Morgunblaðið - 13.08.2000, Page 20

Morgunblaðið - 13.08.2000, Page 20
20 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sértækar aðgerðir gegn verðbólgunni heyra sögunni til, segir Geir H. Haarde fjármálaráð- herra. I samtali við Björn Inga Hrafnsson ræðir hann afkomu ríkissjóðs, horfur í efnahags- málum, skattamál og fleira. „Staðan nú er slík að við höfum skipað okkur í fremstu röð meðal sambærilegra ríkja að því er varðar tekjuafeang ríkissjóðs,“ segir Geir. Ánægjulegra að glíma við góðæri en hallarekstur Morgunblaðið/Jim Smart FJÁRMÁLARÁÐHERRA segir að staða ríkisfjármála sé mjög sterk um þessar mundir. Hann leggur ennfremur áherslu á þær breytingar sem orðið hafa á síð- ustu árum í þessum efnum. „Staðan nú er slík að við höfum skipað okkur í fremstu röð með- al sambærilegra ríkja að því er varðar tekju- afgang rikissjóðs." Geir upplýsir að nú liggi fyrir endanlegar tölur um afkomu ríkisins í fyrra. Afgangurinn sé 23,5 milljarðar kr. á s.k. rekstrargrunni. Afgangurinn er því tæplega 3,7% af þjóðar- framleiðslu síðasta árs. „Slíkur afgangur er með því allra mesta sem þekkist, t.d. í löndum OECD,“ segir hann, en tekur þó fram að hluta hins mikla hagnaðar megi rekja til einkavæðingarstefnu stjórnvalda. Þannig séu alls hálfur ellefti milljarður kr. tilkominn vegna sölu ríkisins á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og lítils hlutar þess í viðskiptabönkunum og fleiri fyr- irtækja. „Þetta eru vitaskuld stórar tölur sem sýna ótvírætt að ríkissjóður leggur sitt af mörkum til þess að hlúa að stöðugleikanum og vinna gegn viðskiptahallanum.“ Afgangurinn ekki eingöngu vegna viðskiptahalla og neyslu I góðærinu á undanförnu misserum og ár- um hefur nánast verið viðvarandi halli á við- skiptum við útlönd, auk þess sem neysla hef- ur aukist, bæði af hálfu einstaklinga og fyrirtækja. Af þessum sökum hefur því heyrst fleygt að hina góðu afkomu ríkissjóðs megi að miklu leyti þakka þessum tveimur þáttum. „Málið er ekki svo einfalt," svarar Geir. „Það liggja fyrir margskonar athuganir, inn- lendar og erlendar, á því að ríkissjóður er rekinn með góðum afgangi, jafnvel þótt num- in séu brott áhrifin af uppsveiflunni sjálfri. Það er kerfislægur afgangur af ríkissjóði og það er mjög nauðsynlegt við núverandi að- stæður að tryggja að svo verði áfram. Hins vegar nýtur ríkissjóður að sjálfsögðu einnig góðs af ástandinu í þjóðfélaginu, hinu svonefnda góðæri. Aðalmálið er að ráðstafa afgangnum þannig að hamli gegn þenslu, en gera ríkissjóði jafnframt betur kleift að sinna hlutverki sínu þegar á móti blæs. Staða ríkissjóðs er einnig mjög sterk í ár. Við höfum upplýsingar um afkomuna á fyrri helmingi ársins og hún var talsvert betri en við höfðum reiknað með. Við erum um þessar mundir að leggja lokahönd á fjárlagafrum- varp næsta árs þar sem þessa munu sjást merki.“ Átak í málefnum LSR Geir bætir því við að hið hagstæða ástand verði fyrst og fremst notað til að búa í haginn fyrir framtíðina með því að grynnka á skuld- um ríkissjóðs. „Skuldir ríkissjóðs hafa minnkað með stór- felldum hætti á undanförnum árum. Slíkar ráðstafanir eru mjög fljótar að skila sér í lægri vaxtakostnaði og skipta þess vegna miklu máli gagnvart framtíðarafkornu ríkis- sjóðs. Ekki síður skiptir miklu máli að við höfum nýtt hluta afgangsins til að girða fyrir fram- tíðarvanda í málefnum Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins og ráðstafað nokkru fé inn á þær skuldbindingar sem þar verða. Mikill vandi er fyrirsjáanlegur í málefnum Lífeyris- sjóðsins eftir tíu til tólf ár, verði ekkert að gert, og því hyggilegt að ráðstafa hluta af af- gangnum með þessum hætti.“ Verður það gert áfram? „Já, þetta þarf að gera með skipulögðum hætti næstu árin. í ár höfum við innt af hendi hálfan milljarð á mánuði í þessu skyni. Óbrúað bil í Lífeyrissjóðnum er hins vegar á bilinu 55-60 milljarðar og þess vegna er lík- legt að við verðum að halda uppteknum hætti á næstu árum. Gerum við það, eru góðar líkur til þess að ekki verði um mikinn vanda að ræða þegar þar að kemur og í raun hafi þá tekist að fjármagna skuldbindingar sjóðsins." Er ekki rétt, í ljósi hins góða árferðis, að reyna með einhverjum hætti að draga úr um- svifum hins opinbera og reyna að koma ávinn- ingnum að einhverju leyti til fólksins og fyrir- tækjanna í landinu? „Það er vitaskuld viðvarandi verkefni hér í þessu ráðuneyti að reyna að halda útgjöldum ríkisins í ákveðnum böndum. Einnig að hag- ræða með ýmsu móti í ríkisrekstrinum og tryggja að nýting þess skattfjár sem rennur til opinberra útgjalda sé sem best. Með breytingum á skattkerfinu á liðnum árum höfum við skilað hluta af þessum ávinn- ingi til almennings. Ég held hins vegar að al- menn skattalækkun við núverandi aðstæður væri ekki skynsamleg. Gjöld ríkisins eru í heildina tekið nokkurn veginn innan þeirra áætlana sem gerðar voru, með einhverjum frávikum þó, eins og gengur. Það er ekki hægt að segja að útgjöld ríkisins vaxi meira en sem nemur almennum veltu-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.