Morgunblaðið - 27.08.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 27.08.2000, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 20/8-26/8 ►LEIÐANGRI björgunar- sveitarmanna frá breska flughernum í Skotlandi og íslendinga, alls 12 manns, að flaki breskrar sprengju- flugvtílar sem först í jökli á hálendinu milli Oxnadals og Eyjafjarðar, lauk á mið- vikudag. Náðist að safna saman líkamsleifum mann- anna sem fórust með vél- inni. ►HÆSTIRÉTTURúr- skurðaði karlmann á sex- tugsaldri í gæsluvarðhald til 3. október, en hann er grunaður um tilraun til manndráps. Honum er gef- ið að sök að hafa vísvitandi ekið niður mann í Kópa- vogi síðastliðinn sunnudag. ► FORMAÐUR Knatt- spyrnusambands Islands kynnti borgarstjóra hug- myndir um að ráðist yrði í framkvæmdir til að fjölga sætum í stúku Laugar- dalshallar í 10-12 þúsund, en þau eru nú um 7 þúsund talsins. Niðurstaða fundar- ins varð að forysta KSÍ ynni áfram að málinu. ► FÖR víkingaskipsins ís- lendings hefur vakið mikla athygli í Kanada, en skipið hreppti afar slæmt veður aðfaranótt föstudags. Gunnar Marel, skipstjóri íslendings, segir að skipið hafi sannað sjófærni sína í óveðrinu. ► SKIPAÐUR hefur verið 50 manna starfshópur inn- an Framsóknarflokksins sem er ætlað að endur- skoða afstöðu flokksins í E vrópumálum. Halldór Ás- grímsson segir óhjákvæmi- Iegt að flokkurinn fjalli um málið. fslendingar leggja hitaveitu í Beijing ORKUVEITA Reykjavíkur og Virki hf. hafa undirritað viljayfirlýsingu með borgaryfirvöldum í höfuðborg Kína, Beijing, um að fyrirtækin aðstoði við lagningu hitaveitu í borginni. Samning- anefnd frá Kína er væntanleg í næsta mánuði og er þá búist við að skrifað verði undir ítarlegra samkomulag um málið. Ólafur Egilsson, sendiherra ís- lands í Kína, hafði milligöngu að því að umræður hófust snemma í sumar milli borgaryfirvalda í Beijing og íslensku fyrirtækjanna. Alfreð Þorsteinsson, stjómarformaður Orkuveitunnar, segir að um sé að ræða hitaveitu í tveimur borgarhlutum; Lishuiqiao, en þar hyggjast Kínverjar sækja um að halda Ólympíuleikana árið 2008 og hverfi Beijing sem liggur að Kínamúrnum. Mikil náttúruspjöll í ný- afstöðnu Skaftárhlaupi GÍSLI Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu, segir gífur- leg náttúruspjöll hafa orðið af völdum nýafstaðinna Skaftárhlaupa. Hann seg- ir að erfitt sé að meta umfang tjóns á ræktuðu landi, en ljóst sé að það sé afar mikið. Til að mynda séu tún á bænum Flögu, sem liggja næst ánni, mjög blaut og mikill skaði sé af þvi. Þá segir Gísli að bændur missi ávallt eitthvað af fé í kjölfar Skaftárhlaupa, því það þvælist í aurinn sem áin ber með sér í hlaupum. Þorskneysla í Banda- ríkjunum dregst saman NEYSLA á þorski í Bandaríkjunum dróst saman um 20% frá árinu 1998 til 1999, en það svarar til um 24.000 tonna af flökum á ári, u.