Morgunblaðið - 13.08.2000, Side 35

Morgunblaðið - 13.08.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ P 11 ■■ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Porsche 911 Turbo var kynntur gestum fyrir helgina og verður sýndur hjá umboðinu, Bflabúð Benna, í dag. Nýr Porsche 911 frumsýndur BÍLABÚÐ Benna við Vagnhöfða í Reykjavík sýnir í dag nýja gerð sportbílsins Porsche 911 Turbo. Verður opið frá kl. 13 til 16. Porsche 911 Turbo er búinn sex strokka vatnskældri vél með tveim- ur forþjöppum og er hún 420 hestöfl. „Hingað til hefur afli sportbfla verið takmörk sett einfaldlega vegna þess að of mikið afl getur gert bfl óhemj- andi og hættulegan," segir m.a. í frétt frá Bflabúð Benna. „Porsche hefur leyst þetta vandamál með þvl að þróa rafeindabúnað - tækni sem ásamt fjórhjóladrifi og ABS-brems- um kemur í veg fyrir að jafnvel óvan- ur ökumaður fari sér að voða. Þessi öryggisbúnaður nefnist PSM (Por- sche Stability Management) kerfi sem tekur einfaldlega völdin af öku- manni, í bókstaflegri merkingu, þeg- ar hann bregst rangt við ákveðnum aðstæðum og slysahætta er yfirvof- andi. Með þessu móti er unnt að nýta afl bflsins með nægilegu öryggi." Porche 911 Turbo kostar frá 13 milljónum króna og er dýrasti bfllinn sem Porsche-verksmiðjurnar bjóða. í fréttinni segir einnig að það merki- lega við þennan öfluga sportbfl sé að hann megi nota í venjulegum akstri, að eyðslan sé svipuð og í meðalstór- um fjölskyldubfl og mengun frá út- blæstri sé undir þeim mörkum sem brátt gangi í gildi í Bandaríkjunum sem séu hvergi strangari. Alþjóðleg ráð- stefna um eld- gos í jöklum ALÞJÓÐLEGA ráðstefnan um eld- gos í jöklum verður haldin í Reykja- vík í dag og á morgun. Ráðstefnan fer fram í Háskóla íslands, stofu 101 í Odda. Þar verða flutt rúmlega 40 erindi og kynnt 14 veggspjöld um eldgos í jöklum, áhrif íss og snævar á eldgos í eldkeilum, merki um eld- virkni í jöklum á mars og myndun móbergs. í fréttatilkynningu frá Náttúruf- ræðistofnun íslands segir að ráð- stefnuna sæki um 50 útlendir vís- indamenn á þessum sviðum auk þess sem á annan tug íslenskra jarðvísindamanna eigi efni á ráð- stefnunni. Meðal annars verði fjall- að um nýleg og forn eldgos í jöklum, kortlagningu móbergs og annarra gosmenja á íslandi, Suðurskauts- landinu, Kanada, Mexíkó og víðar. I tilkynningunni segir að það geri ráðstefnuna sérstaklega áhuga- verða að þar verður kynnt sú tilgáta vísindamanna hjá Geimferðastofn- un Bandaríkjanna, NASA, að á mars sé líklega að finna bæði mó- bergshryggi og móbergsstapa líka þeim, sem finnast hér á landi. Er- lendir vísindamenn hafi því sérstak- an áhuga á að skoða móbergsmynd- anir hér á landi og kynnast rannsóknum, sem hér fari fram á þessum jarðfræðifyrirbærum, sem eru afar sjaldgæf utan íslands. Háskóli íslands og Náttúrufræð- istofnun íslands eni gestgjafar ráð- stefnunnar, en hún hefur verið skipulögð í samvinnu nokkurra vís- indamanna frá íslandi, Bandaríkj- Umræða um efnahagsmál EFNAHAGSMÁL verða til um- ræðu á morgunverðarfundi Verslun- arráðs íslands fimmtudaginn 17. ágúst. Framsögumenn verða Bjarni Armannsson forstjóri Islandsbanka- FBA, Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar og Þorsteinn Pálsson forstjóri Kaupáss og munu þeir ræða um stöðu atvinnulífsins og velta upp álitaefnum varðandi verð- bólguna og