fjórum íslenskum hönnuðum sem
standa framarlega í greininni var boð-
ið að taka þátt í hátíðinni á jökli, þeim
Völu Torfadóttur og Björgu Ingadótt-
ur hjá Spakmannsspjörum, Sigríði
Sunnevu í Sunneva Design og Sunnu
Dögg Ásgeirsdóttur sem er ungur og
upprennandi hönnuður að stíga sín
fyrstu skref á alþjóðatískuskífunni
eftir að hafa unnið Facette fatahönn-
_ -unarkeppnina fyrr í ár ásamt vinkonu
sinni Hrefnu Kristjánsdóttur.
Hugmyndastormur hönnuðanna
Pessar konur eru hver fyrir sig eins
og hvirfilbylur, slík er orkan og hug-
myndaauðgin. Þær reka sín eigin fyr-
irtæki, sjá um alla hönnun og hug-
myndavinnu og hafa yfirsýn með
öllum þeim hundruðum smáatriða
sem koma topphönnuðum á kortið.
Þegar þær eru allar saman komnar
verða byljimir að stormandi báli eld-
klárra kvenna sem eru upptendraðar
út af ævintýrum helgarinnar.
„Það var ótrúleg heppni að fá að
taka þátt í þessu og mjög gaman sem
hönnuður frá íslandi að vera hluti af
j svona stórri sýningu. Fólk í þessu
IEIKFELAG ÍSI ANDS
JNn 55^3000
THRILLER sýnt af NFVÍ
fös. 21/7 kl. 20.30 UPPSELT
Ósóttar pantanir til sölu núna!
fðs. 28/7 kl. 20.30 aukasýning
530 3030
_ , BJÖRNINN — Hádegisleikhús
in*JÁ með stuðningi Símans
LVlIvJ fim. 20/7 kl. 12
lau. 22/7 kl. 12
mið. 26/7 kl. 12, fím. 27/7 kl. 12
Miðasalan er opin frá kl. 12-18 f Loftkastalanum
og frá kl. 11-17 I Iðnó. Á báðum stöðum er opið
fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar
sýning er. Miðar óskast sóttir f viðkomandi leikhús.
(Loftkastalinn/lðnó).
Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
F.v. Björg, Vala, Sigríður Sunneva og Sunna Dögg rétt komnar ofan af jökli.
starfi einangrast oft og við sem fyrsta
kynslóð fatahönnuða á íslandi höfum
ólíkt t.d. Frökkum og Bretum enga
hefð til að styðjast við og þess vegna
sligar hefðin okkur ekki heldur,“ seg-
ir Björg en hönnun Spakmannsspjara
fæst orðið víða um heim, er seld í
verslunum í London, Stokkhólmi
Munchen, Kaupmannahöfn og Þórs-
höfn í Færeyjum að ógleymdri stfl-
hreinni og fallegri verslun þeirra
sjálfra í Þingholtsstrætinu.
„Mér finnast einna helst Japanir og
Bandaríkjamenn hafa sýnt kynngi-
magnaða hönnun þar sem allt var
hægt og takmörk virt að vettugi, svo-
lítið líkt okkur íslendingunum. Það er
samt eftirminnflegt hvað allir hönn-
uðimir soguðust hver að öðrum og
nutu þess að vera í návist hvers ann-
ars stöðugt í fjóra sólarhringa," segir
Sigríður Sunneva, enn með háfjalla-
sólgleraugun á nefinu, ekki alveg til-
búin að sleppa taumhaldinu á jökla-
ferðinni.
Hönnuðimir sem sýndu komu frá
New York, London, Mflanó, París,
Japan og íslandi og voru sýnd þrjú
merki frá hverju landi.
„Þetta var aílt svolítið avant-garde.
