Morgunblaðið - 27.08.2000, Side 10

Morgunblaðið - 27.08.2000, Side 10
10 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Aldamótaleikárið 2000-2001 er að hefjast og ljóst að leikhúsheimurinn íslenski er að ganga inn í nýja öld með nýjum áherslum. Hávar Sigmjónsson lítur yfír sviðið, skoðar væntanleg verkefni leikhúsanna og veltir fyrir sér ýmsu sem gengið hefur á að undanförnu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sólskinsdrengimir Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E Sigurðsson og Baltasar Kormákur, sem eru saman í leikritinu Listaverkið, em allir flognir úr Þjóðleikhúshreiðrinu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Markaðsmennimir hjá Leikfélagi Islands, talið frá vinstri: Karl Pétur Jónsson, Magnús Geir Þórðarson, sem er leikhússtjóri þar á bæ, og Breki Karlsson. List eða vara upplifun eða neysla f Baltasar Kormákur Guðjón Pedersen Hilmar Jónsson Hilmir Snær Guðnason Sigurður Hróarsson Stefán Baldursson NY ÖLD, nýtt fólk, nýjar áherslur. Leiklistin leitar út á markaðinn, Áhorfendur eru orðnir neytendur, leiksýningar orðnar að vöru og vinn- an í leikhúsinu orðin að framleiðslu. Hagræðing og framleiðni eru ennþá nýyrði í leikhúsinu; a.m.k. eru menn ennþá feimnir við að beita þess- um orðum opinskátt innan veggja þeirra en þau heyrast æ oftar utan þeirra þegar rætt er um leikhús. Hagræðing og aukin framleiðni gæti það einnig talist ef hægt væri að leika sýningar hraðar, með sífellt færri leikurum og eru leikrit fyrir 2-6 leikara, 90-110 mínútur að lengd, talin hin ákjósanlegasta stærð í markaðsfræðum leikhúsanna. Leikrit af þessu tagi sem slær í gegn - og þess eru vissulega dæmi á undan- fömum árum - er trygging fyrir „hagnaði" sem er enn eitt nýyrði í orðaforða nýaldarleikhúss- ins, að ekki sé sagt „gróði“, sem er þó ennþá bannorð a.m.k. talar enginn ennþá um að hægt sé að græða á leikhúsrekstri hér á íslandi. Sum- ir virðast þó haldnir þeirri óskhyggju að hægt sé að „græða“ á leikhúsrekstri ef leikhús„neysl- an“ heldur áfram í því magni sem verið hefur. Hreyfíngar í leikhúsunum Allt frá því í fyrravetur, er ljóst var að nýr leikhússtjóri tæki við Borgarleikhúsinu, hafa menn velt því fyrir sér hvort hreyfing yrði á leikurum innan leikhúsanna; nýr leikhússtjóri með nýjar áherslur kveikir vonir í brjósti leik- ara og leikstjóra um ögrandi verkefni og þess var heldur ekki langt að bíða að fréttir bærust af hreyfingum. Markverðast þótti að sjálfsögðu að nokkrir af nafnþekktustu leikurum Þjóðleik- hússins væru að hugsa sér til hreyfings, Ingvar E. Sigurðsson mun leika í Borgarleikhúsinu á þessu leikári, þó ekki fastráðinn en hann hefur sagt upp föstum samningi sínum við Þjóðleik- húsið. Þá mun Hilmir Snær Guðnason einnig leika og leikstýra í Borgarleikhúsinu en hann mun einnig leika og leikstýra í Þjóðleikhúsinu svo kraftar hans nýtast til ftills. Hann verður einnig á fjölum Leikfélags íslands í Iðnó svo greinilegt er að allir vilja eiga hlut í honum. Þá hefur einnig frést að Leikfélag íslands hafi fast- ráðið nokkra leikara. Þær fréttir virðast þó mál- um blandnar og hinn ungi og ákafi leikhússtjóri fer greinilega fremur fram af kappi en forsjá, þar sem ekki er hann fyrr búinn að tilkynna að Hilmir Snær Guðnason hafi fastráðið sig hjá honum fyrir leikárið 2001-2002 en Hilmir Snær dregur þetta allt til baka og kveðst engan samn- ing hafa gert við LÍ. Þá eru það ekld stór tíðindi að tveir af eigendum Leikfélags íslands hyggist leggja því lið, Sigurður Siguijónsson og Örn Amason, en þeir hafa um nokkurra ára skeið rekið fyrirtækið Hljóðsetningu ehf. sem gekk í eina sæng með Leikfélagi íslands og Loftkast- alanum fyrr á þessu ári. Eftir stendur að Edda Björgvinsdóttir og Friðrik Friðriksson hafa fastráðið sig hjá LÍ, en þau hafa bæði leikið í sýningum á þess vegum, Edda í Þjónn í súpunni og Friðrik í Shakespeare eins og hann leggur sig. Edda var fastráðin við Borgarleikhúsið í tíð Þórhildar Þorleifsdóttur en hefur séð ástæðu til að skipta um vinnustað þegar leikhússtjóra- skiptin voru orðin að staðreynd. Allar eru þessar „hreyfingar" á leikurum smávægilegar og engu meiri en verið hefur und- anfarin ár. Umræðan undanfama mánuði hefur þó undirstrikað ákveðna breytingu sem hefur orðið í leiklistarlífinu hvað varðar aukna at- vinnumöguleika leikara. Möguleikamir em vitaskuld mestir hjá þeim leikumm sem náð hafa mestum vinsældum og þeir sjá hag sínum betur borgið með lausráðningu og geta sett fram ákveðnari kröfur en áður var hægt. Fleygir ungar Þjóðleikhússins Vafalaust