Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 43 ------------------------ traust á fyrirtækinu um landið allt. Ekki síst hjá þeim sem fóru með al- menna valdið á hverjum tíma. Guð- jón var RARIK, RARIK var Guðjón í hug allra sem í nálægð þessa ævin- týris voru. Vonin mín um að fá að starfa við rafmagn rættist fyrir til- verknað Guðjóns, sem ég síðan á stundum góðum nefndi fóstra minn en starfið varð uppspretta sannrar gleði og þakkiætis fyrir að fá að vera með. Guðjón var forystumaður- inn sem gat „dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heill- ar skálar“, já samheijastundimar í rafvæðingarvinnunni voru sem óð- urinn til lífsins, þá voru engir af- slættir gefnir og rafmagnið kastaði birtu og yl í bæ eftir bæ. Tengistundirnar voru dásamleg- ar, nýja tengistundin var önnur og betri en stundin sem var liðin. En í öllu þessu ferli sannaði Guðjón þá sem svo oft eftir það, að í hverju lífs- ins spori getur maður verið manns gaman, en samt starfað að alvöru lífsins á landsbyggðinni og þjónað fólkinu þar með reisn og virðingu. Nú er rafmagn komið inn til innstu dala um fjallgarða og strendur og er í sjálfu sér jafn nauðsynlegt hráefni fyrir nútíma framleiðslu sem súrefn- ið fyrir okkur til að draga lífs- andann. Rafmagnið, þessi lífsandi framleiðslunnar, er nú komið á borð allra landsmanna sem betur fer. Guðjón Guðmundsson var ekki lang- skólagenginn en hann var hugsuður, fræðimaður og einstakt eljumenni til bókar og handar, hann kunni ekki að gefast upp og kom miklu í verk. Eg hef hér ekki af ásettu ráði talið upp öll þau félags- og trúnaðarstörf sem Guðjón gegndi eða starfsferil- inn yfirleitt, það munu aðrir góðir menn gera. En það sem ég mat var að hagur og velgengni Blindrafé- lagsins var hans hjartans mál svo og öll þau málefni sem gætu bætt hag þeirra sem áttu við fötlun að stríða. Við sem nutum návistar hans um langan tíma vitum að þar fór sannur og góður drengur sem skilur eftir mikið ævistarf sem unnið var af eld- móð og trúmennsku. Það átti svo sannariega við í hans lífi að bak við hvem sterkan leiðtoga af kyni karla stendur góð kona, sem því miður féll frá um aldur fram. Það var mér mikil gæfa að eiga margar góðar stundir með Helgu og Guðjóni í leik og starfi, fyrir það er ég þakklátur. Guð blessi minningu þeirra. Inni- legar samúðarkveðjur sendi ég börnum þeirra svo og öllum öðrum aðstandendum. Erling Garðar Jónasson, Stykkishólmi. Guðjón Guðmundsson, fyrrver- andi rekstrarstjóri Rafmagnsveitna ríkisins, er látinn. Með honum er genginn merkur frumkvöðull á sviði raforkumála á íslandi. Guðjón vai- einn af fyrstu starfsmönnum Raf- magnsveitna ríkisins þegar þær voru stofnaðar 1. janúar 1947 en hann hafði áður starfað hjá Raf- magnseftirliti ríkisins. Guðjóni Guðmundssyni kynntist ég fyrst þegar ég tók við starfi raf- magnsveitustjóra ríkisins haustið 1976 en áður höfðum við hitzt við ýmis tækifæri á vegum Sambands íslenzkra rafveitna. Strax í upphafi varð mér ljóst, að Guðjón bjó yfir mjög yfirgripsmikilli þekkingu á rafvæðingarmálum landsins og bai- ávallt hagsmuni fyrirtækisins og viðskiptamanna þess fyrir brjósti. Með okkur tókst þegar góð vinátta og samstarf sem reynzt hefur mér ómetanlegt. Meginverkefni RARIK hefur ver- ið rafvæðing landsins og að henni lokinni endurnýjun, viðhald og rekstur hins víðáttumikla raforku- kerfis. í þessu mikla og erfiða verk- efni naut Guðjón sín. Skipulags- hæfileikar, þrautseigja og ekki sízt djöríúng voru þeir eiginleikar sem einkenndu hann í þessu baráttumáli sem tók hug hans allan. Þegar hugurinn reikar til baka er mér minnisstætt hve heilsteyptur maður Guðjón var. Hann var ákveð- inn og rökfastur en líka tillitsamur. Eg