Morgunblaðið - 13.08.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 13.08.2000, Síða 1
TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Milljónir heimilislausar vegna flóða í Indlandi og Bangladesh Ottast útbreiðslu farsótta TALIN er mikil hætta á að farsóttir komi upp á flóðasvæðunum í norð- austurhluta Indlands, Bangladesh, Bhutan og Nepal en þar er vatnið nú sums staðar tekið að sjatna, að sögn fréttavefjar BBC í gær. Ljóst er að minnst 120 manns hafa farist og meira en fimm milljónir manna eru heimilislausar vegna monsún-rign- inganna. Margir úr röðum hinna nauð- stöddu þjást nú af húðsjúkdómum og niðurgangi. Einnig eru dæmi um malaríu. Tugþúsundir manna hafast við í bráðabirgðaskýlum og er víða skortur á mat og hreinu drykkjar- vatni. Segja læknar að vaxandi hætta sé á að kólera stingi sér niður meðal fólksins þegar það snúi aftur til þorpa sinna. „Miklum áhyggjum veldur að umhverfið verður mengað og vatns- ból full af sorpi og leðju,“ sagði emb- ættismaður heilbrigðisyfirvalda í sambandsríkinu Assam. Talsmaður Alþjóðasambands Rauða krossfélag- Málverkafölsun Aðstoð í Páfagarði? Rdra. The Daily Telegraph. GRUNUR leikur á að starfs- menn Páfagarðs hafi átt aðild að umsvifamiklum málverkafóls- unum. Að sögn dagblaðsins II Messagero í Róm rannsaka yfir- völd nú allmörg listaverk í eigu Michele Basso, háttsetts klerks er eitt sinn veitti forstöðu slg'alasafni Páfagarðs og vel- ferðarsjóði fyrir klerka. Sjálfur segir Basso að verkin séu hans eign og hann sé saklaust fómar- lamb manna sem séu að reyna að sverta sig. Blaðið segir að málverkin, sem nú sé verið að rannsaka, séu sögð vera eftir meistara á borð við Michelangelo, Guercino og Giambologna. Sé álitið að föls- unarmálið tengist umfangs- miklu peningaþvætti. Fjölda falsaðra listaverka sé smyglað inn í Páfagarð þar sem útbúin séu vottorð um að þau sé ósvikin og síðan séu þau seld til annarra ríkja. Lögreglan rakst á stafla af óútfylltum vottorðum frá Páfa- garði hjá lögfræðingi í Napólí. Páfagarður er algerlega sjálf- stætt ríki. Merkir það m.a. að ít- alska lögreglan getur ekki rannsakað verk sem þar eru varðveitt. anna sagði að staðið vatn á hörm- ungasvæðunum yrði mjög heppilegt fyrir moskítóflugur er dreifa malar- íunni meðal fólks með biti sínu. Stjómvöld í Assam hafa sent fjölda lækna og hjúkrunarfræðinga til að aðstoða fólk á flóðasvæðunum. Rauði krossinn hefur sent út beiðni um 3,5 milljón dollara, um 280 milljónir króna, vegna ástandsins. Víða þarf auk þess að endurreisa samgöngu- kerfið, varnargarðar, brýr og vegir hafa skolast burt. Kornuppskera er JENS Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, greindi frá því á föstudag að hugsanlegt væri að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin um það í Noregi hvort landið ger- ist aðili að Evrópusambandinu (ESB) árið 2005. „Ef til vill á næsta þingi (2001-2005),“ sagði Stoltenberg í viðtali við danska verkalýðstímaritið Fagbladet. Norðmenn hafa tvívegis hafnað ónýt og íbúarnir, sem aðallega eru fá- tækir bændur, verða því á næstunni háðir matargjöfum. Lækkandi vatnsborð í Bramapútra I Bangladesh er ástandið verst við fljótin Jamuna og Padma, fjölmörg þorp eru stórskemmd eða horfin og hafa þar um 700 þúsund manns orðið að flýja tU svæða sem eru hærra yfir sjávarmáli, að sögn AFP-fréttastof- unnar. aðild að ESB, fyrst árið 1972 og síðan aftur árið 1994 en samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum er fjöldi fylgjenda aðildar u.