Morgunblaðið - 13.08.2000, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.08.2000, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 17 Forskot á Jazzhátíð Reykjavíkur TVÖ forskot verða á Jazzhátíð Reykjavíkur sem verður haldin dagana 2.-10. september næstkomandi. Fyrra forskotið verður með sænsku hljómsveitinni Fredrik Norén Band á Kaffi Reykjavík mánudaginn 14. ágúst kl. 21 en hið seinna laugardaginn 19. ágúst í Norræna húsinu, kl. 16, en þá leika gítaristamir Odd-Ame Jacobsen frá Noregi og Rune Gustafsson frá Svíþjóð. I tuttugu og tvö ár hefur kvintett sænska trommarans Fredriks Noréns verið ein heitasta bíbopphljómsveit Norðurlanda. Hann hefur fet- að í fótspor meistara Art Blakeys og ætíð ráðið til sín yngstu og efnilegustu djassleikara Sví- þjóðar og þegar þeir hafa getað staðið á eigin fótum hafa þeir kvatt Norén og haldið sína leið. Hingað kom Norén fyrst með kvintett sinn 1980 og lék á vegum Jazzvakningar á Hótel Sögu. Helsti einleikari hans þá var saxófónleikarinn Stefan Isaksson. Norén kom aftur til íslands 1996 og hitaði upp fyrir RúRek jazzhátíðina í Leikhúskjallaranum og var þá helstur einleikari í bandinu saxófónleikarinn Fredrik Ljungkvist, sem seinna lék með Pétri Östlund á fyrstu hljómplötu Péturs. Nú kemur Norén í þriðja skipti til íslands með splunkunýja hljómsveit. Fredrik Norén hefur leikið með öllum helstu djassleikumm Svía frá Lars Gullin til Bengts Hallbergs og hljóðritað plötur með mönnum á borð við Dexter Gordon og Red Michell. Sá af ungliðunum sem lengst hefur leikið með Norén er saxófónleikarinn Jonas Kullhammer, einn at- hyglisverðasti ungi sænski djassleikarinn um þessar mundir. Hann réðist til Noréns 1998 og leikur á nýjasta diski Noréns: Fredrik Norén band. Það gerir bassaleikarinn Torbjöm Zett- erberg einnig. Nýjustu félagamir í bandi Noréns em trompetleikarinn Nils Janson og píanistinn Daniel Tilling. Þeir skrifa allir íyrir hljómsveitina ásamt Norén, en einnig em þekkt lög á efnisskránni , oft eftir Gershwin, Monk, Jimi Hendrix eða einhverja af höfuðpáfum harða boppsins. Rune Gustafsson er tæplega 67 ára gamall og lék m.a. með hljómsveit Putte Wickmans áður en hann tók að leika með Ame Domnems, sem hann hefur leikið mikið með alla tíð. Rune hefur hljóðritað með fjölda kunnra djassleikara s.s. Zoot Sims og Benny Carter og fræga dúóskífu með Niels-Henning Örsted Pedersen. Odd-Ame Jacobsen er eini norræni gítarleik- arinn sem haldið hefur einleikstónleika í Cam- egie Hall og hann hefur leikið mikið í Japan og hljóðritað með þarlendum tónlistarmönnum. Á efnisskrá þeirra félaga em djassópusar frá Ellington til Bill Evans, söngdansar frá Berlin til Kems og sömbur eftir Jobim auk frnmsam- inna verka og þjóðlaga frá Noregi og Sviþjóð. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Frosti Friðriksson myndlistar- maður Myndlist í Skaftafelli Hnappavellir. Morgunblaðið. NÚ stendur yfir sýning á verkum myndlistarmannsins Frosta Frið- rikssonar í veitingasalnum hjá Hnjúkaþey í þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli. Sýninguna kallar Frosti Stórbrotin myndlist 2000. Sýningin stendur út mánuðinn. -------------- Djass-funk á Sólon DAVÍÐ Þór Jónsson, hljómborð, Einar Valur Scheving, trommur, Ingi S. Skúlason, bassi og Ómar Guðjónsson, gítar munu leika djass- funk á Sólon íslandus sunnudag- skvöldið 13. ágúst kl. 21. -----♦-♦-♦---- Vindhanar í eyrnalokkum FJÖRUTIU málmlistamenn frá tólf löndum sýna nú verk sín í list- húsi Ófeigs á Skólavörðustíg í dag, laugardag, kl. 16. Sýningin fjallar um vindhana sem listamennirnir hafa hannað og umbreytt í eyrna- lokka. Verkefnið er hluti af Hels- inki - menningaborg 2000 og er farandsýning. Sýningin stendur til 30. ágúst og er opin á verslunartíma. -------------- Keramik o g lágmyndir í Man MARGRÉT R. Kjartansdóttir og Sigurborg Jóhannsdóttir hafa opnað sýningu í listasalnum MAN á Skóla- vörðustíg. Á sýningunni eru keramikverk og lágmyndir unnar í tré. Opið er á verslunartíma virka daga og milli klukkan 13 og 17 um helgar og sýn- ingunni lýkur 29. ágúst. -----++-*----- Listasafn lokað LISTASAFN ASÍ verður lokað til laugardagsins 26. ágúst en þá hefst sýning á verkum Borghildar Óskar- sdóttur. vinnufatnaður lífstíáar ábyrgá á saumum ...komdu með gamla vestið og fáðu nýtt vesti að eigin valiákr. gmgOO Er vinnufatnaðurinn þinn með: • ISO 9001 gæðastaðli • ISO 14001 umhverfisvænum staðli • lífstíðar ábyrgð á saumum Hafðu í huga þegar þú verslar: • verð • gæði • þjónustu .á Islandi umboðsaðili fyrir BLÁKLÁDER Dalvegur 16b 200 Kópavogur Sími 544 4560
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.