Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 25 gengi upp fjárhagslega en stofnan- irnar þyrftu ekki að alltaf að vera að sækja fjármagn til bæjar, borgar eðaríkis. Ég fór í þetta nám með það fyrir augum að sækja um skólastjóra- starf. Ég er alinn upp í einkaskóla í Reykjavík þar sem mikið var rætt um rekstur tónlistarskóla. Það var ákvörðun föður míns á sínum tíma að reka skólann án styrkja frá hinu op- inbera. Mín skoðun er þó sú að ríkið geti ekki skorast undan því að styrkja tónlistaruppeldi sem ég tel nauðsynlegt hverju barni. í tónlist- inni fá börnin útrás fyrir sköpunar- þörfina, læra að tjá sig og venjast ákveðnum aga sem kemur þeim vel í lífinu. í Þýskalandi er það þannig að tónlistarnámið er fjármagnað með skólagjöldum nemenda og fjárfram- lögum frá sveitarfélagi og ríki. Tónlistarkennsla fyrir ung börn hefur gefist vel Að stjórnunarnáminu loknu sótti ég um skólastjórastarf á nokkrum stöðum og fékk jákvætt svar frá tónlistarskólanum í Abstatt, sem er lítill bær nálægt Stuttgart. Skólinn er ætlaður nemendum frá fjögurra ára aldri og allt upp í tuttugu og sjö ára aldur. Þar starfaði ég 1 fjögur ár. Þegar ég tók við skólanum voru þrjú hundruð börn í skólanum en tvö hundruð börn bættust við á þeim tíma sem ég rak hann. Það sem var sérstakt við skólann í Abstatt var að innan hans starfaði ballettdeild. Það var ekki mikil sam- vinna á milli deildanna þegar ég hóf störf við skólann. Ég beitti mér fyrir því að nemendur í tónlistardeildinni fengju að leika fyrir dansi þessara nemenda sem jók fjölbreytnina í náminu, þetta var þó í fremur litlum mæli. Tónlistarskólinn í Abstatt var til- tölulega nýr skóli þegar ég tók við honum en hann var stofnaður árið 1991. Mig langaði til að brydda upp á nýjungum við skólann og innleiddi kennslu fyrir ung börn - frá átján mánaða aldri. Námið er þannig upp- byggt að börnin koma í tímana í fylgd foreldra sem taka þátt í kennslunni. í kennslustundunum er mikið sungið með bömunum og þau látinn slá taktinn. Hlustað er á tónl- ist og dansað. Þessir kennsluhættir hafa verið í þróun síðastliðin tíu ár í Þýskalandi og er nú boðið upp á námið við flesta tónlistarskóla í landinu fyrir þennan aldurshóp því þessi kennslugrein hefur gefist mjög vel og notið vin- sælda. Vill aukna samvinnu milli listgreina Ástæðan fyrir því að boðið er upp á þetta nám má rekja til þess að svo virðist sem margir foreldrar hafi lát- ið af þeim sið að syngja með börnum sínum einfaldlega vegna þess að þeir kunna fá sönglög. í tímunum fá for- eldramir lög og texta sem þeir geta lært og sungið með börnunum og hafa því ekkert síður gaman af nám- inu. Meðan ég starfaði í Abstatt fór ég af stað með- konsertröð á vegum skólans. Markmiðið var að kynna góða listamenn fyrir bæjarbúum. Þá leitaði hugurinn heim,“ segir Rúnar en hann hafði framkvæði að því að fá nokkra íslenska listamenn til bæjar- ins. Þeirra á meðal var Gunnar Kvaran sellóleikari sem hélt tónleika á vegum skólans. „Þegar ég tók til starfa í Abstatt var nýbúið að reisa nýtt ráðhús í bænum sem gaf möguleika á sýning- arhaldi," segir Rúnar. „Mig langaði að kynna ísland fyrir bæjarbúum og fékk leyfi hjá bæjaryfirvöldum til að halda sýningu á Islandsmyndum eft- ir Emil Þór Sigurðsson ljósmyndara. Var hvattur til að bjóða sig fram í sveitar- stjórnarkosningum Þetta var upphafið að því að ég fékk áhuga á að sameina tónlistar- uppákomur og myndlistarsýningar. I því skyni fékk ég íslenskan myndlistarmann, Ásgeir Smára Ein- arsson, sem hafði verið með sýningu í Norður-Þýskalandi, til að koma með sýninguna til Abstatt og sýna í ráðhúsinu. Af því tilefni kom sendi- herra íslands í Þýskalandi, Ingi- mundur Sigfússon, og opnaði sýn- inguna. Á þeim fjóram árum sem ég starf- aði í Abstatt stóð ég fyrir tuttugu og fimm uppákomum; tónleikum og sýningarhaldi." Vegna rekstrar skólans og sýning- arhaldsins segist Rúnar hafa verið í miklu sambandi við bæjaryfirvöld á staðnum og í fyrra var allt útlit fyrir að hann myndi bjóða sig fram fyrir hönd Kristilega demókrataflokksins í bæjar- og sveitarstjórnarkosning- um sem haldnar voru í október síð- astliðnum. „Formaður flokksins í Abstatt hafði samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á framboði. En ég hafði látið í ljós áhuga á þátttöku með það fyrir augum að hafa meiri áhrif á rekstur skólans og aðra menningarstarfsemi í bænum. Þetta var í fyrsta skipti sem borgarar ann- arra ÉSB ríkja gátu boðið sig fram sem búa utan síns heimalands. Taldi ég í