Allir hönnuðumir frá þessum mörgu
löndum voru afar ólödr og mjög skap-
andi og maður sá hvað er mikið að
gerast í alþjóðahönnun,“ segir Vala,
„það er líka mjög óvanalegt að hönn-
uðir nái svona vel saman og verði
samrýndir því yfirleitt er svo mikil
samkeppni á þessu sviði að ekkert
svigrúm er fyrir vinskap."
Samkoman sem slík var ekki hugs-
uð sem vinnustofa hönnuðanna held-
ur eingöngu sem sýning á verkum
þeirra en viðmælendumir em sam-
mála um að það hafi verið óhjákvæmi-
legt að fyllast hugmyndastormi sem
blási ferskum vindum innblásturs í
brjóst allra viðstaddra.
í faðmi fjallanna
„Sýningin sjálf byijaði um mið-
nættið og stóð til um tvö. Það var
heiðskýrt, himinninn bleikur og birt-
an var stórkostleg," segir Vala og
Björg grípur orðin á lofti, „það er
varla hægt að hugsa sér flottari
bakgmnn, fjallahringurinn allt um
kring og náttúrulegur vindur sem
MKD ITLLHI KI IS\
Sýnt f Tjarnarbíói
Sýningar hefjast kl. 20.30
Frumsýnlng fös. 21/7. Uppselt.
2. sýn. sun. 23/7, örfá sœti laus
3. sýn. fös. 28/7
4. sýn. lau. 29/7
5. sýn. fös. 4/8
6. sýn. lau. 5/8
Miðapantanir í síma 561 0280.
Miðasala er opln í Tjarnarbíói,
Tjamargötu frá kl. 12—18.
Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn.
feykti hári fyrirsætnanna og hleypti
roða í kinnar þeirra Ijósmyndurunum
og kvikmyndatökufólkinu til ómældr-
ar ánægju.“
Til að gera svið fyrir hátískusýn-
ingu uppi á öræfum var lagt út í
ómælda vinnu. íshellir var grafinn út
af mannahöndum og tveggja tonna
rafstöð var lögð undir snjóinn til að
sjá sjónvarpsstöðvunum fyrir nauð-
synlegu raftnagni. Við sviðið vora sett
borð og stólar og snjóskjólveggur
reistur allt um kring. Sjónræni þátt-
urinn var hafður í hávegum og allir
þáttakendur fengu „moonboots" eða
stígvél og litskrúðuga snjósamfest-
inga til að skýla sér gegn kuldanum.
Hvergi í heiminum hefði verið hægt
að skapa aðra eins stemmningu og
þarna. Það verður gaman að sjá
hvaða viðbrögð þetta vekur þegar
myndimar koma fyrir sjónir almenn-
ings um allan heim. Þeir verða öragg-
lega ófáfr sem hugsa með sér að jökla-
ferð til íslands verði tilvalin í næsta
fríi,“ segir Sigríður Sunneva.
Björg tekur í sama streng „þetta er
gífurleg landkynning, einmitt líka
vegna þess hve allt tókst vel. Það var
verið að fara með þessa tugi útlend-
inga út um allt land og það gekk al-
gjörlega snuðralaust fyrir sig enda
var hver einasti maður himinlifandi."
Svamlað í Bláa lóninu og dansað
fram á rauða nótt í lokahófi
Þegar hópurinn hafði eytt yndis-
legum dögum á jöklinum vora þátt-
takendur svo uppfullir af orku og ad-
renalíni að enginn gat hugsað sér að
hætta leiknum. Jafnvel snarbrött
fjallshlíðin og örmjótt einstigið sem
rútan fetaði til að koma ferðalöngun-
um niður á láglendið náði ekki að
kippa fólkinu úr rósrauðum ham-
ingjuskýjunum. Til að koma ró á
mannskapinn var bragðið á það ráð
að dýfa tískukroppunum ofan í perlu
Suðumesja, Bláa lónið. „Það var mjög
skemmtilegt að sjá aflt þetta ímynd-
aramhugaða fólk strípað niður í bað-
fótin ein, með kísilinn makaðan í hár-
inu og andlitinu," segir Sigríður
Sunneva og brosir í kampinn að minn-
ingunni. Að lónsferð lokinni var hald-
ið í lokahóf þar sem „Kanamir svipt-
ust á gólfinu, ítalamir tjúttuðu og
Mexíkanar og íslendingar sveifluðu
sér í hröðum dansi,“ segir Björg og
minnist skemmtilegs kvölds sem tók
ekki enda fyrr en við sólarapprás við
Reykjanesvita þar sem hópurinn
hljóp í þokumistrinu í gegnum garg-
andi kríukraðakið með lyktina af ís-
lensku sumri í vitunum.
