Morgunblaðið - 27.08.2000, Page 28

Morgunblaðið - 27.08.2000, Page 28
28 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 MORGUNBLÁÐIÐ IUMRÆÐUNNI um dreifbýli á vonarvöl er nafn Breiðdalsvíkur einmitt nafn sem borið hefur oftar á góma en flest. Þar hangir byggðin á horriminni ef marka má umtal. Þó er þarna smekklegt þorp með nokkurri uppbyggingu, t.d. í tengslum við vaxandi ferðamennsku. Þeim geira tengj- ast einmitt Ásdís Gísladóttir og Sigurður Kristinsson á Skarði í Norðurdal, sem er hlið- ardalur við Breiðdal. Um hann fellur Norður- dalsá, síðar Tinnudalsá yfir í Breiðdal þar sem áin mætir Suðurdalsá þannig að úr verður Breiðdalsá, slagæð héraðsins, mikið vatnsfall með fossinum Beljanda, einu af táknum Aust- fjarða. Þau Ásdís og Sigurður eru nýlega komin af miðjum aldri og reka ekki hefðbundinn bú- skap lengur. En þau reka ferðaþjónustu sem þau ætla að reyna að efla í náinni framtíð. Þau greina frá því glottandi að annað þeirra sé for- stjórinn en hitt stjórnarformaðurinn í fyrir- tækinu, en ekki sé alltaf ljóst hvor sé hvor. Ferðaþjónustan er fólgin í rekstri þriggja sumarbústaða sem staðsettir eru við Háaleiti í Norðurdal. „Þetta eru tuttugu ára gömul hús, en í góðu ástandi. Verkalýðsfélag Breiðdæl- inga byggði þau á sínum tíma og leigði þau út, en þegar við keyptum þau fyrir þremur árum átti Skafti Ottesen, þáverandi hótelstjóri á Hótel Bláfelli, tvö húsanna, en verkalýðsfé- lagið eitt. Fyrst keyptum við húsin af Skafta, þau voru að stækka við hótelið, síðan þriðja húsið. Reskturinn hefur gengið alveg ágæt- lega. Það hefur varla fallið út dagur yfir sum- artímann og það er fólk að hringja allt suma- rið,“ segja þau Ásdís og Sigurður. Er þetta ekki alveg skothelt dæmi? „Ja, Austfirðir eru vinsælir og náttúrufeg- urðin og veðurblíðan rómuð. Hins vegar er þetta nokkuð langt frá stærsta þéttbýlinu og því ekki allra. Það hefur hjálpað okkur mjög, að veiðimennirnir hafa sópast að okkur. Þeir hafa verið að leggja þetta undir sig að stórum hluta. Við erum mjög ánægð með það, þeir bóka sig með góðum fyrirvara og svo púslum við öðrum umsóknum inn eftir hendinni," seg- ir Ásdís. Veiðimenn? „Já, veiðimenn í Breiðdalsá. Það er komið í gang stórátak til að gera Breiðdalsá að góðri laxveiðiá. Leigutakar árinnar hafa náð mikl- um árangri á Rangársvæðinu með sleppingu gönguseiða og það eru bundnar miklar vonir við að það gangi einnig upp hér. Það hefur að minnsta kosti byrjað nógu vel til að menn mega vera bjartsýnir. Síðan að þetta byrjaði hefur stangaveiðimönnum fjölgað hér eystra, bæði innlendum og erlendum," segir Sigurð- ur, en þeir erlendu gista þó sjaldnast hjá þeim hjónum. Þeir nota yfirleitt hótel Bláfell. „Við hentum innlendu veiðimönnunum betur, oft er fjölskyldan saman á ferð, konan og börnin að ekki sé minnst á hundinn," bætir Sigurður við. Sigurður hefur umsjón með einni af helstu sleppitjörnum leigutakana, sem er í ofanverð- um Norðurdal. Hann fóðrar seiðin og stuggar við vargi. Þegar stundin er síðan runnin upp, opnar hann tjörnina þannig að seiðin komist út í á og til sjávar. Ásdís bætir við, að það hafi raunar alltaf verið veiði í Breiðdalsá. Sjálf þekkir hún best til Tinnudalsár/Norðurdalsár, enda fæddur Breiðdælingur. „Ef það vantaði í matinn fór ég niður að á, settist á klett við Móhyl. Veiði- tækin voru hrífuskaft, girni sem ekki var pent, og stór fiskikrókur. Þegar sett var út, kom bleikjan æðandi og tók. Það tók enga stund að veiða 2-3 stóra fiska í matinn. Mér skilst að svona tæki dygðu lítið í dag. Annars var lax alltaf i ánni og fyrir tuttugu árum reyndi Stangaveiðifélag Reykjavíkur að fjölga laxi með seiðasleppingum. Það kom ekkert óskaplega mikið út úr því og mávarnir í sveit- inni blésu bara út,“ segir Ásdís. Umheimurinn í afdalinn Það eiga ekki margir leið um Norðurdal ut- an bændur, búalið, veiðimenn og þeir ferða- menn sem leigt hafa bústað af Asdísi og Sig- urði. En þeir sem þarna koma taka eftir gervihnattadiski sem stendur við