Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 39 ÁGÚST VILBERG GUÐJÓNSSON + Ágúst Vilberg Guðjónsson fæddist á Stokkseyri 26. ágúst 1914. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 17. ágúst. Mig langar til að minnast móðurbróður míns með nokkrum orðum. Eg er svo lánsöm að hafa fæðst inn í fjöl- skyldu sem fyrst og fremst hefur haft kærleika að leiðarljósi. Gústi var næstyngstur níu systkina sem kennd voru við Bakkagerði við Stokkseyri. Foreldrar þeirra voru Guðjón Páls- son frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð og Vilborg Margrét Magnúsdóttir frá Bakka á Vatnsleysuströnd. Afi var að mínu mati gott ljóðskáld og er eftir hann nokkuð gott handritasafn sem er geymt á safninu í Skógum undir Eyjafjöllum. Hann var það sem kallað er sjáandi og skilur eftir sig handrit um 15 „sýnir“ sem hann upplifði. Amma sá líka lengra en al- mennt er og átti huldufólk að vinum. Sagnir um þetta má finna í bókum Árna Óla, blaðamanns og rithöfund- ar. Elsta systirin Steinunn Sigríður dó ung kona og einnig bam hennar. Einnig dó drengur aðeins sex ára, Einar Guðjón en hann var næstur Gústa. Hin sjö systkinin héldu alla tíð saman og var Ijúfmennskan og hjálpsemin ásamt ótrúlega mikilli glaðværð einkenni þeirra allra. Afi var mjög trúaður maður og hafði það mikil áhrif á allt líf fjölskyldunnar. Amma var orðlögð fyrir blíðlyndi og óþrjótandi þolinmæði. Eg minnist Gústa og Begga sem ungra sveina í faðmi foreldra sinna til heimilis á Hverfisgötu 100 í lítilli íbúð í skjóli Dúu systur sinnar og Jóns manns hennar. í dag furða ég mig á hvernig fjölskyldan komst fyrir í þessum litlu húsakynnum en oft var margt um manninn í sunnudaga-og hátíðakaff- inu hjá afa og ömmu. í mínum huga voru Gústi og Beggi dásamlegir. Alltaf voru þeir bræður tilbúnir að leika við okkur systkinabörnin sem yngri vorum. Man ég ekki eftir að hafa séð Gústa nema með bros á vör og hlý orð alla þá tíð sem ég fékk að njóta samvista við hann. Mörgum finnst þetta ofmælt en þetta er bara sannleik- ur. Jólagjafirnar frá þeim bræðrum eru mér alla ævi minnisstæðar. Eftir að amma dó bjuggu þeir bræður með afa og nutu hjálpar ráðskvenna. Dag einn kom Ásta Margrét Sig- urðardóttir inn í líf þeirra. Hún kom með son sinn Sigurð Grétar, ungabarn í vöggu. Þarna voru örlög Gústa ráðin. Þau gengu í hjónaband og Sigurður Grétar varð hans barn. Ásta og Gústi eignuðust svo þrjú böm í viðbót. Guðjón Vilberg, Ernu Kristínu og Þuríði Jónu. Heimili þeirra var alla tíð í Hólmgarði 13 eftir að þau fluttu frá Hverfisgötu 100. Gústi lifði fyrst og fremst fyrir fjölskyldu sína og heimili. Hann vann alla tíð hjá Vegagerð ríkisins eða frá unga aldri og þótti þar afburða sam- viskusamur og laghentur. Það var ótrúlegt hversu systkinin frá Bakkagerði voru haghent öllsöm- ul. Bræðurnir voru ótrúlegir upp- finningamenn og gátu að mínu mati gert allt sem þeir óskuðu eftir að gera þó svo að fagmenntun frá hefð- bundnum skólum væri ekki fyrir hendi. Gústi fæddist með hægri höndina ekki alveg heila. Það vantaði fjóra fingur en hann náði samt gripi með þumalfingri. Þrátt fyrir þetta gat hann gert ótrúleg hagleiksverk. Eg hugleiddi þetta ekki fyrr en ég fullorðnaðist og undraðist þá hagleik hans. Ást hans og Ástu var mikil alla tíð. Þau voru mjög samhent og áttu mjög fallegt heimili. Það var honum mjög þungbært þegar hún veiktist alvar- lega. Hann stóð við hlið hennar eins og kraftar leyfðu með Ijúfmennsku sinni og kærleika. Hann þurfti að sjá á eftir henni til annars heims árið 1995. Hann brosti við öllum áfram og gaf kærleika sinn til fjölskyldu sinn- ar og allra sem hann umgekkst en auðséð var að hjarta hans var mikið sært. Hann virtist bíða eftir endur- fundum þau ár sem liðin eru síðan. Fjölskylda hans hugsaði mjög vel um hann og auðséð er að kærleikurinn og Ijúfmennskan hefur erfst til niðj- anna. Hann var umvafinn hugulsemi og kærleika. Það hefur verið dásam- legt að fylgjast með vináttu þeirra bræðra Gústa og Begga öll þessi ár. Síðustu árin hafa þeir átt stundir saman einu sinni í viku á heimili Begga og Rose konu hans þar sem Rose hefur umvafið þá umhyggju- semi á alla vegu. Nú er Beggi aðeins einn eftir af þessum dásamlegu systkinum frá Bakkagerði. Gústi frændi minn hefur nú hitt aftur Ástu sína og fjölskylduna kær- leiksríku. Kæru frændsystkini