Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.07.2000, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM lcelandic Models bauð til alþjóðlegrar tískusýningar á Vatnajökli Hönnun á heimsmæli- kvarða í miðnætursólinni Um síðustu helgi var boðið til sannkallaðrar tískuveislu í einum feg- --------------------------7---- - -urstu salarkynnum Is- lands, sjálfum Vatna- jökli. Jóhanna K. Jóhannesdóttir hitti fjóra íslenska hönnuði, boðsgesti sýningarinn- ar, og hlustaði á ótrú- lega ferðasögu þeirra af ævintýrum á jökli. HEIMUR TÍSKUNNAR er hverflyndur og það þarf stöðugt að leita nýrra leiða til að fanga athygli þotufólksins sem kippir í alla réttu spottana í marglit- um tískuvefnum. Nýlega var haldin risastór alþjóð- leg tískusýning á vegum Icelandie Models þar sem forsprakki fyrirsætu- skrifstofunnar, Kolbrún Aðalsteins- dóttir í samvinnu við Wild Manage- ment Inc. í Los Angeles, hafði skipulagt fjögurra daga hátíð og veisluhöld þar sem leiðandi hönnuð- um alls staðar af heimskringlunni ásamt miklum fjölmiðlaher var boðið “^að taka þátt í að kynna tísku og strauma komandi vetrar. Sýningunni, sem hlaut nafnið Midmght Sun Fash- ion Show, var fundinn einn frumleg- asti staður sem um getur fyrir upp- ákomu af slíkri stærðargráðu, uppi á fannhvítum og ægifógrum konungi ís- lenskra jökla, sjálfum Vatnajökli. Fjórum íslenskum hönnuðum sem standa framarlega í greininni var boð- ið að taka þátt í hátíðinni á jökli, þeim Völu Torfadóttur og Björgu Ingadótt- ur hjá Spakmannsspjörum, Sigríði Sunnevu í Sunneva Design og Sunnu Dögg Ásgeirsdóttur sem er ungur og upprennandi hönnuður að stíga sín fyrstu skref á alþjóðatískuskífunni eftir að hafa unnið Facette fatahönn- _ -unarkeppnina fyrr í ár ásamt vinkonu sinni Hrefnu Kristjánsdóttur. Hugmyndastormur hönnuðanna Pessar konur eru hver fyrir sig eins og hvirfilbylur, slík er orkan og hug- myndaauðgin. Þær reka sín eigin fyr- irtæki, sjá um alla hönnun og hug- myndavinnu og hafa yfirsýn með öllum þeim hundruðum smáatriða sem koma topphönnuðum á kortið. Þegar þær eru allar saman komnar verða byljimir að stormandi báli eld- klárra kvenna sem eru upptendraðar út af ævintýrum helgarinnar. „Það var ótrúleg heppni að fá að taka þátt í þessu og mjög gaman sem hönnuður frá íslandi að vera hluti af j svona stórri sýningu. Fólk í þessu IEIKFELAG ÍSI ANDS JNn 55^3000 THRILLER sýnt af NFVÍ fös. 21/7 kl. 20.30 UPPSELT Ósóttar pantanir til sölu núna! fðs. 28/7 kl. 20.30 aukasýning 530 3030 _ , BJÖRNINN — Hádegisleikhús in*JÁ með stuðningi Símans LVlIvJ fim. 20/7 kl. 12 lau. 22/7 kl. 12 mið. 26/7 kl. 12, fím. 27/7 kl. 12 Miðasalan er opin frá kl. 12-18 f Loftkastalanum og frá kl. 11-17 I Iðnó. Á báðum stöðum er opið fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir f viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins F.v. Björg, Vala, Sigríður Sunneva og Sunna Dögg rétt komnar ofan af jökli. starfi einangrast oft og við sem fyrsta kynslóð fatahönnuða á íslandi höfum ólíkt t.d. Frökkum og Bretum enga hefð til að styðjast við og þess vegna sligar hefðin okkur ekki heldur,“ seg- ir Björg en hönnun Spakmannsspjara fæst orðið víða um heim, er seld í