man t.d. eftir mörgum tilvikum á fundum Sambands íslenzkra raf- veitna er Guðjón tók til máls til vamar RARIK þegar honum þótti ómaklega veitzt að fyrirtækinu. Öðrum varð þá oft svarafátt. Guðjón Guðmundsson var alla tíð aðalsamn- ingamaður fyrirtækisins og sá um samninga m.a. vegna kaupa á raf- veitum, virkjanaundirbúnings og línulagna. Hann var mjög lipur samningamaður og ávann sér hvar- vetna traust. Þegar ég kom ungur maður til starfa hjá Rafmagnsveitum ríkisins var ég svo heppinn að fá að vinna með þessum manni og njóta reynslu hans og þekkingar og hefur það nýtzt mér vel. Á þessum tíma var lagning Byggðalínunnar hafin á Vesturiandi en á árunum 1972-74 hafði kaflinn milli Akureyrar og Varmahlíðar í Skagafirði, „rauði hundurinn", verið lagður. Byggðalínan var mjög um- deild á þessum árum en við starfs- menn RARIK töldum mjög nauð- synlegt og hagkvæmt að tengja saman hin einangruðu orkuveitu- svæði, draga úr rekstri dísilraf- stöðva og nýta betur hinar hag- kvæmu vatnsaflsstöðvar landsmanna. Guðjón tók þátt í þess- ari umræðu af krafti og sannfær- ingu. Hringtengingu Byggðalínu ás- amt lagningu Vesturlínu til Mjólkársvæðisins lauk 1984, sama ár og Guðjón hætti störfum hjá Raf- magnsveitum ríkisins fyrir aldurs sakir, og man ég vel hversu ánægð- ur Guðjón var við lok þessa mikla verks sem hann hafði barizt svo öt- ullega fyrir. Við sjáum nú á bak heiðursmanninum Guðjóni Guðmun- dssyni og fyrir hönd starfsmanna Rafmagnsveitna ríkisins vil ég þakka fyrir sérstaklega gott og traust samstarf um leið og ég votta börnum hans, fjölskyldum þeirra og öðram aðstandendum okkar dýpstu samúð. Krislján Jónsson. Ég kynntist Guðjóni er við vorum báðir unglingai- og hafa þau kynni varað síðan. Guðjón var þá til að- stoðar föður sínum sem var bústjóri í Austurhlíð við Reykjavík þar sem nú er íþróttasvæði Reykjavíkur. Þar var þá ræktað land og rekið kúa- og svínabú. Lækur rann eftir túninu með afrennsli í þvottalaugarnar. Á þessum fyrstu árum kunningsskap- ar okkar sá Guðjón um flutning á mjólk til viðskiptamanna um bæinn í hestakerru. Flutningatæknin þróað- ist þannig að fenginn var bíll með palli (gamli Ford). Við nutum þess að ferðast með Guðjóni í bílnum um bæinn. Síðar tekur alvara lífsins við. Árunum fyrir og eftir 1930 er mikill hugur í ungum mönnum að komast sem nemar í einhverja iðngrein. Guðjón kemur í hóp okkar er voru í iðnnámi í rafvirkjun hjá Júlíusi Björnssyni rafvirkjameistara í Reykjavík. Með okkur myndast sterk vináttubönd er haldist hafa síðan. Guðjón velst í forystusveit skólafélags Iðnskólans sem barðist fyrir betri aðstöðu við skóla og iðn- fræðslu almennt. Framhleypinn maður var Guðjón ekki en hæfileik- ar til forystu í málum iðnnema voru vel metnir á þessum árum í Iðnskól- anum. Hann gerir alvöru úr því að koma málum iðnnema fyrir almenn- ingssjónir með því að skólafélagið ræðst í að gefa út blað sem var vett- vangur iðnnema í skóla- og fræðsl- umálum iðnnema, það blað er gefið út enn í dag. Ég minntist á það að Guðjón hefði komið í hóp okkar nema hjá Júlíusi Björnssyni rafvirkjameistara. Við vorum alls 9 nemar þar á svipuðum aldri. Einn okkar kallaði okkur þjáningabræður. Guðjón Guðmun- dsson kemur yngstur inn í þennan hóp. Þetta voru frískir strákar með ýmis áhugamál s.s. íþróttir, hlaup, knattspyrnu, sund og fleira. Á iðn- skólaárum Guðjóns voru þreytt svokölluð skólahlaup á milli skóla hér í Reykjavík. Guðjón var þátttak- andi í þeim hlaupum og með í sveit er færði skólanum verðlaunagrip. Eftir að námstíma lauk hjá Júlíusi dreifðist hópurinn á ýmis vinnu- svæði en við fylgdumst ávallt með hver öðrum og komum saman þegar tækifæri gáfust. Þá var það efst í huga Guðjóns að