Morgunblaðið - 02.08.2000, Page 6

Morgunblaðið - 02.08.2000, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimdellingar meina fólki aðgang að álagningarskrám Morgunblaðið/Kristinn Haukur Örn Birgisson, stjórnarmaður í Heimdalli, reynir að hindra aðgang að skattskrám. En ekki voru allir tilbúnir til að hlusta á sjónarmið Heimdellinga. Atök í húsakynnum skattstjórans Reykjavík ÞAÐ kom til ryskinga í húsakynnum skattstjórans í Reykjavík í gær, þeg- ar einstaklingum sem áhuga höfðu á að skoða álagningarskrár um tekju- og eignaskatt, var meinaður aðgang- ur af stjómarmeðlimum í Heimdalli. Félagið telur birtingu upplýsinga um álagðan tekju- og eignaskatt einstak- linga vera brot á friðhelgi einkalífsins. „Það hefur verið þó nokkur pirr- ingur á svæðingu og menn hafa kvart- að í afgreiðsluna. Einhverjir hafa beitt handafli til að bola okkur í burtu og draga stóla okkar út á mitt gólf. Við höfum reynt að standa í þeim en þegar menn hafa beitt svona brögð- um þá höfum við bara gefið eftir því við höfum ekki viljað lenda í einhverj- um alvarlegum handalögmálum," sagði Björgvin Guðmundsson, vara- formaður Heimdallar, í samtaii við Morgunblaðið í gærdag. Björgvin fól í mars sl. lögmanni sín- um, Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl., að senda skattframtal sitt skattstjór- anum í Reykjavík með þeim skilmál- um að almenningi yrði ekki veittur aðgangur að þeim upplýsingum sem fram koma. Skattstjórinn komst að þeirri nið- urstöðu að það væri lagaleg skylda hans að birta þessar upplýsingar. Björgvin hefur áfrýjað þeirri niður- stöðu til ríkisskattstjóra og hyggst fara dómstólaleið ef hann kemst að sömu niðurstöðu og skattstjórinn í Reykjavík. Einnig stefna Heimdell- ingar á að þrýsta á þingmenn flokks- ins að beita sér fyrir breytingum í lagasetningu en ákvæði um birtingu álagningaskrár er að finna í 98. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt frá 1981. Viðkvæmar upplýsingar um fjárhag einstaklinga „Við viijum benda á að það er ekki sjálfsagður hlutur að hafa þessar upp- lýsingar til sýnis. Þetta eru oft við- kvæmar upplýsingar um fjárhag ein- staklinga og það ber að vemda þessar upplýsingar eins og hveijar aðrar persónuupplýsingar. Þetta eru leyni- legar upplýsingar sem þagnarskylda á að ríkja um eins og um aðrar pers- ónulegar upplýsingar sem ríkisvaldið hefur undir höndum.“ Björgvin segir að þau rök sem hef- ur verið haldið á lofti um að birting þessara upplýsinga hafi vamaðar- áhrif gegn skattsvikum standist ekki. Samanburður milli landa sem birti þessar upplýsingar og þeirra sem geri það ekki sýni ekki einhvem gremÚegan mun á skattsvikum í við- komandi löndum. Björgvin bendir á að í niðurstöðum starfshóps sem fjármálaráðuneytið skipaði fyrir tveimur árum segir að upplýsingar úr álagningarskrám hafi „andstætt því sem til stóð í upphafi, hin síðustu ár fyrst og fremst verið notaðar í viðskiptalegum tilgangi, sem söluvara.“ Þama segir Björgvin að átt sé við t.d. að fyrirtæki sem selja vöra og þjónustu flokki fólk eftir laun- um og nái þannig til hátekjufólks. í niðurstöðum starfshópsins sem fjármálaráðherra skipaði árið 1998 leggur hann til að fyrrgreint laga- ákvæði verði fellt niður. Telur starfs- hópurinn að álagningarskrár séu bráðabirgðaskrár sem einungis skuli nota sem vinnuskjöl fyrir skattayfir- völd. Skattskrár skuli hins vegar lagðar fram en starfshópurinn leggur til að afla verði heimild tölvunefndar fyrir allri notkun upplýsinga úr skatt- skrá annarri en útgáfu þeirra og birt- ingu með þeim hætti sem þær koma fram í skránni. Björgvin segir Heimdellinga einnig á móti framlagningu skattskrár af sömu ástæðu og framlagningu álagn- ingarskrár. Seyðisfjörður Ný flot- girðing yfir E1 Grillo NÝRRI flotgirðingu var nýverið komið fyrir á Seyðisfirði, fyrir of- an skipið E1 Grillo, sem liggur á botni sjávar og hefur lengi lekið olíu. Girðingunni er ætlað að koma í veg fyrir útbreiðslu olíunn- ar og þá mengun sem henni fylgir. Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að á ríkisstjórnarfundi í vor hafi verið ákveðið að verja 2,1 milljón króna til þessa verkefnis í sumar. „Þar af kostaði þessi flot- girðing um eina milljón króna,“ segir hann. Ingimar segir að nú sé verið að Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Flotgirðingunni er ætlað að hindra útbreiðslu oliunnar sem lekur úr EI Grillo. meta hvort þörf sé stærri girðing- ar. „Hollustuvernd hefur yfir að ráða mjög stórri girðingu sem er til taks ef á þarf að halda. Spurn- ingin er hvort henni á að koma fyrir á Seyðisfirði, en sú er yfir helmingi stærri en þessi sem nú er,“ segir hann. Ingimar segir að málinu hafi verið vísað til fjárveitingarvalds- ins og það verði tekið fyrir við gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Mikil aðsókn til Vest- mannaeyja UPPSELT er til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina hjá Herjólfi og Flugfélagi fslands, en 19 flugvélar frá félaginu fljúga þangað á föstudag. Ákveðið hefur verið að bæta við ferð- um og hefur félagið fjölgað ferðum til Vestmannaeyja á fimmtudag. Einnig er nokkuð um bókanir á miðvikudag, samkvæmt upplýsingum frá Flugfé- lagi íslands. Lítið er til af miðum með Herjólfi og ekki er hægt að komast til baka með skipinu fyrr en á þriðjudag. Ólafur Guðjónsson, framkvæmda- stjóri þjóðhátíðar í Vestmannaeyj- um, segir að flutningsgetan ráði stærð þjóðhátíðar þegar ásóknin er hvað mest eins og raunin er nú. „Við fylgjumst ekki með miðasölu frá degi til dags, en samkvæmt þeim upplýs- ingum sem við höfum verður aðsókn- in mjög mikil,“ segir hann. Oxfordsteinn Breskur stíll í steinlögnum. Kynntu þér spennandi hugmyndir fyrir garðinn þinn á www.bmvalla.is Söludeild { Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050 www.bmvalla.is Víkingaskipið íslendingur er komið til Norris Point „Hvarvetna er tekið á móti áhöfninni með brosi“ VÍKINGASKIPIÐ íslendingur kom til hafnar í Norris Point á Nýfundnalandi í gærkvöld, en þar mun skipið vera þar til á morgun. Samkvæmt skipsdagbók var gott í sjóinn í gær, himinn heiðskír og sigldi skipið á 5 til 8 mílna hraða í vestan golu. I fyrradag kom íslendingur til hafnar í sjávarþorpinu Port aux Choix skömmu fyrir hádegi. í dag- bókinni segir að móttökurnar þar hafi verið höfðinglegar. „Hópur báta sigldi til móts við okkur og nokkur fjöldi fólks beið á bryggjunni til að bjóða okkur vel- komin,“ segir í dagbókinni. „Undir- búningsnefndin á Nýfundnalandi hefur skipulagt mjög skemmtilega tónlistardagskrá sem verður í boði í hverri höfn sem Islendingur kem- ur til á Nýfundnalandi, en þar er síðasta höfnin Port de Grave dag- ana 20.-21. ágúst. Almenningur sýnir skipinu mikinn áhuga Rúmlega fjöratíu manns koma fram í tónlistardagskránni og ferð- ast hópurinn landleiðina á milli hafna með allan nauðsynlegan bún- að eins og búninga og hljóðkerfi í farteskinu. Dagskráin á hverjum stað endar með tilkomumikilli flug- eldasýningu. Á meðal tónlistar- mannanna era margir vinsælustu og þekktustu tónlistarmenn Ný- fundnalands og Kanada. íslendingur er almenningi til sýnis í öllum höfnum og er ánægju- legt að sjá hversu margir notfæra sér það tækifæri og fá um leið upp- lýsingar frá áhöfninni um bygg- ingu skipsins og hlutverk skipa eins og Islendings á víkingatíman- um. Að auki sigla sex manna hópar með íslendingi milli hafna, þar af þrír vanir siglingamenn í hverjum hópi. Áhöfn íslendings er snortin af þeim hlýju móttökum sem hún hef- ur fengið á Nýfundnalandi. Hvar- vetna er áhöfninni mætt með brosi og faðmlögum. Sjávarútvegur er stór hluti af lífi þjóðanna beggja sem greinilega eiga mjög margt sameiginlegt."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.