Morgunblaðið - 13.08.2000, Side 54

Morgunblaðið - 13.08.2000, Side 54
54 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Raunir fal kórdrengs Þrátt fyrir smæð okkar Islendinga er ef- laust hægt að grafa upp einn slíkan í öllum heimsins hornum. Konráð Sigurðsson starf- ar í kvikmyndaborginni Los Angeles. Birgir Öm Steinarsson spjallaði við hann og komst að því að þessi falski kórdrengur hefur upplifað tímana tvenna. HANN er eflaust þekktastur á íslandi fyrir það að hafa sannfært þjóðina um að hann væri einn falskasti og takt- lausasti kórsöngvari í heimi eftir ISI i:\SK V OIM .lt v\ = Sími 511 -421111 leik sinn í gospel-Landssímaauglýs- ingunni frægu. Þar var hann vopn- aður einu myndarlegasta „veit ekki neitt, skil ekki neitt“-glotti sem sög- ur fara af og sveiflaði höndunum T-Í Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar sun 13/8 kl. 20 uppselt mið 16/8 kl. 20 örfá sæti laus fim 17/8 kl. 20 örfá sæti laus Miðasölusími 551 1475 Sýnt f Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.30 fös. 18/8 örfá sæti laus fös. 25/8 lau. 26/8 Miðapantanir í síma 561 0280. Miðasölusími er op'inn alla daga kl. 12-19. Miöinn gildir 2 fyrir 1 í Argentína steikhús. Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn. Miðasala opin kl. 15—19 mán—lau. og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir frá kl. 10. LIÐ-AKTIN Góð fæðubót fyrir fólk sem er með mikið álag á liðum T.EIKFELAG LSLANDS ■NN S52- 3000 THRILUER sýnt af NFVÍ fös. 18/8 kl. 20.30. Nokkur sæti laus fös. 25/8 ki. 2080. Síðustu sýningar 530 3030 BJÖRNINN — Hádegisleikhús rjr með stuðningi Simans IpNO Þfi 15/8 kl. 12 mið 16/8 kl. 12 ATH Allra siðustu sýningar Miðasalan er opin I Loftkastalanum og Iðnó frá kl. 11-17. A báðum stöðum er opið fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar sýning er. Míðar óskast sóttir I viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/ Iðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dðgum fyrir sýningu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Konráð ögfn alvarlegri á svip en í gospelauglýsingunni frægu. fram og til baka innan um hóp blökkusöngkvenna sem voru í það góðum holdum að það er hreint und- ur að pilturinn hafi rúmast innan um þær allar. „Eg söng þetta sjálfur mörgum sinnum," segir Konráð Sigurðsson, hinn falski söngfugl, stoltur á svip. „Það var svoldið erfitt að vera svona hrikalega falskur. Þegar ég söng þetta, söng ég alveg einn inn á band, síðan var hinum bara bætt inn eftir á.“ Upphaflega átti pilturinn ekki að bregða á leik fyrir framan mynda- vélarnar, enda er hans staða venju- lega hinum megin við linsuna, en hann var fenginn þegar það fannst enginn annar sem hafði jafn ís- lenska útgeislun og hann. Já, það er ekki mikið sem menn þurfa að gera til þess að verða frægir á íslandi. Notar frítímann í stórmyndagerð Konráð útskrifaðist úr kvik- myndagerðarskóla í Kaliforníu árið 1993 og hefur síðan þá komið ná- lægt gerð margra Hollywood-kvik- mynda. Síðustu mánuði hefur hann þó verið að máta sæti tökustjórans eða „director of photography", eins og það kallast á Hollywoodhæðum. „Það er maður sem vinnur með öllum stjórum allra deilda,“ útskýrir Konráð. „Hann sér t.d. um hvernig litirnir eiga að vera og hann vinnur mjög náið með leikstjóranum. Oft á tíðum er leikstjórinn ekki nægilega öruggur með rammana eða hvernig á að klippa senumar saman, þannig að tökustjórinn hjálpar honum að ná ákveðnu yfirbragði. Hann færir sög- una sem leikstjórinn er að segja inn í mynd.“ Starf tökustjórans er afar viðamikið og er hann t.d. ábyrgur fyrir því að öll tæki og tól séu stað- sett á sínum stað þegar leikstjórinn og leikarar mæta á tökustað til þess að vinna geti hafist án tafa. Reynsla skiptir öllu máli í kvikmyndaheimin- um og til að afla hennar stígur Kon- ráð oft nokkur skref aftur á bak frá tökuvélinni og ræður sig í vinnu sem tækjamaður við gerð stór- mynda. „í frítíma mínum er gott fyrir mig að komast í vinnu við stóru mynd- irnar til þess að sjá hvernig er farið að þessu,“ útskýrir Konráð. „Líka bara til þess að halda manni í sam- bandi við hvemig nýjustu græjum- ar virka. Það er ekki fjárhagur fyrir græjunum þegar ég er kvikmynda- tökumaður í minni verkefnum þann- ig að ég get kynnst þeim þar.