Morgunblaðið - 29.07.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 29.07.2000, Síða 32
»32 LAUGAKDAGUR 29. JÚLÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Brottkast og *fískifræðileg / >f • •• raðgjof MIÐVIKUDAG- INN 19. júlí s.l. skrif- aði Jón Sigurðsson, fyrrv. framkvæmda- stjóri, stutta ádrepu sem bar heitið „Um rökvísi Jóhanns Sigur- ^Jónssonar". Þar gerir .Jón m.a. að umræðu- efni athugasemdir mínar í fjölmiðlum um brottkast á fiski. Þó skrif Jóns eigi augljós- lega að nokkru rætur að rekja til óánægju hans með ríkjandi fí skveiðistj ómunar- kerfi sem stjónvöld á hverjum tíma bera vitaskuld fyrst og fremst ábyrgð á, er eðlilegt að skýra nokkur atriði sem Jón víkur að og snúa sérstak- lega að þætti Hafrannsóknastofn- unarinnar. Það er í sjálfu sér nauðsynlegt að __ umræða um brottkast á fiski eigi sér stað, því aðeins með opinni um- ræðu eru líkur á að hægt verði að koma í veg fyrir þá sóun sem því fylgir. Frá sjónarhóli okkar sem Fiskveiðistjórnun Með vísindalegri nálgun og lífandi samstarfí vísindamanna, sjómanna og aðila í greininni, segir Jóhann Sigurjónsson, verður árangur rannsóknanna helst viðunandi. stundum rannsóknir á fiskistofnun- um og veitum ráðgjöf um vernd og nýtingu þeirra eru það einkum tvær hliðar á brottkasti sem snerta okkar megin viðfangsefni. I fyrsta lagi: Hefur brottkast á fiski haft veruleg áhrif á afrakstursgetu nytjastofnanna ? í öðru lagi: ^ Skekkir brottkast nú eða undanfar- ^~’'ín ár mat á ástandi stofna og þar með grunninn að áreiðanlegri veið- iráðgjöf? Augljóst er að brottkast á fiski er óskynsamleg ráðstöfun auðlindar og á því alls ekki að vera fylgifiskur góðrar fiskveiðistefnu. Arðsemi veiðanna minnkar ef fiski er fleygt og afrakstur stofnsins til lengri tíma skerðist, þannig að veiðiþolið verður minna en ella. En hvort sem árlegt brottkast á þorski nemur 5- 10 þúsund tonnum, eins og kannan- ir fyrr á árum hafa bent til, eða 60- 100 þúsund tonnum eða þaðan af meira, eins og sumir hafa haldið fram að undanförnu, er um mikla verðmætasóun að ræða, sem nauð- ®^synlegt er að koma í veg fyrir. Varðandi síðari magntöluna hef ég áður bent á að slíkt brottkast jafn- gilti að öllum þorski undir 70 cm sem um borð kemur sé kastað og er það harla ólíklegt. í því sambandi skal nefnt að árið 1999 var landað tæpum 80 þús. tonnum af 5 ára fiski og yngri, þ.e. fiski sem er að mestu undir 70 cm. En hvernig getur brottkast á þorski skekkt mat á ástandi stofns- ins og sjálfa fiskveiðiráðgjöfina í viðbót við það sem að ofan greinir? Óverulegt magn, t.d. lítið brot af heilda- rafla, er ólíklegt að breyti meginniður- stöðu um mat á ástandi stofnsins. Öðru máli gegnir ef brottkastið nemur t.d. tugum hundraðshluta af heildarafla. Enginn vafi er á að samfelld a.ukning eða minnkun í brottkasti á löngu ára- bili, eða snögg um- skipti, geta haft mikil skekkjuáhrif á stofn- mat. Jafnt og stöðugt brottkast, jafnvel í töluverðum mæli, skekkir hins vegar ekki verulega mat á stofnþróuninni og þar með niðurstöðu ráðgjafar þó svo að só- unin sé jafn alvarleg. Þó uppi hafi verið raddir um aukið brottkast á undanförnum árum, hafa einnig komið til hvatar að minna brott- kasti, svo sem bættar aðferðir við veiði og