Hvað svo?
Viðbrögðin við sýningum íslensku
hönnuðana hafa verið sterk og eiga
vafalaust eftir að skila sér enn frekar
næstu mánuðina þegar myndimar
birtast í leiðandi tískutímaritum um
heim allan. „Við eigum eflaust líka
eftir að sjá áhrif íslenskrar náttúra í
tískulínum komandi missera hjá út-
lendu gestunum," segir Björg. „Við
erum líka mjög ánægðar með okkar
hlut í sýningunni og athyglina sem
hönnun okkar vakti,“ segir Vala.
Hönnun Spakmannsspjara er ætluð
hinni hugsandi konu sem er sjálfstæð
og kýs að klæðast á einstakan en ekki
undarlegan hátt. Sérhver flík hefur
mörg líf, hönnuð með margvíslega
notkunarmöguleika í huga. Spak-
mannsspjarir sameina margbrotna
tækni og einföld efni eins og bómull,
ull og leður í sérstakar flíkur fyrir ein-
stakar konur.
Sunneva Design sérhæfir sig í að
hanna og framleiða hágæðaflíkur þar
sem náttúraleg efni eins og
hreindýrahúðir, lambaskinn og fisk-
roð era notuð á hugvitsaman og fram-
legan hátt, meira að segja hnappar og
tölur era handunnar úr beinum, hom-
um og viði. Þessi notkun náttúraefna
endurspeglar virðingu hönnuðarins
fyrir náttúranni svo og persónulegan
stfl hennar.
Sunna Dögg er aðeins 18 ára
menntaskólanemi og var langyngst
allra hönnuðana á sýningunni. „Fólk
hélt ýmist að ég væri ein af förðunar-
eða hárgreiðslufólkinu eða þá módel
að flækjast fyrir hönnuðunum," segir
Sunna brosandi þegar hún er spurð
hvort hún hafi fundið fyrir aldurs-
muninum. Sunna lýsir fötunum sem
litlum ævintýrum „þar sem fortíðin er
dregin inn í nútímann og víðátta ís-
lenskrar náttúra er innblásturinn."
Sunna vann línuna úr flaueli, leðri,
roði, álneti og taí-silki þannig að flík-
umar höfðu bæði gróft og um leið fág-
að yfirbragð. Allar fyrirsætur hennar
bára þjóðlegan fótabúnað, ullarsokka
og sauðskinnsskó.
„Heimur hönnunar og tísku er svo
gífurlega stór utan íslands og það
þarf að halda áfram að vinna mark-
visst og af metnaði að því að byggja
þennan heim upp hér á landi,“ segir
Sigríður Sunneva og hinar taka undir.
Hönnuðurnir eru allir sammála um
að góð sambönd hafi myndast í ferð-
inni sem eigi eftir að nýtast þeim í
framtíðinni. Útsendarar frá amer-
ísku, japönsku og ítölsku tískubibl-
íunni Vogue vora á staðnum ásamt
breska og ítalska Elle, Dazed and
Confused, ID og mörgum fleirum, allt
leiðandi tískutímarit. Sjónvarpsstöðv-
amar Fashion TV, MTV, Discovery
og ítalska rfldssjónvarpið mynduðu
hverja mínútu og skipta áhorfendur
þessara stöðva hundraðum milljóna
um heim allan að sögn Antonio
Vinciguerra, annars aðalskipuleggj-
anda hátíðarinnar.
