Morgunblaðið - 27.08.2000, Side 22

Morgunblaðið - 27.08.2000, Side 22
22 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 MORGU NBLAÐIÐ Kapphlaupið um þriðju kynslóðina Niðurstaða uppboðs á tólf tíðnirásum fyrir rekstur UMTS-far- símakerfís í Þýskalandi, þar sem sex fyrirtæki hrepptu hnossið að lokum og greiddu fyrir sem samsvarar 3.600 milljörðum íslenskra króna, hefur vakið heimsathygli og spurningar um framhaldið vaknað í kjölfarið. Steingerður Ólafsdóttir fjallar um kapp- hlaupið um þriðju kynslóðina, sem nú er í algleymingi. F[jarskiptafyrirtæki um all- an heim sækjast nú eftir rekstrarleyfum fyrir þriðju kynslóðar (3G) UMTS-farsímakerfi sem Evrópulöndin bjóða nú upp eða veita á annan hátt hvert af öðru. Á þessu ári og næsta verður UMTS- leyfum úthlutað um alla Evrópu, ýmist með uppboðsfyrirkomulagi eða einhvers konar vali af hálfu hins opinbera, sem líkt hefur verið við fegurðarsamkeppni. Umsækjendur, sem nú eru oftar en ekki bandalög fjarskiptafyrirtækja, leggja þá fram ítarlega ferilsskrá og áætlun um uppbyggingu kerfisins. Umsóknir eru metnar út frá fjárhagslegri stöðu umsækjenda, tæknilegum möguleikum, markaðsstöðu og reynslu. Ýmist eru svo leyfin veitt fyrir fast gjald eða aðferðunum er blandað saman og hinir útvöldu taka þátt í uppboði. Nú þegar hafa uppboð farið fram á Bretlandi, í Hollandi og Þýska- landi. Leyfum hefur einnig verið út- hlutað með fegurðarsamkeppniað- ferðinni í Finnlandi og á Spáni þar sem yfirvöld rukkuðu 450 milljónir dala fyrir hvert fjögurra leyfa. Fyr- irkomulagið sem notað verður í öðr- um Evrópulöndum liggur ekki alveg Ijóst fyrir, en oft verður um sam- bland fegurðarsamkeppni og upp- boðs að ræða. Umsóknarfrestur rennur út í Sví- þjóð 1. september. Uppboðsfyrir- komulag verður líklega notað í Belg; íu, Sviss, Austurríki og Danmörku. í Frakklandi verður aðferðunum blandað saman og útvöldum fjar- Reuters Upplýsingar af myndvarpa lýsa upp Jttrg- en Kuczkowski, forstjóra Mannesman í Þýskalandi, þegar hann ræddi við blaða- menn: Munum kosta miklu til að halda efsta sætinu á þýskum farsímamarkaði. skiptafyrirtækjum gert að greiða 4,4 milljarða bandaríkjadala fyrir hvert leyfi en alls eru þau fjögur í Frakklandi. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur lýst því yf- ir að ekki sé fráleitt að selja aðgang að rekstrarleyfum fyrir þriðju kyn- slóð farsíma á Islandi. í fyrradag var gert kunnugt hverjir sækjast eftir fimm UMTS-leyfum á Ítalíu. Átta aðilar, þ.m.t. Teleeom Italia, BT, Tele- fonica og France Telecom. Dómnefnd þar í landi mun úrskurða um hverjir fá að taka þátt í uppboði, sem haldið verður í október. Samvæmt BBC búast ít- ölsk yfirvöld við 15-20 milljörðum bandaríkjadala að uppboðinu loknu. Sjö umsækjendur skil- uðu nýlega inn ítarlegum umsóknum um fjögur leyfi í Noregi og vinnur dóm- nefnd nú að valinu, sem kynnt verður í nóvember. Umsækjendur lögðu einn- ig fram áætlun um fjárfest- ingar á næstu 5 árum, á bilinu 2-10 milljarðar norskra króna. Það er stærsta símafélag Noregs, Telenor, sem