Morgunblaðið - 27.08.2000, Side 26

Morgunblaðið - 27.08.2000, Side 26
26 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 MQRGUNBLAÐIÐ JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON, FORSTJÓRIBAUGS, GAGNRÝNIR LANDBÚN- AÐARKERFIÐ OG SPÁIR MIKLUM BREYTINGUM A MATVÖRUMARKAÐI íslendingar greiða 6,2 millj- arða í hærra vöruverði vegna innflutningshafta Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, telur að brjóta þurfí upp verndarkerfí land- búnaðarins og koma á samkeppni ef mat- vöruverð hér á landi eigi að jafnast á við það sem nágrannaþjóðirnar búa við. Hann segir heildsölukerfíð á Islandi hafa reynst þjóð- inni óhemju dýrt og að flutningskostnaður sé mikill til landsms. Omar Fnðnksson --------------7--------------------- ræddi við Jón Asgeir um verðmyndun á matvörumarkaði, áform fyrirtækisins um stóraukinn beinan innflutning og þær breytingar sem fram undan eru í innflutn- ingsverslun og á matvælamarkaði. STJÓRNENDUR Baugs hf., sem rekur m.a. versl- animar Bónus, Hagkaup, 10-11 verslanimar og Nýkaup, hafa á undan- fömum mánuðum verið í eldh'nu um- ræðunnar um óeðlilegan mun mat- vömverðs hér á landi og í nágrannalöndunum. Forsvarsmenn fyrirtækisins vísuðu því með öllu á bug sl. vetur að verslanir Baugs ættu sök á hækkandi vöraverði í landinu og efndu jafnframt til sérstaks átaks- verkefnis með það að markmiði að lækka verð á matvöra, m.a. með auknum innflutningi á vegum fyrir- tækisins sjálfs, hagræðingu og nýjum samningum við framleiðendur. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, bendir á að sl. 6 mánuði hafi nánast ríkt verðstöðvun á íslenska matvöramarkaðinum og verðlag inn- fluttrar matvöra að búvöra undan- skilinni haf! á sama tímabili lækkað um 1,4%. Jón Ásgeir hefur ákveðnar skoðanir á því hvaða umbóta er þörf svo lækka megi matvöraverð hér á landi. Þar segir hann að taka þurfi til hendinni í landbúnaði með aukinni samkeppni, lækkun vemdartolla, hagræðingu og fækkun milliliða og lækkun flutningskostnaðar. „Landbúnaðarkerfið er stærsta vandamálið sem við er að glíma, en það kostar okkur 6,2 milljarða króna áári, Það er sú upphæð sem íslend- ingar greiða í hærra vöraverð vegna hafta á innflutningi ódýrra landbún- aðarvara. Þjóðin verður að fara að gera það upp við sig hvemig hún vill haga því kerfi til framtíðar," segir Jón Ásgeir. Heildsalan með 12-15% meira til umsýslu en erlendlr birgjar ,Á síðustu tveimur áram, eftir sameiningu Bónusar og Hagkaups og skiptingu Hagkaups upp í Hagkaup og Nýkaup, höfum við hjá Baugi stefnt að því að vinna hlutina eins og best er gert erlendis í vöraöflun og raunar í allri okkar starfsemi. Við höf- um lagt það til grandvallar að gera hlutina vel. Þess vegna hafa okkur gramist mjög þær yfirlýsingar og sú gagnrýni sem höfð hefur verið í frammi á greinina að undanförnu," segir Jón Ásgeir. „Við höfum lagt fram ákveðin rök íyrir því hvar meinsemdina er að finna þegar rætt er um að matvöra- verð sé hærra hér á landi en erlendis. Þar má í fyrsta lagi telja til gamla heildsölukerfið, sem var vel þekkt, en hefur verið þjóðinni óhemju dýrt. Við höfum horft upp á að heildsalan á ís- landi hefur verið að taka sér 12-15% meira til umsýslu