auka við námið þannig að rafvirkjar fengju störf við orkuver og rafveitukerfi landsins, Guðjón gerðist félagi í rafvirkja- félagi Reykjavíkur er iðnskólanum lauk. Hann velst fljótt til forystu þar. Á þessum tíma atvinnuleysis og kreppuástands voru laun mjög lág jrfir námstímann og nemar í iðn- greinum ódýrt vinnuafl. Guðjón vann að því að nemar fengju að sitja fundi í Sveinafélaginu og öðluðust með því þjálfun í félagslífí rafvirkja sem tók miklum breytingum. Félag- ið tók að beita sér fyrir möguleikum á framhaldsnámi í raffræði. Áhugi Guðjóns á því máli kom fram er hann tók við ritstjóm á tímariti raf- virkja og þar hvatti hann raMrkja til baráttu í því máli. Þá var starf- rækt framhaldsdeild í raffræði fyrir vélstjóra. Guðjón vann að því að rafvirkjar fengju inngöngu í þá deild sem tveggja vetra nám. Það nám gæfi rafvirkjum vonir um að fá störf í raforkuverum er voru í bygg- ingu við Ljósafoss í Sogi. En ekki varð af því þá. Síðar var stofnuð deild innan vélskólans og rafvirkjar komast loks í þá deild. Eftir það fengu þeir réttindi til að starfa við raforkuver og rafveitukerfi lands- ins. Guðjón var í hópi þeirra raf- virkja er fyrst útskrifuðust úr þeirri deild vélskólans. Um þetta leyti á lífshlaupi Guðjóns voru raforkulög sett um dreifingu raforku um landið. Hann ræðst til starfa hjá Rafmagns- veitu ríkisins, stofnuð 1937, og varð það starf hans að ferðast um landið og sameina dreifðar rafveitur í eitt rekstrarsvæði ásamt Jakobi Gísla- syni sem var fyrsti rafmagnsveitu- stjóri ríkisins. Guðjón hafði starfað sem rekstrarstjóri í mörg ár og ver- ið þátttakandi í þeirri miklu þróun í iðnaði og atvinnuuppbyggingu sem átt hefur sér stað með rafvæðingu landsins og notið trausts sem mikil- hæfur embættismaður. Ég vil sem gamall starfsmaður Rarik minnast Guðjóns með þökk fyrir samstarfið og vináttu um ára- tuga skeið og minnast hans fyrir góðar ráðleggingar og hjálpsemi í starfi hjá Rarik. Elías Valgeirsson. Það kom mér á óvart er mér var tilkynnt lát vinar míns Guðjóns Guð- mundssonar, fyrrv. rekstrarstjóra Rafmagnsveitna ríkisins. Ég hafði fyrir stuttu síðan haft samband við hann, að vísu tjáði hann mér að hann hefði verið í sjúkrarannsókn, en væri ekki búinn að fá niðurstöðu læknis. Ég kynntist Guðjóni fyrir tæpum 50 árum, sem varð til þess að við urðum veiðifélagar ásamt þeim góðu mönnum Ólafi Gunn- laugssyni garðyrkjubónda og Ólafi Tryggvasyni verkstjóra sem eru nú báðir látnir. Veiðiáin var Laugar- dalsá í Laugardal við Isafjarðar- djúp. Þetta var skemmtilegur fé- lagsskapur og við hlökkuðum ávallt til sumarsins. Það var ekki alltaf fljótfarið því vegur var ekki kominn alla leið svo við þurftum að fara yfir Djúpið á sjó og ekki var alltaf logn. Það er margs að minnast frá þess- um árum og er þá efst í huga að fé- lagar mínir glöddu okkur hjónin með nærveru sinni ásamt konum sínum á gamlárskvöld til fjölda ára og voru þá kvöldin og næturnar stundum of stutt. En nú eru þau öll farin yfir móðuna miklu. Guðjón var greindur maður, sjálf- um sér samkvæmur, traustur, gæt- inn í orðum og athöfnum, hafði gott skopskyn og oft glettinn í góðra vina hópi. Við hjónin þökkum Guðjóni fyrir vináttu og tryggð í gegnum árin og biðjum honum blessunar á nýjum leiðum og vottum börnum hans og fjölskyldum dýpstu samúð. Ólafur Helgason. Gaui frændi hefur kvatt þennan heim. Hann var móðurbróðir minn og í miklu uppáhaldi. Gaui, eins og ég ólst upp við að kalla hann, fullu nafni Guðjón Guðmundsson, fyir- verandi rekstrarstjóri hjá RARIK, var einstakur maður. Það sem stendur upp úr í minningunni um hann er hans hlýja viðmót og vilji til þess að hjálpa öðrum. Þá hafði hann þann hæfileika, að laða fram það