Morgunblaðið - 27.08.2000, Side 8

Morgunblaðið - 27.08.2000, Side 8
8 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hrossaræktin komin á hnén. Því miður, Bárður minn, Norsararnir tækju ekki einu sinni við þessu. Nýttu hana í sláturtíð, framtíð, berjatíð, nútíð, vertíð og gúrkutíð því verðið er í þátíð Sú blákalda staðreynd, að AEG frystikisturnar okkar hafa verið á sama verði í ríflega eitt ár, ætti að ylja mönnum um hjartarætur. Verðfrysting Vörunr. Heiti Brútto Lftrar Netto Litrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fylgja Læsing Einangrun þykkt í mm. Rafnotkun m/v 18°C umhv.hita kWh/24kist Verð áður Tilboðsverð 12HS HF120 132 126 86 55 61 1 Nei 55 0,60 43.092 29.900 23HL HFL 230 221 210 86 79 65 1 Já 55 0,84 47.843 33.900 29HL HFL290 294 282 86 100 65 1 Já 55 1,02 51.039 35.900 38HL HFL390 401 382 86 130 65 2 Já 55 1,31 54.599 39.900 53HL EL 53 527 504 86 150 73 3 Já 60 1,39 65.116 46.900 61HL EL 61 607 581 86 170 73 3 Já 60 1,62 73.287 53.900 B R Æ Ð U R N 1 R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.ls PðDIONAIIST Geislagötu 14 • Sími 462 1300 Ráðstefna um hugbúnaðarmál Endurbætur á hugbúnaði Helgi Þorbergsson HÁSKÓLI íslands heldur alþjóðlega ráðstefnu um gæði hugbúnaðar og hugbúnað- arþróun í húsi Endur: menntunarstofnunar HI dagana 31. ágúst og 1. sept- ember nk. Fyrirlestrar á ráðstefnunni eru yfír tutt- ugu talsins. Helgi Þor- bergsson, dósent við tölv- unarfræðiskor HÍ, er formaður dagskrárnefndar ráðstefnunnar. Hvað skyldi bera hæst í umræðum ráð- stefnunnar? „Það sem ber hæst em erindi tveggja erlendra heiðursfyrirlesara. Annars vegar er það David Parnas, prófessor við MeMasterhá- skólann í Kanada, og hins vegar Pekka Kess, prófess- or frá háskólanum í Oulu í Finn- landi. Pamas fjallar í erindi sínu um hvernig hönnun hugbúnaðar og skjölun hönnunarákvarðana em undirstaða bætts þróunarferlis. Pekka Kess fjallar um hvernig rýni hugbúnaðar getur leitt til lægri kostnaðar í hugbúnaðarfram- leiðslu." - Hver var hvatinn að þessari ráðstefnu? „Ráðstefnan er endapunktur ESPICE-verkefnisins, sem hefur verið starfrækt við Kerfisverk- fræðistofu HÍ í tvö ár. Þetta er verkefni sem var fjármagnað af- upplýsingatækniáætlun Evrópu- sambandsins undir fímmtu rammaáætluninni. Markmið þess verkeftiis var að styðja við íslensk hugbúnaðaríyrirtæki við endur- bætur í hugbúnaðargerð og koma á samskiptum milli íslenskra hug- búnaðarfyrirtækja og Háskóla Is- lands.“ - Hvað fleira verður á dagskrá ráðstefnunnar en ofangreind er- indi? ,Á ráðstefnunni verður fjallað um raundæmi og reynslusögur um endurbætur hugbúnaðarferla. Um nýjar áskoranir hugbúnaðarfyrir- tækja á nýrri öld. Þekkingu og þró- un námsbrauta hugbúnaðarverk- fræðinga. Menntun og hæfnis- vottun: skortur á hæfu fólki og hvers konar hæfni þarf. Sam- stæðustjórnun, prófanir, þaifa- greiningu, rýni og hlutbundna hug- búnaðarþróun. Notendaviðmót og hugbúnaðarverkfræði. Áhrif end- urbóta hugbúnaðarferla og hvort gæðakerfi leiði til betri nýtingar á mannafla. Hugbúnaðarferli fyrir einstaklinginn og loks hugbúnað- arþróun ílókinna rauntímakerfa." -Hvaða hlutverki gegnir