vinnslu. Án þess að horfa fram hjá brottkasti sem óæskilegri staðreynd í þorskveiðum okkar hef- ur Hafrannsóknastofnunin því á undanförnum árum ekki talið það vera alvarlegan skekkjuvald í ráð- gjöfmni. Ekki skal þó útilokað hér að áhrif þessa hafi verið að ein- hverju leyti ranglega metin á und- anförnum árum eða að breyting hafi orðið á í þessum efnum síðustu misserin eða árin, t.d. vegna knapprar kvótastöðu hluta flotans eins og nefnt er í grein Jóns. Haf- rannsóknastofnunin á fulltrúa í nýskipaðri nefnd sjávarútvegsráðu- neytisins sem fjalla á um brottkast og mun auk þess leggja til gögn og aðstoð eftir því sem óskað verður eftir. Skal því vísað til væntanlegr- ar ítarlegrar úttektar, sem kann að varpa ljósi á stöðu þessara mála. Þó langt sé í frá að ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunarinnar sé galla- laus, hljóta flestir að vera sammála um að með vísindalegri nálgun og lifandi samstarfi vísindamanna, sjó- manna og aðila í greininni, verður árangur rannsóknanna helst viðun- andi. Það er auðvitað ekki svo að Hafrannsóknastofnunin eða við starfsmenn hennar séum hafin yfir sanngjarna gagnrýni og umræðu. En mikilvægt er að öllum sé þó ljóst að Hafrannsóknastofnunin er hvorki ábyrg fyrir mótun eða fram- kvæmd fiskveiðistjórnunarinnar. Stofnunin gegnir engu að síður mikilvægu rannsóknar- og ráðgjaf- arhlutverki við veiðistjórnunina og leggur m.a. til leyfilegan hámarks- afla sem stjórnvöld á hverjum tíma taka svo afstöðu til við endanlega ákvörðunartöku. í niðurlagi greinar Jóns spyr hann hvort það geti verið rétt eftir undirrituðum haft að ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunarinnar hafi skil- að góðum árangri og vísar sérstak; lega til áranna eftir 1984 og 1990. í því sambandi skal haft í huga að sitt er hvað ráðgjöf og niðurstaða veiða hvers árs. Allt þar til afla- regla í þorskveiðum komst á hér á landi árið 1995 var landaður afli verulega (gjarnan 20-30%) umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar- innar. Þannig var, jafnvel með til- komu aflamarkskerfis 1984, alltof stíft sótt í stofninn og efnilegir ár- gangar voru veiddir of fljótt, löngu áður en þeir skiluðu eðlilegum af- rakstri. A undanförnum 5-8 árum hefur náðst markvissari stjórn veiðanna (afli og kvóti nálægt ráð- gjöf) og betri nýting árganganna með þeim afleiðingum að stofninn í dag telst ekki í þeirri miklu hættu sem yfir vo/ði á fyrstu árum síðasta áratugar. í því felst mikilsverður árangur þó enn megi betur gera. Höfundur er forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. Jdhann Sigurjónsson Forn forræðishyggja AÐ lokinni hinni veglegu kristni- hátíð á Þingvöllum 1. og 2. júlí sl. kemur margt í hugann. Allur und- irbúningur var hinn veglegasti og í engu til sparað, enda skattgreið- endur sem borga. Beitt var þraut- hugsaðri auglýsingatækni við að kynna þjóðinni dýrðina sem í vændum væri. Veðrið var hið ákjósanlegasta í alla staði til úti- vistar. Bilastæði fyrir 29 þúsund bfla og hraðbrautir til allra átta. Hjálparsveitir og lögregla í við- bragðsstöðu. Aðeins eitt vantaði í hina glæstu mynd - og það var fólkið. 