þ.b. þriðjungs af þorskafla íslendinga. Astæðan er ann- ars vegar þorskskortur á árinu 1998 og fram á síðasta ár og hins vegar minnk- andi eftirspum vegna hás verðs. Reiði vegna Kúrsk-slyss STAÐFEST var í byijun vikunnar að allir þeir 118 menn, sem um borð voru í rússneska kjamorkukafbátnum Kúrsk, sem sökk 12. ágúst, væm látnir. Að- standendur sjóliðanna fóm á fimmtu- dag að slysstaðnum í Barentshafi og vörpuðu blómum í sjóinn yfir staðnum þar sem Kúrsk liggur á 108 metra dýpi. Ættingjamir höfðu sniðgengið opinber- ar sorgarathafnir sem efnt var til á mið- vikudag minningu skipveija á Kúrsk til heiðurs. Rússneskir ráðamenn og yfir- menn flotans hafa sætt harðri gagnrýni af hálfu rússnesks almennings og fjöi- miðla vegna meintra mistaka í við- brögðum við Kúrsk-slysinu. Vladimír Pútín forseti sagði í sjónvarpsávarpi á miðvikudagskvöld að hann fyndi til sektar og ábyrgðar vegna harmleiksins. Hann sagðist ekki leita neinna blóra- böggla og hafnaði afsagnarbeiðni vam- armálaráðherrans og yfirmanns Norð- urflotans. Forsetinn átti margra tíma viðræður við ættingja skipveijanna á þriðjudag. Ættingjarnir krefjast þess að líkum mannanna verði náð úr kaf- bátnum til þess að unnt sé að jarðsetja þá. Talsmenn rússneska flotans segja hins vegar að það kunni að taka marga mánuði að lyfta flaki Kúrsk og ná í lQdn. 143 farast með Airbus-þotu MISTÖK flugmanna eða bilun í hreyfli kann að hafa verið orsök þess að Airbus A320-þota flugfélagsins Gulf Air fórst í lendingu á Barein í Persaflóa að kvöldi miðvikudagsins 23. ágúst og með henni allir 143 sem um borð voru. Bandarísk- um sérfræðingum í rannsóknum á flugslysum var á föstudag falið að stýra rannsókn á því hvað olli því að flugstjóri vélarinnar hætti tvisvar við lendingu áður en vélin steyptist í sjóinn í þriðja aðfluginu að flugvellinum. ► EHUD Barak, fosætis- ráðherra ísraels, kom bæði stuðningsmönnum sfnum og andstæðingum á óvart í byijun vikunnar með því að leggja til að strangtrúaðir gyðingar verði sviptir mörgum sér- réttindum, þ.á m. undan- þágu frá herskyldu. ► SKRIFSTOFA lög- manns Færeyja hefur skrifað aðalstöðvum Sam- einuðu þjóðanna og beðið um að fá útskýrt hvaða reglur gildi um þátttöku þriðja aðila í samningum milli tveggja þjóða. Danska stjórnin brást við þessu á föstudag með því að banna landstjóminni í Færeyjum að leita slíkrar ráðgjafar. ► FRANSKIR stjómmála- skýrendur telja að Jean- Pierre Chevenement, inn- anríkisráðherra í vinstri- síjórn Lionels Jospins forsætisráðherra, hyggist segja af sér vegna ósættis um áform um sjálfstjórn- arréttindi til handa Kors- fku. ► HELMUT Kohl vfsaði á fimmtudag á bug fregnum þess efnis að hann hefði sjalfur séð um að koma upp leynisjóðum skömmu eftir að hann var kjörinn kanzlari Þýzkalands árið . 1982. Sagði í frétt Siid- deutsche Zeitung að Kohl hefði safnað um 20 mifijón- um marka f 16 ára valdatfð sinni, um tfu sinnum hærri upphæð en hann hefur við- urkennt að hafa tekið við frá ónafngreindum aðilum. Ofbeldi er ákveðið vandamál á spítölum Starfsfólki geð- deilda verði tryggð- ar miskabætur ÓFAGLÆRT starfsfólk á geðdeild- um Landsspítalans vill að spítalinn taki á sig ábyrgð á þeim sjúklingum sem þar dvelja og starfsfólki verði tryggðar miskabætur verði það fyr- ir ofbeldi af völdum sjúklinga segir Eyþór Brynjólfsson. Eyþór segir