Morgunblaðið - 27.08.2000, Side 36

Morgunblaðið - 27.08.2000, Side 36
36 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 MORGUNB L AÐIÐ SKOÐUN SLEIPNISVERKFALL OG LEIGUBIFREIÐAR ÞAÐ fór áreiðanlega ekki framhjá mörgum landsmönnum, að verkfall var hjá Sleipni, stéttarfélagi bifreiðastjóra er aka hóp- og áætlunarbif- reiðum, og því fárviðri í fréttaflutningi er á brast vegna aksturs leigubifreiðastjóra á Suðumesjum, frá Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Sleipnismenn voru að áliti ótrúlega margra, algjörlega óal- andi og óferjandi vegna tilraunar sinnar að fá mannsæmandi laun fyrir vinnu sína, t.d. heimtaði Jóhann Kristinsson bráðabirgðalög vegna þess að hann ætlaði á Þingvöll ásamt fjölskyldunni, taldi Sleipnis- menn haldna „þvergirðingshætti og ósanngirni". Sigurjón skrifar sama dag í DV og segir þá „vissulega óprúttna bílstjóra". Hafi þessir tveir menn einhvemtíma verið venjulegir launþegar ættu þeir að hugsa örlítið áður en fleiprið er sett fyrir almenningssjónir. Ekki era allir eins skyni skroppnir og þessir tveir, þó annar þeirra telji sig tala fyrir munn margra íslendinga. Nokkram er hafa látið í sér heyra finnst vera ótrúleg harka í peninga- gæsluliðinu gagnvart verkafólki sínu í þessu tilfelli. Það er ótrúlegt hvað margir íslendingar era orðnir dómharðir í garð þeirra sem era að reyna að rétta hlut sinn í launamálum og leggjast á sveif með peningaaðlinum, sem er búinn að koma sér upp víkingasveit sem nefnir sig Samtök at- vinnulífsins og krefst þess að semja fyrir fyrirtæki vítt og breitt um landið. Að mínu áliti ættu bifreiðastjórar er aka hóp- og áætlunarbif- reiðum ekki að vera í neinum vafa í hvaða stéttarfélagi þeir ættu allir að vera. Allt tal rútueigenda um fé- lagafrelsi er ákaflega glært og dul- búin hótun til bifreiðastjóra sinna að vera ekki í stéttarfélagi, allavega ekki í sérstöku stéttarfélagi bifreið- astjóra eins og t.d. Sleipni, mesta lagi í einhverju verkalýðsfélagi, og þá í sem flestum, þá er samstaðan minni og hægt að etja þeim saman og tukta þá til eftir eigin höfði. Ef rútufélög telja sig hafa tapað tug- um eða hundraðum milljóna króna á ekki lengri tíma en þetta verkfall stóð, hljóta þau að geta greitt þau laun sem styrinn stóð um er verk- fallinu var aflýst (117 þús.). Ég sammála Maríusi Sveinssyni (Morg- Allt tal rútueigenda um félagafrelsi, segír Magnús Jóhannsson, er ákaflega glært, og dulbúin hótun til bif- reiðastjóra sinna um að vera ekki í stéttarfélagi. unbl. 8. júlí sl.) um að Ari Edvalds hlýtur að vera orðinn þessum rútu- félögum ansi dýr, með þeirri hörku sem hann í nafni Samtaka atvinnu- lífsins sýnir viðsemjendum sínum, því ef þau tapa þessum upphæðum sem sagt er hljóta þau að vaða í peningum. Fréttatilkynning Sam- taka ferðaþjónustunar í DV 29. júlí sl. er af sömu rótum rannin, sem sé að sýna fram á skaðsemi bifreiðast- jóra stéttarfélagsins Sleipnis og að rútufélög ættu að hafa sem minnst saman við þá að sælda. Ef bif- reiðastjórar á hóp- og áætlunar- bifreiðum fara ekki að taka sig saman í andlitinu og byggja sig upp í einu sterku stéttarfélagi, eins og t.d. Sleipni, geta þeir blásið af í framtíðinni að fá mannsæmandi laun fyrir akstur sinn, því rútueig- endur hugsa þeim áreiðanlega þegj- andi þörfina og þá í gegnum „vík- ingasveitina“. Ef bifreiðastjórar Magnús Jóhannsson bera ekki gæfu til að sameinast um sín mál, verður þetta verkfall síð- asta verkfall sögunnar og þá verður nú kátt í búðum peningapunganna. Þá er komið að fréttaflutnings- fárviðrinu vegna aksturs leigubif- reiða á Suðumesjum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en það byrjaði er ensk hjón er gistu á hótel Skjald- breið í Reykjavík, komu því á fram- færi við blaðamann DV 10. júh sl. að þau töldu sig hafa greitt ásamt þremur öðram farþegum er tóku leigubifreið frá flugstöðinni, tuttugu þúsund krónur fyrir hvert sæti sem er eitt hundrað þúsund krónur fyrir túrinn. þegar einn félagi minn í bif- reiðastjórafélaginu Andvari, sem er félag leigubifreiðastjóra í Reykja- vík, fór á stúfana og fór