Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLADIÐ VIKAN 6/8-12/8 Mannskætt flugslys LÍTIL flugvél fórst á mánudagskvöld er hún hrapaði í Skerjafjörð. Fjórir af þeim sex sem í vélinni voru eru látnir. Tveh- liggja enn þungt haldnir á spít- ala. Vélin var að koma inn til lendingar úr norðri þegar flugmaður hennar fékk fyrirmæli frá flugtumi um að hætta við lendingu. Hann hækkaði flugið og beygði til suðvesturs. Stuttu síðar til- kynnti flugmaðurinn um vélarbilun. Skömmu síðar féll vélin í sjóinn. Fjögur banaslys ÞÝSK kona lést á sunnudag þegar bif- reið hennar lenti í hörðum árekstri við rútu. Sama dag drukknaði ungur drengur í sumarbústaðalandi í Stafa- fellsfjöllum í Lóni. Á mánudagskvöld varð árekstur á mótum Þrengslavegar og Suðurlandsvegar. Stúlka sem slas- aðist í árekstrinum lést á fimmtudag- inn. Fólksbíll og gámaflutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi milli Hellu og Hvolsvallar á miðvikudag. Maður og stúlka létust í árekstrinum. ► REYKJAVÍKURBORG og Landssíminn deildu hart í vikunni um samning borgarinnar við Línu.net. Landssíminn vill að lagn- ing ljósleiðarakerfís í grunnskóla borgarinnar verði boðin út. Borgar- stjóri segir það mat borg- aryfirvalda að Landssím- inn geti ekki sinnt þessari þjónustu nú þegar. ► Húðsjúkdómalæknar segja þess dæmi að sjúkl- ingar hafi ekki getað leyst út lyf við sveppasýkingum vegna þess hve dýr lyfin séu. Samkv. nýrri reglu- gerð hætti TR að niður- greiða sveppalyf í júní. ► FORSETI íslands og forsætisráðherra fóru báð- ir í opinberar heimsóknir í vikunni. Ólafur Ragnar Grímsson var m.a. á Is- Iendingaslóðum f Kanada og Davíð Oddsson heim- sótti Noreg. Davíð sagði að forsendur væru fyrir þvf að íslendingar hæfu hvalveiðar á ný. ► NÝ olíugirðing verður reist í kringum olíubirgða- skipið E1 Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar en ol- fuleki úr flaki þess er meiri en búist var við. Flotgirðingin kostar um tvær milljónir. ► HLAUP hófst í Skaftá að kvöldi laugardagsins 5. ágúst. Hlaupið, sem kom úr vestari sigkatli Skaftá- rjökuls, náði hámarki aðfaranótt mánudags. í hlaupinu tók af veginn inn í Skaftárdal og hópur fólks varð um leið innlyksa. Annað hlaup er nú nýhaf- ið. Það er mun stærra en hið fyrra. Neysluvísitala lækkar um 0,5% Boðið í Hótel Valhöll JÓN Ragnarsson, aðaleigandi Hótel Valhallar á Þingvöllum, kveðst hafa skrifað undir bindandi samning um sölu á Hótel Valhöll við kaupanda í Mónakó. Kaupverðið mun vera um 460 milljónir króna. Bjöm Bjamason, menntamálaráðherra, telur það besta kostinn að ríkið eignist hótelið en Bjöm telur að ríkið eigi þegar hluta þess. SAMKVÆMT mælingum Hagstof- unnar lækkaði vísitaia neysluverðs um 0,5% milli júlí og ágúst. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, segist ánægður með þessa þróun. Þetta bendi til þess að dregið hafl úr þenslu. Hann sér þess merki að jafnvægi sé að nást í þjóðar- búskapnum. Sprengjutilræði í Rússlandi LÖGREGLA í Rússlandi hafði mikinn viðbúnað í vikunni vegna sprengju- tilræðis í Moskvu á þriðjudag er varð átta manns að bana og slasaði um 100 manns. Gerð var meðal annars skipu- leg leit í kjöllurum og bflum sem þóttu grunsamlegir enda óttast að ný hrina tilræða gæti verið i aðsigi. í