Morgunblaðið - 13.08.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 13.08.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 39 MINNINGAR EBBA HOLMFRIÐ UR EBENEZERDÓTTIR + Ebba Hólmfríður Ebenezerdóttir, Kleppsvegi 64 í Reykjavík, var fædd á Ballará á Skarðs- strönd. 26. febrúar 1911. Hún lést á Skjóli 31. júlí sfðast- liðinn. Ebba átti hcima í Rúfeyjum frá fæðingu til 17 ára al- durs, árið 1928, er hún flutti með for- eldrum sinum til Stykkishólms. Ebba giftist Guð- mundi Jóhannesi Bjarnasyni 9. maí 1931. Guð- mundur var fæddur 2. mars 1903, dáinn 4. júlí 1981. Aðalstarf og áhugamál Guðmundar er hann bjó í Stykkishólmi var skógrækt. Þá var hann ökukennari í mörg ár og á meðan sjúkrasamlagið var með skrifstofu í Hólminum hafði Guð- mundur umsjón með henni og að- stoðaði Ebba hann. Einkasonur Ebbu og Guðmundar, Magni E. Guðmundsson, er fæddur í Stykk- ishólmi 14. desember 1932. Útför Ebbu hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. „Hvemig eru hún eiginlega skyld ykííur, hún Ebba gamla?“ hefur fólk oft spurt okkur. Það var svo sem ekki skrítið þó fólk spyrði um það, því að hún Ebba tók okkur öllum eins og einum af fjölskyldunni en það má segja að það hafí í sjálfu sér verið skrítið, því að hún var með öllu óskyld okkur, hún fædd og uppalin í Breiða- fjarðareyjum en við rekjum ættir okkar suður á land. Þráðurinn í þessari „ættleiðingu" var sólargeisiinn hennar, hún Ebba „litla“, sem nú er reyndar orðin upp- komin kona en fékk nafnið hennar Ebbu og mannsins hennar, hans Guð- mundar, og var skírð Ebba Guðný. Ástæða nafngiftarinnar var einstök vinátta milli móðurfólks Ebbu Guð- nýjar og þeirra hjóna Ebbu og Guð- mundar og sonar þeirra, hans Magna, sem myndaðist á árum þeirra í Stykk- ishólmi. Þær nöfnumar vora svo oft- ast aðgreindar sem Ebba „litla“ og Ebba „gamla.“ Seinna þegar leiðir foreldra Ebbu Guðnýjar skildu og við Guðmundur, faðir hennar, ragluðum saman reyt- um þá var ég, nýja konan hans, tekin sem ein af fjölskyldunni og síðar synir okkar, rétt eins og nýi maðurinn hennar Siggu Hönnu, móður Ebbu Guðnýjar, og sonur þehra. Ásgeiri, elsta hálfbróðumum, gleymdi hún ekki heldur, né bömunum hans, þeg- ar hann síðan stofnaði heimili. Ebba gamla lagði greinilega mikla áherslu á að tengslin slitnuðu ekki þrátt fyrir skilnað foreldranna og það má fuli- yrða að hún sé lykillinn að því hversu gott samband er á milli fjölskyldn- anna tveggja í dag. Ekki hefðum við getað óskað okkur betri frænku eða ömmu. Alltaf sendi hún bömunum jóla- og afmælisgjafir og fylgdist reglulega með hvemig fjölskyldunni liði og heimtaði að fá okkur í heimsókn til sín og Magna. Börnin faðmaði hún og knúsaði og í faðmi Ebbu gömlu var gott að vera. Alltaf var hlýtt og bjart í kringum hana og þó að hún væri oft lasburða fagnaði hún okkur alltaf þegar við komum. Ebba gamla var alveg einstök kona, hún var ákveðin, glettin og skemmtileg, opinská og hreinskilin og einstaklega bamgóð. Gestrisin var hún með afbrigðum og mikil hann- yrða- og blómakona, hvergi höfum við séð eins falleg stofublóm og hjá henni á Hofteignum. Kynnin við hana vora okkur gott veganesti og nú við leiðar- lok minnumst