Morgunblaðið - 13.08.2000, Side 21

Morgunblaðið - 13.08.2000, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 21 breytingum í þjóðfélaginu. Á hinn bóginn er auðvitað keppikefli að reyna að minnka um- svif ríkissjóðs og það hefur tekist, til dæmis ef litið er á útgjöld ríkissjóðs sem hluta af þjóð- arframleiðslu. Þá sést að útgjöldin hafa verið að minnka. Þetta er auðvitað sá mælikvarði sem gildir, en ekki krónutölurnar. Það er hins vegar ekki óeðlilegt þegar vel árar, að kröfur fólks aukist um bætta þjón- ustu hins opinbera á ýmsum sviðum. Því er ekki að neita að við höfum í ýmsum efnum komið til móts við slíkar óskir, til dæmis í heilbrigðisþjónustunni. Auðvitað er skylt að hagræða þar eins og annars staðar, og gerð rík krafa um það, en hins vegar tel ég ekkert athugavert við það, þvert á móti æskilegt, að reyna að tryggja að sú þjónusta sé sem allra best. Hið sama má segja um aðild ríkisins að menntamálum og uppbyggingu í þeim mála- flokki. Það er ekki svo að öll ríkisútgjöld séu af hinu illa, þótt nauðsynlcgt sé að hafa taum- hald á þeim og tryggja að peningum sé ekki sóað.“ Áfram lialdið með sölu eigna Nú er ljóst að arður af sölu hlutar ríkisins í FBA, Landsbanka og Búnaðarbanka nemur tæplega helmingi þess mikla afgangs sem var á ríkissjóði í fyrra. Verður haldið áfram með sölu eigna í eigu ríkisins? „Það er stefna ríkisstjórnarinnar að halda áfram á þessari braut og nú er unnið að því að undirbúa sölu Landsímans og frekari sölu á hlut ríkisins í viðskiptabönkunum. Þar koma að málinu viðkomandi fagráðuneyti, en einnig ráðherranefndin um einkavæðingu. Það er auðvitað ljóst, að búast má við mjög miklum söluhagnaði af þessum stóru eignum sem byggðar hafa verið upp gegnum áratug- ina. Ekki síður er mikilvægt að ráðstafa ágóð- anum með sem skynsamlegustum hætti.“ Hafa þau mál verið rædd sérstaklega? „Það er vilji ríkisstjórnarinnar og kemur meðal annars fram í stjórnarsáttmálanum að ráðstafa skuli hluta af söluhagnaði eigna til þess að efla upplýsingasamfélagið og til sér- stakra stórframkvæmda á sviði samgangna. Jafnframt koma byggðamál hér til álita. Það er þó ekki farið að vinna í þeim málum í smá- atriðum ennþá.“ Er tíðinda að vænta í einkavæðingarmálum á þessu ári? „Mér finnst það líklegt.“ Grunnur krónunnar sterkur Talsvert hefur farið fyrir umræðu um stöðu krónunnar að undanförnu, en miklar sveiflur hafa verið á gjaldeyrismarkaði. Á dögunum talaði seðlabankastjóri m.a. um að gerð hefði verið aðför að krónunni. Hvernig horfa þessi mál við ráðherra fjármála, þegar ljóst er að ákvarðanir hans geta skipt miklu máli varð- andi stöðu krónunnar? „Ég tel að grunnur krónunnar sé sterkur. Hins vegar er hér kominn frjáls gjaldeyris- markaður, að vísu hvorki stór né djúpur, heldur grunnur markaður með tiltölulega fá- um markaðsaðilum. Það er þess vegna mikil- vægt að allir þessir aðilar hagi sér með ábyrg- um hætti. Á markaði sem þessum verða allir að vera við því búnir að það verð sem myndast á degi hverjum, í þessu tilfelli gengið, hreyfist upp eða niður eftir aðstæðum. Seðlabankinn hefur í samráði við ríkisstjórnina fylgt þeirri stefnu að halda genginu eins stöðugu og sterku og kostur er, meðal annars til að halda aftur af verðbólgunni. Ég held að það sé rétt stefna. Inn í þetta ferli spila hins vegar margir ól- íkir þættir, t.d. spákaupmennska einstakra aðila