Morgunblaðið - 13.08.2000, Page 22
22 SUNNUDAGUR13. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Lárus Karl Ingason
Þeir Ingi Lárusson t.v. og Tjörvi Þorgeirsson höfðu heppnina með sér á silungasvæði Vatnsdalsár fyrr í sumar, fengu þá þessa 11 og 17 punda laxa.
Margir hafa ekkert fengið í ánni og öðrum norðlenskum laxveiðiðám.
Laxinn í lægð
Ahugamenn um laxagengd hafa ekki farið
varhluta af því að nú stefnir í einhverja
slökustu laxveiðivertíð sem um getur.
Guðmundur Guðjónsson skoðaði málið og
ræddi við Bjarna Jónsson, fískifræðing
Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar á
Hólum í Hjaltadal, m.a. vegna þeirra skoð-
ana að um ofveiði sé hugsanlega að ræða í
íslenskum laxveiðiám.
AFLANUM er af-
ar misskipt á ís-
landi í dag,
svæðið frá Þistil-
firði og vestur í
Hrútafjörð, sem
sagt norðanvert
landið, sker sig verulega úr. Þar
vantar mikinn fisk af öllum þeim
árgöngum sem gera má ráð fyrir
fiski úr á einu sumri, sem sagt laxa
af yfirþungavigt sem hafa verið
lengur í sjó en tvö ár, svokallaða
tveggja ára laxa, eða stórlaxa, sem
hafa verið tvö ár í sjó og smálaxinn
sem hefur verið eitt ár í sjó. Fiski-
fræðingar höfðu spáð því að lítið
yrði af tveggja ára laxinum og yfir-
þungu laxarnir eru svo fáir yfirleitt
miðað við fjöldann að þeir skipta
litlu máli þegar heildartölur eru
teknar saman. En menn væntu
góðra smálaxagangna og það hefur
ekki gengið eftir. Nú er svo komið,
að hver „laxastraumurinn" af öðr-
um hefur komið og farið og menn
hafa beðið í ofvæni eftir þvi að
stórgöngurnar skiluðu sér. Nú
reikna menn varla með neinu héð-
an af nema í besta falli einhverjum
reytingi sem ekki mun skipta
sköpum.
í öðrum landshlutum er ástandið
ekki eins slæmt. Þó er mjög lítið af
laxi í ám í Dölunum, en vestan- og
suðvestanlands hefur verið sæmi-
legt ástand og stöku á er jafnvel að
skila mjög góðri veiði. Má nefna
Haffjarðará, Hítará og Norðurá,
en aðrar þekktar ár á borð við
Þverá/Kjarrá, Langá, Grímsá,
Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit og
Leirvogsá hafa skilað afla sem get-
ur talist viðunandi, en á öllum
þeim svæðum hefðu menn viljað
sjá meira af fiski. I þessum ám öll-
um er þokkalegt magn af fiski og
því gæti eitthvað reyst úr þeim
enn.
Sunnanlands hefur ástandið ver-
ið köflótt. Hvítár-Ölfusársvæðið
hefur ekki komist almennilega í
gang, en aftur á móti hafa báðar
Rangárnar verið að skila mjög svo
góðri veiði, einkum Eystri-Rangá,
en í Rangánum veiðist nánast ein-
göngu hafbeitarlax sem sleppt er
sem gönguseiðum í árnar. Þær
hafa því all verulega sérstöðu í ís-
lensku laxveiðiflórunni. Stórkost-
legu magni seiða er sleppt þar ár-
lega og mikil veiði þarf ekki
endilega að þýða að heimtur séu
góðar eins og komið hefur á dag-
inn í gegn um árin.
Þá má nefna, að í Vopnafirði hef-
ur ástandið verið mjög gott í Selá
og þokkalegt í Hofsá, sem kemur
nokkuð á óvart vegna nálægðar-
innar við „dauða svæðið".