verslunum í London, Stokkhólmi Munchen, Kaupmannahöfn og Þórs- höfn í Færeyjum að ógleymdri stfl- hreinni og fallegri verslun þeirra sjálfra í Þingholtsstrætinu. „Mér finnast einna helst Japanir og Bandaríkjamenn hafa sýnt kynngi- magnaða hönnun þar sem allt var hægt og takmörk virt að vettugi, svo- lítið líkt okkur íslendingunum. Það er samt eftirminnflegt hvað allir hönn- uðimir soguðust hver að öðrum og nutu þess að vera í návist hvers ann- ars stöðugt í fjóra sólarhringa," segir Sigríður Sunneva, enn með háfjalla- sólgleraugun á nefinu, ekki alveg til- búin að sleppa taumhaldinu á jökla- ferðinni. Hönnuðimir sem sýndu komu frá New York, London, Mflanó, París, Japan og íslandi og voru sýnd þrjú merki frá hverju landi. „Þetta var aílt svolítið avant-garde. Allir hönnuðumir frá þessum mörgu löndum voru afar ólödr og mjög skap- andi og maður sá hvað er mikið að gerast í alþjóðahönnun,“ segir Vala, „það er líka mjög óvanalegt að hönn- uðir nái svona vel saman og verði samrýndir því yfirleitt er svo mikil samkeppni á þessu sviði að ekkert svigrúm er fyrir vinskap." Samkoman sem slík var ekki hugs- uð sem vinnustofa hönnuðanna held- ur eingöngu sem sýning á verkum þeirra en viðmælendumir em sam- mála um að það hafi verið óhjákvæmi- legt að fyllast hugmyndastormi sem blási ferskum vindum innblásturs í brjóst allra viðstaddra. í faðmi fjallanna „Sýningin sjálf byijaði um mið- nættið og stóð til um tvö. Það var heiðskýrt, himinninn bleikur og birt- an var stórkostleg," segir Vala og Björg grípur orðin á lofti, „það er varla hægt að hugsa sér flottari bakgmnn, fjallahringurinn allt um kring og náttúrulegur vindur sem MKD ITLLHI KI IS\ Sýnt f Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.30 Frumsýnlng fös. 21/7. Uppselt. 2. sýn. sun. 23/7, örfá sœti laus 3. sýn. fös. 28/7 4. sýn. lau. 29/7 5. sýn. fös. 4/8 6. sýn. lau. 5/8 Miðapantanir í síma 561 0280. Miðasala er opln í Tjarnarbíói, Tjamargötu frá kl. 12—18. Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn. feykti hári fyrirsætnanna og hleypti roða í kinnar þeirra Ijósmyndurunum og kvikmyndatökufólkinu til ómældr- ar ánægju.“ Til að gera svið fyrir hátískusýn- ingu uppi á öræfum var lagt út í ómælda vinnu. íshellir var grafinn út af mannahöndum og tveggja tonna rafstöð var lögð undir snjóinn til að sjá sjónvarpsstöðvunum fyrir nauð- synlegu raftnagni. Við sviðið vora sett borð og stólar og snjóskjólveggur reistur allt um kring. Sjónræni þátt- urinn var hafður í hávegum og allir þáttakendur fengu „moonboots" eða stígvél og litskrúðuga snjósamfest- inga til að skýla sér gegn kuldanum. Hvergi í heiminum hefði verið hægt að skapa aðra eins stemmningu og þarna. Það verður gaman að sjá hvaða viðbrögð þetta vekur þegar myndimar koma fyrir sjónir almenn- ings um allan heim. Þeir verða öragg- lega ófáfr sem hugsa með sér að jökla- ferð til íslands verði tilvalin í næsta fríi,“ segir Sigríður Sunneva. Björg tekur í sama streng „þetta er gífurleg landkynning, einmitt líka vegna þess hve allt tókst vel. Það var verið að fara með þessa tugi útlend- inga út um allt land og það gekk al- gjörlega snuðralaust fyrir sig enda var hver einasti maður