Morgunblaðið - 13.08.2000, Side 48

Morgunblaðið - 13.08.2000, Side 48
■MS SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk ARE YOU GOING TO START YOUR B00K AFTER PINNER? Ætlar þú að byrja á bókinni þinni eftir kvöldmat? NO.IF I REAPAFTERPINNER, I HAVE TO TURN ON THE LAMF; ANP THE LléHT ATTRACTS M05QUIT0ES..I CAN'T REAP WITH MOSQUITOESIN THE ROOM Nei, ef ég les eftir kvöldmat þarf ég að kveikja á lampanum og ljósið dregur að sér flugur... Ég get ekki lesið með flugur í herberginu Það er nokkuð til í þessu hjá þér Góð kaldhæðni hjá þér.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Mál í brennidepli Frá Jóni Kristni Óskarssyni: ÞEGAR maður sest fyrir framan tölvuna sína má segja að maður hugsi upphátt, mál í brennidepli koma í huga manns. Undanfamar vikur hefur ýmislegt flogið í gegnum huga minn sem nú kemst loks á blað. Það hafa dunið yfir okkur allskon- ar hækkanir á vörum og þjónustu um 30% hækkun á tryggingum bifreiða, bensínhækkanir og fleiri hækkanir. Það sem mér finnst athyglisvert er hversu almenningur tekur þessum hækkunum hljóðalaust, það heyrist ekki stuna eða hósti frá fólki eigin- lega, nema ef til vill smá andsvör frá neytendasamtökunum en almenn- ingur tekur varla undir og engin sjá- anleg eða raunhæf mótmæli. Eg held að íslendingar séu einhvernveginn þannig gerðir að það er tuðað eitt- hvað en ekkert annað gert. Erlendis væri svona aðgerðum víða mótmælt kröftuglega, jafnvel staðið að mót- mælastöðum eða viðkomandi vara ekki keypt einhvern tíma af þeim fyrirtækjum sem hækkuðu vörur sínar eins og hér hefur orðið. Eg held að við þyrftum að gera neytenda- samtök virkari þannig að meira væri eftir þeim tekið, við þyrftum að fjöl- menna í þessi samtök þá held ég að ýmsu væri hægt að breyta, því sam- takamátturinn getur stundum lyft grettistaki. Lyf undanþegin virðisaukaskatti? Eg tók eftir því fyrir nokkrum dögum að lyf eru með sama virðis- aukaskatt og almennar vörur, ég held að það væri mikil og góð rétt- lætiskrafa að lyf væru með hámark sama virðisaukaskatt og matvörur eða jafnvel engan virðisaukaskatt. Ef ofannefnd breyting yrði gerð á lyfjaverði kæmi það fyrst og fremst yngri og eldri borgurm þessa lands til góða, því börn og eldri borgarar þurfa sennilega mest á lyfjum að halda. Ég held að ríkisstjóminin ætti sem fyrst að breyta þessari skatt- lagningu, þeim sem minnst hafa yfir- leitt handa á milli til mestra hags- bóta, burt með virðisaukaskatt af lyfjum. Pdstþjónusta hefur versnað Nú fyrir nokkrum vikum birtist einkavæðingin í sinni fegurstu mynd. Fyrir nokkrum árum var Póstur og sími einkavæddur og sagði undirrit- aður þá í blaðagrein að tapið yrði þjóðnýtt en hagnaðurinn seldur til einkavina ríkisvaldsins. Þetta virðist mér ætla að ganga eftir og ekki nóg með það heldur hefur þjónusta póstsins versnað stórlega. Gott dæmi um það er póstþjónustan á landsbyggðinni samanber póst frá Vopnafirði sem var á þriðja sólar- hring á leið til Egilsstaða á sama tíma og unglingar voru 12 klukku- stundir gangandi með póst upp á Eg- ilsstaði. Annað frábært dæmi er hækkun er varð á pósthólfum 1. júlí upp á nokkur hundruð prósent, einkavæðingin lengi lifi, kyrja ýmsir. Ranglát skattlagning Eitt mesta ranglæti í dag er skatt- lagning á eftirlaunum sem eru skatt- lögð sem almennar launatekjur, því- líkt óréttlæti. Á sama tíma er fjármagnstekjuskattur 10%, hvað er það sem réttlætir þennan mismun á skattlagningu fólks? Spyr sá sem ekki veit, nema segja má að eftirlaun séu ofursköttuð. Fyrst er menn greiða af launum sínum og í lífeyris- sjóði, síðan er þeir fá eftirlaun og síð- an er menn fá ellilífeyri frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Þá er elhlífeyrir skertur sem nemur svo og svo mikl- um upphæðum ef menn hafa eftir- laun úr lífeyrissjóði. Þó svo maður hafi ekki greitt minna en aðrir til samfélagsins í gegnum tíðina af sín- um launum. Það virðist að réttlætið sé fyrir suma en ekki alla þegna landsins. Vonandi tekst Félagi eldri borgara að fá þessu ranglæti breytt með málaferlum þeim er framundan eru. Það er réttlætiskrafa eldri borg- ara að þessari skattlagninu verði breytt nú þegar og án málaferla, þá væru þeir er skipa ríkisstjóm Is- lands menn að meiri. Hörðuvelli verður að vernda Hörðuvellir í Hafnarfirði eru mik- ið í sviðsljósinu í Hafnarfirði þessa dagana og tek ég heilshugar undir skoðanir þeirra Páls Daníelssonar og Harðar Zóphaníassonar um að Hörðuvelli verður að vemda. Það er skemmtileg kveðja er bæjaiyfirvöld í Hafnarfirði era að senda sjúkum og eldri borguram þessa dagana. Ég segi bara við meirihluta bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar farið nú að hugsa, en ekki líta á skoðanir ykkar sem trúaratriði. Skólamál Hafnfirðinga er hægt að leysa á margfalt betri hátt en að byggja við Hörðuvelli. Hlýðið á hugmyndir Harðar Zóphan- íassonar íyrrverandi skólastjóra. Sjúkir og aldraðir eiga þessa með- ferð alls ekki skilið af hálfu meiri- hluta bæjarstjómar Hafnarfjarðar. Mér kæmi ekki á óvart að ef þessari framkvæmd við Hörðuvelli yrði haldið til streitu, myndu Hafnfirð- ingar mótmæla svo eftir yrði tekið. Ég skora á meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að fara út á meðal bæjarbúa og hlusta á raddir fólksins. JÓN KRISTINN ÓSKARSSON, Smyrlahrauni 26, Hafnarfirði. Bylting! Fjölnota byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir! VIR0C byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf. VIR0C byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóöeinangrandi. VIR0C byggingaplatan er umhverfisvæn. VIR0C þyggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint. \9thðíl£tórS:ctiW)CM3Qfl8)t11 Mmrgunblaðinu cJ tAÍfti þýffkfir:¥,qOFW? Vlroc utanhússklæðnlng l er v a r ð v*e 1 ý s i n g a

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.