gengið. Leitað verður svara við því hvort einhver merki séu um minni eftirspurn. Fundar- stjóri verður Bogi Pálsson formaður Verslunarráðs. Morgunverðarfundurinn hefst kl. 8 í Sunnusal á Hótel Sögu og er þátt- tökugjald 2.000 kr., morgunverður innifalinn. Æskilegt er að menn skrái sig hjá Verslunarráði íslands. •Ðialbr^kku 26 - SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 35, ‘fréttaSréf OíeimsfíúSBsins VEL HEPPNUÐ THAILANDSKYNNING Fullt var út úr dyrum á afar ánœgjulegri Thailandskynningu Heimsklúhbs Jngólfs & Prímu á Hótel Sögu sl. miövikuíLkvöld. Kvöldið hófst meö kvöldverðarfundi Thailandsvinafélagsins, Ijúffengum kvöldverði og umrœðum, þar sem gestur var Krisana Paithai frá Ayutthaya, sögufrægasta stað Thai- lands, en sá staður býðst Islendingum nú íJyrsta sinn í tengslum við Bangkok og baðstaðinn Jomtien nálœgt Pattaya. Siglingaleiðin er frœg eftir Kóngsfljóti til Bang Sai þorpsins, þar sem sjá má þver- skurð alls Thailands í byggingum og lífsháttum fólksins. Mörgum er orðið Ijóst hve stórkostlegt œvin- týri Thailand er, ef fólk gefur sér tíma til að kynnast fegurð þess og lífsgœðum. Verðlagið í ferðum Heimsklúbbsins er þó ótrúlegast af öllu, tveggja vikna ferðir með flugi, ferðum, toppgistingu, morgun- verði og fararstjórn fyrir aðeins um 100 þús. krónur á mann. Þrenns konar Thailandsferðir verða í boði, allar spennandi og vandaðar, en mislangar og spanna alla frœgustu staði landsins, m.a. Norður Thailand, eyjuna Phuket, sem nú er vinsœlasti ferðastaður í Austurlöndum. Þá kynnir Heimsklúbburinn nú einnig ný hótel, bœði í Norður Thailandi, Bangkok og Jomtien. Það lœtur nœrri að fólk geti lifað góðu lífi í Thailandi fyrir um 2000 kr. á dag, en hliðstœð gœði á vesturlöndum mundu kosta um kr. 10.000 -15.000 á dag. Matur er bœði Ijúffengur í Thailandi og ódýr, bjór á skemmtistöðum kostar um kr. 100, startgjald leigubíla kr. 70, og þar fram eftir götun- um. Bangkok er margvalin besta liótelborg í heimi fýrir verð sem svarar til bakpokapláss á íslandi. Fatnaður, tilbúinn og sérsaumaður er einnig ódýr, hvers kyns silki og listvarningur, batik, skartgripir og gjafavara. Ferðin UNDRA THAILAND hefst 6. sept á sérkjörum i 16 daga. STÓRA THAILANDSFERÐIN nýt- ur feikna vinsœlda, enda kynnir hún það besta af Thailandi i suðri, norðri auk vals um Phuket eða Jomtien. Fyrsta ferðin hefst 20 sept í 16-23 daga. Aðalnýjungin í Austurlandaferðum er ný af nálinni með afar skemmtilegri og fjölbreyttri áœtlun, TOPPAR A USTURLANDA og hefst á undurfagurri PENANGEYJU í Malasíu, fer þaðan til Norður Thailands, Chiang Mai og Chiang Rai, síðan Bangkok, þar sem búið er á einu besta hóteli heimsins í 4 daga, áður en stansað er 3 daga i höfuðborg Malasíu, KUALA LUMPUR með hœstu turna heimsins blasandi við frá hóteli okkar og einn fegursta arkitektúr heimsins í dag, 3 dagar, áður en 19 daga ferð lýkur með heimflugi um London. Fjöldi fólks hefur nú þegar tryggt sér bestu kjör í haust- og vetrarferðum Heimsklúbbsins-Príma til Thailands, Malasíu eða Bali, sem einnig er á dagskrá, og er ferðin 15. okt. löngu uppseld, en laust í ferðir eftir áramóL LISTATÖFRAR ÍTALÍU . í kvöld, 13. ágúst, eru 40 þátttakendur í rómuðustu ferð Heimsklúbbsins JLlStíltCnTUTtl ItCUtU staddir i Veróna að skerpa skilning sinn á ástinni, listinni og lífutu. Að loknum hatíðakvöldverði