fyrstu að samkvæmt ákvæðum EES samningsins gæti ég boðið mig fram en svo reyndist ekki vera, þar eð við erum ekki í Evrópusamband- inu. Ég varð auðvitað fyrir vonbrigð- um enda taldi ég mig hafa góða möguleika á að komast í bæjar- stjórn. Það kom á daginn að Kristi- legir demókratar fengu yfir fimmtíu prósent atvkæða í bænum og bættu við sig tveim mönnum í bæjar- stjórn." Rúnar kveðst hafa átt kost á því að gerast þýskur ríkisborgari til að geta tekið þátt í kosningunum. „Mér fannst framboðið ekki þess virði að ég fórnaði mínum íslensku réttind- um fyrir það,“ segir hann. Söngleikjahald hluti af náminu Nýlega tók Rúnar við skólastjóra- stöðu við tónlistarskólann í Backnag. .Auðvitað var ég hreykinn af mér að hreppa þessa stöðu þar sem ég var einn af fimmtíu sem sóttu um starfið. Þetta þykir góður tónlistarskóli og hafa bæjaryfirvöld ríkan metnað fyrir hönd skólans sem á tuttugu og fimm ár að baki og vilja stækka hann og styrkja hann vel.“ Rúnar ræðir um það hverju hann vill breyta í rekstri skólans. „Ég hef í hyggju að innleiða kennslu fyrir átján mánaða gömul börn í skólanum líkt og ég gerði í Abstatt. I skólanum er starfandi mynd- listardeild og hef ég áhuga á að koma á samstarfi deildarinnar og þeirra sem eru í tónlistarnámi. Einnig hef ég áhuga á að efla samstarf við aðrar listgreinar í bænum eins og gallerí og leikhús. Vil ég þannig skapa möguleika fyrir krakkana til að leika við minni og stærri tækifæri eins og til dæmis opnun myndlistarsýninga. Stór hljómsveit er starfandi í bænum en lítið samstarf er við hana nú og vil ég bæta þar um betur. Tónlistarskólinn í Backnang hefur haft það fyrir venju að flytja litla söngleiki einu sinni á ári. Sem dæmi má nefna söngleikinn Hans og Grétu eftir Humperdinck. Þá sameinast deildirnar innan skólans um upp- færsluna. Myndlistardeildin sér um leiktjöldin, söngdeildin teflir fram söngvurum og nemendur í hljóð- færaleik sjá um tónlistarflutninginn. Það er spennandi fyrir krakkana að koma fram á sýningunum og brýtur upp skólastarfið og eykur fjöl- breytnina í kennslunni," segir Rún- ar. Atvinnumöguleikar tónlistar- fólks góðir í Þýskalandi „Við kunnum vel við okkur í Þýskalandi og ætlum okkur að vera þar áfram,“ segir Rúnar þegar hann er spurður að því hvort hann ætli sér að snúa heim í nánustu framtíð. „Það hefur verið tekið vel á móti okkur þar sem við höfum verið. Þjóðverjar era heillaðir af Islandi og margir þeirra sem við höfum hitt hafa annað hvort verið á íslandi eða þekkja ein- hverja sem hafa verið þar. Þeir skilja ekkert í því af hverju við viljum fremur búa í Þýskalandi. Það er afar gott að vinna við störf er tengjast tónlist í Þýskalandi. Þar er rík tónlistarhefð sem er auðfundið og gerir það að verkum að mikið er lagt í þessa menningarstarfsemi. Hvergi í heiminum eru eins margar atvinnuhljómsveitir og það er heldur engin tilviljun að margir íslenskir söngvarar starfa við þýsk óperuhús. í Þýskalandi eru atvinnumöguleikar fyrir tónlistarfólk því mjög góðir.“ Skrifstofu og tölvunám Við eiguiu það sameiguilegt að liafa báðar lokið skrifstofu- og tölvunámi lijá NTV s.l. liaust. Þcið er ekki bava að skólinn haíi uppfyllt allar okkar væntingar hvað námið sjálft varðar heidur var stemmingin og féiagsskapurinn frábær. Að námi loknu fengum við báðar vinnu á skrifstofu VR Eliscibet Magiuisrióttlr og RagnUilriiu' iVrnu povgeUsriótth- Upplvsingrtr og ii mritui i i símui n 544 4500 og 555 4980 - Tölvubókl irtld - V7ersíunrtrreikningur - Sölutækni ogpjói íusta - Mannleg samskipti Bokhrtld Alniennt uin tölvur -Tímastjómuu - Windows98 - Word 2000 - Excel2000 - Povver Point 2000 lnternetiðfrá AO - Access grtgnflgnmnur - Lokcwerkefhi Tilvalið námskeið fviir fólká leiðinniút á vinnunicn kflðiim eða pá sem vilja styrkjrt stöðu súirt með rtukinni menntun. Nrtiníð er 172 klst. Örfá sæti laus á siðdegisnámskeiöi sem hefst 5, september n.k ntv Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshraum 2 - 220 Hafnarfirðl - Stml: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hltðasmárl 9 - 200 Kópavogi - Stmi: 544 4500 - Fax 544 4501 Tötvupóstfang: skoll@ntv.ls - Heimasfða: www.ntv.ls ORDABÆKURNAR 5UH?rJL<M>4i Ú " lissk felensk aiialék 4Jál '* »1!» Sn .. i y«r.' FT* " * Cjv-Iw, ístensk emk : ?§2?** X* f&izz ísteitsk IHM* (§, crí-csb-ífk ’-jt I teBtsfc ; S isknsk Wik | saæasí} lá S5?S Ódýfitr og góðor oröabaekur fyrlr skólann « skrifslofuna og í ferðttlogiö %. ORÐABÓKAÚTGÁFAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.