þ.b. jafn þeim sem eru andvígir aðild. Könn- un sem gerð var í maí sýndi að tæp 47% kjósenda eru hlynnt aðild og önnur könnun sem framkvæmd var nýlega sýndi fram á að 42% væru andvíg en 37% fylgjandi aðild. Stoltenberg, sem er fylgjandi að- Höfuðborgin Dhaka hefur ekki fai-ið varhluta af flóðunum, víða streymir vatnið um götumar og hef- ur flaumurinn þar blandast vatni úr holræsum. Vatnsborð hefur hins veg- ar lækkað nokkuð í Bramapútra og fleiri fljótum í norður- og vesturhér- uðunum en um leið eykst straumur- inn á svæðunum sunnar, við Bengal- flóann. Spáð var fremur lítilli rigningu í gær í mestum hluta lands- ins næsta sólarhringinn nema í Chittagong og fleiri strandhéruðum. ild, hefur lýst því yfir að hann vildi vera allt að því 100% öruggur um að kjósendur samþykktu aðild áður en boðað yrði til þjóðaratkvæða- greiðslu. Hefur hann jafnframt verið tregur til að vekja máls á fyrirhugaðri aðild að sambandinu fyrir þingkosningar, sem halda á á næsta ári, af ótta við að það kunni að afla fylgis við flokka sem eru á móti. Við Svartafoss í Öræfum Morgunblaðið/RAX Aðild Noregs að Evrópusambandinu Þjdðaratkvæðagreiðsla hug’sanleg árið 2005 Kaupmannahöfn. Reuters. HVAÐ ER TIL RÁÐA? Ánægju- legra að glíma við góðæri en halla- rekstur 20 SALA Á FISKIGEGN- UM SÍMA OG NETIÐ Tyrknesk handbók Konur barðar af varkárni Ankara. The Daily Telegraph. MIKLAR deilur eru nú í Tyrk- landi vegna þess að ríkisstyrkt trúarbragðastofnun bókstafs- trúaðra múslima hefur gefið út handbók þar sem körlum er sagt að berja konur sínar, stunda fjöl- kvæni og hunsa getnaðarvarnir. Flestir Tyrkir eru íslamstrúar en yfirleitt hófsamir og ríkið sjálft er ekki byggt á trúarbrögðum. Sagt er í handbókinni að ekki sé ráðlegt að „berja konuna í andlitið" en dangla frekar var- lega í aðra líkamshluta. Einnig segir að karl megi taka sér aðra konu ef eiginkonan sé veik eða þá að hann hafi ekki efni á vinnu- konu. Einnig segir að tónlist sé syndsamleg vegna þess að hún æsi kynhvötina. Brjóstastækkun og notkun á hárkollu sé einnig synd. „Þetta er hneyksli fyrir ríkis- stjórn sem segist stefna að aðild að Evrópusambandinu. Þetta jaðrar við vitfirringu," segir Ferda Cilalioglu, kona og félagi í Þjóðlega lýðveldisflokknum sem er veraldlegur flokkur. Filippseyjar Felldir með sveðjum Zamboanga á Filippscyjum. AFP. FÉLAGAR í kristnum sér- trúarflokki lentu í átökum við herlið á Filippseyjum í gær og féllu tuttugu manns, þar af 16 úr trúflokknum. Hermenn- irnir voru að reyna að hand- taka leiðtoga hópsins er ráð- ist var á þá með sveðjum, að sögn talsmanns stjórnvalda, Charlemagne Batayola. Talsmaðurinn sagði að leið- toginn, Alfredo Opsiona, ætti yfir höfði sér ákæru vegna glæpa en útskýrði ekki nánar í hverju þeir fælust. Nokkrir hópar ofstækis- manna í suðurhluta landsins, svonefndir Tad-tad, hafa ver- ið athafnasamir frá því á átt- unda áratugnum. Taka þeir oft andstæðinga sína af lífi með sveðjum. Arum saman hafa geisað átök á svæðinu, aðallega milli kristinna og múslima sem vilja stofna eig- ið ríki. Hafa mannréttinda- samtök sakað stjórnvöld um að nota Tad-tad hópana sem skæruliða gegn múslimum og marxistahópum. MORGUNBLAÐIÐ 13. ÁGÚST 2000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.