Morgunblaðið - 20.07.2000, Page 63
MURGUNBLADit)
FIMMTUDAGUR 20. J ÚLÍ 2U00 63
committed
SJAIP ALLT UM „THE PATRIOT" g stiornubio.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. 1.16 ára.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
SÍ/MI
Frábær mynd
með hinni flottu
og sexí Heather
Graham sem
heillaði Austin
Powers upp úr
skónum.
LílHMitveKt 04
eins og
Heather
Graham
myndi segja:
"Strákar,
annaðhvort
viljið þið mig
eða ég rétti
ykkur
PUTTANN."
Nú er komið
að okkur
hinum. Eða
|ii«!
QiGÍÍAÍ
Sveppi gengur hringveginn til styrktar langveikum börnum
Hvernig gengur
Sveppi?
FJ(isí/Wa
ALVÖRU Bfú! mDpiby
f STAFRÆWr nomiJ—M
= = HLJÓBKBRHÍ UV
ðauw SÖLUMI
; en ofs.iTooi'
★ ★ ★ ,
Al MBL f
ífí
Stærsta mynd ársins,
yfir 200 milijónir S i USA
ro/»f MzrtMJtsE
| víafr.la ^^^HfókusJ
Sýnd í A sal kl. 5.30, 8 og 10.30. b. í. 14.
ncgtegor 1 asliley jutití
' eJíe
beliolder
Sýnd kl. 5, 8 og 10.10. b. i. ie. Sýnd kl. 5.50,8 og 10.40.
www.laugarásbíó.is
aua
Göturiddarinn sem er að ganga hringveginn
til styrktar langveikum börnum er að
nálgast höfuðborgina, hægt en bítandi.
Birgir Örn Steinarsson hringdi í piltinn til
að fræðast um labbitúrinn.
Morgunblaðið/Hanna Klaustri
Sveppi hvílir lúna fætur með þvf að halla sér upp að Qögurra hjóla
auglýsingarskilti.
FÓTBOLTA- og kvikmyndaáhuga-
maðurinn Sverrir Þór Sverrisson, eða
Sveppi, eins og hann er kallaður, hef-
ur ekki fengið mörg tækifæri til þess
að fara á völlinn eða í bíó þetta sumar-
ið. Hann tók nefnilega að sér það stór-
tæka verkefni að ganga hringveginn
um landið í þeim tilgangi að safna
áheitum fyrir langveik böm. Þeir sem
vilja veita honum aukinn styrk geta
farið inn á heimasíðuna www.id.is og
stutt málstað hans með því að heita
ákveðinni fjárupphæð fyrir hvem
kílómetra sem hann leggur að baki.
Fyrir þá sem eiga enn eftir að tengj-
ast nútímanum er einnig hægt að fara
í banka og leggja inn á reikning 1163-
26-6000 hjá Sparisjóðnum. Þessi
göturiddari þrammar því þjóðveginn
tíl þess að lina kvalir annarra.
Hvar er ég eiginlega?
Þegar blaðamaður sló á þráðinn tíl
Sveppa var hann nýbúinn að leggja
gönguskóna í aftursætið á fylgdar-
bílnum og átti örfáa metra eftír að
Kirkjubæjarklaustri. Hann hafði þá
gengið í rúmar sex klukkustundir
þann daginn. Þegar blaðamaður leit
út um gluggann á vinnustað sínum og
sá að útlitið var grátt fór kuldahrollur
um hann og ekki var annað hægt en
að fyllast lotningu gagnvart þessum
góðhjartaða göngugarpi. Það em
vissulega sumir dagar þar sem birtan
frá tölvuskjánum gefur frá sér meiri
hlýju en dagsbirtan.
„Hér er glampandi sól eins og er,“
svarar Sveppi og blaðamaður fær
ansi gott spark í óæðri endann, í dag
er það upplausnarbirtan sem lýgur.
„Ekki ský á lofti og tuttugu stíga hiti.
Þetta er alveg frábært. En í gær þeg-
ar ég var að labba yfir einhvem
sand...“, hér kemur bflstjórinn
Sveppa til bjargar og blaðamanni
verður Ijóst að án hans myndi göngu-
garpurinn líklega eiga eitthvað erfið-
ara með að rata aftur í bæinn. „Já,
Skeiðarársand. Þá var hellirigning,
bara eins og í útlöndum, feitír drop-
ar.“
En enginn er verri þótt hann vökni,
orð að sönnu ef þú ert ekki að ferðast
á sjó og því lætur Sveppi íturvaxna
dropa ekkert á sig fá. Klæðir sig í
regngallann og úlpuna, rennir upp í
háls, bítur á jaxlinn og arkar af stað.
Hann segist þó hafa verið ótrúlega
heppinn með veður og því sloppið við
öll veikindi.
„Það er þó ýmislegt sem hrjáir mig,
blöðrur, hælsæri, verkir í lærum og
annað hnéð var einhvemtímann að-
eins að gefa sig. Það er reyndar bara
eitthvað sem maður passar upp á. Við
eram með allt tíl alls. Ég er með hita-
band, eða einhverskonar hitasokk.
Maður er með allskonar krem og því
með allt sem þarf fyrir svoleiðis
verld,“ segir Sveppi eins og fagmaðui-
en blaðamann er farið að gruna að
hann hafi nú ekki notast mikið við
þessar hjálparafurðir Þetta eru engin
hænuskref sem pilturinn stígur og
hann viðurkennir glaðlega að hann
noti hvert tækifæri sem gefst tíl þess
að koma sér í besta fórm.