sumarhúsa- þyrpinguna. Sigurður ber ábyrgð á þessu og segir kíminn að það sé nú ekki alltaf einmuna veðurblíða á Austfjörðum og því gott fyrir gesti þeirra að hafa eitthvað við að vera ef veður eru válynd. Þá vanti stundum afþrey- ingu fyrir börnin og fyrir útlendinga sé þetta hugsað sem „gluggi út í veröldina“, eins og Sigurður kemst að orði. „Hér er alltaf reytingur af útlendingum og ég hugsaði með mér að þetta gerði bústaðinn eilítið heimilislegri. Það næst núna 21 sjónvarpsstöð og ég get fjölgað þeim með litl- um tilkostnaði. Það voru hérna eitt sinn Eng- lendingar sem byrjuðu á því að fussa og sveia út af þessu, en svo vildu þeir samt að ég sýndi þeim á hvaða takka ætti að ýta. Það small svo allt í einu inn fréttatími hjá SKY og þá voru þeir allir óðar sestir niður og hættir að gagn- rýna tæknina. Annars eru sumir erlendu ferðamannanna sérvitrir. Einn sem hringdi, Bandaríkjamaður, vildi fá lítið hús, fjarri al- faraleið. Það mátti ekki vera rafmagn eða vatn eða neitt. Allt átti að vera frumstætt og trygg- ing fyrir því að hann fengi að vera í friði. Hann stjórnarformaðurinn Mikið er talað um fólksflótta af landsbyggðinni. Straumur- inn er á Faxaflóasvæðið og höf- uðborgarsvæðið virðist vera fyrirheitna landið. Staðurinn þar sem allt er að gerast og tækifærin bíða við hvert fót- mál. Guðmundur Guðjónsson hitti nýverið tvo rótgróna vildi leigja slíkt hús allt sumarið. Við gátum því miður ekki bjargað honum,“ segir Sigurð- ur. Þið talið bara um sumarnýtingu, hvað með aðra árstíma? „Húsin eru ekki nógu góð til vetrardvalar að því leyti að við þurfum að skrúfa fyrir vatn- ið áður en frystir. Við höfum þó leigt þau til rjúpnaskyttna fram eftir hausti. Það gekk al- veg fram í nóvember í fyrra, en þá voru líka hjá okkur menn sem vissu af vandanum og höfðu með sér nægilegt vatn á brúsum. Það sem við viljum gera og höfum sett á oddinn í náinni framtíð, er að auka þá þjón- ustu sem við veitum. Þá á ég við að við eigum hér stórt land sem býður upp á skemmtilegar gönguleiðir, steinatínslu og fleira. Það getur hins vegar verið hættulegt að fara bara stefnulaust og við viljum gjarnan merkja gönguleiðir og koma reglu á þessa mögu- leika,“ segir Ásdís. Austfírðinga sem eru á annarri skoðun. Sigurður fóðrar laxaseiðin. Synt móti straumnum Ásdís Gísladóttir er sem fyrr segir inn- fæddur Breiðdælingur, en Sigurður Rristins- son er frá Djúpavogi. Þau eru nú að ljúka bú- skap og reyna fyrir sér með ferðaþjónustu. Þau eru e.t.v. í sömu sporum og margir Aust- firðingar, ef ekki dreifbýlingar yfirleitt, að því leyti að viðurværið er ekki lengur fyrir hendi og hvað skal þá til bragðs taka? Reynslan og þróunin sýna að flestir pakka saman og „fara suður“. Hin seinni misseri hafa einmitt logað deilur um atvinnumálin á Austfjörðum og menn ekki allir skipað sama flokk þegar að kemur að leysa málin. Er þá átt við álver á Ásdís og Sigurður á Skarði í Norðurdal. Reyðarfirði og meðfylgjandi virkjanagerð á austanverðu hálendinu. Ásdís og Sigurður segjast oftast hafa synt á móti straumnum, t.d. flutt aftur „heim“ frá Djúpavogi þegar aðrir voru að flytja burt hér á árum áður. En þau segja: „Það er ansi erfitt ástand víða í þessum þorpum þar sem sjávarútvegurinn er á fallandi fæti. Þeir sem bera ábyrgðina hafa ekki gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar þær gerðir hefðu í för með sér. Margir standa því uppi annaðhvort án atvinnu eða með viður- væri sitt í uppnámi. Hins vegar má segja að þá reyni á festu manna og vilja. Það flytja margir í burtu, ekki bara frá Breiðdalsvík og höfuð- borgarsvæðið virðist hafa mikið aðdráttarafl. En við höldum því miður að oft sé þetta della í fólkinu. Það eltist við einhverja sefjun og heldur að það sé að missa af öllu. Því miður er hætt við að margt af þessu fólki myndi vera óánægt sama hvar það væri niðurkomið." Sumarhúsin þijú við Háaleiti. Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson Forstjórinn og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.