Morgunblaðið - 13.08.2000, Side 55

Morgunblaðið - 13.08.2000, Side 55
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 55 MYNDBÖND Flótti úr geimfangelsi Virkið 2: Endurkoman (Fortress 2: Re-Entry) Spenniimynd % Leiksljóri: Geoff Murphy. Handrit: John Flock og Peter Doyle. Aðal- hlutverk: Christopher Lambert, Pam Grier, Beth Toussaint. (91 mín.) Bandaríkin. Skífan, 1999. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. IÞEIR sem sáu fyrri myndina um Virkið geta gert sér í hugarlund um hvað seinni myndin fjallar. Persóna Lamberts er sett aftur á bakvið lás og slá en núna í fangelsi sem er á sporbaug við jörðu og í þetta sinn virð- ist fangelsisstjór- inn hafa séð við öll- um klækja brögðum Lam- berts. En Lambert er mikið hörkutól og með aðstoð góðra manna og kakkalakka leggur hann í aðra flóttatilraun. Leikstjóri þessarar myndar er Geoff Murphy en hann á að baki nokkrar ágætis myndir eins og „Quiet Earth“ virki- lega góð vísindaskáldsaga sem fjallar um fólk sem virðist vera eitt í heimin- um, „Utu“ sem fjallar um deilur á milli ólíkra hópa á Nýja-Sjálandi. Það er því sorglegt að sjá þennan hæfileikaríka leikstjóra sökkva svona niður í svað ómenningarinnar og senda frá sér mynd þar sem engan jákvæðan flöt er hægt að finna. Einn- ig er skrítið að sjá Pam Grier í litlu hlutverki en tilraun hennar til þess að lífga upp á feril sinn með „Jackie Brown“ hefur greinilega mistekist. Ottó Geir Borg Meðgöngu- gaman Verðandi feður (Kimberley) riainanmynd ★★ Leikstjórn og handrit: Frederick Golchan. Aðalhlutverk: Gabrielle Anwar, Sean Astin, Jason Lewis, Robert Mailhouse, Chris Rydell. (106 mín.) Bandaríkin, 1999. Sam myndbönd. Bönnuð innan 12 ára. HÉR er á ferðinni gamanmynd sem ef til vill mætti flokka í undir- grein „meðgöngu-gn'nmynda". Aðr- ar myndir í þeim flokki væru til dæmis „Three Men and a Baby“, „Micki + Maude“ og „Junior“. Verð- andi feður segir frá hópi vina sem eiga í mismiklu basli með að ná fótum í heimi fullorðinna sem þeir ættu fyrir löngu að vera farnir að tilheyra. Dag einn kemur stúlka að nafni Kimber- ley inn í líf þeirra og þeir falla kylli- flatir fyrir henni allir sem einn. Þeir reyna að ná ástum hennar með mis- Ijöfnum árangri en þegar í ljós kemur að hún er ófrísk, er erfitt að segja til um eiginlegt faðerni barnsins. Eftir talsvert þref og ósætti ákveða vin- irnir fjórir að styðja Kimberley í gegnum meðgönguna. Við tekur það sem á að vera kómísk atburðarás, þar sem piltarnir prjóna peysur, versla barnaföt og rjúka allir fjórir með hinni ófrísku upp á fæðingar- deild. Hugmyndin er bara orðin dá- lítið þreytt eftir skyldar myndir sem nefndar voru hér að ofan. Hún er hins vegar ósköp ljúf og skemmtileg |°g þónokkur atriði er bráðfyndin. Heiða Jóhannsdóttir FÓLK í FRÉTTUM Tom Cruise farinn að líta í kringum sig Ihugar að leika í sannri stríðsmynd FRÁ Hollywood berast þær fréttir að leikstjórinn David Fincher sem á að baki myndirnar Seven og Fight Club sé búinn að ákveða að taka að sér að leikstýra dramatískri mynd sem gerist á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Myndin mun bera heitið They Fought Alone og er byggð á „sönnum“ atburðum - nokkuð sem þó ber að taka með fyr- irvara þegar Hollywood er annars vegar. Sagan rekur hetjulega fram- göngu ofurstans Wendells Fertig og herflokks hans. Sagt er að hand- rit myndarinnar og leikverksins sem það byggist á hafi vakið athygli margra af stærstu leikaranöfnum kvikmyndabransans, einkum þeim Toms Cruise sem ku vera mjög spenntur fyrir hlutverki Fertigs og að vinna með Finchers. Nú er bara sjá hvort aðstandendum myndar- innar takist að næla í Cruise sem yrði ansi mikill fengur því heitari leikari býðst vart í dag. Cruise hefur áður komið ein- hvers konar stríðsmynd er hann lék eftirminnilega í mynd Olivers Stone Born on the Fourth of July. David Fincher hefur hinsvegar ekki tekist á við gerð stríðsmyndar ef litið er framhjá því að Alien3, sem var ekki stríðsmynd eiginlegri merkingu þótt vissulega hafi Ripley og félagar átt í „stríði" við geimveruna óhugnarlegu. Hann hefur heldur ekki tekið sér fyrir hendur efnivið byggðan á sönnum atburðum heldur hefur hann haldið Reuters Svo gæti farið að Tom Cruise og David Fincher vinni saman að gerð myndar sem á sér stað í síð- ari heimsstyrjöldinni. sig nær alfarið við skáldskapinn. Því verður spennandi að sjá hvern- ig honum tekst til við þetta nýja og krefjandi verkefni. i Við tökum gamla tækið uppi nýtt á allt að 17.000 kr ZANUSSI Kæliskápur með frysti • Rúmmál kælis 195L • Rúmmál frystis 105L • Sjálfvirk afþíðing í kæli • HxBxD: 179 x 59.5 x 60 • 3 ára ábyrgð á kælivél 69.9001 -17.000S Verð áður kr. Gamli skápurinn uppí Þú greiðir stgr. kr. 52.900 ZANUSSI Hljóðlát uppþvottavél • Tekur 12 manna stell • 4 þvottakerfi • Mjög hljóðlát • HxBxD: 85 x 59,5 x 60 • 3 ára ábyrgð Verð áður kr. 57.900 | Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 42.900 • < I ! ,1 Eldavél með grilli • Undir- og yfirhiti •Grill • Geymsluskúffa • HxBxD: 85 x 49,5 x 60 • 2 ára ábyrgð Verð áður kr. Gamla vélin uppí ZANUSSI Kæliskápur með frysti • Rúmmál kælis 220L • Rúmmál frystis 60L • Sjálfvirk afþíðing í kæli •HxBxD: 165x55x60 • 3 ára ábyrgð á kælivél | —|Verð áður kr. 57.9001 Gamli skápurinn uppí -16.000 Þú greiðir stgr. kr. 41.900 ZANUSSI Þvottavél 1000 sn. • Stillanlegur vinduhraði • Hitastillir • íslenskur leiðarvísir • 14 þvottakerfi • 3 ára ábyrgð áðurkr. 58.9001 Gamla vélin uppí -14.000 Þú greiðir stgr. kr. 44.900 ZANUSSI Kæliskápur í borðhæð • Rúmmál kælis 137L • Rúmmál frystis 18L • Sjálfvirk afþíðing í kæli j • HxBxD: 85 x 55 x 60 I • 3 ára ábyrgð á kælivél 34.600 -5.000 Þú greiðir stgr. kr. 29.600 Eerð áður kr. 34.9001 iamli skápurinn uppí -10.000 Þú greiðir stgr. kr. 24.900 Frí heimkeirsla á höfuðborgarsvæðinu. Losum þig við gamla tækið í leiðinni! Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.