Morgunblaðið - 02.08.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.08.2000, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimdellingar meina fólki aðgang að álagningarskrám Morgunblaðið/Kristinn Haukur Örn Birgisson, stjórnarmaður í Heimdalli, reynir að hindra aðgang að skattskrám. En ekki voru allir tilbúnir til að hlusta á sjónarmið Heimdellinga. Atök í húsakynnum skattstjórans Reykjavík ÞAÐ kom til ryskinga í húsakynnum skattstjórans í Reykjavík í gær, þeg- ar einstaklingum sem áhuga höfðu á að skoða álagningarskrár um tekju- og eignaskatt, var meinaður aðgang- ur af stjómarmeðlimum í Heimdalli. Félagið telur birtingu upplýsinga um álagðan tekju- og eignaskatt einstak- linga vera brot á friðhelgi einkalífsins. „Það hefur verið þó nokkur pirr- ingur á svæðingu og menn hafa kvart- að í afgreiðsluna. Einhverjir hafa beitt handafli til að bola okkur í burtu og draga stóla okkar út á mitt gólf. Við höfum reynt að standa í þeim en þegar menn hafa beitt svona brögð- um þá höfum við bara gefið eftir því við höfum ekki viljað lenda í einhverj- um alvarlegum handalögmálum," sagði Björgvin Guðmundsson, vara- formaður Heimdallar, í samtaii við Morgunblaðið í gærdag. Björgvin fól í mars sl. lögmanni sín- um, Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl., að senda skattframtal sitt skattstjór- anum í Reykjavík með þeim skilmál- um að almenningi yrði ekki veittur aðgangur að þeim upplýsingum sem fram koma. Skattstjórinn komst að þeirri nið- urstöðu að það væri lagaleg skylda hans að birta þessar upplýsingar. Björgvin hefur áfrýjað þeirri niður- stöðu til ríkisskattstjóra og hyggst fara dómstólaleið ef hann kemst að sömu niðurstöðu og skattstjórinn í Reykjavík. Einnig stefna Heimdell- ingar á að þrýsta á þingmenn flokks- ins að beita sér fyrir breytingum í lagasetningu en ákvæði um birtingu álagningaskrár er að finna í 98. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt frá 1981. Viðkvæmar upplýsingar um fjárhag einstaklinga „Við viijum benda á að það er ekki sjálfsagður hlutur að hafa þessar upp- lýsingar til sýnis. Þetta eru oft við- kvæmar upplýsingar um fjárhag ein- staklinga og það ber að vemda þessar upplýsingar eins og hveijar aðrar persónuupplýsingar. Þetta eru leyni- legar upplýsingar sem þagnarskylda á að ríkja um eins og um aðrar pers- ónulegar upplýsingar sem ríkisvaldið hefur undir höndum.“ Björgvin segir að þau rök sem hef- ur verið haldið á lofti um að birting þessara upplýsinga hafi vamaðar- áhrif gegn skattsvikum standist ekki. Samanburður milli landa sem birti þessar upplýsingar og þeirra sem geri það ekki sýni ekki einhvem gremÚegan mun á skattsvikum í við- komandi löndum. Björgvin bendir á að í niðurstöðum starfshóps sem fjármálaráðuneytið skipaði fyrir tveimur árum segir að upplýsingar úr álagningarskrám hafi „andstætt því sem til stóð í upphafi, hin síðustu ár fyrst og fremst verið notaðar í viðskiptalegum tilgangi, sem söluvara.“ Þama segir Björgvin að átt sé við t.d. að fyrirtæki sem selja vöra og þjónustu flokki fólk eftir laun- um og nái þannig til hátekjufólks. í niðurstöðum starfshópsins sem fjármálaráðherra skipaði árið 1998 leggur hann til að fyrrgreint laga- ákvæði verði fellt niður. Telur starfs- hópurinn að álagningarskrár séu bráðabirgðaskrár sem einungis skuli nota sem vinnuskjöl fyrir skattayfir- völd. Skattskrár skuli hins vegar lagðar fram en starfshópurinn leggur til að afla verði heimild tölvunefndar fyrir allri notkun upplýsinga úr skatt- skrá annarri en útgáfu þeirra og birt- ingu með þeim hætti sem þær koma fram í skránni. Björgvin segir Heimdellinga einnig á móti framlagningu skattskrár af sömu ástæðu og framlagningu álagn- ingarskrár. Seyðisfjörður Ný flot- girðing yfir E1 Grillo NÝRRI flotgirðingu var nýverið komið fyrir á Seyðisfirði, fyrir of- an skipið E1 Grillo, sem liggur á botni sjávar og hefur lengi lekið olíu. Girðingunni er ætlað að koma í veg fyrir útbreiðslu olíunn- ar og þá mengun sem henni fylgir. Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að á ríkisstjórnarfundi í vor hafi verið ákveðið að verja 2,1 milljón króna til þessa verkefnis í sumar. „Þar af kostaði þessi flot- girðing um eina milljón króna,“ segir hann. Ingimar segir að nú sé verið að Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Flotgirðingunni er ætlað að hindra útbreiðslu oliunnar sem lekur úr EI Grillo. meta hvort þörf sé stærri girðing- ar. „Hollustuvernd hefur yfir að ráða mjög stórri girðingu sem er til taks ef á þarf að halda. Spurn- ingin er hvort henni á að koma fyrir á Seyðisfirði, en sú er yfir helmingi stærri en þessi sem nú er,“ segir hann. Ingimar segir að málinu hafi verið vísað til fjárveitingarvalds- ins og það verði tekið fyrir við gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Mikil aðsókn til Vest- mannaeyja UPPSELT er til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina hjá Herjólfi og Flugfélagi fslands, en 19 flugvélar frá félaginu fljúga þangað á föstudag. Ákveðið hefur verið að bæta við ferð- um og hefur félagið fjölgað ferðum til Vestmannaeyja á fimmtudag. Einnig er nokkuð um bókanir á miðvikudag, samkvæmt upplýsingum frá Flugfé- lagi íslands. Lítið er til af miðum með Herjólfi og ekki er hægt að komast til baka með skipinu fyrr en á þriðjudag. Ólafur Guðjónsson, framkvæmda- stjóri þjóðhátíðar í Vestmannaeyj- um, segir að flutningsgetan ráði stærð þjóðhátíðar þegar ásóknin er hvað mest eins og raunin er nú. „Við fylgjumst ekki með miðasölu frá degi til dags, en samkvæmt þeim upplýs- ingum sem við höfum verður aðsókn- in mjög mikil,“ segir hann. Oxfordsteinn Breskur stíll í steinlögnum. Kynntu þér spennandi hugmyndir fyrir garðinn þinn á www.bmvalla.is Söludeild { Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050 www.bmvalla.is Víkingaskipið íslendingur er komið til Norris Point „Hvarvetna er tekið á móti áhöfninni með brosi“ VÍKINGASKIPIÐ íslendingur kom til hafnar í Norris Point á Nýfundnalandi í gærkvöld, en þar mun skipið vera þar til á morgun. Samkvæmt skipsdagbók var gott í sjóinn í gær, himinn heiðskír og sigldi skipið á 5 til 8 mílna hraða í vestan golu. I fyrradag kom íslendingur til hafnar í sjávarþorpinu Port aux Choix skömmu fyrir hádegi. í dag- bókinni segir að móttökurnar þar hafi verið höfðinglegar. „Hópur báta sigldi til móts við okkur og nokkur fjöldi fólks beið á bryggjunni til að bjóða okkur vel- komin,“ segir í dagbókinni. „Undir- búningsnefndin á Nýfundnalandi hefur skipulagt mjög skemmtilega tónlistardagskrá sem verður í boði í hverri höfn sem Islendingur kem- ur til á Nýfundnalandi, en þar er síðasta höfnin Port de Grave dag- ana 20.-21. ágúst. Almenningur sýnir skipinu mikinn áhuga Rúmlega fjöratíu manns koma fram í tónlistardagskránni og ferð- ast hópurinn landleiðina á milli hafna með allan nauðsynlegan bún- að eins og búninga og hljóðkerfi í farteskinu. Dagskráin á hverjum stað endar með tilkomumikilli flug- eldasýningu. Á meðal tónlistar- mannanna era margir vinsælustu og þekktustu tónlistarmenn Ný- fundnalands og Kanada. íslendingur er almenningi til sýnis í öllum höfnum og er ánægju- legt að sjá hversu margir notfæra sér það tækifæri og fá um leið upp- lýsingar frá áhöfninni um bygg- ingu skipsins og hlutverk skipa eins og Islendings á víkingatíman- um. Að auki sigla sex manna hópar með íslendingi milli hafna, þar af þrír vanir siglingamenn í hverjum hópi. Áhöfn íslendings er snortin af þeim hlýju móttökum sem hún hef- ur fengið á Nýfundnalandi. Hvar- vetna er áhöfninni mætt með brosi og faðmlögum. Sjávarútvegur er stór hluti af lífi þjóðanna beggja sem greinilega eiga mjög margt sameiginlegt."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.