93% þjóðarinnar sátu heima. Sannaðist þá að spá Gallups um 7% þátttöku reyndist rétt. Svo virðist sem ráðamenn ríkis og kirkju hafi lokað augunum fyrir stöðu trúmála með þjóðinni. Verið þrælar vanans og forræðishyggj- unnar. Það er ömurleg staðreynd við lok 20. aldarinnar. Skoðanakannanir Gallups hafa sýnt síðustu sjö árin að yfir 60% þjóðarinnar aðhyllast aðskilnað ríkis og kirkju. Það fólk er ekki líklegt til að sækja kristnihátíð sem ráðamenn ríkis og kirkju blása upp í tilefni 1000 ára nauð- ungar-samþykktar Alþingis, sem knúin var fram með hótunum og gíslatöku í Noregi. Kristnitakan afnam það trúfrelsi sem hér hafði ríkt frá landnámi íslands. Þjóðin var það vel upplýst um sögu lands og þjóðar að þessar staðreyndir stóðust allan áróður og auglýsinga- skrum ríkisvalds og þjóðkirkju. Tölur sem tala Gríðarlegum upphæðum hefur verið varið í að halda uppá afmæli kristnitökunnar og verður áfram varið fram á næsta vor. Kristnihátíðarnefnd er búin að fá úthlutað af fjárlögum í nokkur ár og fær áfram fé á næsta ári. Miklu fé hefur verið veitt í samgöngubætur og tímabundnar fram- kvæmdir á Þingvöll- um. í nafni kristni- tökuafmælisins hafa þrjár kirkjur fengið veglegar gjafir, þeirra á meðal stafkirkjan í Vest- mannaeyjum, sem svo. sannarlega er aðeins að hluta „gjöf Norðmanna". Vegleg bók hefur verið gefin út um kristnisöguna. Og Alþingi hefur samþykkt að verja hálfum milljarði í þjóðargjöf. í heild mun umstangið kosta skatt- greiðendur um 1.500 milljónir króna. Þetta er umgjörðin utan um kristnitökuhátíðarhöldin, hverra kjarni átti að vera kristnihátíðin á Þingvöllum, þar sem skipuleg- gjendur gerðu ráð fyrir allt að 75 þúsund manns, en áttu kannski frekar von á um 50 þúsund manns. Áreiðanlegustu upplýsingarnar um mannfjöldann á Þingvöllum koma frá lögreglunni. Fyrri daginn ÍSLEIVSKT MAL í 26. vísu Hárbarðsljóða segir Hárbarður (Óðinn) við Þór: „Þóráaflærið, en ekki hjarta; af hræðslu og hugbleyði þérvaríhanzkatroðið, og þóttist-a þú þá Þór vera. Hvorki þú þá þorðir fyrhræðsluþinni hnjósanéfísa, svoaðFjalarheyrði." Hér er vísað til sögunnar af för Þórs til Útgarða-Loka, en á henni leitaði hann sér náttstað- ar og fylgdarliði sínu í skála stórum. Þessi skáli reyndist þó vera hanski jötunsins Skrýmis og ber Hárbarður (Óðinn) Þór þeim brigslum að hann hafi fyr- ir hræðslu sakir hvorki þorað að hnerra eða leysa vind, „hnjósa né físa“. Þessar sagnir eru nú dauðar. Físa beygðist eins og rísa, og má fínna í skyldum málum svipuð orð sem kölluð eru dónaleg (vulgær). Það var hins vegar sögnin að hnjósa (2. hljóðskiptaröð, eins og gjósa) sem hér skyldi gera að umtalsefni. Hnjósa merkir að hnerra, blása frá sér og að hnusa. Hljóðið, sem við táknum með h, er ærið óstöðugt bæði í íslensku og öðrum málum, fell- ur mjög oft niður, en hitt ber við, að því sé við aukið. I Hávamálum segir: „Inn vari gestur, ertilverðarkemur, þunnu hljóði þegir, eyrum hlýðir, en augum skoðar: svo nýsist fróðra hver fyrir." Og hvað er þá að nýsast fyrir, það sem hinn varkári gestur á að gera? Hann á að iyósna, gaumgæfa vandlega umhverfi sitt. Svo vel vill til að nafnorð, sem samsvarar orðasamband- inu að nýsast fyrir, hefur varð- veist í Sigurdrífumálum (27). Það er orðið fornjósnr. Þar er lýst þörf manna fyrir fornjósn- ar augu, einkum þegar hætta er á ferðum. Þá er betra að nýs- ast vel fyrir, því að: Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1068.