Morgunblaðið - 13.08.2000, Page 11

Morgunblaðið - 13.08.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 11 Megum ekki missa fleiri á víg- vellinum VEGNA hinna miklu og tíðu stór- slysa á vegum úti að undanförnu hafa sjónir manna óhjákvæmilega beinst að slysavörnum á þessum vettvangi. Menn spyrja sig: Hvað er hægt að gera til þess að fækk- um slysum á þjóðvegum og í þétt- býli frá því sem nú er? Ragnheið- ur Davíðsdóttir er forvarnafull- trúi Vátryggingafélags Islands. Hún var spurð hvað henni væri helst í huga þegar kæmi að spurningunni: Hvað er er til ráða? „Svarið er og hefur alltaf verið einfalt í mínum huga: Efling lög- gæslu er það eina sem dugir. Öfl- ugt umferðareftirlit. Forvarnir Fjölmargir aðilar hafa beitt sér á sviði forvarna. meðal annars höfum við hjá VÍS lagt mikla áherslu á umferðarslysaforvarnir undanfarin ár og þá einkanlega hjá aldurshópnum 16 til 20 ára. Rannsóknir okkar sýna að tjóns- slysatíðni hjá þeim sem notið hafa þessa forvarnastarfs VIS er 26% lægri en hjá öðrum jafnöldr- um þeirra. Þetta segir okkur að forvarnir virka. Öflug löggæsla og umferðareftirlit En forvarnir duga ekki einar og sér, það er ákveðinn hópur ökumanna sem aldrei næst til að þessu leytinu og það eina sem dugir á hann er öflug löggæsla og umferðareftirlit. Svo virðist sem sumir ökumenn geti leikið lausum hala úti á þjóð- vegunum og hagað sér þar að vild án þess að inn í sé gripið af löggæslunni. Til marks um þær áherslur sem yfirvöld hafa á vegalöggæslu get ég nefnt að samkvæmt skýrslu dómsmála- ráðherra í umferðaröryggismál- um sem lögð var fram á þessu ári kemur fram að 216 radarmæling- ar voru gerðar á þjóðvegum sem leiddu til kæru á síðasta ári. Scm þýðir að það var minna en ein radarmæling á dag sem leiddi til ákæru. Umferðarhraðinn ógnvaldur Umferðarhraðinn er mestur ógnvaldur vegfarenda á þjóðveg- unum og ef eitthvað ber út af eru áverkarnir á manneskjunni sem lendir í slysinu í beinu hlutfalli við hraðann. Ef menn spyrja af hverju banaslysum og alvarlegum slysum hefur fjölgað er svarið: Menn komast upp með hrað- akstur, ölvunarakstur og van- rækslu á notkun bflbelta, sem leiðir til örkumla og dauða. Minnst fjóra vegalöggæslu- bfla í hvern landsfjórðung Það sem mér finnst að ætti að gera núna er að stórefla löggæslu - ekki seinna en strax. Þar duga engar skyndilausnir sem felast í örfáum vegaeftirlitsbflum um til- tekinn tfma. Það þarf í það minnsta fjóra vegalöggæslubfla með tveimur sérhæfðum umferð- arlöggæslumönnum í hvern landsfjórðung. Síðan þarf að end- urvekja umferðardeild lög- reglunnar í Reykjavik og gera hana þannig að hún standi undir nafni sem öflug umferðar- löggæslusveit, eins og hún var á árum áður. Ég er sammála þeim hraðatak- mörkunum sem gilda í landinu ef allir færu eftir þeim reglum. Það er hins vegar til lítils að setja reglur ef ekki er séð um að þeim reglum sé framfylgt. Nú er svo komið að fólki ofbýður þetta ástand og ég skynja í fyrsta skipti ótta hjá fólki. Við megum ekki missa fleiri mannslíf á „vígvelli" gatna og þjóðvega.