með gjaldeyri en einnig mjög jákvæð at- riði eins og nýlegt hlutafjárútboð deCODE í Bandaríkjunum sem veita mun miklum gjald- eyri inn í landið og þar með styrkja krónuna. Aðalatriðið er að menn geri sér grein fyrir því að kerfið er allt orðið miklu opnara og þar af leiðandi miklu viðkvæmara fyrir snöggum breytingum og sveiflum. Menn mega ekki láta það koma sér úr jafnvægi. Allra síst markaðsaðilarnir sjálfir." Hverja telurðu vera ábyrgð aðila sem stað- ið hafa í spákaupmennsku af þessu tagi? „Ég skal ekki segja um lagalega ábyrgð í slíkum tilfellum, en hins vegar tel ég ekkert athugavert í sjálfu sér að aðilar á þessum markaði eins og öðrum reyni að hagnast. Það liggur í hlutarins eðli. Állir viðskiptaaðilar hafa sínu hlutverki að gegna til þess að smyrja þá vél sem markaðurinn er. Hins veg- ar held ég að það sé vafasamt af fyrirtækjum af þessu tagi að ganga fram fyrir skjöldu og taka beinlínis stöðu gegn krónunni. Það er mjög óheppilegt að fyrirtæki, sem jafnvel eru viðskiptavakar sjálf, standi í slíku braski." Verðbólg’an hefur verið á niðurleið Verðbólga hefur verið í hærri kantinum á undanförnum mánuðum, miðað við nokkur ár á undan, og aðilar vinnumarkaðarins og af fjármálamarkaði hafa lýst yfir áhyggjum sín- um, jafnvel þungum áhyggjum af stöðu mála. 23,5 milljarða tekjuafgangur ríkissjóðs á síðasta ári Ekki ráðlegt að lækka almennan tekjuskatt nú Vafasamt af fyrirtækjum að taka beinlínis stöðu gegn krónunni. Á stundum hefur svo virst sem ríkisstjórn telji verðbólguvandann minni en þessir aðil- ar. Er þetta rétt? „Allir þessir aðilar eru að vinna með sömu tölurnar. Það er hins vegar nauðsynlegt, að mínu mati, að líta svolítið fram í tímann í þessum efnum. Verðbólgan hefur verið of mikil, en eins og staðan er nú tel ég víst að hún muni fara lækkandi á næstu mánuðum. Nýjustu vísitölumælingar sýna til dæmis að verðbólga síðustu þriggja mánaða, reiknuð til ársgildis, var 1,4%. Slíkar tölur hafa ekki sést í hálft annað ár. Hins vegar sýna nýjar hagtölur frá nálægum löndum að við erum fjarri því ein á báti í glímunni við verðbólg- una. Víða hefur verðbólgan verið á bilinu 3 til 5% undanfarna þrjá mánuði ef reiknað er til ársgildis. Má þar nefna lönd á borð við Bandaríkin, Bretland og Danmörku. Það er einhver lenska hér að mála stöðuna sterkum litum og fullyrða að ástandið hér sé einstakt. Það er það ekki, en ekki er þar með sagt að við eigum ekki að takast á við vandann. Við þurfum og munum ná niður verðbólgunni í það sem hún var hér fyrir nokkrum misser- um. Það er mjög brýnt af mörgum ástæðum, en það er auðvitað mesta hagsmunamálið fyr- ir launþega í landinu og atvinnureksturinn." Hverja sérðu fyrir þróunina í þessum efn- um, með tilliti til þess að í nýgerðum kjara- samningum eru uppsagnarákvæði fari verð- bólga yfir ákveðin mörk? „Ég er nú ekki tilbúinn að spá fyrir um verðbólguþróun með tölulegum gildum, um- fram það sem opinberar stofnanir hafa gert. Það er ljóst, bæði af spám Seðlabankans og Þjóðhagsstofnunar að það er ekki við öðru að búast en að verðbólgan minnki. Ég get ekki dæmt um það hver staðan verður í febrúar þegar samningsaðilar frá því í vetur munu hittast og fara yfir þessi mál, en auðvitað ger- ir maður sér vonir um að samningum verði ekki stefnt í hættu.