Morgunblaðið - 13.08.2000, Side 6

Morgunblaðið - 13.08.2000, Side 6
6 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ný umræða í Þýskalandi um viðbrögð við brölti öfgamanna til hægri LANGT er síðan umræðan um hægri öfgaflokka var síðast jafn lífleg í Þýska- landi og verið hefur und- anfarna daga. Um miðjan júlímánuð vörpuðu nýnasistar bensínsprengju inn í íbúð á flóttamannaheimili í Ludwigshafen. Ellefu ára gömul stúlka frá Kosovo hlaut alvarlega brunaáverka. Umræðan hófst þó ekki af alvöru fyrr en í lok mánaðar- ins þegar tíu manns, allt einstakling- ar frá sambandslöndum Sovétríkj- anna fyrrverandi, urðu fyrir sprengjuárás í Dússeldorf er þeir voru á leið heim úr þýskukennslu. Þótt málið sé enn óupplýst beinist grunurinn að hægri öfgamönnum þar sem meirihluti fórnarlambanna eru gyðingar. Á fyrri helmingi þessa árs skráði lögreglan í Þýskalandi yfir 5000 refsiverð athæfi sem tengjast út- lendinga- og gyðingahatri eða hægri öfgastefnu. Ofbeldismennimir eru oftast ungir menn á aldrinum 14 til 21 árs. Varla líður vika án þess að nýnasistar vinni skemmdarverk á legsteinum gyðinga í kirkjugörðum. Ráðist er á útlendinga á götum úti og þeir fáu hugrökku sem reyna að koma fórnarlömbunum til hjálpar geta átt það á hættu að vera barðir til óbóta. Nýnasistar ráðast á heimil- islausa og heimili flóttamanna og vinna skemmdarverk á tyrkneskum skyndibitastöðum. Arftakar Þjóðernissósíalista Margir hinna ofbeldishneigðu nýnasista eiga í samskiptum við hægri öfgaflokkinn NPD. Hinn „lýð- ræðislegi þjóðernisflokkur Þýska- lands“ var stofnaður árið 1964 en meðal stofnenda voru fjölmargir fyrrverandi þjóðernissósíalistar. Á sjöunda áratugnum hlaut flokkurinn allt að því tíu prósenta fylgi og í kjölfarið sátu fulltrúar flokksins á þingum nokkurra sambandslanda. Þegar á sjöunda áratugnum komu fram kröfur um að flokkurinn yrði bannaður. í undanförnum kosning- um hefur NPD fengið lítið meira en eitt prósent atkvæða en hægri öfga- flokkar hafa að meðaltali samtals 4 prósent fylgi. í kjölfar dvínandi fylg- is hefur NPD lagt aukna áherslu á átök á götum úti og fánagöngur og er fyrirferðarmikill í fjölmiðlum sök- um uppákoma flokksmeðlima. Á undanförnum árum hefur Netið verið mikilvægasta samskiptatæki þýskra nýnasista en þar er skipst á upplýsingum, aðgerðir skipulagðar, áróðri dreift svo og svonefndum „dauðalistum" sem bera nöfn stjórn- málamanna, listamanna, blaða- manna og forystumanna verkalýðs- félaga. Meðlimir NPD eru um 6000 talsins og flokkurinn lítur á sig sem byltingarhreyfingu og álítur þjóð- emissósíalismann æðstu tegund mannlegs samlífis. Á að banna NPD? I kjölfar ofbeldisverka undanfar- inna vikna og aukinnar umfjöllunar Samstaða um þörfína á baráttu gegn nýnasisma mJgé BAKSVIÐ I kjölfar nýrra ofbeldisverka sem öfgamenn til hægrí eru grunaðir um að bera ábyrgð á hefur blossað upp mikil umræða í Þýska- landi um hvað sé til ráða til að stemma stigu við slíku. Þótt fátt sé um töfralausnir, skrif- ar Davíð Kristinsson frá Berlín, er sam- staða um það meðal mikils meirihluta Þjóð- verja að ríkisstjórnin sé knúin til að veita aukið fjármagn í baráttuna gegn starfsemi nýnasista í landinu.' fjölmiðla um málið hafa stjómmála- menn verið iðnir