fyrstu var fullyrt að tilræðismennimir hefðu verið Tsjetsjenar og handteknir voru tveir menn, annar þeirra Tsjetsjeni. Á fimmtudag viðurkenndi lögreglan á hinn bóginn að hún hefði engar vís- bendingar um það hverjir hefðu verið að verki og áðumefndum mönnum mun hafa verið sleppt. Talsmenn upp- reisnarhreyfmgar Tsjetsjena vísuðu því strax á bug að þeirra menn hefðu staðið fyrir árásinni sem var gerð í fjölförnum undirgöngum. Rússneskar herflugvélar vörpuðu sprengjum á stöðvar uppreisnar- manna í Tsjetsjníu á fimmtudag á svæðum sem Rússar hafa lengi fullyrt að séu tryggilega á valdi þeirra. Lieberman varaforsetaefni AL Gore, forsetaframbjóðandi flokks demókrata í Bandaríkjunum, skýrði frá því á þriðjudag að hann hefði valið öldungadeildarþingmanninn Joseph Lieberman sem varaforsetaefni sitt. Lieberman er þingmaður fyrir Conn- ecticut og þykir mjög snjall stjóm- málamaður en sjónarmið hans í mörg- um málum þykja langt til hægri miðað við flesta flokksbræður hans. Hann varð fyrstur þingmanna demókrata til að gagnrýna opinberlega framhjáhald Bills Clintons forseta með Monicu Lewinsky. Lieberman er strangtrúaður gyð- ingur og hefur maður af þeim trú- flokki aldrei fyrr verið varaforseta- efni öflugs stjómmálaflokks vestra. ► FORSETI Indónesíu, Abdurrahman Wahid, fól á miðvikudag varaforseta landsins, Megawati Sukarnoputri, að annast dagleg stjórnstörf. Var ákvörðuninni ákaft fagnað á þingi en Wahid er mjög heilsuveill og nær blindur. Hefur hann verið gagn- rýndur ákaft fyrir Iélega stjórn efnahagsmála. ► UM þúsund líbanskir her- og lögreglumenn héldu inn í suðurhluta landsins á miðvikudag og tóku þar við störfum en Israelar hemámu svæðið fyrir 22 árum. Þeir yfir- gáfu það í skyndingu. ► RANNSÓKNARMENN flugslysa í Frakklandi sögðu á fimmtudag að um 40 sentimetra aðskotahlut- ur á flugbraut Concorde- vélarinnar, sem fórst í flugtaki fyrir skömmu, hefði sennilega verið orsök þess að vélin fórst. Hefði spmngið á hjólbarða sem lenti á hlutnum og brot úr barðanum síðan gert gat á eldsneytistank og þá kviknað f honum. ► ENN var sorfið að ír- önskum umbótasinnum í vikunni er blaðamaður úr þeirra röðum var hand- tekinn. Maðurinn hefur stutt umbætur Mohamm- ads Khatamis forseta en íhaldssamir bókstafstrúar- menn hafa enn yfirhöndina í stjómkerfinu, þrátt fyrir mikla kosningasigra um- bótasinna. Æðstiklerkur- inn Ali Khamenei gagn- rýnir einnig erlenda íjölmiðla hart og segir þá dreifa lygum um Iran. Leifshátíð vel sótt RÚMLEGA 1.000 gestir voru komnir á Leifshátíð á Eiríksstöð- um um hádegsibilið í gær og streymdu enn gestir inn á hátíðar- svæðið í Haukadalnum. Sigurður Rúnar Friðjónsson, oddviti Dala- byggðar og nefndarmaður í Eir- íksstaðanefnd, sem hefur veg og vanda af hátíðinni, sagði að öll skipulagning hefði gengið mjög vel og að dagskráin hefði gengið að óskum. Stytta af Leifi Eiríkssyni afhjúpuð Sigurður sagði að hápunktur dagskrárinnar hefði venð um miðj- an dag þegar Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra hefði flutt hátíð- arræðu og Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Islands, hefði afhjúpað styttu af Leifi Eiríkssyni, fyrir framan bæjarstæði Eiríksstaða. I ræðu sinni fjallaði Halldór m.a. um það hversu mikilvægan sess Eiríksstaður hefði í lífi íslendinga. „Hér var bú og heimili Eiríks rauða og áþessum stað leit einn fræknasti sonur íslands, Leifur Eiríksson, dagsins ljós og héðan héldu þeir feðgar á vit nýrra ævin- týra,“ sagði Halldór. „Eiríksstaðir í Haukadal eru þannig merkur við- komustaður í heimsferðum Evrópumanna og fæðingarstaður fyrsta Evrópumannsins sem stýrði skipi til meginlandsins í vestri og sté þar á land með búsetu fyrir augum.