telur fjár- festinguna verða á bilinu 2-4 milljarðar norskra króna en Orange, dótturfélag France Telecom, í samvinnu við sænska Bredbaandsbolaget og norska útgáfufyrirtækið Schibsted býðst til að verja 10 milljörðum norskra króna í upp- byggingu UMTS-farsímakerfisins ef norska ríkið tekur tilboðinu. Or- ange og félagar hafa einnig tilkynnt þáttöku í sænska uppboðinu. Fyrstu tilboð í fimm leyfi til rekstrar UMTS-farsímakerfa á Bretlandi í mars námu alls 500 millj- ónum punda eða sem nemur um 58 milljörðum íslenskra króna. Eftir 150 uppboðslotur enduðu tilboðin svo í 22 milljörðum punda eða um 2.600 milljörðum íslenskra króna. Þetta þóttu himinháar fjárhæðir og miklar umræður hafa spunnist í Bretlandi um hvað yfirvöld skuli gera við hagnaðinn. Nú er Ijóst að þýsk stjórnvöld fá enn meira fyrir sinn snúð, eða fimm sinnum það sem búist var við, 3.600 milljarða ís- lenskra króna eftir 173 umferðir á 14 uppboðsdögum. Bresk og þýsk yfirvöld hafa gefið út yfirlýsingar um að hagnaðinum verði varið til að greiða niður skuldir. Niðurstaðan úr uppboði á far- simarásunum á Bretlandi í apríl gaf stjómmálamönnum um alla Evrópu fyrirheit um stórfenglegan gróða. 2.600 milljarðar króna er stór fjár- hæð og 3.600 milljarðar enn stærri, en sú varð niðurstaðan í Þýskalandi. í síðasta mánuði voru rásirnar í Hollandi boðnar upp og var ríkis- stjómin búin að gera sér í hugar- lund meira en þrefalda þá upphæð sem varð raunin. Rétt um 200 millj- arðar króna fengust í ríkiskassann í Hollandi, í stað þeirra 700 milljarða sem óskað var. Þegar uppboðinu í Hollandi lauk runnu tvær grímur á stjórnmálamenn en niðurstaðan í Þýskalandi virðist aftur hafa styrkt marga þeirra í trúnni um að uppboð á þessum takmörkuðu auðlindum sé góð leið til að styrkja ríkisfjármálin. Farsíminn jafnoki tölvunnar Fjarskiptafyrirtækin eiga hins vegar í erfiðleikum með að fjár- magna leyfin, sérstaklega þegar þau taka þátt í uppboðum í mörgum löndum. Einnig hefur verið bent á að í Ijósi tíðra samruna á fjarskipta- markaði eigi fyrirtækin enn erfið- ara um vik og komi af þessum sök- um verr út úr mati ráðgjafar- og matsfyrirtækjanna sem nú endur- meta fjarskiptafyrirtækin eitt af öðru. Útkoman gæti því enn versn- að eftir því sem fleiri Evrópulönd bjóða upp UMTS-leyfin. UMTS-staðallinn (Universal Mobile Telecommunications Syst- em) fyrir farsíma hefur verið kallað- ur þriðja kynslóð farsíma en miklir framtíðarmöguleikar eru taldir liggja í kerfinu. Gagnaflutnings- hraði í UMTS er talinn fjörutíu sinn- um meiri en í GSM-kerfinu og þriðju kynslóðar farsími næstum orðinn jafnoki tölvu. UMTS-kerfið veith- öruggari aðgang að Netinu um farsímann en áður, bandbreiddin er mun meiri en hingað til hefur þekkst og gefur mun fleiri möguleika en áð- ur, s.s. að hlusta á tónlist og skoða hreyfimyndir í símanum. Hægt verður að nota símana um allan heim. Einnig er hægt að staðsetja notendur mun nákvæmar en áður hefur verið gert, með nokkmra metra skekkjumörkum, og er það talið gefa mikla möguleika á