en birgjar erlendis. Það hefur auðvitað gengið út í vöra- verðið," segir hann. Stjómendur Baugs lýstu því yfir £ mars sl. að fyrirtækið ætlaði að auka eigin innflutning matvöra úr 7% í 14% á næstu 12 mánuðum. „Við ákváðum að breyta um áherslur í innkaupum og töldum að við væram komnir í þá stærð að við gætum náð beinum við- skiptum við stór erlend vöruhús," segir Jón Ásgeir. Sé ekki annað en aðinnflutt vara muni lækka á íslandi „Það verður auðvitað að taka tillit til þess að þessi 270 þúsund manna markaður hér má sín h'tils ef við mið- um okkur við nágrannalöndin. Það hversu markaðurinn er lítill mun allt- af kosta þjóðina hærra matvöruverð. Önnur skýring á þessu er svo hár flutningskostnaður. Hins vegar fær íyrirtæki, sem er með erlend eigna- tengsl eins og okkar fyrirtæki hefur, að njóta ákveðinnar góðvildar sem það hefur skapað sér hjá erlendum birgjum. Það eram við famir að nýta okkur og erum loksins komnir í þá stærð að geta gert það í einhverjum veralegum mæh. Það er því bjart fram undan hvað beinan innflutning matvöra til landsins varðar og ég sé ekki annað en að innflutt vara muni lækka á íslandi, svo lengi sem gengi helst stöðugt" segir hann. Innflutt matvæli hafa lækkað um 1,4% á síðustu 6 mánuðum Jón Ásgeir bendir á að á síðustu 6 mánuðum hafi innflutt matvæli lækk- að í verði um 1,4% þrátt fyrir að krón- an hafi verið að gefa eftir. Hann held- ur því fram að átaksverkefnið „Viðnám gegn verðbólgu", sem Baug- ur efndi til í mars, sé farið að skila sjá- anlegum árangri og hafi m.a. orðið til þess að stöðva frekari verðhækkanir frá birgjum. „Við höfum orðið varir við það með áberandi hætti að birgjar hafa ekki hækkað verð síðustu mán- uði, þrátt fyrir að í gegnum tíðina hafi reglan verið sú að þegar fyrirtæki fá á sig launahækkanir og ýmsar aðrar kostnaðarhækkanir, þá hefur það verið birgjum mjög létt verk að gefa út nýja verðlista og senda smásölun- um,“ segir Jón Ásgeir. Stjómendur Baugs héldu því fram í vetur að verðhækkanir frá birgjum hefðu skollið á fyrirtækinu og átt stóran þátt í þeim hækkunum sem urðu á matvöraverði. Þessu mót- Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Ef ég mætti búa við sömu starfsskilyrði og Bilka í Danmörku, þá gæti ég alveg örugglega selt á sama verði,1 segir Jén Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hf. Myndin er tekin í sameiginlegu vöruhúsi Baugsverslananna. mæltu forsvarsmenn innflutnings- verslunarinnar harðlega. „Okkar samningar vora allir í ís- lenskum krónum og við áttum mjög erfitt með að brjótast út úr því á þeim tíma, en gengishagnaðurinn lenti meira og minna leyti hjá birgjum," segir Jón Ásgeir. „Við höfum þurft að hagræða talsvert á móti svo vöraverð hækkaði ekki, en það er ákveðin stefna okkar að geta borið okkur sam- an við fremstu smásölufyrirtæki í löndunum í kringum okkur, fyrirtæki á borð við Wal-Mart, Tesco o.fl., sem era til fyrirmyndar hvað rekstur varðar,“ segir hann. Jón Ásgeir bendir á að miklir hag- ræðingarmöguleikar felist í auknum innflutningi á vegum fyrirtækisins sjálfs svo lækka megi matvöraverð og bendir á að kostnaður Baugs við að taka innflutta vöra frá skipi og dreifa henni út í verslanimar sé 