við hennar með gleði og þakklæti og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Jóhanna, Guðmundur, Helgi Reynir, Ólafur, Ásgeir, María og böm. Mín kæra Ebba er dáin 89 ára gömul. Henni þótti sjálfri orðið nóg komið enda fannst henni lítið gaman þegar heym og sjón voru ein- ungis orðin tóm. Hún lést úr lungnabólgu að- faranótt31.júlísl. Alla mína tíð hefur Ebba verið til staðar og stór hluti af tilvera minni. Hún kunni þá list að gleðjast fíjlskvalaust þannig að ég hlakkaði alltaf til að segja henni frá öllu skemmtilegu sem gerðist hjá mér. Enginn var heldur betri huggari þegar á bjátaði. Við Ebba hittumst fýrst þegar hún var á svipuðum aldri og ég er núna. Hún kenndi mér að umgangast böm með virðingu og á jafnréttisgrund- velli; að böm era skemmtileg og það eigi að hlusta á þau. Það gerðust ekki skemmtilegri leikfélagar en Ebba. Þegar ég var h'til gátum við spilað ma- rías daginn út og inn og á endanum var það ég sem sagði „Jæja þá, bara eitt spil enn“. í leikjum okkar bjó Ebba til húsgögn úr eldspýtustokkum, klippti út dúkkudúka úr pappír, bakaði litlar tertur og skreytti og enn minni smá- kökur og var óþreytandi í að láta sér detta í hug allt það sem h'tilli telpu þótti skemmtilegt. Þegar hún gaf mér gjafír hlökkuðum við jafnmikið til. Þegar ég var 10 ára gaf Ebba mér stóra dúkku í aftnælisgjöf og ég vissi áður en ég fékk gjöfina að nú stóð mikið til. Enda var Ebba mætt íyrir klukkan átta að morgni afmælisdagsins með gjöfina. Mátti ekki á milli sjá hvor var spennt- ari. Henni tókst það sem of fáum hefur tekist, að varðveita leikinn í sér. Ég tek stundum í mig og minni mig á að leika mér, það era bara svo fáir að leika við. Enginn kemur í staðinn fyrir Ebbu mína. Ebba var ekki heilsuhraust og þurfti oft að ieggjast inn á spítala. Ef hún þurfti að fara í aðgerð fannst henni það lítið mál og ekki orð á ger- andi; ..maður er svæfður, vakinn og þá er þetta búið. Eftir að heilsan var farin dvaldist Ebba á dvalarheimilum og síðast á Skjóli. Dagamir hafa oft verið langir en henni virtist ekki leið- ast því þá var hún í huganum að stúss- ast í bakstri og annarri matargerð og ef maður kom í heimsókn á meðan hún dvaldi í dagdraumalandinu var hún svolitla stund að koma til baka og tók þá kannski köku eða tvær með sér. Ebba þreyttist aldrei að tala um æsku sína sem hún naut í faðmi ást- ríkra foreldra og stórfjölskyldu. Þar var alltaf sól og hlýtt. Þegar Ebba átti í erfiðleikum með að fylgjast með í nú- tíðinni spurði ég um eyjalífið og þá varð hún ung aftur og mundi allt. Ebba var kærleiksrík, bráðskemmti- leg, vel gefin og listræn. Hún hélt sín- um sterku sérkennum allt til enda. Blessuð sé minning Ebbu minnai-. Sigríður Hanna Jóhannesdóttir. Þegar ég hugsa um þig Ebba dett- ur mér alltaf eitthvað sniðugt og skemmtilegt í hug, eitthvað sem kem- ur mér til að hlæja. Þú varst svo ynd- islega fyndin og skemmtiieg að þeir vora fáir sem gátu eða öllu heldui- geta slegið þér við. Meira að segja þegar þú varst komin á Skjól og ekki eins heilsuhraust og áður gastu verið að grínast með mér og komið mér til að hlæja. Það er líka svo sniðugt, og mamma gerir oft grín að því, hvað