Loks er kannski ástæða til að
geta Elliðaánna þar sem veiði hef-
ur verið ívið betri en í fyrra. Þar
er þó allt of snemmt að blása í
lúðra og telja að bati sé hafinn, því
hluti göngunnar og veiðinnar í
sumar er vegna gönguseiðaslepp-
inga í fyrra. Verður ástand laxa-
stofns árinnar ekki metinn fyrr en
búið að reikna út hlutdeild hafbeit-
arseiðanna í göngunni.
Hafa ekki spágildi lengur
Sem fram kemur, er ástandið
lang alvarlegast á norðanverðu
landinu þar sem heita má að allar
ár séu að gefa mikilu minni veiði
en menn væntu og vonuðu. Vantar
þúsundir laxa í göngurnar og mörg
hundruð fiska í veiði.
Bjarni Jónsson fiskifræðingur,
forstöðumaður Norðurlandsdeildar
Veiðimálastofnunar, sagði í samtali
við Morgunblaðið að göngur í sum-
ar hefðu komið á óvart því yfir höf-
uð hefði seiðabúskapur í ánum ver-
ið góður og í sumum ám, eins og
t.d. Svartá, sá besti í fimmtán ár.
„Við vissum að það yrði lítið af
stórlaxi og höfðum sagt það.
Fækkun stórlax er heldur ekkert
séríslenskt fyrirbæri, menn hafa
verið að sjá þá þróun um allt norð-
anvert Atlantshafið. Hins vegar
væntum við þess að smálaxagöng-
ur gætu orðið allgóðar og sums
staðar mjög góðar. Við hjá Veiði-
málastofnun höfum fylgst grannt
með ástandi í ferskvatninu, en þeir
þættir sem við höfum notað til að
ákvarða ástand sjávar, t.d. hita-
mælingar við Siglunes, hafa ein-
faldlega ekki spágildi lengur, enda
bentu þær tölur til að gott væri í
ári í sjónum og þar sem gönguseið-
in fóru út á góðum tíma í hlýjan
sjó í fyrra virtist ekkert vera að
vanbúnaði að göngur yrðu góðar í
ár.“
Ef þessir þættir hafa ekki spá-
gildi lengur, hvað gerist þá?
„Mér sýnist að ekki sé vanþörf á
því að gera stórátak í rannsóknum
á umhverfisþáttum á þeim haf-
svæðum þar sem íslenski laxinn
heldur sig. Alls kyns rannsóknir
hafa að vísu verið gerðar, en í
þetta skipti verður að sækja málin
lengra en áður. Ég tel líklegt að
einhverjar óþekktar vistkerfis-
breytingar hafi orðið á lykilstöðum
og vonandi að slíkar breytingar
séu aðeins tímabundnar. Svona
rannsóknir eru hins vegar mjög
dýrar og taka tíma.“
Leiðsögumenn og veiðimenn
halda því fram að lax hafí verið
drepinn kerfísbundið í ám norðan-
lands á haustin til að sýna fram á
að kenningar um að of stór hrygn-
ingarstofn væri af hinu slæma í ám
og aðeins örfáa laxa þyrfti til að
viðhalda stofni. Hvað getur þú sagt
um þetta atriði?
„Þau þrjú ár sem ég hef veitt
Norðurlandsdeild Veiðimálastofn-
unar á Hólum forystu hefur ekki
verið unnið samkvæmt þeim kenn-
ingum og hvað mig og mínar at-
huganir og rannsóknir varðar þá
benda þær ekki til að þær standist.
Hitt er annað mál að fyrir nokkr-
um árum var slíkum hugmyndum
haldið á lofti án þess að menn
hefðu gögn til að styðja þær. Unn-
ið var kerfisbundið samkvæmt
þessum kennisetningum í nokkrum
ám, m.a. Núpsá í Miðfirði. Þetta
var gert í góðri trú að sjálfsögðu,
en meira farið eftir brjóstviti en
vísindalegum athugunum. Ég tek
fram að slíkar aðgerðir eru ekki
hluti af ráðgjöf Veiðimálastofnunar
í dag og raunar snemma varað við
slíku af þáverandi veiðimálastjóra
Þór Guðjónssyni og Einari Hann-
essyni hjá Veiðimálastofnun."