við að setja fram tillögur um það hvernig vinna megi gegn ofbeldi hægri öfgasinna. Yfír- lýsingar þess eðlis að taka eigi harð- ar á málunum era vinsælar en laga- lega séð era þær sjaldnast auðveldar í framkvæmd auk þess sem afleiðingar slíkra aðgerða geta verið neikvæðar. Friedrich Merz, formaður þing- flokks CDU/CSU, er einn af mörg- um sem krafist hefur þess að NPD verði bannaður. Rökin á bak við slík- an málfiutning era að bann af þessu tagi erfiði aðgerðir hægri öfga- manna. Andstæðingar bannsins ef- ast um að slíkar aðgerðir skili ára- ngri á þeim forsendum að vandamálið muni einfaldlega taka á sig nýja mynd. Lagalega séð er erf- itt að ná því fram að banna stjóm- málaflokk og einungis stjórnar- skrárdómstóllinn getur úrskurðað slíkt bann. Á sjötta áratugnum vora hægri öfgaflokkurinn SRP og þýski kommúnistaflokkurinn (KPD) bann- aðir. Stjómmálaflokkar era undir verndarvæng stjórnarskrárinnar og til þess að ná fram banni nægir ekki að stjómmálaflokkur viðurkenni ekki æðstu gildi þeirrar lýðræðis- legu skipanar sem stjómarskráin kveður á um. Auk þess þarf að sýna fram á að viðkomandi flokkur hafi ÞVERSKURÐUR AFÍSLENSKRI BYGGINGARLIST Úrvals leiðsögurít um islenska byggingartist þar sem um 150 byggingar frá ýmsum tímum eru kynntar. Bókina prýðir fjöldi iitmynda, teikninga og korta. Bókin er fáanleg á íslensku, ensku og þýsku. Mál og menningl malogmenning.isl Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 virka, herskáa afstöðu til núverandi skipanar. Málaferli gegn NPD gæti tekið mörg ár og ef ríkið tapaði mál- inu hefði það neikvæðar afleiðingar í för með sér. Fyrrverandi meðlimir stjórn- málaflokka sem hafa verið bannaðir geta auðveldlega stofnað nýja flokka. Þannig var til dæmis DKP stofnaður tíu áram eftir að KPD var bannaður. Vitað er að sumir með- lima NPD vora áður flokksfélagar í hægri öfgaflokkum sem vora bann- aðir. Auðveldara er að ná fram banni á samtökum og á árunum 1992 til 1998 var rúmur tugur samtaka hægri öfgamanna bannaður. Svo virðist sem hægri öfgamenn hafi bragðist við slíkum bönnum með því að endurskipuleggja starfsemina sína og starfa þeir nú í minni hópum sem erfiðara er að ná til. Ofbeldi nýnasista hefur því ekki farið minnkandi heldur einfaldlega dreifst á minni hópa sem komist hafa í sviðsljós fjölmiðla með ofbeld- isaðgerðum sínum. Sé reynsla þessi höfð til hliðsjónar er ólíklegt að bann á NPF muni draga úr ofbeldi nýna- sista. Afstaða ríkisstjórnarinnar gagn- vart hugsanlegu banni NPD var lengst af neikvæð og lögðu fulltrúar stjórnarinnar áherslu á hinar fjöl- mörgu neikvæðu hliðar slíkra að- gerða. Stefna ríkisstjórnarinnar virðist þó hafa tekið breytingum og á fimmtudaginn tilkynnti dómsmála- ráðherrann, Herta Daubler-Gmelin (SPD), að yfirvöld myndu fara fram á bann NPD komi í ljós að lagalegar forsendur séu fyrir slíkri aðgerð. Vinnuhópur sem hafið hefur störf vegna málsins mun skila áliti um miðjan október. Hið drekkhlaðna skip Meðal annarra krafa sem komið hafa fram í umræðunni era auknar aðgerðir lögreglu svo og herðing refsinga en CSU vill að ungu fólki á aldrinum 18-21 árs sé refsað jafnt á við fullorðna. Forystumenn margra stjómmálaflokka era íylgjandi hug- myndum um að flýta dómsmálum