að ganga frekar á þessi hjón kom í ljós að þau höfðu ekki keypt íslenska pen- inga er þau komu til landsins, og vora þar af leiðandi ekki með nein- ar fjöratíu þúsund krónur til að greiða fyrir leigubifreið. Þau höfðu greitt tuttugu ensk pund fyrir hvert sæti sem er rétt rúmar tvö þúsund krónur sem var rétt gjald. En hvar fengu hjónin það í höfuðið áð hér væri um glæpsamlega gjaldtöku að ræða og hver kom þeim í samband við blaðamann DV sem kom „frétt- inni“ á framfæri sem allra fyrst án þess að hafa neinar áhyggjur af sannleiksgildinu,og sá sem gekk frá „fréttinni“ reyndi í tvígang að koma sökinni á akveðinn mann á stöðinni hjá mér? Það liggur einna beinast við að ferðafólk leiti eða fái upplýsingar á því hóteli sem það verslar við. Allavega spyi’ sá sem ekki veit. „Frétt“ þessi var svo borin til baka, daginn eftir í DV, af hjónum þess- um er þau gerðu sér grein fyrir „mistökunum" og era þau menn að meira fyrir vikið. Þessi „frétt“ var svo gripin á lofti af fjölmiðlum umhugsunarlaust og án allra tilrauna til að kanna sann- leiksgildið. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, lýsti því í fréttum RÚV 10. júlí sl. að hún hefði upp- lýsingar um að leigubifreiðastjórar hafi rukkað ferðamenn um þrjátíu þúsund krónur fyrir sætið frá Leifsstöð og hún játti því, er hún var spurð hvort hér væri um skipu- lagða glæpastarfssemi að ræða. Hún hefir ekki fengist til að upp- lýsa á hvaða stað þessir rændu ferðamenn gistu, og ekki séð ástæðu til að reyna að koma lögum yfir þrjótinn, ekki heldur að bera fréttina til baka, í ljósi dauðdaga fyrri fréttar, en aftur á móti upp- lýsir hún að hún hafi komið upp- lýsingum til sinna aðila um þessa okurstarfssemi. Erna hlýtur að gera sér grein fyrir að svona upp- ýsingar, þó ósannar séu, eyðileggja í mörg ár út frá sér en ef til vill er það einmitt tilgangurinn. Við leigu- bifreiðastjórar virðumst ekki vera vinsælir hjá Ernu hvorki nú né þegar hún var framkvæmdastjóri gisti- og veitingahússeigenda. Það að Erna neitaði að veita upplýsing- ar er gátu upplýst málið sýnir að hún telur sig þurfa að sverta leigu- bifreiðastéttina, með upplognum sögum um alveg óheyrilegt okur, athæfi sem hún verður að sjálf- sögðu ekki látin komast upp með. Svona kúnstum í gjaldtöku dytti engum leigubifreiðastjóra á Suður- nesjum að reyna, það er varla að þeir þori að setja upp rétt gjald og nota gjaldmæla bifreiða sinna, sem við eram þó skyldugir að nota, sam- anber bréf írá samgönguráðuneyt- inu 11. júlí sl. Mælagjald á milli flugstövar og miðbæjar Reykjavík- ur er kr. 8.000 fyrir 1 til 4 farþega og 9.600 fyrir 5 til 8 farþega. Ástæðan fyrir þessum ótta er sú að stöðvarstjórar stöðvanna á Reykja- víkursvæðinu hafa tekið sig saman um tilboðsverð uppá kr. 6.200 og 7.900 og hafa þar með stillt okkur „Ber höfuð og herðar yfír Sigurður Már Helgason (210 sm) yfir sig ánægður með Sigurður Már Helgason umsjónarmaður smíðavalla ÍTR er 21 Osmað hæð. Það var því ekki hlaupið að því fyrir hann að finna jeppa sem fullnægði þörf hans fyrir gæði, verð - og rými! Það var ekki fyrr en árið 1996 að leitinni lauk. Þá kynntist hann KIA Sportage. Að sjálfsögðu kom ekki önnur tegund til greina þegar hann ákvað að skipta yfir í nýjan nú í sumar. Á smíðavöllunum læra menn að sníða sér stakk eftir vexti. KIA Sportage er aivöru jsppi með háu og lágu drifi og LSD læsingu á afturdrifi. KIA Sportage er byggður á öflugri grind og 2000cc 4 cyl. vélin tryggir 128 hestöfl. Nú fæst hann á verði sem fáir leika eftir með jeppa í þessum gæðaflokki. Fæst einnig 5 dyra Wagon og sjálfskiptur. Komdu við hjá okkur í KIA ÍSLANDI að Flatahrauni 31 og mátaðu KIA Sportage við þig og fjölskylduna. Siguröur Már Helgason: „Þeim sem eru að leita að liprum, traustum og rúmgóðum jeppa bendi ég hiklaust á KIA Sportage. Hann ber að mínu mati höfuð og herðar yfir jeppa í þessum verðflokki." KIA Sportage kostar nú aðeins Sjálfskiptur 1.875.000 i W Æt % kt KIA ISLAND FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 www.kia.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.