Þar sem hátíðin þótti takast með
afbrigðum vel eru uppi hugmyndir að
gera hana að jafnvel árlegum viðburði
og er Mexíkó í smásjánni fyrir árið
2001 en ekkert hefur enn verið stað-
fest í þeim efnum.
MYNDBOND
Baneitrað
samband á
þjóðveginum
Lýsandi hreyfing
(Luminous Motion)
Drama
★%
Leikstjóri: Bette Gordon. Handrit:
Scott Bradfield. Aðalhlutverk:
Deborah Kara Unger, Eric Lloyd.
(92 mín.) Bandaríkin 1998. Skífan.
Bönnuð innan 16 ára.
MÆÐGIN þvælast saman um
þjóðvegi Bandaríkjanna rótlaus
sem reikult þangið. Móðirin er
drykkjusjúkling-
ur, látlaus og þjóf-
ótt en sonurinn
ann henni samt og
kann prýðilega við
síbreytilegt
flökkulífið. Henn-
ar draumur er
hins vegar sá að
nema staðar, festa
rætur og hefja
eðlilegt líf syni sínum til handa.
Snáðinn er bráðvel gefinn en lætur
ímyndunaraflið hlaupa með sig í
gönur og á erfitt að greina það frá
bláköldum raunveraleikanum en
það leiðir til hörmulegra afleiðinga.
Þessi áleitna og á köflum
súrrealíska saga er sögð frá sjónar-
horni drengsins. Því er stundum
erfitt að greina hvort framvindan á
sér stað í veraleikanum eða hugar-
fylgsnum hans. Þetta er ágætlega
vel til fundið en virkar þó allt of til-
gerðarlegt og ungum piltinum lagð-
ar í munn orðræður og athæfi sem
engan veginn er trúverðugt fyrir
10 ára krakka - sama hversu vel
gefinn hann er. Þó skal ekki litið
hjá því að hér er margt snjallræðið
framið og leikarar standa sig yfir
höfuð með sóma, sér í lagi pilturinn
Lloyd, sem ætti að geta skinið með
betra handrit undir höndum.
Kuldaleg
glæpasaga
Glæpaparið
(Partners in Crime)
Speiinumyiid
★★
Leikstjóri: Jennifer Warren. Hand-
rit: Brett Lewis. Aðalhlutverk: Rut-
ger Hauer, Paulina Porizkova. (91
mín.) Bandaríkin 2000. Myndform.
Bönnuð innan 16 ára.
MANNRÁN er framið á kulda-
legum vetrardegi í dreifbýli nokkra
í Bandaríkjunum. Gene Reardon
(Hauer) er falið að
rannsaka mann-
ránið ásamt fyrr-
verandi ástkonu
sinni, FBI-rann-
sóknarlöggunni
Wallis Longworth
(Porizkova). Þeim
gengur brösuglega
að leysa málið sem
reynist snúnara en
það fjárkúgunarmál sem það í fyrstu
sýndist vera. Þegar allt virðist í hnút
komið fær Longworth nafnlausa vís-
bendingu sem leiðir hana að líki hins
brottnumda, vísbendingu sem gefur
til kynna að morðinginn sé nær en
hana grunar. Samanburðurinn við
aðra og mun frambærilegri glæpa-
sögu úr dreifbýlinu, Fargo, er aug-
ljós. Hér skortir þó húmorinn og
frásagnargáfu Coenbræðra með
öllu. Hauer og Porizkova standa sig
hins vegar ágætlega en virka býsna
þunglamaleg og þurr líkt og annað í
þessari annars ágætu glæpasögu
sem er viðlíka kuldaleg og baksviðið.
Skarphéðinn Guðmundsson