hug- búnaðurí þjóðfélaginu? „Hugbúnaður verður sífellt mik- ilvægari þáttur í daglegu lífi allra. Hugbúnaður er alls staðar, hvort sem um er að ræða viðskipti, ABS- bremsur i bílum, flugvélum, orku- veitum o. s. frv. Það sem er kannski öðruvísi við hugbúnað og aðra vöru sem er hönnuð er að hann er ekki sýnilegur eins og önnur vara. Það gildir hins vegar sama um hugbún- að og aðrar framleiðsluvörur að greina þarf þarfir hans. Það þarf að hanna hug- búnaðinn, forrita og ekki sist prófa hann. Þetta gerir hann ólíkan annarri vöru sem við sjáum með okkar eigin augum. Hugbúnaður getur verið illa hannaður og fólk sér það ekki. Inntakið í þessari ráðstefnu er ein- mitt að fjalla um endurbætur á hugbúnaðargerðinni." - Erum við Islendingar sjálfum okkur nógir hvað hugbúnaðargerð snertir? „Það fer allt eftir því hvað verið er að tala um. Það er ekki ástæða ► Helgi Þorbergsson fæddist í Reykjavík 1957. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1977 og BS-prófi í tölvunarfræði frá Háskóla fs- lands 1981. MS-prófi í tölvunar- fræði lauk hann frá Rensselaer Polytechnic Institute í Try, New York 1984 og doktorspröfí frá sama skóla 1990. Hann starfaði hjá tölvudeild Ríkisspítala og Þróun hf. að loknu námi. Hann hefur verið stundakennari við HI frá 1991 og dósent í tölvunar- fræði frá 1997. Helgi er kvæntur Ebbu Þóru Hvannberg dósent í tölvunarfræði og eiga þau tvær dætur. til að skrifa hér suman hugbúnað, t.d. ritvinnslu, það er pakkavara sem menn kaupa í búðum. Hvað sérsmíðaðan hugbúnað varðar þá er hann nauðsynlegur hér. Við er- um sjálfum okkur nóg hvað slíkt snertir, en vandamálið er skortur á starfsfólki, það eru ekki nógu margir tölvunarfræðingar útskrif- aðir enn.“ - Hvað eru margir í námi í tölv- unarfræðiskor HÍ. “ - Nýinnritanir í haust í tölvunar- fræði eru um 130 manns, og þar að auki eru um 25 í námsbraut um rekstur tölvukerfa. Samtals eru í náminu hátt í 250 manns. Markað- urinn er þannig að margt að þessu fólki fer að vinna áður en það lýkur námi, sem er vont mál. Við útskrif- um ekki nema um 30 til 40 á ári, sem er ekki nóg. Væntanlega þyrftum við að útskrifa um 100 á ári til að uppfylla þarfir markaðar- ins.“ - Eru fleui aðilar sem útskrifa tölvunarfræðinga ? „Já, Háskólinn í Reykjavík út- skrifar nú tölvunarfræðinga með BS-próf, byrjaði á því í vor, og þar að auki kerfisfræðinga, sem er tveggja ára nám hjá þeim. Samtals nægir þetta þó ekki.“ - Er hægt að snú a þessari þróun við? „Það er erfitt vegna þess að markaðurinn togar í fólk, bæði áð- ur en það fer í nám og meðan það er í námi og þar að auki er skortur á kennurum. Af því að menn ljúka tiltölulega sjaldan framhaldsnámi þá verður skortur á kennurum. Við erum þegar of fá og ekki mun ástandið lagast á næstu árum ef svo heldur fram sem horf- ir.“ -Hvað tekur langan tíma að mennta kennara í tölvunarfræðP. „Miðað við Bandaríkin tekur mastersnám yfirleitt tvö ár að loknu BS-prófi við HI en hvað doktorsnámið varðar þá getur teygst úr því. Það getur tekið frá tveimur árum og upp í mörg ár.“ Skortur á starfsfólki í hugbúnaðar- iðnaðinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.