með sama hætti og gert er í málum fótboltabullna í Frakklandi. Slíkar aðgerðir era þó engin töfralausn því slíkt er aðeins mögulegt í tilfellum þar sem óvenju skýr sönnunargögn og játun liggja fyrir auk þess sem fangelsisdómurinn getur ekki orðið meira en eitt ár. Angela Merkel, formaður CDU, hefur krafíst þess að hægri öfga- mönnum sem vinna hjá hinu opin- Reuters Áhangendur þýzka hægriöfga- flokksins NPD veifa fánum við Brandenborgarhliðið í Berlín. bera verði sagt upp störfum. Árið 1972 var tekin sú ákvörðun undir stjóm Willy Brandts (SPD) kansl- ara að ráða ekki róttæka hægri- og vinstrimenn til starfa hjá hinu opin- bera og var þeirri stefnu fylgt fram í byrjun síðasta áratugar. Árið 1995 úrskurðaði Evrópudómstóllinn að starfsbann af þessu tagi bryti í bága við lög. Samkvæmt núverandi lögum er ekki hægt að vísa opinberam starfsmönnum frá störfum þótt þeir séu meðlimir öfgaflokka sem ekki era bannaðir. Einnig hafa komið fram hug- myndir um að afnema ríkisgreiðslur til hægri öfgaflokka sem líkt og aðrir flokkar fá fjárhagsstuðning frá rík- inu til að mæta kostnaði kosninga- baráttu, hljóti viðkomandi flokkur yfir 0,5 prósent atkvæða. Hægri öfgaflokkar fá þannig milljónir marka af skattpeningum borgar- anna í sinn vasa. í Belgíu vora sett lög sem gera yfirvöldum kleift að af- nema slíkan stuðning sé sýnt fram á að stefna viðkomandi flokks sam- ræmist ekki stjórnarskrá eða mann- réttindum. Kröfur um slíkar aðgerð- ir era þó ekki fyrirferðarmiklar hjá fulltrúum hinna stóra stjórnmála- flokka enda hafa CDU, CSU og SPD oftar en einu sinni nýtt sér hræðsl- una við útlendinga í kosningabar- áttu sinni. Ekki er við öðra að búast af CSU, sem er lengst til hægri á pólitíska ásnum, en athyglisverðara er að SPD og CDU hafa á undan- förnum áram ýtt undir viðurkenn- ingu útlendingaandúðar með slag- orðum á borð við „skipið er drekkhlaðið". I kosningabaráttunni í sambands- landinu Hessen safnaði Roland Koch (CDU) undirskriftum gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um tvöfaldan ríkisborgararétt og flokksbróðir hans, Júrgen Rúttgers, fylgdi í kjölfarið með slagorðinu „Börn í stað Indverja" gegn þeim áformum ríkisstjórnarinnar að veita 10.000 erlendum tölvufræðingum at- vinnuleyfi í Þýskalandi. í júnímán- uði fór Otto Schily (SPD), innanrík- isráðherra, fram á að flóttamönnum yrði fækkað og að yfirvöld hugsuðu í auknum mæli um hagsmuni þjóðar- innar við úthlutun dvalarleyfa. Með svipuðum hætti nýtti Gerhard Schröder (SPD) sér hræðsluna við útlendinga í kosningabaráttunni 1997. Á þessu ári hefur kanslarinn þó gert áherslubreytingar eftir að ljóst varð að þýski tölvuiðnaðurinn hefur brýna þörf fyrir aðflutta sér- fræðinga. Til era dæmi þess að er- lendir tölvufræðingar hafi hafnað tilboðum um að flytjast til Þýska- lands með fjölskyldur sínar þar sem þeir óttast ofbeldi nýnasista. Vís- indastofnanir í Austur-Þýskalandi eiga erfítt með að fá til sín erlenda sérfræðinga og vitað er til þess að skiptinemar hafi hætt við áform sín um að stunda nám við þýska háskóla í kjölfar atburða undanfarinna vikna. „Evrópa án kynþáttahaturs“ Kanslarinn virðist enn tvístígandi þegar kemur að því að velja á milli þess hvort SPD eigi að reyna