3-4% sam- anborið við 15% kostnað hjá birgjum. Blrgjar markaðssetja vörur sem Baugur flytur Inn beint -Hvemig gengur ykkur að fram- fylgja því markmiði að tvöfalda bein- an innflutning á einu ári? „Það hefur gengið vonum framar. Við sjáum fram á heilmiklar tilfærsl- ur í beinum innflutningi. Við höfum líka samið við ákveðna birgja, sem fá umboðslaun fyrir að markaðssetja sín vöramerki hér á markaðinum, en við önnumst allan innflutning þessara vara, tökum á móti viðkomandi vör- um við skipshlið, flytjum þær í vöra- hús Aðfanga og dreifum þeim svo út í verslanimar. Það er ekkert vit í því fyrirkomulagi sem sjá má þegar ekið er um Skútuvoginn og Dugguvoginn, þar sem era öll þessi litlu vörahús með mannskap, lager, bíla og annan tilheyrandi kostnað við umsýslu. Þar er oft á tíðum og í allt of stóram mæli tvöfalt kerfi.“ Tel öruggt að evran verðl tekin upp hér á landi Jón Ásgeir var spurður hvort ekki mætti með sama hætti segja að um tvöfalt innkaupskerfi væri að ræða þegar Baugur flytti sjálft inn vörur í gegnum vöruhús og samstarfsaðila þess erlendis. „Við ráðumst aldrei í beinan innflutning í þeim eina tilgangi að flytja vörur beint inn,“ svarar hann. „Oft á tiðum hafa heildsalar og birgjar líka staðið sig vel og það hefur einfaldlega ekki verið hægt að kaupa vörana ódýrar annars staðar, jafnvel þó hún væri keypt beint frá stærri vöruhúsum erlendis. Stóra fram- leiðslufyrirtækin spila að nokkru leyti á markaðinn, á gjaldmiðlana, pundið, evrana og krónuna á Norðurlöndun- um. Til framtíðar htið, þegar Evran verður tekin upp á íslandi - því ég tel öraggt að hún verði tekin upp hér á landi innan einhverra ára - þá munu menn sjá að þessi verðsamanburður á milli landa verður miklu gegnsærri, á framstiginu, á heildsölustiginu og síð- an úti í verslununum," segir hann. Baugur kaupir vörur sem fyrirtæk- ið flytur sjálft inn, ýmist beint frá verksmiðjum eða í gegnum sameigin- lega innkaupasamninga með sam- starfsaðilum fyrirtækisins erlendis, s.s. Reitangrappen. Aðspurður um af- sláttarkjör í þessum viðskiptum sagði Jón Ásgeir að fyrirtækið skuldbindi sig til að kaupa tiltekið ársmagn. „Það sem við keppum um er að ná ákveðn- um árskvótum ívörahúsunum erlend- is, sem gefa okkur betra verð. íslend- ingar kaupa t.d. mikið af matvöru sem framleidd er í Danmörku en þar eram við komnir í þá samningsaðstöðu í samstarfi okkar við Reitangrappen að fara fram hjá vörahúsunum og komast beint í verksmiðjumar, sem er besti kosturinn." Spara við innflutning vörunnar Jón Ásgeir telur að miklar breyt- ingar muni eiga sér stað á næstunni í innflutningsversluninni og á mat- vöramarkaði. „Við sjáum það fyrir okkur að landslagið muni breytast veralega á næstu áram. Þá verða markaðsskrifstofur staðsettar á ís- landi, sem verða annað hvort reknar af í slendingum eða af erlendum fyrir- tækjum, sem munu sjá um að mark- aðssetja vörur gegn ákveðinni þókn- un. Það er hins vegar nauðsynlegt að ná fram spamaði í innflutningi vör- unnar og dreifingu. Þar eigum við mikil tækifæri við að ná fram lækkun vöraverðs,“ segir Jón Ásgeir. -Þið ætlið ekki að taka sjálfir að i WBBttF-:------------

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.