Telur þú að svona laxadráp að
hausti í gegn um árin kunni að
hafa þessi áhríf nú, eða menn upp-
skeri nú fyrir rányrkjuna eins og
einhver komst að orði?
„Almenn deyfð í laxveiði nú
verður varla skýrð með ofveiði á
undanförnum árum. Fræðilega
mætti hins vegar segja að það geti
verið hættulegt laxastofni að taka
of mikið úr honum þegar hann er
fáliðaður, bæði vegna nýliðunar og
hugsanlegrar innræktunar. I
Vatnsdalsá þar sem veiða-sleppa
fyrirkomulagið hefur verið stundað
nú síðustu ár var seiðabúskapurinn
ekkert sérstakur þegar tilraunin
hófst og slakari en í mörgum ná-
grannaám. Ég hef fylgst með ánni
allan þennan tíma og hún er
greinilega í mikilli sókn og sker sig
úr öðrum ám á Norðurlandi hvað
það varðar nú í sumar. Næsta
sumar gætu komið fyrstu laxar í
ána eftir hrygningarsumar þar
sem öllum laxi var sleppt. Fyrir
fiskifræðing er þetta einstaklega
skemmtilegt, að fá að fylgjast með
hvernig lífríki ár bregst við því að
lítið sem ekkert sé tekið úr stofn-
inum. Maður heyrir þær raddir að
þetta hafi engu skilað í Vatnsdaln-
um og bent er á veiðitölur í sumar.
Það er einfaldlega rangt að bera
það saman því kynslóðaskipti í lax-
veiðiám taka nokkur ár. Hver svo
sem útkoman verður á endanum
gætir áhrifanna fyrst í seiðabúskap
árinnar og síðar í sjálfri laxveið-
inni. Ég held að framtíðin sé björt
í Vatnsdalnum."
Aukin veiðistjórnun
Með öll þessi stóru Ef og
Kannski, hvað er hægt að gera til
að verja árnar fyrir svona skakka-
föllum, t.d. ef næstu ár verða einn-
ig með aflabresti, í Ijósi þess hve
miklir hagsmunir eru í húfí?
„Það er alveg rétt, það eru gífur-
legir peningahagsmunir í húfi.
Maður sér fyrir sér að ef nauðsyn-
legt reyndist að gera einhverjar
ráðstafanir við einhverja laxveiðiá,
að eitthvert svæði hennar þyrfti
hvíldar við eða að nauðsynlegt
væri að stytta veiðitíma eða loka
svæðum eða þess háttar, þá er
sama áin kannski fullseld veiðileyf-
um ár fram í tímann og arðskrár
liggja fyrir sem taka þarf tillit til.
Landeigendur og leigutakar þurfa
að koma að svona málum, en samn-
ingar eru gerðir nokkur ár fram í
tímann. Menn sjá kannski vandann
en kerfið er svo ósveigjanlegt.
Það sem þarf að gera er að auka
og bæta veiðistjórnun og það er
misjafnt eftir ám hvað þarf á
hveijum stað. Maður gæti lagt upp
dæmið þannig við eina á sem
þarfnaðist aðgerða, að veiðitími
væri styttur, aðeins yrði leyfð
fluguveiði. Menn hefðu val svo
lengi sem það leiddi til sömu niður-
stöðu.“
Er þetta þá kannski vonlítið?
„Nei, ekki vildi ég nú segja það.
Ég hef orðið var við hugarfars-
breytingu, ekki aðeins meðal fiskif-
ræðinga og stangaveiðimanna
heldur einnig meðal veiðiréttareig-
enda. Menn gera sér grein fyrir
því að auðlindin getur horfið ef
ekki er gætt að henni og menn
hafa horft upp á dvínandi laxast-
ofna í Norður-Atlantshafi í mörg
ár. Smærri ár eru yfirleitt við-
kvæmari og þurfa e.t.v. frekar
sóknarstýringu. Ég nefni sem