“ Ógæfuspor að hækka hámarkshraða „ÞAÐ hafa mörg mál verið uppi á borðinu hjá okk- ur í Umferðarráði og margt sem þarf að skoða. Það er ekki tímabært að rekja margt af því sem skoðað hefur verið, en ég get þó sagt að við staðnæmumst gjarnan við þátt lögreglunnar. Það eru allir sam- mála um að meiri löggæslu er þörf,“ sagði Oli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, í samtali við Morgunblaðið. „Það er engin gagnrýni á lögregluna fólgin í orð- um mínum, þjóðfélagið beinlínis ætlast til þess að löggæsla verði aukin í umferðinni. Þá tel ég að það verði að skoða það gaumgæfílega hvort ekki sé rétt að hækka sektir og auka refsingar fyrir umferðar- lagabrot, en hlutimir verða að vera í réttu sam- hengi og væri slíkt til lítils ef ekki kæmi til hin aukna löggæsla á sama tíma. Breyttar áherslur í innheimtu sekta hafa skilað góðu og tilboð til manna um 25% afslátt af sektargreiðslu gegn því að greiða innan 30 daga virkar mjög hvetjandi á menn. Þetta auðveldar málin verulega og tíma dómstóla er ekki eytt í meðferð einfaldra mála,“ segir Óli. En hvað með hækkun bílprófsaldurs sem verið hefur til umræðu? „Umferðarráð hefur ekki tekið afstöðu til þess og persónulega hef ég ekki verið talsmaður slíks. Ég er ekki viss um að það myndi leysa málin. Ef Al- þingi samþykkir þetta mun ég að sjálfsögðu sætta mig við það. Hugmyndin er að hvert ár í þroska sé mikilvægt, en það er hvergi neitt sem segir að 17 ára unglingur sé lakari ökumaður en 18 ára ungl- ingur. Þetta fer að mínu viti eftir gerð einstakl- ingsins. Og varðandi þessa ungu ökumenn þá finnst mér það röng aðferð hjá tryggingarfélögunum að setja alla unga ökumenn undir sama hatt og láta þá greiða há iðgjöld. Félögin ættu heldur að taka þessu fólki opnum örmum og bjóða þeim ódýr ið- gjöld, en láta það hiklaust koma niður á þeim sem ekki reynast standa undir slíku. Ég hef heyrt á sumum tryggingamönnum að þeir eru ekki hrifnir af þessari hugmynd, en ég held að þama verði að finna einhverja lausn.“ Telurðu að ökukennslu sé á einhvern hátt ábóta- vant? „Það er nýbúið að gera nýja námsskrá þar sem kröfur eru samræmdar og skráin leggur mjög auknar skyldur á herðar ökukennara. Eg tel að ef við horfum fram hjá slysaöldunni síðustu vikumar og skoðum lengri tíma þá sjáist að ungir ökumenn em að koma betur út en áður og það má þakka betri kennslu og leiðbeinendaþjálfun með foreldrum.“ Ógæfuspor Nú tala margir um að lækka hámarkshraða. Hvað segir þú við því? „Ég hef alltaf sagt að það hafi verið mikið ógæfu- spor þegar hámarkshraði var hækkaður úr 80 í 90 árið 1987. Fyrir liggur að raunhraði við 80 var 90, en þegar hækkað var í 90 varð raunhraðinn 100. Ég sagði alltaf að þetta myndi gerast og það gekk eftir. Þetta hefur Vegagerðin mælt á vísindalegan hátt. Þessi aðgerð var röng og allt í lagi að þingmenn viti það. Hins vegar er alltaf erfiðara að snúa við en halda áfram. Staðreyndin er einfaldlega sú, að hönnun vega hér á landi gerir ekki ráð fyrir þessum hraða. Eitt dæmi sem neftia má er, að þú ert tvisvar minntur á reglur um hámarkshraða, þegar þú kem- ur inn í þéttbýli utan af landi kemur þú að þéttbýlis- merki. Éf ekki er annað gefið til kynna þýðir það að hámarkshraði sé 50. Þegar þú ferð út úr þéttbýlinu er skilti sem segir að þéttbýli sé lokið - og þá er al- mennur hámarkshraði 90 á bundnu slitlagi en 80 ef um malarveg er að ræða. En það vantar skilti sem leiðbeina, minna á og þess háttar. Ég tel að allir sem taka bílpróf verði að gera sér ljóst, að þetta eru í raun lánsskírteini sem kveða á um að þú megir keyra um vegi landsins gegn því að þú farir eftir settum reglum. Það eru miki] réttindi sem mönnum eru rétt með þessu og það segir sig sjálft að ungur ökumaður sem hefur ekki þroska til að fara eftir settum reglum er gríðarlega hættuleg- ur, bæði sjálfum sér og öðrum vegfarendum,- Því miður er nú þegar hópur ökumanna á götunum sem á alls ekki heima þar.