marg- víslegri þjónustu við notendur, þótt einnig hafi verið bent á að það teljist röskun á friðhelgi einkalífsins. Þrátt fyrir alla kosti þriðju kyn- slóðarinnar virðist óöryggi ríkja um hvort næg eftirspum skapist eftir svo mikilli bandbreidd og allri þeirri þjónustu sem hægt er að bjóða og hvernig nýta skuli möguleikana sem UMTS býður upp á. Breska fjar- skiptafyrirtækið Vodafone hefur þó lýst því yfir að árið 2005 búist það við að 25% tekna fyrirtækisins komi frá þráðlausum viðskiptum (m-com- meree) sem eigi eftir að blómstra með tilkomu þriðju kynslóðarinnar og tveimur árum seinna verði hlut- fallið komið í 50%. Það sem kallað hefur verið 2,5G, þ.e. 2,5 kynslóð farsíma, verður komið á markað fyrir árslok. Eru það GPRS farsímar sem gefa mikla möguleika í tengingu við Netið, mun meiri en WAP-símar nútímans gera. Nú er rætt um markaðssetningu GPRS-símanna sem góða leið til að venja neytendur við að nýta Netið um farsímann, og auka þannig eftir- spurn eftir enn öflugri símum, þriðju kynslóðinni. Fjarskiptafyrirtækin herða sultarólina Sigurvegarar í samkeppninni um farsímarásirnar í Þýskalandi og annars staðar eiga ekkert sældarlíf í vændum þrátt fyrir að hafa hreppt hnossið. Fylgifiskur sigursins er þvert á móti skuldir og aftur skuldir. Forsvarsmenn ýmissa fjarskipta- fyiirtækja hafa tjáð sig um málið og segja fjárútlátin ævintýraleg en þó nauðsynleg til að standast sam- keppni til framtíðar. Forstjóri Mannesmann í Þýskalandi hefur t.d. sagt að fyrirtækið muni halda fjár- festingunum áfram og kosta miklu til að halda efsta sætinu á þýskum farsímamarkaði. Búist er við að nú fari í hönd hrina skuldabréfaútgáfu af hálfu fjar- skiptafýrirtækjanna til að fjár- magna leyfin og að auki allar þær yfirtökur og samnina sem átt hafa sér stað á fjarskiptamarkaði undan- farið. í kjölfar niðurstöðu uppboðs- ins í Þýskalandi lækkuðu hlutabréf fjarskiptafyrirtækja verulega í kauphöllum í Evrópu og hafa reynst dragbítur á hlutabréfavísitölur. T.a.m. hafa bréf Sonera lækkað um 22% frá því niðurstaðan lá fyrir og bréf Telefonica um 14%. Sérfræðingar segja að það muni taka fjarskiptafyrirtækin mörg ár að vinna sig út úr fjárskuldbind- ingum sínum vegna UMTS-leyf- anna. Áætlað hefur verið að síma- fyrirtækin sem keyptu leyfin í Bretlandi verði allt að 7-8 ár að ná fjárfestingum sínum til baka. Gera má ráð fyrir að mörg þeirra sem hlutu leyfi á Bretlandi bjóði í leyfi í öðrum Evrópulöndum, bylgjan er rétt nýhafin. Lánshæfismat versnar Ráðgjafar- og matsfyrirtækin Standard & Poor’s og Moodýs end- urskoða um þessar mundir lánshæf- ismat margra stærstu fjarskiptafyr- irtækjanna sem tekið hafa þátt í kapphlaupinu og niðurstaðan, a.m.k. hjá fyr-rnefnda fyrirtækinu, er verra mat í öllum tilvikum. Tilkynnt hefur verið um lækkað mat á British Tele- com og France Telecom. Viðvaranir matsfyrirtækjanna hafa hreyft verulega við verðbréfamarkaðnum og gengi bréfa í fjarskiptafyrirtækj- um enn lækkað. Sérfræðingar á fjármálamarkaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.