“ Kæmu einhverjar sértækar aðgerðir til gi-eina til varnar gegn verðbólgunni? „Sértækar aðgerðir og handaflsaðgerðir gegn verðbólgu heyra nú eiginlega sögunni til og mjög vafasamt er að slíkar aðferðir virki. Það er hin almenna hagstjórn sem skiptir hér máli.“ Háir vextir geta kallað á innstreymi fjármagns Nýlega var staddur hér á landi Joseph E. Stiglitz, fyrrverandi aðstoðarbankastjóri Al- þjóðabankans og kunnur fræðimaður á sviði hagfræði. Stiglitz kom m.a. inn á verðbólgum- ál í viðtali við Morgunblaðið og sagði þá að há- ir vextir slái ekki endilega á verðbólgu, held- ur geti þeir beinlínis laðað til sín aukið fjármagn og þannig örvað hagkerfið. Seðla- bankinn hefur sem kunnugt reynt að stýra ástandinu nokkuð með háu vaxtastigi, en hvað viltu segja um þau orð Stiglitz að háir vextir tryggi ekki endilega lága verðbólgu? „Ég átti mjög gott spjall við Stiglitz meðan hann var hérna. Ég er nú ekki sammála hon- um að verðbólga á borð við 10% geti verið í lagi, enda held ég að hann hafi þá fyrst og fremst verið að tala um lönd á öðru þróunar- stigi heldur en við erum á. Hins vegar er það þannig í jafnopnu hag- kerfi og okkar, að háir vextir kalla á inn- streymi fjármagns. Það fjármagn getur síðan farið út í bankakerfið og haft neikvæð áhrif, renni það beint úr bönkunum til nýrra útlána. Þetta er því alveg hárrétt. Aftur á móti er al- menna kenningin sú að hærri vextir letji menn frá því að taka lán. Hvor kenningin er réttari er mælingaratriði, en okkar trú hefur verið að mikilvægt sé að stýra útlánum með vöxtum. Það er hins vegar til marks um gjör- breyttar aðstæður á markaðnum, að þetta er ekki einhlítt lengur, því nú geta aðilar tekið lán sín erlendis og þá skiptir vaxtastig hér á landi vitaskuld minna máli.“ Ekki ráðlegl að lækka almennan tekjuskatt Skattamál hafa mjög verið í deiglunni upp á síðkastið, enda voru álagningarskrár nýlega lagðar fram. Þegar núverandi tekjuskatts- kerfi var komið á var ákveðið að aðeins yrði um eitt þrep að ræða. Samanlagður tekju- skattur og útsvar er hærra nú en þá, þótt tekjuskatturinn hafi raunar lækkað í áföng- um upp á síðkastið. Kemur ekki til greina að lækka hann enn frekar? „Það teldi ég ekki ráðlegt á meðan upp- sveifla er jafnmikil í efnahagslífinu og nú er. Það er hins vegar markmið Sjálfstæðisflokks- ins að lækka skattaálögurnar og það getum við gert með því að halda áfram á þeirri braut sem þegar hefur verið mörkuð. Þá léttist róð- urinn að því er varðar vaxtagreiðslur af lán- um ríkisins, en þær hafa verið jafnmiklar á umliðnum árum og allar verklegar fram- kvæmdir ríkisins. Með því að grynnka mjög verulega á skuld- um skapast svigrúm til skattalækkana þegar efnahagsástandið leyfir það að öðru leyti eða til uppbyggingar arðgefandi eigna í útlönd- um. Stjórnvöld hafa unnið að allskyns umbótum á sviði skattmála á undanförnum árum og notað svigrúmið til að létta undir með at- vinnurekstri á ýmsum sviðum og létta álögum af aðföngum, svo tekin séu dæmi. Þannig gerðum við í fyrra lagfæringar á vörugjaldi á eldsneyti í tilefni af bensínhækkunum sem urðu miklu hærri en nokkur maður sá fyrir. Það hefur auðvitað kostað ríkissjóð eitthvað, miðað við það sem ella hefði orðið. Þá hækk- uðum við persónuafslátt sem er millifæran- legur milli hjóna og fleiri lagfæringar mætti nefna, auk þess sem við höfum reynt að koma til móts við nýjungar og alþjóðavæðingu í at- vinnulífinu. Ranglátt að tengja barnabætur við eignir