“ Morgunblaðið/Þorkell Hækka þarf sektir og auka löggæslu HJÁLMAR Árnason þingmaður og varaformaður Samgöngu- nefndar er einn þeirra sem hafa velt fyrir sér hvað megi gera til útbóta hvað varðar hina aukna slysatíðni á þjóðvegum landsins. „Stærsti slysavaldur virðist vera of hraður akstur miðað við aðstæður annars vegar og hins vegar tillitsleysi í umferð," sagði Hjálmar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við hinum miklu slysum að undanförnu. „Rökrétt ályktun af því er þá að bregðast við þessum tveimur þáttum með aðgerðum. Sá þáttur sem almenningur virðist skilja best er allt sem snertir buddu hans. Þess vegna er alls ekki úr vegi að hækka sektir við hraðakstri og auka eft- irlit löggæslu. Það er áhyggjuefni að lögreglan virðist ekki ná að fylgja eftir í fjárveitingum hinni gífurlegu aukningu bflaumferðar og úr því ber að bæta, enda lög- reglan „riddarar“ götunnar. Auka fræðslu og lengja æf- ingatíma ungra ökumanna Þá tel ég að tvímælalaust eigi að auka fræðslu og áróður og styrkja það góða starf sem Um- ferðarráð hefur verið að vinna. Sérstakt átak þarf að gera gagn- vart yngstu ökumönnunum og spurning hvort lengja þurfi æf- ingatímann og láta yngstu öku- mennina sanna þroska sinn til aksturs áður en ökuskírteini er gefið út. Þá þarf að gera sérstakt átak gagnvart erlendum ferða- mönnum sem lenda í sorglega mörgum slysum vegna vanþekk- ingar hvað varðar akstur í lausa- möl.“ Lögreglan er of lítið á ferðinni LEIGUBÍLSTJÓRAR eru eðli málsins samkvæmt sífellt í um- ferðinni og þekkja hana kannski allra manna best af eigin reynslu. Formaður Frama, félags leigubíl- stjóra er Ástgeir Þorsteinsson. Hann var spurður hvað hann gæti hugsað sér að væri til mestra úr- bóta hvað slysavarnir snertir, bæði á þjóðvegum og í þéttbýli? „Á þjóðvegum er það fyrst og fremst hraðinn sem veldur slys- um,“ sagði Ástgeir. „Það hefur sýnt sig. Það þarf að draga úr hon- um á einhvern hátt, fyrst og fremst með meira eftirliti og hærri sektum svo fólk fari að hugsa sig um. I þéttbýli er hraðinn einnig or- sök slysa, en líka tillitsleysi. Það er mikið tillitsleysi í umferðinni. Fólk gerir ekkert til að reyna að liðka til í mörgum tilvikum. Mitt mat er að tillitsleysi í umferðinni fari vaxandi og það fer saman við sívaxandi hraða. Átján ára til að fá ökuleyfí Við vitum að í mörgum slysum eru ökumennirnir ungir og hafa mjög litla reynslu. Að mínu mati ætti að hækka aldur fyrir útgáfu ökuleyfisskírteina upp í að minnsta kosti 18 ár. Hvað hraða snertir þá er há- markshraðinn í lagi en það þarf að fylgja þeim reglum. Menn aka langt yfir hámarkshraða oft á tíð- um. Þess ber að geta að ég heyri á tali félaga minna í leigubflstjóra- stétt að þeim finnst lögreglan allt- of lítið á ferðinni í þéttbýlinu þar sem menn eru mest að keyra, en þetta á auðvitað við ekki síður við um þjóðvegina."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.