þáttur „bölvísarkonur sitjabrautunær, þær er deyfa sverð og sefa.“ Vafalítið er hnjósa skylt njósna, hnýsast, hnýsinn og hnýsni. Spyrja verður: Eru orðin með h upphaflegri en hin eða hefur h verið sett framan á orð eins og hnýsinn fyrir áhrif frá hinum, eins og t.d. hnjósa og hnusa? Hið seinna mun hafa gerst, og svo telur Ásgeir Blöndal. Sögnin að njósna hef- ur svo fengið neikvæða merk- ingu sem allir þekkja, en hefur áður merkt hið sama og í 7. vísu í Hávamálum. Nýsast fyrir, gefa öllu góðan gaum. Nú heyrist stundum, og ekki fyrir löngu, orðið hnýsilegur. Það merkir þann sem gaman væri að hnýsast í, forvitnilegur, athyglisverður. Orðabók Há- skólans hefur fjögur dæmi um hnýsilegur, og er hið elsta úr Guðsgjafaþulu Halldórs Lax- ness: Verðandi ritstjóri staðar- blaðs segir við formann verka- lýðsfélagsins: „Mér hafa ein- lægt þótt vinstrivillur hnýsilegar þó ég aðhyllist þær ekki, og lét það í ljós við for- manninn.“ Ef einhver hefur eldri dæmi þætti umsjónarmanni vænt um að fá slík. Halldór var mjög nýt- inn á óvenjuleg orð í öllum þeim ókjörum sem hann las. En hann var líka lagtækur og skemmti- legur orðsmiður, og væri fróð- legt að nýsast fyrir um það, hvort hann hefði búið til orðið hnýsilegur eða fundið það á einhverjum afviknum stað. Ein- hvern veginn fínnst mér á því kiljanskur blær. ★ Fyrst svo vel vildi til að 7. vísa Hávamála komst hér á blað, get ég ekki stillt mig um að fara fáeinum orðum um orðasambandið að þegja þunnu hljóði. Eg heyri það oft rang- lega notað í seinni tíð, eða á ég að vera ofurkurteis og segja að það hafí breytt um merkingu? I Hávamálum hefur það já- kvæða merkingu: þegja með vakandi athygli, hljóðnæmu eyra, sbr. málsháttinn: þunnt er móðureyra. Vegna ástar móðurinnar á barni sínu heyrir hún hið minnsta hljóð sem það gefur frá sér (þótt aðrir heyri það ekki). Svo skyldi hinn varkári gest- m- í Hávamálum vera: hlusta gaumgæfílega og heyra hvað- eina, þó lágt fari. Nú er sagt um mann sem ætti að segja frá, láta upplýsingar í té, en gerir það ekki, að hann þegi þunnu hljóði=steinþegi, og er þetta auðvitað talið ámæl- isvert á upplýsingaröld. Ég felli mig ekki við þessa breytingu. Þegja þunnu hljóði merkir að þegja með vökulli eftirtekt. Barnapíur ættu til dæmis að þegja þunnu hljóði, eða þeir sem sjúkum eiga að gegna. ★ Hlymrekur handan kvað: Pokinn ætlaði alveg að sviga ’ann undir sér kremja og sliga ’ann, en Arni fann ráð, engu lögmáli háð, og hljóp aftur á bak upp stigann. ★ Auk þess getur umsjónar- maður þess, að hann endurtek- ur oft og einatt vísvitandi, þó ekki sé skemmtilegt. Hann heggur oftar en einu sinni í sama knérunn, eða „knérörið" eins og maðurinn sagði. Og hér kemur ein endurtekn- ingin: Minni en í fyrra er óend- anlega miklu betra en „minni samanborið við í fyrra“. (Ríkis- útvarpið fréttir.) ★ Ég vildi að sjórinn yrði að mjólk, undirdjúpin að skyri, fjöll og hálsar að floti og tólk, frónið að kúasmjeri. Uppfyllist óskin mín: öllvötníbrennivín, ákavítáinRín, eyjarnar tóbaksskrín, Sýrland að silfurkeri (og Grikkland að grárri meri). (Ókunnurhöfundur.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.