að ná inn atkvæðum með því að notfæra sér hræðsluna við útlendinga eða hvort mikilvægara sé að styðja við bakið á iðnaðinum, sem er háður já- kvæðri ímynd Þýskalands erlendis. Á sama tíma hefur eiginkona kansl- ararans, Doris Schröder-Köpf, ákveðið að ganga í nýstofnuð samtök gegn ofbeldi hægrimanna. Stjóm gyðinga í Þýskalandi stóð að stofnun samtakanna með stuðningi ríkis- stjórnarinnar og lista- og íþrótta- manna. Samtökin hafa fengið til liðs við sig þekkt andlit sem fordæma of- beldi nýnasista í fjölmiðlum. Meðal þeirra er tennisstjarnan fyrrverandi Boris Becker, sem er giftur blökku- konu og er tveggja bama faðir. I lok janúar þrömmuðu 600 fylgis- menn NPD í gegnum Brandenborg- arhliðið. Þetta var í fýrsta skipti frá því 1945 sem slík uppákoma á sér stað á þessu svæði og vakti atburð; urinn mikla athygli erlendis. í kjölfarið vora stofnuð samtökin „Evrópa án kynþáttahaturs" og inn- an þeirra starfa fulltrúar SPD, Græningja, PDS, verkalýðsfélag- anna, kirkjunnar og samtaka gyð- inga. CDU hefur neitað að taka þátt í samstarfinu með PDS á þeirri for- sendu að innan „Hins lýðræðislega sósíalistaflokks“ starfi vinstri öfga- menn. Afstaða CDU hefur sætt gagnrýni og bent hefur verið á að brýn þörf sé á samstöðu stjórnmála- flokkanna til að undirstrika hver sé skoðun meirihluta Þjóðverja. Of- beldishneigðir nýnasistar megi ekki fá það á tilfinninguna að þeir séu að framkvæma vilja þegjandi meiri- hluta. Samtökin mótmæltu í mars þegar NPD efndi til göngu við Brandenborgarhliðið til að sýna samstöðu með Austurríki. Þann 19. ágúst ætla um 1000 nýnasistar að taka þátt í göngu til minningar um Rudolf Hefl sem enda á fyrir framan breska sendiráðið í Berlín. Árið 1987 framdi Hefl, sem afplánaði lífstíðardóm í stríðsglæpa- fangelsinu í Spandau, sjálfsmorð. Nýnasistar draga þetta í efa og kenna Bretum um þar sem breskir hermenn gættu Hefl í fangelsinu. Nýnasistar hafa einnig tilkynnt mót- mælagöngu við Brandenborgarhlið- ið 27. janúar 2001, svo og við svæði þar sem reisa á minnisvarða um út- rýmingingarherferðina gegn gyð- ingum. Fyrrnefnd dagsetning er dagur frelsunar útrýmingarbúðanna í Auschwitz og því minningardagur um fórnarlömb helfararinnar. I kjölfar þessarar ögranar fjölgar röddum sem vilja skerða samkomu- rétt á ákveðnum svæðum. Verið er að kanna leiðir til að banna fyrirætl- aðar göngur nýnasista en fram til þessa hefur einungis verið mögulegt að banna mótmæli þegar nákvæmar upplýsingar liggja fyrir um að upp- ákoman muni ógna öryggi og reglu. Renate Kúnast, formaður Græn- ingja, segir það ekki geta verið til- fellið að takmörkun funda- og skoð- anafrelsis sé eina leiðin í baráttunni gegn nýnasistum. í stað banna yrði að taka á vanda ofbeldis og hug- myndafræði nýnasista með pólitísk- um skoðanaskiptum. Hún segir bönn hvorki minnka né koma í veg fyrir útlendingahatur og hægri öfga- stefnu. Bönn af þessu tagi gæfu ein- ungis í skyn að vandamálið væri ekki lengur til staðar. Um miðjan október ætlar þýska sambandsþingið að taka upp um- ræður um hægri öfgastefnu. Þótt fátt sé um töfralausnir er ljóst að ríkisstjórnin er knúin til að veita auknu fjármagni í baráttuna gegn nýnasisma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.