“ Myndirnar sem Konráð hefur unnið við eru orðnar mjög margar og nálægð hans við þessar stór- myndir hefur verið mismikil. En skyldu þetta vera myndir sem ís- lenskir kvikmyndaáhugamenn hafa heyrt um? Þegar blaðamaður bað hann um að nefna nokkrar myndir er listinn afar áhugaverður: Big Lebowski - „Coen bræðurnir vita 100% hvað þeir eru að gera svo það var mjög skemmtilegt að sjá þá vinna.“ Out of Sight - „Ég hélt að þetta yrði einhver floppmynd þannig að ég varð mjög hissa þegar ég sá út- komuna. Okkur var skítkalt að vinna þessa mynd, hún var tekin í desember í Detroit. Það var aðeins kaldara en á íslandi." Simple Plan - „Ég sá reyndar bara um tækjaundirbúninginn. Ég hætti við meiri vinnu við þá mynd því þetta var stuttu eftir Out of Sight og hún var líka tekin í skít- köldu veðri.“ The Patriot - „Ég gerði það sama fyrir hana og Simple Plan. Svo fóru hinir í óveðrið í Norður-Karólínu og voni þar í 18 mánuði. Ég er orðinn svo vanur Kaliforníuveðrinu að ég tek bara sumarmyndir." Fangelsaður í Tyrklandi En metnaður Konráðs liggur ann- ars staðar. Þegar hann var staddur hér á landi var hann að undirbúa mun alvarlegra verkefni en að kepp- ast við að festa væmnina á fílmu eins og svo oft vill verða í Holly- wood því sagan sem næsta mynd sem hann mun vinna við er sönn og hefur ekki góðan endi. „Ég var að láta bólusetja mig þvi ég átti að fara til íraks 1. september," segir Kon- ráð. „En núna vorum við að fá þær fréttir að Saddam Hussein væri búinn að raða upp skriðdrekum sín- um við landamærin og væri að fara að ráðast inn á þessi svæði sem við ætluðum að taka á. Það er bíómynd um efnavopnsárásina sem Sadsdam gerði á Kúrdana. Við ætlum að end- urskapa hana fyrir bíómyndina, en nú þurfum við líklegast að bíða að- eins lengur.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Konráð ferðast inn á stríðshrjáð svæði til þess að mynda afleiðingar stríðsátaka því árið 1994 lenti hann í lífsháska við gerð bíómyndar. „Ég gerði bíómynd þá sem var reyndar bara að koma núna í bíó í Kúrdist- an. Hún fjallaði einmitt um Saddam og flóttamenn frá írak. Ég var far- inn að hlakka til að sjá hana á stóru tjaldi en það verður líklegast að bíða. Ég rétt komst lífs af 1994, þurfti m.a. að dúsa í tyrknesku fangelsi í 2 daga. Það var alveg rosaleg lífsreynsla. Mér hafði verið lofað að það myndi ríkja friður og þetta leit allt mjög vel út, en nú þarf ég að hugsa mig aftur um.“ Konráð segir að undirbúnings- vinnan fyrir þessa ferð hafi staðið yfir í tvo mánuði og því afar svekkj- andi að þurfa að fresta henni. Kon- ráð var ráðinn sem kvikmyndatöku- maður fyrir þessa mynd en einnig ætlaði hann að taka með sér sinn eigin búnað til að vinna baktjalda- heimildamynd um gerð myndarinn- ar. Hann segir að ómögulegt sé að ráðast í tökur á lokuðum svæðum án þess að hafa unnið heimavinnuna sína vel. I Kúrdistan sé t.d. ekki hægt að hlaupa á næsta götuhorn til þess að kaupa nýjar filmur. „Það hefur engin farið inn á þessi svæði og sýnt þennan hrylling. Fyrst sagði ég nei en svo þegar ég fékk að sjá myndir þá fannst mér að ég yrði að fara til þess að segja heiminum frá þessu. Það er mun þýðingar- meira fyrir mig að taka þátt í slík- um verkefnum en þeim sem ég fæ í Hollywood," segir Konráð mun al- varlegri í bragði en hann var í gosp- el-auglýsingunni frægu. r Isuhúsið Skólav&rðustig, Kringiunni A Smáratorgi Síðustu sýningar „fullkomið í forminu..." Þ.H.S. DV 23. júní. „Bravó." Þ.H.S. DV 23. júní. „Hressilegur farsi sem má vel skemmta sér yfir.‘ S.A.B. Mbl. 24. júní. Miðapantanir í síma 530 3030. T EIKFEIAG ISLANDS Nœturqadtm simi 587 6080 í kvöld leika fyrir dansi Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms. Ath. Húsið opnað kl. 21.30. MIÐASALA A BALDUR OG RADDIR EVRÓPU o BANKASTRÆTI 2. Miðasala opin alla daga 10-18 • Simi 552 8588

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.