himinlifandi." Svamlað í Bláa lóninu og dansað fram á rauða nótt í lokahófi Þegar hópurinn hafði eytt yndis- legum dögum á jöklinum vora þátt- takendur svo uppfullir af orku og ad- renalíni að enginn gat hugsað sér að hætta leiknum. Jafnvel snarbrött fjallshlíðin og örmjótt einstigið sem rútan fetaði til að koma ferðalöngun- um niður á láglendið náði ekki að kippa fólkinu úr rósrauðum ham- ingjuskýjunum. Til að koma ró á mannskapinn var bragðið á það ráð að dýfa tískukroppunum ofan í perlu Suðumesja, Bláa lónið. „Það var mjög skemmtilegt að sjá aflt þetta ímynd- aramhugaða fólk strípað niður í bað- fótin ein, með kísilinn makaðan í hár- inu og andlitinu," segir Sigríður Sunneva og brosir í kampinn að minn- ingunni. Að lónsferð lokinni var hald- ið í lokahóf þar sem „Kanamir svipt- ust á gólfinu, ítalamir tjúttuðu og Mexíkanar og íslendingar sveifluðu sér í hröðum dansi,“ segir Björg og minnist skemmtilegs kvölds sem tók ekki enda fyrr en við sólarapprás við Reykjanesvita þar sem hópurinn hljóp í þokumistrinu í gegnum garg- andi kríukraðakið með lyktina af ís- lensku sumri í vitunum. Hvað svo? Viðbrögðin við sýningum íslensku hönnuðana hafa verið sterk og eiga vafalaust eftir að skila sér enn frekar næstu mánuðina þegar myndimar birtast í leiðandi tískutímaritum um heim allan. „Við eigum eflaust líka eftir að sjá áhrif íslenskrar náttúra í tískulínum komandi missera hjá út- lendu gestunum," segir Björg. „Við erum líka mjög ánægðar með okkar hlut í sýningunni og athyglina sem hönnun okkar vakti,“ segir Vala. Hönnun Spakmannsspjara er ætluð hinni hugsandi konu sem er sjálfstæð og kýs að klæðast á einstakan en ekki undarlegan hátt. Sérhver flík hefur mörg líf, hönnuð með margvíslega notkunarmöguleika í huga. Spak- mannsspjarir sameina margbrotna tækni og einföld efni eins og bómull, ull og leður í sérstakar flíkur fyrir ein- stakar konur. Sunneva Design sérhæfir sig í að hanna og framleiða hágæðaflíkur þar sem náttúraleg efni eins og hreindýrahúðir, lambaskinn og fisk- roð era notuð á hugvitsaman og fram- legan hátt, meira að segja hnappar og tölur era handunnar úr beinum, hom- um og viði. Þessi notkun náttúraefna endurspeglar virðingu hönnuðarins fyrir náttúranni svo og persónulegan stfl hennar. Sunna Dögg er aðeins 18 ára menntaskólanemi og var langyngst allra hönnuðana á sýningunni. „Fólk hélt ýmist að ég væri ein af förðunar- eða hárgreiðslufólkinu eða þá módel að flækjast fyrir hönnuðunum," segir Sunna brosandi þegar hún er spurð hvort hún hafi fundið fyrir aldurs- muninum. Sunna lýsir fötunum sem litlum ævintýrum „þar sem fortíðin er dregin inn í nútímann og víðátta ís- lenskrar náttúra er innblásturinn." Sunna vann línuna úr flaueli, leðri, roði, álneti og taí-silki þannig að flík- umar höfðu bæði gróft og um leið fág- að yfirbragð. Allar fyrirsætur hennar bára þjóðlegan fótabúnað, ullarsokka og sauðskinnsskó. „Heimur hönnunar og tísku er svo gífurlega stór utan íslands og það þarf að halda áfram að vinna mark- visst og af metnaði að því að byggja þennan heim upp hér á landi,“ segir Sigríður Sunneva og hinar taka undir. Hönnuðurnir eru allir sammála um að góð sambönd hafi myndast í ferð- inni sem