mín, börn Gústa og Ástu, tengdabörn, barna- böm og bamabarnabörn. Ég veit að það er mjög erfitt að kveðja. Þið eig- ið dásamlegar minningar um ein- stakan föður, tengdaföður, afa og langafa. Þegar söknuðurinn dvín skína þær á vegi ykkar sem dýrmæt- ar gjafir sem lýsa upp tilveru ykkar eins og brosið hans sem alltaf var til staðar. Við jarðarför Gústa söng barnabarnið hans, Tryggvi Karl Valdimarsson, aðeins 12 ára gamall. Mér fannst eins og englarödd hljóm- aði til okkar sem lýsti svo vel heið- ríkju huga afans sem við voram að kveðja. Guð blessi minningu frænda míns, Ágústar Vilbergs Guðjónssonar. Við systkinin frá Sólheimatungu þökk- um samfylgd hans innilega. Mig langar til að enda á ljóði eftir afa sem hann orti sem kveðju frá sér þegar hann kveddi þennan heim. Þetta ljóð var einnig sungið við jarð- arför Gústa. Ó, vinir! Vakið, biðjið, í víngarð drottins iðjið, unz lífsins kemur kvöld. Þá dagsverk Guð mun greiða, í gleði himins leiða á bak við dauðans dimmu tjöld. Astvini alla mína égfelíumsjáþína, ó, Jesú, Jesú minn. Eg bið þeim, Guð, að gjalda með gleði þúsundfalda ástríki allt og kærleik sinn. Eghallahöfðimínu að hjarta, Jesú, þínu; þar sofna’ ég sætt og rótt Egveitþínauguvaka ogvaraámértaka. Gef mér og öllum góða nótt (Guðjón Pálsson.) Selma Júlíusdóttir. HARALDUR GUÐMUNDSSON minnast stóru sterku handanna þinna sem gátu svo margt lagað og bætt, og hvað þú hafðir gaman af því að dunda í skúmum að gera við. Það haustar að í hjarta mínu og húsið er tómt og kalt. Þú hall- aðir þreyttur höfði þínu. Þakka þér fyrir sam- fylgdina og fyrir allt. Eg trúi því að þú takir á móti mér þegar ég kem. Guð varðveiti þig, Halli minn. + Haraldur Guð- mundsson fædd- ist á Grettisgötu 58 í Reykjavík hinn 16. ágúst 1926. Hann lést 10. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Ásmundsdóttir og Guðmundur Krist- jánsson. Haraldur var jarð- settur í Fossvogs- kirkjugai'ði hinn 15. ágúst síðastliðinn. Kveðja frá sambýliskonu Elsku Halli minn. Þú varst svo snögglega kallaður burt frá mér að ég er ekki búin að átta mig á því að þú sért farinn. Við höldum alltaf að það sé nægur tími, en svo er hann allt í einu búinn. Enginn tími til að kveðja, enginn tími til að segja fyrirgefðu, eða til að þakka fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Það var svo margt ósagt og svo margt ógert af því sem við ætluðum að gera. Ferðalagið sem við töluðum um verður aldrei farið en ég á góðar minningar frá öðram ferðalögum og veiðitúrum sem við fórum í saman. Ég sakna þín. Ég sakna þess að heyra ekki lengur í þér í eldhúsinu. Þú hafðir svo gaman af því að elda og bjóst til svo góðan mat, og bakaðir afbragðs pönnukökur. Ég mun alltaf Ég sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt. Kg umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horíinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, Þín minning er Ijós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Ástarkveðja, þín Guðrún. Frágangur afmælis- ogminn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsyn- legt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakl- ing birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, ÁGÚSTS V. GUÐJÓNSSONAR, Hólmgarði 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar G2 Hrafnistu, Reykjavík. Sigurður Grétar Eggertsson, Rósa Helgadóttir, Vilberg Ágústsson, Sigurbjörg Ágústsdóttir, Erna K. Ágústsdóttir, Ólafur Már Magnússon, Þuríður J. Ágústsdóttir, Valdimar K. Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar og tengda- föður, RAGNARS ÞORGRÍMSSONAR, Árskógum 8. Sérstakar þakkir færum við starfsmönnum Hólabæjar. Margrét Helgadóttir, Kolbrún Ragnarsdóttir, Egill Hallset, Guðrún Ragnarsdóttir, Stefán Ingólfsson. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samhug og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, LAUFEYJAR GUÐNÝJAR KRISTINSDÓTTUR, Álfheimum 44. Sigríður Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir, James Hine, Ellen María Einarsdóttir og barnabörn. l' LEGSTEINAR j Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is vy Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan ^ sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja ^GA / UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. mS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.