fara allir á stœrstu óperusýningu heimsitts í Arenunni að sjá og heyra eina vinsœlustu óperu Verdis. Ferð- in er barmafull af list og fegurð við bestu aðstœður, sem hœgt er að skapa á ferðalagi og þrœðir alla Ítalíu frá Milanó til Veróna, Gardavatns, Padua, Fetteyja, Pisa, Florens, Siena, Napolí, Pompeii, Sor- rento, Kapri og i lokin 4 dagar í hintti eilífu borg, Róm. Ferðast er í áœtlunarflugi Flugleiða og Brit- ish Airways, ekið um allt landið i nýrri glœsibifreið og gist á vönduðum hótelum. Surnir eru að fara sömu ferð í attttað sinn. í KJÖLFAR ODYSSEIFS UM MIÐJARÐARHAF Heimsklúbburinn-Príma fer með umboð hinsþekkta skipafélags P & O. op PRINCESS CRUISES og selur siglingar þeirra hér, en skip þeirra hafa m.a. komið við á íslandi og verið til sýnis fýrir vœntan- lega viðskiptavinL Sérstakra vinsœlda njóta siglingar i Miðjarðarhafi á sumrin og haustin og i Karíba- haft á vetrar- og vormánuðum. Um 70 farþegar sigla með VICTORIU um Miðjarðarhafið austanvert í 2 vikur frá 22. september, og er sú sigling löngu uppseld eins og sl. ár, en önnur ferð með svipuðu fyr- irkomulagi fer 6. okL og eru þar nokkur pláss laits. Glœsilegasta siglingin er þó með nýjasta farkosti skemmtiskipaflotans, AURORA. UtldUT rUZffltSlTlS við austanvert Miðjarðarhaf með viðkomu á Kýpur, Kairó, Jerúsalem, Rhodos, Aþenu, Möltu og Malaga á 19 daga siglingu 13.nóv.-l. des. Þessi sigling er í sérflokki og fœst enn á ótrúlegum kjörum, 2 fýrir 1, en allstór hópur hefur tryggt sér þetta tœkifœri, sem senn rennur úL Afar vinsælar siglingar standa til boða i ‘KpríBafiafi eftir áramót, Ld. sigling með VICTORIA með viðkomu á Barbados, St. Lucia, Antigua, SL Thomas, SL Croix, Ponce, Catalina Island, Ocho Rios, Cozumel og að lokum ein nótt í New Orleans, 15 daga sigling 9. - 24. febrúar. Einnig sigling með ARCADIA nteð viðkomu á Barbados, St. Lucia, Antigua, Tortola, Limon, Panamask., San Blas Is- lands, Cartagena, Aruba og Mayreau, 15 daga sigling 13. - 28. apríL Þessar siglingar eru á ótrúlegum kjörurn, 2 fyrir 1. BIBLÍUFERÐIN TIL EGYPTALANDS OG LANDSINS HELGA Ferðin er farin undir leiðsögn mikilla kunnáttumanna um Landið helga og Biblíuna, fékk strax frá- bærar viðtökur og seldist upp. 90 þátttakendur leggja upp hinn 23. september íþessa 10 daga ferð. SÍÐUSTU SÆTIN TIL $(ÍO - öttwtl Opinl Á 5. hundrað manns hefur tryggt sér ferðaviðburó ársins* 8 daga ferð til fegurstu og glaðvœrustu borgar heimsins 15.-23 okt. á ótrúlegum kjörurn i beinu breiðþotuflugi A TLANTA á 11 klsL Río er ekki aðeins fögur, heldur einn mest heillandi áfangastaður ferðamanna. Auk spennandi kynnisferða munum við útvega aðgang að stórleik á stœrsta knattspyrnuleikvangi heimsins, éMUTClCáttíl, og sjá fræga kappa keppa um boltann. Síðustu sœtin seld félögum í hinum nýja ferðaklúbbi okkar, HEIM- SKRINGLU, og verður ferðin sú jyrsta í hans nafnL Grípið tækifærið núna, OG TRYGGIÐ YKKUR SÍÐUSTU SÆTIN! Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK, fyrir frábærar ferðir. Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, simi S62 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Húsnæöi óskast. Heimsklúbburinn Príma óskar eftir ca 250 m2 skrifstofuhúsnæði á góðum stað frá næstu áramótum. Vinsaml. hafíð samb. við Þorbjörgu í síma 56 20 400.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.