„Ég skokka nú stundum. Svona
aðallega þegar það er svona gott veð-
ur eins og í dag. Þá getur maður verið
í stuttermabol og íþróttabuxum, það
er nefnilega svo leiðinlegt að hlaupa í
úlpu. Maður er allur að komast í
form.“
Sveppi viðurkennir fúslega að hann
hafi ekki verið í sínu besta líkamlega
ásigkomulagi þegar hann hóf göng-
una og hafi ekki alveg gert sér grein
fyrir því þrekvirld sem hann var að
leggja í. Þá hafi hann ekki komist upp
í nema fimm kílómetra hraða á
klukkustund en nú sé Ukamsvélin bet-
ur smurð og því komist hann upp í allt
að átta km/klst hraða eftir æfinguna.
Kíló á hundrað kílómetra
Gönguleiðinni er skipt niður í
nokkra formlega áfangastaði þar sem
útvarpsstöðin Mono tekur á mótí
þrammaranum með grillveislum og
dansiböllum.
„Við stoppuðum fyrst á Akranesi,
svo á Blönduósi, Akureyi-i, Egilsstöð-
um og nú síðast á Höfn. Móttökumar
hafa verið mjög fínar, krakkamir
koma og fylgja mér síðustu kílómetr-
ana inn í bæinn.“
Næsta veisla verður haldin þegar
Sveppi trítlar inn í Selfossbæ laugar-
daginn 29. júlí. Eftir það ætlar Sveppi
að þramma um þilfar Heijólfs og vera
viðstaddur þjóðhátíð í Vestmannaeyj-
um um verslunarmannahelgina.
„Svo er þetta allt að styttast, nú sé
ég fyrir endann á þessu í fyrsta skiptí.
Það er nefnilega orðið dálítið
skemmtilegt,“ segir Sveppi þreytu-
lega. Getur verið að göngugarpurinn
sé að ganga af sér fæturna?
„Jú, ég er nú orðinn dálítið þreytt-
ur en þetta er alls ekki leiðinlegt.
Maður vaknar á hverjum degi og
maður veit að það bíða manns a.m.k.
tuttugu kflómetrar. Ég hef átt mína
slæmu daga og þá tek ég mér bara frí,
fer í sund og í heita pottínn. En þá
þarf ég að vinna upp tapið daginn eft-
ir eða næstu daga.“
En skyldi slík ganga í kringum
landið vera æskileg leið til þess að
grenna sig?
„Ég vigtaði mig síðast á Akureyri,
þegar ég var búinn að labba 350 ldló-
metra, þá var ég búinn að léttast um
þijú kfló. Samkvæmt því léttist ég um
kfló á hveijum hundrað kflómetram
sem ég labba sem er nú kannski ekki
alveg nógu gott. Ef það stenst ætti ég
að vera búinn að léttast um tíu kfló
núna en ég efast samt um að það sé
rétt. Svo er það náttúrulega allur
grillmaturinn, 1944-réttimir og öll
kokteilsósan sem maður er búinn að
innbyrða með frönsku kartöflunum.
Maður verður bara að halda þessu við
þegar maður kemur í bæinn,“ segir
góðhjartaði göturiddarinn að lokum.
E.T. aft-
ur í bíó
HANN er hræddur, hann er einn,
hann er þijú milljún Ijúsár frá
heimili sínu og ætlar að halda upp á
tuttugu ára af-
mæli sitt í bíú.
Steven Spiel-
berg hefur hafið
endurvinnslu af
hinu ódauðlega
ævintýri um litla
skritna kallinn
með ljósaperuna
f vísifingrinum.
Talið er að út-
gáfan verði með svipuðu móti og
þegar George Lucas gaf út hinar
sérstöku endurgerðir stjörnu-
stríðsmyndanna á tvítugsafmæli
þeirrar fyrstu.
I endurútgáfunni verða atriði
sem voru klippt út úr þeirri upp-
runalegu, nýjar tölvugerðar tækni-
brellur auk þess sem hljúð og
myndgæði verða með besta móti.
Þó að ekki sé vitað með vissu hve {
miklar breytingar Spielberg vill
gera hefur hann sagst vilja fjar-
lægja allar byssur sem beint er að
Elliot og geimverunni í myndinni,
þannig að það er óhætt að álykta að
nýja útgáfan verður enn fjölskyldu-
vænni en sú fyrri. Af þeim atriðum
sem klippt voru úr upphaflegu út-
gáfunni er m.a. eitt þar sem Harri-
son Ford lék skólastjóra EUiots.
Spielberg hefur ansi margt á sín-
um snærum þessa dagana, í augna-
blikinu er hann að leikstýra mynd-
inni „A.I.“, stjóma framkvæmdum
á næstu Jurrasic Park-mynd, undir-
búa leikstjórn á kvikmyndinni
„Minority Report“ og að fylgjast
með handritagerð nýju Indiana *
Jones-myndarinnar. Búist er við
endurgerð „E.T.“ í kvikmyndahús-
in árið 2002 þegar 20 ár eru liðin
frá upprunalegum útgáfudegi.
1111 ii i ii:«j Ji u »m