við eram líkar Ebburnar. Báðar svo búralegar í okkur. Þú vildir alltaf eiga nóg af öllu, s.s. mat og fleiru enda ekki skrítið þar sem þú ólst upp við meiri skort heldur en ég hef nokkurn tím- ann þurft að upplifa en engu að síður er ég alveg eins með þetta. Ég vil eiga nóg af öllu sem mér líkar vel og kaupi þá oftast af því nokkur eintök. Mamma segir að það fylgi nafninu og það þykir mér bara vænt um því mér þykir svo vænt um þig og nafnið mitt. Mér er engin stríðni í þessu! Svo höf- um við nú báðar haft gaman af því að búa til mat og spá í uppskriftir þó ég sé ekki enn þá byijuð að lesa upp- skriftarbækur áður en ég fer að sofa eins og þú. Ég held nú líka að ég búi ekki til alveg eins góðan mat en það kannski kemur, ég get enn þá skýlt mér á bak við ungan aldur! Veistu Ebba, mér finnst ég vera svo heppin að hafa átt þig að. Alltaf fann ég hversu heitt ég var elskuð og hvað þér fannst ekkert of gott fyrir mig, hvað þú samgladdist mér inni- lega í öllu, vildir alit fyrir mig gera og hafðfr tröllatrú á mér í því sem ég tók mér fyrir hendur. Þetta ásamt svo óendanlega mörgu öðra þakka ég þér fyrir elsku Ebba mín. Það er svo margt gott sem ég hef lært af þér sem hefur gert mig að betri manncskju og ég veit að gerir mig líka að betri mömmu. Þú hafðir alltaf tíma fyrir mig og fannst þeim tíma vel varið sem þú eyddir með mér og öðram bömum. Þú hafðir einstakt lag á því að finna upp á hlutum sem glöddu ungar sálir og ég man vel þegar þú vaknaðir með mér um miðja nótt og ristaðir fyrir mig brauð með marmelaði og sauðst hænuegg, þó að ég segði þér að mamma hefði nú bara gefið mér vatn og sagt mér að fara að sofa aftur. Ég þakka Guði fyrir að hafa sam- einað okkur og þó þú sért núna komin til hans þá veit ég að þú ert alltaf hjá mér og þess vegna þarf ég ekkert að kveðja þig núna en bið þig Guð minn um að blessa hana Ebbu mína. Þú ert heppinn að fá að hafa hana hjá þér. Með ástarkveðju og þakklæti, þín Ebba. Þegar sumarsólin heið signirgróðurjarðar flýgur hugur heim á leið, heim til Breiðafjarðar. (Jón frá Ljárskógum.) Ebba Ebenesersdóttir var Breið- firðingur að ætt og uppruna. Hún var einn fjölmargra niðja Éyjólfs eyjajarls Einarssonar í Svefheyjum, upp alin í Rúfeyjum á Breiðaffrði og átti lengi heima í Stykkishólmi. Á efri árum flutti hún með eiginmanni sínum og einka- syni til Reykjavíkur. Hugurinn mun þó oft hafa leitað vestur, flogið „heim á leið, heim til Breiðaíjai'ðar". Ebba Ebenesersdóttir var einstök kona að mannkostum svo sem margir ættmenn hennar. Hún var prýðilega greind, skopvís og skemmtileg, fróð um fomar venjur, smekkvís og tr>'gg- lynd. Hún var höfðingi í sjón og raun eins og verið höfðu forfeður hennar og formæður, breiðfirskir hagleiksmenn og sægarpar og kvenskörungar. Það var fengur fyrir okkur Björgu og börn okkar að eignast vináttu slíkrar konu. Svo viidi til að Guð- mundur J. Bjamason, eiginmaður hennar, var í skólanefnd þegar við fluttum í Hólminn og urðu þau hjón vinir okkar svo að segja frá fyrsta degi vestur þar. Sú vinátta hefur enst til þessa dags. Heimili þeirra var rausnargarður þar sem híbýlaprýði og háttvís gestrisni héldust í hendur. Seint gleymist