eigi eftir að nýtast þeim í framtíðinni. Útsendarar frá amer- ísku, japönsku og ítölsku tískubibl- íunni Vogue vora á staðnum ásamt breska og ítalska Elle, Dazed and Confused, ID og mörgum fleirum, allt leiðandi tískutímarit. Sjónvarpsstöðv- amar Fashion TV, MTV, Discovery og ítalska rfldssjónvarpið mynduðu hverja mínútu og skipta áhorfendur þessara stöðva hundraðum milljóna um heim allan að sögn Antonio Vinciguerra, annars aðalskipuleggj- anda hátíðarinnar. Þar sem hátíðin þótti takast með afbrigðum vel eru uppi hugmyndir að gera hana að jafnvel árlegum viðburði og er Mexíkó í smásjánni fyrir árið 2001 en ekkert hefur enn verið stað- fest í þeim efnum. MYNDBOND Baneitrað samband á þjóðveginum Lýsandi hreyfing (Luminous Motion) Drama ★% Leikstjóri: Bette Gordon. Handrit: Scott Bradfield. Aðalhlutverk: Deborah Kara Unger, Eric Lloyd. (92 mín.) Bandaríkin 1998. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. MÆÐGIN þvælast saman um þjóðvegi Bandaríkjanna rótlaus sem reikult þangið. Móðirin er drykkjusjúkling- ur, látlaus og þjóf- ótt en sonurinn ann henni samt og kann prýðilega við síbreytilegt flökkulífið. Henn- ar draumur er hins vegar sá að nema staðar, festa rætur og hefja eðlilegt líf syni sínum til handa. Snáðinn er bráðvel gefinn en lætur ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur og á erfitt að greina það frá bláköldum raunveraleikanum en það leiðir til hörmulegra afleiðinga. Þessi áleitna og á köflum súrrealíska saga er sögð frá sjónar- horni drengsins. Því er stundum erfitt að greina hvort framvindan á sér stað í veraleikanum eða hugar- fylgsnum hans. Þetta er ágætlega vel til fundið en virkar þó allt of til- gerðarlegt og ungum piltinum lagð- ar í munn orðræður og athæfi sem engan veginn er trúverðugt fyrir 10 ára krakka - sama hversu vel gefinn hann er. Þó skal ekki litið hjá því að hér er margt snjallræðið framið og leikarar standa sig yfir höfuð með sóma, sér í lagi pilturinn Lloyd, sem ætti að geta skinið með betra handrit undir höndum. Kuldaleg glæpasaga Glæpaparið (Partners in Crime) Speiinumyiid ★★ Leikstjóri: Jennifer Warren. Hand- rit: Brett Lewis. Aðalhlutverk: Rut- ger Hauer, Paulina Porizkova. (91 mín.) Bandaríkin 2000. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. MANNRÁN er framið á kulda- legum vetrardegi í dreifbýli nokkra í Bandaríkjunum. Gene Reardon (Hauer) er falið að rannsaka mann- ránið ásamt fyrr- verandi ástkonu sinni, FBI-rann- sóknarlöggunni Wallis Longworth (Porizkova). Þeim gengur brösuglega að leysa málið sem reynist snúnara en það fjárkúgunarmál sem það í fyrstu sýndist vera. Þegar allt virðist í hnút komið fær Longworth nafnlausa vís- bendingu sem leiðir hana að líki hins brottnumda, vísbendingu sem gefur til kynna að morðinginn sé nær en hana grunar. Samanburðurinn við aðra og mun frambærilegri glæpa- sögu úr dreifbýlinu, Fargo, er aug- ljós. Hér skortir þó húmorinn og frásagnargáfu Coenbræðra með öllu. Hauer og Porizkova standa sig hins vegar ágætlega en virka býsna þunglamaleg og þurr líkt og annað í þessari annars ágætu glæpasögu sem er viðlíka kuldaleg og baksviðið. Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.