Áfram er hins vegar af ýmsu að taka. Ég vil nota tækifærið nú og benda til dæmis á ákvæði um tengingu barnabóta við eignir barnabótaþegans. I dag eru barnabætur tengdar bæði tekjum fólks og eignum og skerðast eftir því sem þær eru meiri. Þetta getur komið mjög illa út fyrir fólk, sérstaklega síðara ákvæðið. Ég hef séð dæmi þess við álagninguna nú að hin gífur- lega hækkun íbúðaverðs og fasteignamats hafi hækkað verðmæti eigna viðkomandi án þess að tekjurnar hafi nokkuð breyst. Þá skerðast barnabæturnar af þessum sökum. Þetta kemur verst niður á þeim sem hafa lág- ar eða meðaltekjur en eiga sitt eigið húsnæði. Ég hef séð slæm dæmi þess að þetta kerfi beinlínis refsi fólki fyrir að eiga íbúðarhús- næði. Það eru alröng skilaboð og mjög rang- látt. Ég vil því beita mér fyrir breytingu í þessu efni sem fyrst. Athuganir sýna að það yrði ekki ýkja kostnaðarsamt.“ Hátekjuskattur á ekki við nú Hátekjuskattur sem settur var á síðasta áratug við erfiðar aðstæðar, er enn við lýði og hefur meira að segja hækkað úr 5% upp í 7%. Á þessi skattur við nú? „Hann á ekkert frekar við nú heldur en þá. Hann var hins vegar settur á til að ná pólít- ísku samkomulagi milli þáverandi stjórnar- flokka [Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks] og sama á við í núverandi stjórnarsamstarfi. Það er rétt að hann hefur hækkað og er í raun viðbótarskattþrep. Ég hefði helst viljað afnema það. Það verður hins vegar ekki gert nema með samkomulagi stjórnarflokkanna. Ég var einn þeirra sem vann að því að búa til núverandi tekjuskattskerfi 1987-88 og er fylgjandi því að hafa aðeins eitt skattþrep. Ríkisstjórnin féllst hins vegar á það, í tengsl- um við síðustu kjarasamninga, að eiga við- ræður við aðila vinnumarkaðarins um kerfis- breytingar í þessum efnum. Þær viðræður eru hafnar." Sjálfsagl að kanna réttmæti frestunar söluhagnaðar Skattakóngur Islands í ár seldi stóra hús- eign á árinu, en fór ekki eftir ráðleggingum margra og frestaði söluhagnaðinum, heldur gerði upp söluna í einu lagi til hins opinbera. I kjölfarið hefur hins vegar spunnist umræða um frestun söluhagnaðar og svo virðist sem hægt sé að fresta skattlagningu slíks hagnað- ar nánast út í hið óendanlega, t.d. með því að færa fjármagnið til útlanda? „Mér finnst mjög virðingarvert hjá þessum manni að vilja ljúka sínu uppgjöri strax. Möguleiki á frestun söluhagnaðar var settur til þess að halda fjármagni inni í íslensku at- vinnulífi og að það komi síðan til sköttunar þegar það er dregið út úr rekstri. Segja má að þessi tiltekni aðili hafi verið að því. Auðvitað vakna ýmsar spurningar sé það rétt að menn nýti skattfrestunarheimildir til að flytja fé til útlanda. Ég tel reyndar að mjög erfitt sé að breyta reglum í því sambandi, meðal annars vegna okkar alþjóðlegu skuld- bindinga, en hitt er annað mál að ef farið er að misnota þessi ákvæði í kerfinu í einhverjum mæli þá þarf að sjálfsögðu að líta á það.