hve kvöldfagurt er á vorin í Stöðinni þar sem hús þeirra var. Þó var ef til vill enn fegurra innan dyra, jafnvel í dimmviðri á vetram, þegar húsfreyja sagði frá bernsku sinni og æsku í Rúfeyjum og hús- bóndinn rakti sögur frá fyrstu áratug- um aldarinnar í Hólminum. Eftir að þau fluttu „suður“ höfðu þau enn sama hátt á um risnu og höfð- ingsskap. Og að Guðmundi látnum var enn gaman að heimsækja mæðg- inin Ebbu og Magna og ekkert lát á breiðffrskri gestrisni. I eina skiptið sem okkur Björgu auðnaðist að spjalla kvöldstund við snillinginn dr. Lúðvík Kristjánsson var það rausn Ebbu að þakka. Boðið var til breiðfir- skrar sviðaveislu. Þar var margt góðra manna og gaman að vera og ekkert lát á fróðlegum og skemmti- legum umræðum. Á heimili okkar sér þess víða stað- hver höfðingi Ebba Ebenesersdóttir var því að mörg er hér gjöfin frá henni. Engu að síður hefur samt vin- átta hennar og tryggð verið okkur dýrmætari en allar góðar gjafir aðrar. Fyrir það þökkum við og vottum vini okkar, Magna, dýpstu samúð og biðj- um honum blessunar Guðs. Langri vegferð góðrar og göfugrar konu er lokið. Bemskusporin í fjör- unni í Rúfeyjum eru sandi hulin. En það er breiðffrsk birta yffr leiðinni allri og minningunum sem lifa með vinum hennar. Ólafúr Haukur Ámason. t Astkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON fyrrv. rekstrarstjóri Rafmagnsveitna ríkisins, Kópavogsbraut 1B, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánu- daginn 14. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Erla Hafrún Guðjónsdóttir, Egill Egilsson, Auður Svala Guðjónsdóttir, Rúnar Guðjónsson, Helga Sigríður Guðjónsdóttir, Thomas Kaaber, Guðrún Sóley Guðjónsdóttir, Þorsteinn Hiimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, KLARA JÓNASDÓTTIR, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtu- daginn 10. ágúst. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Ragnar Valdimarsson, Vigdís Sigurðardóttir, Guðrún Hanna Ragnarsdóttir, Ragnar Valdimar Ragnarsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, RAGNAR ÞORGRÍMSSON fyrrv. eftirlitsmaður hjá SVR, Árskógum 8, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 10. ágúst. Margrét Helgadóttir, Kolbrún Ragnarsdóttir, Egill Hallset, Guðrún Ragnarsdóttir, Stefán Ingólfsson. t ÞÓRARINN FJELDSTED GUÐMUNDSSON, Ásvallagötu 17, Reykjavík, er látinn. Rannveig Sveinsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN SÆMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 11. ágúst. Agnes S. Eríksdóttir, Marinó Ó. Gíslason, Guðjón Eiríksson, Þröstur Eiríksson, Ane Holme, Guðrún K. Eiríksdóttir, Jóhannes Brynjólfsson, Gísli E. Marinósson, Bára D. Guðjónsdóttir, Bjarki D. Guðjónsson, Ingvar Ö. Þrastarson, Agnes S. Þrastardóttir, Hanna Þrastardóttir, Eiríkur Þrastarson, Katrín Þ. Jóhannesdóttir, Brynjar Jóhannesson. t Elskuleg móðir mín, EBBA HÓLMFRÍÐUR EBENERZERDÓTTIR, Kleppsvegi 64, Reykjavík, lést á Skjóli aðfaranótt mánudagsins 31. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólkinu á Skjóli, 5. hæð, þakka ég inni- lega fyrir hlýja og góða umönnun móður minnar. Magni E. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.