að það mikið sé um að starfsfólk verði fyrir ofbeldi að nauðsynlegt sé að ákvæði um miskabætur komi inn í kjarasamn- inga. Upphæð þeirra yrði ákveðin hverju sinni. í dag er starfsfólki tryggður ákveðinn fjöldi veikindadaga eftir starfsaldri. Við það bætist að starfsfólki eru tryggð dagvinnulaun í allt að þrjá mánuði til viðbótar vegna forfalla sem stafa af vinnu- slysi eða atvinnusjúkdómum. „Þetta er ekki nóg,“ segir Eyþór, „vegna þess að dæmi eru um að fólk sé mörg ár að kljást við afleiðingar ofbeldis á vinnustað." Eyþór bendir einnig á að dagvinnulaun starfs- fólks séu mjög lág, það hækki kaup- ið með vöktum og nauðsynlegt sé því að ganga lengra í tryggingum en gert er í kjarasamningum. í könnun sem gerð var af Félags- vísindastofnun fyrir nokkrum árum um ofbeldi gagnvart starfsfólki inn- an heilbrigðis- og félagsmálageir- ans kom fram að geðdeildir og áfengisdeildir voru áberandi erfið- ar fyrir starfsfólk. Rúmlega 70% starfsfólks á þeim töldu ofbeldi vera til staðar á vinnustaðnum en tæplega helmingur hafði orðið fyrir því. Eyþór bendir á að eins og stað- an sé í dag þurfi starfsmaður að höfða mál til að fá miskabætur, verði hann fyrir ofbeldi á vinnustað, og að þau mál hafi yfirleitt tapast. „Þetta eru slæmar aðstæður sem við búum við. Nú gerðist það t.d. nokkrum sinnum á síðasta ári að neyðarhnappur sem við berum var rifinn af starfsmanni þegar ráðist var á hann og þegar það er gert, er- um við varnarlaus. Ráðamenn bera oft fyrir sig að kallað sé til auka- starfsfólk þegar þörf er á því, en hvað á að gera þegar það býðst ekki?“ Eyþór bendir í þessu sam- bandi á tölur frá síðasta ári þar sem fram kom að endurnýjun á aðstoð- armönnum og starfsmönnum í Sókn á Ríkisspítölum hafi verið 72-88% árin þrjú þar á undan. Vinnueftirlitið baðst undan að meta öryggi á geðdeildum „Annað dæmi um starfsaðstöðu okkar er að Vinnueftirlit ríkisins hefur beðist undan að koma til okk- ar og taka út öryggismálin. Skýring þessa er sú að þeir hafa gert það áður og ekki var farið í neinu eftir tillögum þeirra." Eyþór segir kjör starfsmanna hafa batnað í síðustu kjarasamning- um. „Það var skref í rétta átt en við þurfum að ganga lengra. Þetta er svo harður heimur sem við lifum í dag. Nú erum við t.d. farin að sjá meira af illa förnum fíkniefnaneyt- endum á geðdeildum. Þetta eru oft ungir einstaklingar, sterkir og grimmir í mörgum tilfellum. Við er- um ráðin í umönnum, en endum oft sem gæslumenn og það segir sig sjálft að það getur verið hættulegt. En það væri dæmigert að það gerð- ist ekkert í þessum málum fyrr en eitthvað verulega alvarlegt gerist, svona eins og tíðkast oft á Islandi.