“ Brýnt að greiða úr flækju varðandi fæðingarorlof Mikil samstaða var meðal þingmanna allra flokka um frumvarp stjórnarinnar um fæð- ingarorlof sem samþykkt var á Alþingi sl. vor. Helst bar hins vegar á gagnrýni á frumvarpið frá ungum sjálfstæðismönnum, úr þínum eig- in flokki og beindist gagnrýnin ekki síst að þér. í einu vefriti ungliðanna var þetta t.d. kallað mál nr. 623 - Geir H. Haarde gegn al- menningi. „Þarna var um að ræða gríðarlega flókið mál með margar hliðar sem flestar beindust hingað að fjármálaráðuneytinu. Þessi mál voru lagalega snúin, vörðuðu kjarasamninga opinberra starfsmanna og einnig lágu fyrir hæstaréttardómar og úrskurðir frá kærun- efnd jafnréttismála sem sneru að ríkinu sem vinnuveitanda. Það var því orðið mjög brýnt að greiða úr þessari flækju í eitt skipti fyrir öll, en það varð ekki gert nema með almennum lögum sem giltu fyrir allan vinnumarkaðinn. Við þetta bættist síðan almenn krafa í samfélag- inu um að lengja orlofið og jafna rétt foreldra til töku þess og þar með jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Gagnrýni ungra sjálfstæðismanna Gagnrýni ýmissa ungra sjálfstæðismanna beindist einkum að því að valfrelsi foreldra væri ekki nægjanlegt. Það segir hins vegar í greinargerð frumvarpsins að metið verði í Ijósi reynslunnar hvort þörf er á því að hafa bundið í lög hvernig orlofinu er skipt milli for- eldra. Æskilegast er auðvitað að þeir komi sér saman um þetta sjálfir. Á endanum náðist niðurstaða sem ég held að sé mjög góð og hefur vakið mikla athygli erlendis. Ég er hins vegar ánægður að sjá hreyfingu og virkni meðal ungra sjálfstæðismanna og sem einn af forystumönnum flokksins verð ég auðvitað að sætta mig við það að ungu menn- irnir í flokknum gagnrýni það sem þeir eru ekki ánægðir með. Ég hef sjálfur verið í slíku hlutverki, en einhver verður á endanum að taka ábyrgðina og af skarið. Það er hlutverk okkar í for- ystunni." Þú kannast sumsé ekki við að þetta mál sé Geir H. Haarde gegn almenningi? „Nei, ég kannast ekki við það. Ég veit ekki betur en almenn ánægja sé með nýju fæðing- arorlofslaunin." Vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar Þú gegnir embætti sem oft á tíðum hefur verið afar umdeilt og jafnvel óvinsælt. Sam- kvæmt könnunum ert þú hins vegar vinsæl- astur ráðherra ríkisstjórnarinnar. Er þetta gott vegarnesti í þessu starfi? „Það má kannski segja það. Ég gleðst yfir því, ef fólk er ánægt með mín störf. Það er gott að finna að maður nýtur trausts, einkum meðal eigin samflokksmanna. Hins vegar er ekki gott í stjórnmálum að vera hégómlegur og gengið í svona mælingum er fallvalt og skipta í raun litlu máli. Ég lít á mig sem hluta af tveimur hópum sem vinna markvisst saman. Ég er hluti af þingflokki og í forystu Sjálfstæðisflokksins en einnig hluti af ríkisstjórn sem er að ná miklum árangri. Og það er aðalatriðið, en ekki hvernig einstakir menn mælast í skoð- anakönnunum. Ekki auðveldara, en ánægjulegra En getur ekki verið að þetta embætti sé auðveldara viðgangs nú, þegar góðæri ríkir, en þegar skórinn kreppir að? „Ég var aðstoðarmaður fjármálaráðherra um fjögurra ára skeið á árum áður og þá bjuggu landsmenn og ríkissjóður við mikinn halla og allskyns erfiðleika í efnahagsmálum. Það var býsna erfitt. Nú er erfitt að fá fólk, bæði stjórnmála- menn og almenning, til þess að fallast á að nauðsynlegt sé að stefna að sífellt vaxandi af- gangi á ríkissjóði til að veita aðhald gegn þenslu og greiða niður skuldir. Það er erfitt að glíma við kröfurnar sem skapast við þessar aðstæður. En það er ekki hægt að gera allt í einu, þó svo að vel gangi. Hitt verð ég þó að viðurkenna, að ég vil miklu frekar vera í þessari aðstöðu. Það er ánægjulegra að glíma við góðæri en halla- rekstur."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.