Morgunblaðið - 27.08.2000, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.08.2000, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNELAÐIÐ + Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÍRISAR BJÖRNSDÓTTUR, Skildinganesi 45, Reykjavík, sem lést á heimili sínu föstudaginn 18. ágúst. Guð blessi ykkur öll. Tómas Sæmundsson, Svavar Tómasson, Rannveig Raymondsdóttir, Magnús Örn Tómasson, Einar Björn Tómasson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR INGVARSDÓTTUR, Miklubraut 54, Reykjavík. Þakkir eru einnig sendar starfsfólki á deild 7A á Landspítala, Fossvogi og á deild K2, Landakotsspítala, fyrir góða umönnun síðustu mánuðina. Sigríður Valdimarsdóttir, Eyþóra Valdimarsdóttir, Magnús V. Pétursson, Ólöf Flygenring, Jon Nordsteien, Valdimar Örn Flygenring, Ásdís G. Sigurðardóttir, Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Alfreðsson, Jóhanna B. Magnúsdóttir, Valdimar P. Magnússon, Bára Guðmundsdóttir og barnabarnabörn. + Þökkum sýndan hlýhug, samúð og virðingu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og vinar, HELGA STEINSSONAR, Hæðargarði 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til fyrrum vinnuveitanda. Unnur Steinsson, Vilhjálmur Skúlason, Inger Steinsson, Ólafur Örn Pétursson, Helga Magnea Steinsson, Einar Már Sigurðarson, Jóhann Torfi Steinsson, Jenný Lovísa Þorsteinsdóttir, Maria Kristín Steinsson, Guðjón Freyr Eiðsson, Eyrún Steinsson, Eyvindur (var Guðmundsson, Jórunn Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og systur, ÞORBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Hátúni 37, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins- deildar Landspítalans í Fossvogi og hjúkrunarþjónustu Karitas. Þórarinn Gíslason, Inga Lísa Middleton Rose, Michael Rose Sunneva Margot Middleton Rose. ' Erla Jónsdóttir, Stefán Aðalsteinsson, Haukur Jónsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar GUÐJÓNS GUÐMUNDSSONAR fyrrv. rekstrarstjóra Rafmagnsveitna ríkisins, Kópavogsbraut 1B. 'Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins og starfs- fólki krabbameinslækningadeildar 11E á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Erla Hafrún Guðjónsdóttir, Egill Egilsson, Auður Svala Guðjónsdóttir, Rúnar Guðjónsson, Helga Sigríður Guðjónsdóttir, Thomas Kaaber, Guðrún Sóley Guðjónsdóttir, Þorsteinn Hilmarsson, SIGMUNDUR JÓHANNESSON + Sigmundur Jó- hannesson fædd- ist í Reykjavík 26. febrúar 1967. Hann lést 13. ágúst síðast- liðinn og fór útfor hans fram frá Víði- staðakirkju 22. ágúst. Á unglingsárum vorum við frænd- systkinin svo lánssöm að starfa í fyrirtæki Grétars Sveinssonar. Þar lærðum við að vinna og kynntumst fjölskyldu Grétars, duglegu og traustu fólki. Tengdasonurinn Simmi sem var húsasmíðameistari gekk jafnt í öll störf við hlið okkar krakkanna, hann vann á gröfu, smíðaði, mokaði og stýrði “Línevardinum. Það var alltaf gaman að fá að vinna einn með Simma, það gekk allt fumlaust fyrir sig og hann var þægilegur og skemmtilegur vinnufélagi. Við höfðum öll gaman af lúmskum húmornum og Simmi gat alltaf létt í mönnum skapið. Þó nokkur tími sé liðinn síðan við hættum hjá Grétari hefur vinátta haldist við fjölskylduna og við höfum litið á það sem sjálfsagðan hlut að fá að eiga samfylgd Simma mikið lengur en raun varð á. Elsku Rannveig, Jói, Grétar og fjölskyldur, við vott- um ykkur innilega samúð. Helgi, Magnús og Charlotta. Um sumardag blómið í sakleysi hló, en sólin hvarf, og élið til foldar það sló. Svo örstutt er bil milli blíðu og éls og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds. (M. Joch.) Á sólríkum sumar- degi dregur skyndi- lega ský fyrir sólu og sorgin næðir um huga og hjörtu, sem élyæri. Ekkert býr okkur undir svo váleg tíðindi og þegar dauðinn kveður dyra hjá ungu fólki. Við drúpum höfði, vanmáttug og beygð. Við göngum að því vísu, að lífið sé eilíft sumar og tíminn af- stæður. I dag vildi ég óska þess að ég hefði fengið tækifæri til að kynnast frænda mínum nánar eftir að hann var orðinn fullorðinn maður og eignaðist sína fjölskyldu. Það stóð alltaf til að safna litla ættarhópnum saman, hittast og njóta samvista. Það hryggir mig mikið að ekki varð fyrr úr og verður Sigmundar sárt saknað. Það kom mér ekki á óvart, að Sigmundur yxi úr grasi sem heið- arlegur og vinnusamur maður. Þeim eiginleikum hans kynntist ég strax þegar hann var aðeins fárra ára gamall og lítill ljóshærður hnokki sem ég passaði stundum. Ég minnist þess sérstaklega hversu áhugasamur hann var að hjálpa til með uppvaskið og stóð uppi á kolli með viskustykki í hönd og fórst verkið svo fjarska vel, þótt ungur væri. Hvorki fyr né síðar, hef ég kynnst jafn þægu barni og hann var, enda var hann einstaklega ljúfur og einlægur að eðlisfari. Fjölskyldan gladdist öll þegar Sigmundur ákvað að feta í fótspor afa síns og nafna, og læra til húsa- smíðameistara. Okkur þótti Sig- mundur verðugur arftaki afa síns með alla sína góðu eiginleika. Það var öllum snemma ljóst, að