“ eftirlit Vinnueftirlit Varnarliðsins verðlaunað ✓ ---------- Arangurs- rík starfs- þjálfun og FLOTASTÖÐ Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli var við sér- staka athöfn á Keflavíkurflugvelli veitt verðlaun bandaríska flotamálaráðuncytisins fyrir frá- bæran árangur í vinnuvernd. Af- henti Elsie Munsell, aðstoðar- ráðherra Bandaríkjaflota á sviði vinnuverndar og umhverfismála, yfirmönnum Varnarliðsins og Magnúsi Guðmundssyni, for- stöðumanni vinnueftirlits Varnar- liðsins, verðlaunin. Flotastöðin er stærsta deild Varnarliðsins og annast alla þjónustustarfsemi Jiess á varnar- svæðinu. Um 850 Islendingar vinna hjá Varnarliðinu, flestir hjá flotastöðinni og heyrir vinnueftir- litið undir hana. íslensk vinnuverndarlög gilda á Keflavíkurflugvelli. Sú vinnu- Magnús Guðmundsson, forstöðumaður vinnueftirlits Vamarliðsins og yfirmenn Varnarliðsins ásamt Elsie Munsell, aðstoðarráðherra Banda- ríkjaflota á sviði vinnuverndar og umhverfismála, sem afhenti flotastöð Vamarliðsins viðurkenningu fyrir frábæran árangur í vinnuverad. regla er þó viðhöfð að ávallt sé farið eftir þeim lögum og reglu- gerðum, íslenskum eða banda- rískum, sem ganga lengra hverju sinni. Vinnuslys eru fátíð á Keflavík- urflugvelli og er það helst rakið til árangursríkrar starfsþjálfunar og eftirlits, sem forstöðumaður og eftirlitsmenn vinnueftirlitsins sjá um, en þeir eru ailir íslenskir. Náið samstarf er við Vinnueftirlit rikisins og önnur íslensk yfirvöld um öryggi á vinnustöðum og vinnuvernd á Keflavíkurflugvelli og hafa Magnús Guðmundsson og starfsfólk hans hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sfn. Bæjarráð Akureyrar ályktar um útboð á sjúkraflugi Oskar eftir samræmi við fyrri ávörðun stjórnvalda ÁSGEIR Magnússon, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir að í apríl síðastliðnum hafi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra tekið þá ákvörðun að miðstöð sjúkraflugs á landinu yrði á Akureyri. í útboðslýs- ingu fyrirhugaðs útboðs sé hins veg- ar ekki tekið mið af þeirri ákvörðun og við það geri bæjarráð athuga- semd. Ásgeir segir að ákvörðun ráðherra um að Akureyri verði væntanleg miðstöð sjúkraflugs, hefði verið tek- in eftir úttekt sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið lét gera á sjúkraflugi í landinu. ,Að þessari út- tekt komu ýmsir sérfræðingar og þar kom frá hagkvæmnissjónarmiði væri Akureyri heppilegasti staður- inn fyrir miðstöð sjúkraflugs. Þar kemur til landfræðileg staða bæjar- ins og svo tilvist Fjórðungssjúkra- hússins, sem er eitt af þremur stóru sjúkrahúsunum á landinu," sagði Ás- geir. Gengið á öryggiskröfur Hann segir að nú liggi fyrir drög að útboðslýsingu vegna sjúkraflugs- ins, við þau drög geri bæjarráð at- hugasemdir. „í útboðslýsingu er landinu skipt upp í þrjú svæði og gert ráð fyrir því að þeim sé hægt að þjóna frá ýmsum stöðum. Ekki virð- ist tekið tillit til fyrri ákvörðunar stjórnvalda um að miðstöð sjúkra; flugs skuli vera hér á Akureyri. í bókun okkar minnum við á að í út- tekt ráðuneytisins var lögð áhersla á nauðsyn flugvélar með jafnþrýsti- búnaði, sem fylgdi öllum öryggis- kröfum sjúkraflugs. Ekki er gerð krafa um um jafnþrýstibúnað í út- boðslýsingunni. Við sjáum því ekki betur en að gengið sé á öryggiskröf- ur úttektarinnar," sagði Ásgeir. Hann sagðist vonast til þess að at- hugasemdir bæjarráðsins yrðu tekn- ar til greina og að sjúkraflugið yrði boðið út með eðlilegum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.