liggur einnig hluti skýringarinnar á hreyfingum í leikarstéttinni í þeirri ákvörðun Stefáns Baldurssonar að halda áfram sem Þjóð- leikhússtjóri næstu fimm árin. Þeir leikarar sem hann hefur „alið upp“ í sinni leikhússtjóra- tíð era nú löngu orðnir fleygir og vilja reyna eitthvað nýtt, yfirgefa hreiðrið og skoða heim- inn; kannski hefur viss þreyta gert vart við sig og hugsanlega vonbrigði að ekki skyldi koma til starfa nýr leikhússtjóri. Það hefði vafalaust hleypt nýju blóði í starfsemi Þjóðleikhússins eftir glæsta stjómartíð Stefáns frá 1991. Hann mun vafalaust halda vel á spöðum hér eftir sem áður en jjóst er að hann mun þurfa að leggja sig ennþá meira fram en hingað til svo leikhúsheim- urinn haldist sannfærður um forystuhlutverk Þjóðleikhússins. Ef litið er til baka um nokkur ár þá kemur í Ijós að þeir leikarar sem oftast era nefndir og era að yfírgefa hreiðrið hafa haft býsna frjálsar hendur, þótt þeir hafi verið samningsbundnir Þjóðleikhúsinu. Sá samningur hefur í raun ekki falið annað í sér en ákveðinn forgang leikhúss- ins að kröftum þeirra; þeir hafa gengið í önnur verkefni annars staðar nánast að vild. Ingvar E. Sigurðsson sem allir geta verið sammála um að er einn okkar allra fremsti leikari hefur t.a.m. þrátt fyrir samningsfestu við Þjóðleikhúsið frá 1991 leikið í Borgarleikhúsinu, Leikhúsi Frú Emelíu, Leikhópnum Annað svið, fjölda kvik- mynda og sjónvarpsleikrita, útvarpsleikritum og komið víðar við sögu. Stærstu hlutverkin hef- ur hann þó leikið í Þjóðleikhúsinu og þannig hef- ur Ingvar á einum áratug mótað feril sinn á skynsamlegan hátt og greinilega ráðið ferðinni sjáhur að töluverðu leyti. Nú tekur hann stökk- ið og sleppir því haldreipi sem Þjóðleikhúsið hefur verið honum en eflaust má reikna með því að hann leiki þar áfram enda er staða hans þannig að geta valið og hafnað verkefnum að vild. Baltasar Kormákur er annað dæmi um há- fleygan unga Þjóðleikhússins. Hann stofnaði Flugfélagið Loft, setti upp íyrstu og vinsælustu sýningarnar á þess vegum, byggði Loftkast- alann og var þar íyrsti leikhússtjórinn. Áhrif hans á íslenskt leikhús á síðasta áratug aldar- innar era greinileg og óumdeilanleg. Loftkast- alinn sópaði til sín áhorfendum á unglingsaldri, aldurshópur sem leikhúsin höfðu átt hvað erfíð- ast með að nálgast og öll era leikhúsin að njóta afrrakstursins núna. Baltasar tefldi þó á tæp- asta vað í samskiptum sínum við Þjóðleikhúsið því þar var hann á föstum samningi eftir sem áður og því ekki að undra þó ýmsir veltu því fyr- ir sér hvort ekki væri um einhvers konar hags- munaárekstur að ræða, ekki síst þegar Baltasar gekk óhikað fram fyrir skjöldu og gagnrýndi einokunaraðstöðu Þjóðleikhússins á leikhús- markaðinum. Þjóðleikhússtjóri sýndi þessu öllu föðurlegan skilning og Baltasar hefur leikið þar hvert aðalhlutverkið á fætur öðra og fengið sín bitastæðustu leikstjómarverkefni undir vernd- arvæng þess. Nú er fuglinn sá búinn að taka flugið út í hinn stóra heim. Ekki hafa þó allir setið við sama borð að þessu leyti og sjálfsagt að rifja upp að Hilmari Jónssyni leikara við Þjóðleikhúsið var gert að víkja sæti úr Þjóðleikhúsráði og segja upp föst- um leikarasamningi sínum þegar hann stofnaði Ilafnarfjarðarleikhúsið og hóf rekstur þess. Hann hefúr síðan starfað alfarið á vegum Hafn- arfjarðarleikhússins og sýningar hans vakið verðskuldaða athygli og viðurkenningu bæði hér heima og ekki síður erlendis. Jóhann Sig- urðarson vék einnig úr Þjóðleikhúsráði á liðnum vetri er hann stofnaði Bíóleikhúsið ásamt Emi Ámasyni, Sigurði Siguijónssyni o.fl. Leikkonur Þjóðleikhússins hafa h'tið verið nefndar í þeirri umræðu um hreyfingar á milli leikhúsanna. Þær hafa reyndar úr færri tæki- færam að spila en karlleikararnir; mótsögn nú- tímaleikhússins er fólgin í því að konurnar era í meirihluta meðal áhorfenda en karlarnir í meirihluta á sviðinu. Hveiju þetta sætir er erfitt að svara, en okkar bestu og þekktustu leikkonur sem starfa allflestar við Þjóðleikhúsið virðast ekki hafa hugsað sér til hreyfings á þessu méli. Þær hafa þó komið við sögu með öðram leikhús- um og skemmst að minnast þess að Halldóra Björnsdóttir lék annað aðalhlutverkið í sýningu Leikfélags íslands j fyrravetur á Frankie og Johnny; Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Edda Heiðrún Backmann, Tinna Gunnlaugsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Edda Amljótsdóttir, Ól- afía Hrönn Jónsdóttir og nú síðast Kristbjörg Kjeld hafa allar leikið í sýningum utan Þjóðleik-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.