besta í fari annarra. Þessir eigin- leikar hans gerðu það að verkum, að fólk dróst auðveldlega að honum og því leið vel í návist hans. Ennfremur var Gaui mjög sanngjam og ráða- góður maður. Af öllu þessu saman- lögðu leiddi, að margur leitaði til hans og virtist hann ávallt hafa tíma til að hjálpa, þrátt fyrir miklar annir og stóra fjölskyldu. Ekki er ætlunin að gera úr Gauja einhvem alvarlegan postula. Hann hafði húmor góðan og var launstríð- inn. Hann stríddi mér og öðram oft í gegnum tíðina, á sinn góðlátlega og skemmtilega máta. Þá man ég einn- ig eftir sögu, sem mamma sagði mér. Þegar þau vora krakkar lang- aði mömmu, sem var ljóshærð, að hafa rautt hár eins og uppáhalds- frænka hennar. Hún hafði samt enga lausn á þessu. Gaui hafði þó ráð undir rifi hverju og sagði henni, að auðvelt væri að ráða bót á þessu vandamáli. Allt sem hún þyrfti að gera væri að leggjast upp í rúm og láta höfuðið hanga niður með gaflinum. Hún yrði hins vegar að vera þolinmóð, þar sem þetta gæti tekið nokkurn tíma. Hún mætti samt alls ekki gefast upp. Mamma gafst auðvitað ekki upp og lét höfuðið hanga, þar til hún var orðin blóðrauð í framan. Þetta var glettinn Gaui á góðri stundu. Það er ekki meiningin með þess- um fáu línum að rekja feril Gauja, sem var bæði langur og farsæll. Hins vegar langar mig að þakka honum fyrir alla hlýjuna og velvild- ina sem hann hefur sýnt mér í gegn- um árin. Engu máli skipti, þótt ég hefði búið í Bandaríkjunum sl. 14 ár. Alltaf lagði Gaui sig í líma við að halda sambandi, hvort sem það voru heimsóknir eða ökuferðir þegar heim var komið, eða blaða- og bóka- sendingar með mömmu þegar hún heimsótti okkur. Ekki má heldur gleyma steinum, sem hann sendi okkur fyrir nokkra. Fylgdi með, að þeir ættu að minna okkur á íslenska náttúrufegurð og mikilvægi þess að skoða landið og njóta þess. Gaui var mikill náttúraunnandi. Hann naut þess að hafa gott útsýni frá fimmtu hæðinni, á heimili sínu á Kópavogsbraut lb. Hann naut þess að fylgjast með fuglalífinu í vogin- um. Gaman var að hlusta á hann skýra út hegðan hinna ýmsu mis- munandi fuglategunda. 25. júlí sl. vorum við á landinu og áttum kost á að heimsækja Gauja í Kópavoginn. Augljóst var hvert^ stefndi. Ekki var þó Gaui búinn að missa áhugann á því sem var í kringum hann. Hann fór með okkur út á svalir og við töluðum saman um náttúrana og lífið. Þá hafði hann einnig fyrir því, að sýna okkur öll salarkynnin á staðnum, sem hann var mjög hrifinn af. Nokkram dögum síðar, eða 6. ágúst, kvaddi Gaui. Ég mun ávallt minnast hans með hlýju og söknuði. Gott er þér, vinur! guðs í dýrð að vakna; þig gladdi löngum himininn að sjá. Víst er oss þungt að sjá á bak og sakna samvista þinna; en oss skal huggun ljá: vér eigum líka úr lífsins svefni að rakna. (Konráð Gíslason.) Við Kalli sendum innilegar sam--^ úðarkveðjur til dætranna Auðar, Erlu, Guðrúnar Sóleyjar, Helgu og fjölskyldna þeirra. Helga Magnúsddttir, Los Angeles. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur aímælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afrnælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. + Við þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föðursystur okkar, SIGRÍÐAR STEINDÓRSDÓTTUR, Möðruvallastræti 1, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Lyfjadeildar 1 á FSA fyrir góða umönnun. Steinunn Einarsdóttir, Haukur Einarsson, Þórey Einarsdóttir, og fjölskyldur. + Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns mins, föður, tengdaföður og afa, GUÐNA PÓRÐARSONAR gullsmiðs, Egilsgötu 22, Reykjavík. Jónína Jónsdóttir, Kristín Guðnadóttir, Einar Hermannsson, Guðni Einarsson, Ámi Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.