Morgunblaðið - 20.07.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 20.07.2000, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ AMERICAN BEAUTY ÍKodakl m • o. u ..ekkert minna Stærsta mynd ársins yfir 200 milljónir $ i U! FILMUNDUR 64 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 r HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgi, simi 530 1919 BEl#Ei#L£f smHM li stoatim 3 NÝTT 0G BETRA'* SACArl Kaupið miða í gegnum VITið. Nánari upplýsingar á vit.is Vélvirki fellur Hljdmsveitin Mike & The Mechanics, (f.v.) Paul Carrack, Mike Rutherford og Paul Young. ^SÖNGVARINN Paul Young, sem er þekktastur fyrir að vera önnur rödd hljómsveitarinnar Mike & The Mechanies, er lát- inn. Söngvarinn féll niður á heimili sínu í Altrincham í Cheshire á Eng- landi, 53 ára að aldri. 2» Mike & The Mechanics er hlið- arverkefni Genesis-mannsins Mike Rutherford en sveitin er líklega þekktust hér á landi fyrir lag sitt „The Living Years". Young hóf feril sinn með hljóm- sveitinni Sad Café sem öðlaðist vin- sældir á áttunda áratugnum með út- gáfu hljómplötunnar „Misplaced Ideals“. „Hann hafði frábæra rödd, eina bestu rokkrödd sinnar kynslóðar," er haft eftir Mike Rutherford, for- sprakka sveitarinnar, í fréttatil- kynningu frá útgáfufyrirtæki henn- ar. „Fyrir utan tónlistarhæíileikana hafði hann líka einskæran áhuga á faginu. Paul elskaði að stíga á svið og við trúðum því öll að hann yrði enn að eftir 50 ár. Þetta er mjög mikill missir.“ Ekki er þó hér á ferð þekktari nafni hans sem sló svo eftirminnilega í gegn á miðjum níunda áratugnum. Hljómsveitin Mike & The Mechanics gaf út sína fimmtu hljóm- plötu í fyrra. Lars Von Trier er mikill Evrópusinni Gerir áróðursmynd um kosti evrunnar DANSKI verðlaunaleikstjórinn umdeildi, Lars Von Trier, sem leikstýrði Björk í „Dancer In The Dark“, hefur samþykkt að gera áróðursmynd sem hvetur Dani til þess að greiða atkvæði með sam- evrópska gjaldmiðlinum evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer í september næstkomandi. Ekki nóg með að Von Trier hafi fallist á að vinna verkið heldur hefur hann afráðið að gefa alla vinnu sína við það. Það er á brattann að sækja fyrir fylgjendur evrunnar í Danmörku því nýlegar skoðanakannananir sýna að meirihluti þjóðarinnar vilji fremur halda tryggð við gömlu krónuna. I mynd Triers er áformað m.a. að leiðrétta útbreiddan misskilning sem komið hefur meintu óorði á evruna. Þar verður m.a. áréttað að Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Það er ekki ónýtt fyrir danska Evrópusinna að geta notið krafta snillings á borð við Lars Von Trier. hin dönsku einkenni munu ekki hverfa á braut með tilkomu dönsku evrunnar heldur muni sú mynt einnig skarta andlitsmynd af Margréti Danadrottningu. Bangles byrjaðar áný KVENNASVEITIN Bangles hefur ákveðið að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið undir lok níunda ára- tugarins. Fyrir dyrunum stendur heljarinnar tónleikaferð og ný plata. Stúlkurnar gátu sér gott orð fyrir smelli á borð við stuðlagið „Walk Like An Egyptian", ballöðuna „Eternal Flame“ og fyrsta smell sinn, „Manic Monday", sem litli prinsinn samdi fyrir þær - alltaf sama ljúfmennið. Þær stöllur neita því alfarið að vera komnar út í endurvinnslu- bransann eins og margur geymdur en ekki gleymdur popparinn frá sama tímaskeiðinu. Susanne Hoffs, forsprakki sveitarinnar, segir að þegar þær hættu árið 1989 hafi þær verið orðnar hundleiðar á poppinu og hvorri annarri. Nú sé neistinn hins vegar kominn á ný og nýju lög- in hreinlega „flæði út úr eyrunum á þeim.“ Reuters Þær eru enn glæsilegar á fimmtugsaldrinum Banglesstúlkur. Russell Crowe verður fyrir barðinu á þjófum Hvar eru buxurnar? VINSÆLDIR ástralska ofurtðffar- ans Russell Crowe fara ekki á milli mála. Hvar sem hann fer falla ung- meyjar í öngvit og eldri konur kikna í hiyáliðunum. Hann átti samt ör- ugglega síst von á móttökunum sem hann hefur fengið á hóteli í London, þar sem hann gistir nú um stundir vegna kvikmyndavinnu í landi El- ísabetar drottningar. Hótelstarfs- menn hafa nefnilega tekið upp á því að stela nærbuxunum hans af þvottasnúrum hótelsins og hefur undirfatastafli leikarans minnkað til muna upp á síðkastið. Það næðir því um stórleikarann þegar hann Reuters Buxnalaus í kulda og trekki. stígur úr sturtunni. Sögusagnir herma að það séu einkum karlmenn sem hafí gerst svona fíngralangir í fóðurlandið hans Crowe.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.