frændi minn var vinnusamur og markviss í sínum áformum. Hann eignaðist ungur þak yfir höfuðið og virtist una hag sínum vel með konu og tveimur fallegum hnátum, Björk og Söru. En svo fóru fregnir að berast af veikindum Sigmundar, sem ágerð- ust með tímanum og reyndi á krafta hans þar til yfir lauk. Það hafa verið þungar byrðar að bera fyrir mann eins og Sigmund frænda minn, sem vildi vinna vel og af þeim dugnaði sem einkenndi hann, að tapa fullri starfsgetu ásamt þeirri óvissu sem hann upp- lifði um ástand sitt og árangurs- lausa læknishjálp. Ský dró fyrir sólu og sjúkdóm- urinn náði að yfirbuga hann. Eftir stöndum við sem stóðum honum nærri, og minnumst þess góða drengs sem Sigmundur var og fullvissum okkur um að friður sé með honum þar sem hann hvílir nú. Megi góður Guð sefa þá miklu sorg sem streymir nú í hjörtum eiginkonu og dætra, Gurí, Jóa og Kollu, ættingjum sem og öðrum samferðamönnum. En ástin er björt sem bamsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyr og nú, oss finnst þar í einnig streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú Og bindur oss öðrum heimi. Af eilífðar ljósi bjarma ber, Sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphimininn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Sofðu rótt, kæri frændi, og guðs- blessun þér fylgi. Soffía Mitzý. SIG URBJÖRN FANN- DAL ÞORVALDSSON Sigurbjöm Fanndal Þor- valdsson fæddist á Blönduósi 5. október 1969. Hann lést í Reykjavík 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Viðistaðakirkju 22. ágúst. Um sumar dag blómið í sakleysi hló Ensólinhvarfogélið til foldar það sló. Elsku Bjössi okkar. Með söknuði og sárum trega kveðjum við afi þig. Þín er sárt saknað, nú sjáum við ekki framar fallega brosið þitt og glettnina sem geislaði af þér. Það er svo sárt að missa þig í blóma lífsins. Þú varst svo hlaðinn orku í þínu lífi, harðduglegur og vinur vina þinna. Þú áttir allt lífið framundan, yndis- legt heimili og eiginkonu, sem ann- aðist þig allan tímann sem hún naut þess að vera í návist þinni. Hún veitti þér svo mikinn styrk, hlýju og ástúð. Það er huggun í harmi að nú lýsir þér Ijós, sem aldrei deyr. Elsku drengimir, sem Guð tók til sín frá okkur afa, taki á móti þér í ljóssins sölum, þar eilíf ríkir ró. Minning þín lifir, henni verður aldrei eytt. Þín er sárt saknað. Það gróa sár þó glitri tár. Sofðu í ró, Guð blessi beðinn þinn. Elsku Ása, Þorvaldur og Erna, Haddí, Jonni og aðrir ættingjar og vinir. Guð styðji ykkur öll í sorg ykkar, hann einn þerrar tregatárin. Afi og amrna. Elsku Bjössi Margar góðar minn- ingar streyma fram á stundu sem þessari. Ein sú sem hæst stendur og dýrmætust er, er minning okkar hjóna frá brúðkaupsdegi okkar árið 1995, en við höfðum beðið þig að vera bílstjóri okkar af því tilefni. Ekki aðeins sinntir þú því hlutverki af mikilli alúð og greið- vikni svo sem von var af kærum vini, heldur er það þátttaka þín og félagsskapur sem upp úr stendur, allt frá því brúðinni var fylgt í hárgreiðslu snemma um morguninn og þar til við skáluðum saman á hótelinu þá um kvöldið. Við eigum margar góðar minningar frá þessum ham- ingjuríka degi og ljúfar tilfinningar þegar litið er til baka en björtust skín sú sem þú lýstir upp með nær- veru þinni, sú mynd er okkur ómet- anleg og fölnar aldrei. Það er mynd- in af þér. Við kveðjum þig með söknuði, kæri vinur, en minning þín lifir með okkur um eilífð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Ása, foreldrar, systkini og aðrir ástvinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og hluttekn- ingu og biðjum að Guð verði með ykkur og styrki í sorg ykkar. Trausti og Erla, Súðavfk. Sá sem lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifír í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Það er styttra á milli lífs og dauða en okkur grunar. Við höfum verið minnt allharkalega á það undanfar- ið. Við bekkjarsystkini Bjössa feng- um þær fréttir 15 ágúst sl. að hann Bjössi væri dáinn. Á svona stundum situr maður agndofa og minning- arnar hrannast upp. Fyrst spyr maður: Af hverju? Hann var svo ungur. En smá saman víkur beiskj- an og minning um góðan dreng sit- ur eftir. Okkur er enn í fersku minni þegar við vorum ungir og ærslafull- ir krakkar í Höfðaskóla á Skagast- rönd. Hlátrasköllin og lætin glumdu úti á götu, þar fór Bjössi jafnan fremstur í flokki. Það var aldrei lognmolla í kring- um hann hvort sem var í leik eða starfi. Við minnumst öll skólaferða- laganna þar sem Bjössi sat heilu kvöldin með kassagítar og leiddi fjöldasöng . Þrátt fyrir að við, sem vorum í sama bekk og Bjössi, höfum ekki hist mikið eftir skólaárin þá sameinumst við nú í minningunni um Bjössa Þorvaldar, eins og hann var alltaf kallaður meðal okkar. Við sendum eftirlifandi eiginkonu hans, Ásu Láru Þórisdóttur, Ernu, Þorvaldi, Hafdísi og Jónasi okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Bekkjarsystkini, Höfðaskóla, Skagaströnd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.