“ Halldór sagði að þessi hlýlegi bæjarstaður í djúpum, gróskumikl- um og mildilegum dal væri mikil- vægur og eftirminnilegur áfangi á þessari ævintýrabraut veraldar- sögunnar: „Ævintýra- og afreks- braut sem snertir okkur Islendinga djúpt og er inngróinn þáttur í sjálfsmynd okkar, menningu og sögu sem einstaklinga og sem þjóð- ar. í ljósi sögu síðari alda er saga Eiríksstaðafjölskyldunnar, Eiríks, Þjóðhildar og Leifs, - og ekki síður þeirra Þorfinns og Guðríðar, þátt- ur í örlagamótun mannkyns á síð- ustu þúsund árum.“ í ræðu sinni varð Halldóri tíð- rætt um mikilvægi þess að ísland hefði samvinnu við aðrar Evrópu- þjóðir. „Við erum norræn þjóð, við erum Evrópuþjóð. Við höfum átt mesta og besta samvinnu við þessar þjóð- ir á sviði menningar og viðskipta. Þeirra þróun er samofin okkar. Við hljótum því að leitast við að tryggja stöðu okkar í síbreytilegri Evrópu og takast á við krefjandi spurningar, takast á við framtíð- ina. í þessum nýja heimi á nýrri öld eru lykilorðin tvö: samvinna og þátttaka. Ræddi mikilvægi evrópskrar samvinnu Við eigum að taka þátt í að skapa okkur sjálfum bjarta framtíð í sam- vinnu við nágrannaþjóðirnar og með þátttöku í sameiginlegri veg- ferð.'Við getum ekki annast okkar eigin hagsmuni eða mótað okkar eigin framtíð, staðið á rétti okkar og sótt okkar hlut, eða unnið okkar eigin sjálfstæðisbaráttu, án þessar- ar samvinnu og þátttöku." Listhús 101 opnað í kjör- búð Vestur- bæjar GALLERÍ Listhús 101 var opnað í Kjörbúð Vesturbæjar í gær og reið vesturbæingurinn Haukur Dór á vaðið. Gallerfið er í einum glugga verslunarinnar og sjást hér listamaðurinn og Heimir Fjeldsted, kaupmaður á horninu, skömmu fyrir opnunina í gær. Heimir sagði að kalla mætti sýningu Hauks Dórs afmælissýn- ingu því að hann yrði sextugur eftir nokkra daga. Hann sagði að krydd þyrfti í tilveruna í Vestur- bænum. Þar væri mikið um lista- menn og annað gott fólk, sem ekki nærðist eingöngu á matvöru, og því hefði hann ákveðið að opna þetta gallerí. Hann sagði að þegar væru komnar þrjár næstu sýningar í Gallerí 101. Séra Halldór Reynisson, sókn- arprestur í Neskirkju, flutti ávarp við opnun gallerísins, Reynir Jón- asson organisti lék á harmonikku, Karl Guðmundsson leikari las ljóð í eigin þýðingu og Ragnhildur Pála Ólafsdóttir las eigin ljóð. Húðsjúkdómalæknir segir kostnað við sveppalyf sjúklingum ofviða Sparað vegna þess að sjúkdómurinn er algengur BÁRÐUR Sigurgeirsson húðsjúk- dómalæknir segir að það færist í vöxt að sjúklingar eigi í vandræðum með að standa straum af kostnaði vegna fótsveppasýkinga. Nýlegar reglugerðarbreytingar geri það að verkum að sjúklingar hafi jafnvel brugðið á það ráð að láta kaupa lyf fyrir sig erlendis, án lyfseðils eða til- vísunar lækna. Bárður varar eind- regið við því að fólk kaupi eða noti slík lyf án eftirlits læknis. Misskilningur ráðherra í Morgunblaðinu í gær sagði Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra að komið væri til móts við þá tekjulægstu og þá sem þjást af lang- varandi fótsveppasýkingum með út- gáfu lyfjaskírteinis. Bárður segir að í ummælum ráðherra gæti líklega misskilnings. „Reglugerðin tekur ekki til lyfja þar sem Trygginga- stofnun tekur ekki þátt í kostnaði eins og á við um sveppalyfm," segir Bárður. Sjúklingar eigi reyndar kost á að sækja um lyfjaskirteini eftir tveggja mánaða meðferð en þá hafa þeir reitt fram a.m.k. 20.000 Iít. Þann kostnað þurfa þeir að greiða úr eigin vasa og það er mörgum erfitt. „Þess eru dæmi að fólk sem þarf á lyfjun- um að halda getur ekki nýtt sér þau vegna kostnaðar," segir Bárður. Læknar hafa sótt um undanþágur fyrir tekjulága einstaklinga en feng- ið neitun. Kaupa lyfin í útlöndum í starfi sínu meðhöndlar Bárður marga sjúklinga sem þjást af fót- svepp. Hann segist hafa orðið tals- vert var við að sjúklingar hafi átt í erfiðleikum með að standa straum af lyfjakostnaði vegna fótsveppasýk- inga. Margir hafi jafnvel brugðið á það ráð að láta kaupa lyfin fyrir sig erlendis, t.d. á Spáni þar sem þau eru ódýrari en hér auk þess sem lyfjareglur eru íýmri. Lyfjanna er síðan neytt án nokkurs samráðs við lækni. Slíkt sé afar óheppilegt. Hjá sjúklingum sem taka mörg lyf geta orðið milliverkanir á milli lyfja og því brýnt að sjúklingar ráðfæri sig við lækni áður lyfjanna er neytt. Bárður segir það reyndar óeðli- legt hve miklu muni á lyfjaverði hér á landi og í nágrannalöndunum. Á því þurfi að leita skýringa. Sýkingar algengari hér á landi Ingibjörg Pálmadóttir sagði í Morgunblaðinu í gær að ein af ástæðunum fyrir því að ákveðið hefði verið að hætta niðurgreiðslum á sveppalyfjum væri sú að draga þyrfti úr notkun þeirra hér á landi en hún væri margfalt meiri en í nágranna- löndum okkar. Bárður segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar. Notkun sveppalyfja sé e.t.v. meiri hér á landi, en þó muni ekki eins miklu og ráðherri vill láta í veðri vaka. Það sé t.d. ekki rétt að notkunin sé rúmlega fjórum sinnum meiri hér en í Dan- mörku. Ákveðið sveppalyf sé mikið notað á íslandi og þar er munurinn um fjórfaldur á við Danmörku. Sé lit- ið á heildarnotkun allra sveppalyfja þá sé þessi munur ekki svo mikill. Bárður bendir á að fótsveppasýking- ar séu mun algengari hér á landi en í sumum nágrannalöndunum en talið er að um 10% íslendinga þjáist af sveppasýkingum. Ein skýringanna gæti verið sú að íslendingar sæki mikið sundstaði en rannsóknir hafa sýnt að um þriðji hver karlmaður sem sækir sundlaugar sýkist. Veður- far geti einnig átt sinn þátt í tíðum sýkingum. Bárður segir undarleg rök að það verði að spara í með- höndlun sjúkdóma eingöngu vegna þess að þeir séu algengir. Nær væri að auka fræðslu um hvemig eigi að forðast sýkingu. Sparnaður megi ekki koma um of niður á sjúklingum. Bárður telur þó að ýmislegt hafi verið vel gert í lyfjamálum að undan- fömu. Það hafi t.a.m. verið framfara- spor að krefjast þess að sýni fari í ræktun áður en TR hefur þátttöku í lyfjakostnaði. Með því hafi dregið mjög úr notkun sveppalyfja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.